Morgunblaðið - 29.01.1998, Síða 12
12 FIMMTUDAGUR 29. JANÚAR 1998
MORGUNBLAÐIÐ
FRÉTTIR
„Var handviss um að við hefð-
um heimild til að nota listann“
Tölvunefnd lét íslenska erfðagreiningu
nýlega eyða úr tölvum sínum lista með
nöfnum sjúklinga sem gengíst höfðu undir
áfengismeðferð. Listann hugðist fyrirtækið
-------------7>-7-----------------
í samvinnu við SAA nota við erfðarannsókn
á orsökum alkóhólisma. Pétur Gunnarsson
ræddi við dr. Kára Stefánsson, forstjóra
---------------------5_-----------
fyrirtækisins, og Þorgeir Orlygsson, for-
mann Tölvunefndar, um málið.
UNNIÐ að vísindarannsóknum í húsakynnum íslenskrar erfðagreiningar.
DR. Kári Stefánsson, forstjóri ís-
lenskrar erfðagreiningar, segir að
hann hafi sjálfur sýnt formanni
Tölvunefndar lista með nöfnum sjúk-
linga, sem gengist hafa undir með-
ferð hjá SÁA en þann lista hafði ís-
lensk erfðagreining fengið hjá SÁA í
tengslum við samstarfsverkefni ís-
lenskrar erfðagreiningar og SÁA
varðandi rannsóknir á erfðafræði
alkóhólisma.
Hann lítur svo á að leyfi hafi verið
fengið hjá Tölvunefnd fyrir þessum
vinnubrögðum en e.t.v. hafi nefndin
ekki gert sér grein fyrir hvemig að
málinu var staðið fyrr en við heim-
sókn í fyrirtækið fyrir nokkrum vik-
um. Tölvunefnd lét þá eyða listanum
en Kári segir að nafnalistar yfir sjúk-
linga hafi um árabil verið notaðir hjá
fjölmörgum aðilum við læknisfræði-
rannsóknir, jafnt hér á iandi og ann-
ars staðar, þar á meðal hjá stofnun-
um eins og Hjartavernd og Krabba-
meinsfélaginu.
„Við sóttum á síðasta ári um það til
siðaráðs Landlæknisembættisins, að
fá að gera þessa rannsókn. Það tók þá
rúmlega hálft ár að fara yfir umsókn-
ina og þeir veittu okkur leyfi tíi að
vinna hana. í beiðninni fórum við fram
á að fá að samkeyra lista yfir nöfn
sjúklinga og/eða kennitölur við ætt-
fræðigagnagrunn. Síðan sendum við
umsókn til Töluvnefndar með beiðni
um hið sama og þeir veittu okkur leyfi
til að gera hið sama, þ.e.a.s. heimiid til
að samkeyra lista með nöfnum sjúk-
linga og eða kennitöiur við ættfræði-
gagnagrunn,“ segir Kári.
Takmarkur fjöldi sjúklinga
Hann segir a_ð fyrirtækið hafi feng-
ið lista frá SÁÁ yfir takmarkaðan
fjölda sjúkiinga sem ætlunin var að
samkeyra við ættfræðigagnagrunn-
inn. „Við vorum með þann lista en
ekki búnir að keyra þetta saman þeg-
ar Tölvunefnd kom í heimsókn, sem
var búið að skipuleggja. Eg sýndi
þeim þennan lista af því að ég var
handviss um að við hefðum heimild
tii að hafa hann.“
Hann segh- að þá hafi Þorgeir Ör-
lygsson sagt að fyrirtækið mætti
ekki hafa þennan nafnalista og farið
fram á að listanum yrði eytt, sem var
gert. Kári segist leggja áherslu á að
þetta hafi löngum verið talinn eini
möguleikinn til að gera skyldleika-
könnun. „Á þennan hátt hafa menn
gert þetta í samráði við erfðafræði-
nefnd Háskóla íslands í mörg ár.
Hún hefur ættfræðigagnagrunn sem
menn hafa notað á nákvæmlega
þennan hátt. Útí um allt í samfélag-
inu eru menn að vinna að læknis-
fræðirannsóknum á þennan máta.“
Hann sagði aðspurður að hann
teldi að t.d. Hjartavernd og Krabba-
meinsfélagið hefðu undir höndum
sambærilegar upplýsingar tengdar
nöfnum þúsunda íslendinga. „Þetta
eru stofnanir sem hafa staðið undir
þeirri ábyrgð og vernda þessar upp-
lýsingar og vegna þeirra hafa þeir
getað búið tíl mjög mikilvæga þekk-
ingu sem nýtíst sjúklingum."
Hann sagðist hins vegar ekki telja
óeðlilegt að mál af þessu tagi kæmu
upp í samskiptum fyrirtækisins við
Tölvunefnd. „Við erum að mörgu
leytí að ryðja nýja braut, við erum að
leitast við að vinna erfðafræðirann-
sóknir á þann hátt að það sé tækni-
lega mjög vel gert og verndi per-
sónuupplýsingar á þann máta sem
best verður. Eg sé ekkert athugavert
við að Tölvunefnd, sem er ekki skip-
uð mönnum sem hafa reynslu á þessu
sviði og veitir okkur heimild á fundi,
þegar sem þeir reyna að sjá fyrir sér
hvemig við ætlum að gera þetta, sjái
ástæðu til að breyta heimildinni þeg-
ar þeir koma á staðinn og sjá hlutina
með eigin augum. Öll leyfi sem
Tölvunefnd veitir eru með þeim skil-
málum að þeir geti breytt leyfinu ef
þeir sjái ástæðu til þess til að auka
persónuvernd."
Kári sagðist ekki með þessu lýsa
því yfir að hann væri sammála mati
Tölvunefndar „en nú erum við búnir
að setjast niður, sérfræðingar Is-
lenskrar erfðagreiningar og sérfræð-
ingar Tölvunefndar, og búnir að
finna upp ferii sem hafði aldrei áður
verið tíl svo hægt sé að gera skyld-
leikakannanir án nafnalista."
Engin önnur leið til
Kári sagði að þess vegna hefði sér
fundist ósanngjarnt þegar Þorgeir
Örlygsson lét hafa eftir sér í viðtölum
að fyrirtækið hefði átt að vita betur.
„Það var engin önnur leið til. Nú er-
um við búnir að finna hana upp. Besti
lærdómurinn sem mér finnst að megi
draga af þessu öllu saman, fyrir utan
það að íslensk pressa er sífellt og
ævarandi blóðþyrst, er að eftirlitsíyr-
irkomulag Tölvunefndar er alveg
prýðilegt. Þeir höfðu veitt okkur
heimild tíl að gera nokkuð sem var
raunveruiega í andstöðu við það sem
þeir vildu að yrði gert og þeir fundu
það við eftirlit." Fram kom í samtali
blaðamanns við Kára að varðandi
blóðþorsta íslenskrar pressu væri
hann með umfjöllun Mannlífs um
samskipti Tölvunefndar og íslenskr-
ar erfðagreiningar í huga.
Kári sagði að þetta má hefði engin
raunveruleg áhrif á rannsóknir fyrir-
tækisins. „Sá hlutí af þessari uppá-
komu sem lýtur beint að samskiptum
Tölvunefndar og íslenskrar erfða-
greiningar hafi verið af hinu góða.
Við skilgreindum ákveðinn skoðana-
mun og fundum lausn sem báðir geta
sætt sig við.“
Kári sagði að lausnin fælist í því að
við alla þá sjúkdóma sem fyrirtækið
ynni við rannsóknir á gerði það
skyldleikarannsóknir á þann hátt að
listi yfir sjúklinga yrði dulkóðaður af
tilsjónarmanni Tölvunefndar. Ætt-
fræðigrunnur íslenskrar erfðagrein-
ingar verði dulkóðaður á sama máta.
Kóðaðir listarnir verða keyrðir sam-
an og þau skyldleikamunstur sem
finnast innan sjúklingahópsins verða
send tíl þeirra lækna sem vinna með
Islenskri erfðagreiningu og SÁA að
rannsókninni.
Kári sagði að við samkeyrsiu sjúk-
lingalistans og ættfræðigrunns væri
verið að leita að skyldleika sjúklinga
innan sjúklingahópsins en ekki út fyr-
ir hópinn. „Það er verið að leita að
skyldleika sjúklinga sem þegar er bú-
ið að greina með sjúkdóminn. Það
verður að hafa vel greindan sjúkdóm
og vel afmarkaðan skyldleika til að
geta leitað að erfðavísum. Það má
ekki gleymast að tiigangurinn með
þessu öllu er að reyna að komast að
raun um eðli sjúkdóma þannig að það
sé hægt að nota þær upplýsingar tíl
að finna aðferðir til að lækna og fyrir-
byggja sjúkdóma. Það er ekki verið að
reyna að búa til neinar persónutengd-
ar upplýsingar, heldur upplýsingar
um eðli hópsins, tölfræðileg tengsl
milli breytileika í erfðamengi annars
vegar og sjúkdóma hins vegar.“
Kári sagðist telja að þrátt fyrir
þetta teldi hann samskipti fyrirtæk-
isins og Tölvunefndar í mjög góðum
farvegi og menn væru vel á veg
komnir með að ákveða hvernig eðli-
legast sé að standa að þeim sam-
skiptum. „Við Þorgeir Öriygsson
settumst niður í síðustu viku og
röbbuðum m.a. um þann feril sem við
munum fylgja og hvernig'rétt sé að
haga þeim samskiptum sem þessar
tvær stofnanir hafa, íslensk erfða-
greining og Tölvunefnd. Ég held að
það hafi verið hinn ágætastí fundur.
Ef ég væri hins vegar spurður mundi
ég halda að hluti af þeim stirðleika
sem hefur komið fram í samskiptum
Islenskrar erfðagreiningar og Tölvu-
nefndar sé að Tölvunefnd hefur ekki
þá aðstöðu og þann mannafla sem
verkefnin kalla á. Á árinu 1986 fjall-
aði nefndin um yfir 380 umsóknir og
þetta er nefnd með einn starfsmann.
Ég held að það verði að líta svo á að
Ferli sem Tölvunefnd
setti upp ekki fylgt
:ÞORGEIR Örlygsson, formaður
Tölvunefndar, segir að nefndin setji
öllum sem vinna við vísindarannsókn-
ir á heilbrigðissviði skilmálar um
hvernig haga á störfum. Þegar lífsýni
eins og blóð eða vefjasýni eru með-
höndluð við slíkar rannsóknir sé það
ófrávíkjanleg krafa að vísindamaður
vinni með ónafngreind sýni og hafi
ekki möguleika á að nálgast upplýs-
ingar um nöfn þeirra sem látið hafa
sýni í té.
Vegna þessa hafi Tölvunefnd skip-
að tvo tilsjónarmenn sem hafa eftirlit
með Islenskri erfðagreiningu á sama
hátt og Hjartavernd og Krabba-
meinsfélaginu sem einnig stunda
erfðarannsóknir með lífsýni.
Tilsjónarmenn
„Tilsjónarmennirnir eiga að fylgj-
ast með því að íslensk erfðagreining
fari að þeim skilmálum sem Tölvu-
nefnd hefur sett. Þarna er verið að
vinna upplýsingar í miklu meira mæli
en nokkum tímann hefur þekkst áð-
ur. Það er m.a. hlutverk tilsjónar-
mannanna að sjá til þess að það séu
aðeins ópersónugreindar upplýsingar
og gögn í þessu fyrirtæki,“ segir Þor-
geir.
Hann segir að Tölvunefnd geri sér
grein fyrir því að það sé fyllilega eðli-
legur þáttur í starfsemi íslenski-ar
erfðagreiningar þegar verið er að
kanna arfgengi sjúkdóma að búa tíl
ættartré. „Alkr okkar reglur og skil-
yrði miða við að það ættartré sé
dulkóðað. Það er hlutverk tilsjónar-
mannanna að sjá um dulkóðunina og
að fyrirtækið komist ekki í greining-
arlyldlinn. Þarna virðist það hins
vegar hafa gerst, fyrir misskilning að
því er ég vil meina, að SÁÁ afhenti
Islenskri erfðagreiningu sjúklinga-
lista með nöfnum og kennitölum. Það
er að segja: Því ferli sem Tölvunefnd
var búin að setja upp var ekki fylgt.“
Þorgeir sagði að eftir að farið var
að stunda erfðarannsóknir hér landi í
þeim mæli sem nú er hafi Tölvunefnd
alltaf sett þessa skilmála. „Það eru
ófrávíkjanlegir skilmálar af okkar
hálfu að vísindamaðurinn vinni með
ópersónugreind gögn og hafi ekki
möguleika á að persónugi’eina þau.“
Þorgeir sagði að þarna að baki búi
það sjónarmið að upplýsingar úr líf-
sýni eru ákaflega nærgöngular og
persónulegar upplýsingar. „Lífsýni
getur í sjálfu sér sagt miklu meira
um viðkomandi einstakling en skráð-
ar upplýsingar. Þegar verið er að
meðhöndla lífsýni úr tílteknum ein-
staklingi gefur það ekki bara upplýs-
ingar um hann heldur líka forfeður
hans, afkomendur og skyldmenni til
hliðar. Þannig að um leið og menn
vita að einstaklingur er með tiltekinn
arfgengan sjúkdóm eru líka komnar
ákveðnar líkur íyrir því að foreldrar
hans, afkomendur, systkini og svo
framvegis, séu með þann sjúkdóm.
Þetta gerir að verkum að upplýsing-
ar um erfðaefnin sem menn vinna úr
lífsýnum eru viðkvæmari en flestallar
aðrar persónuupplýsingar.“
Fjarstæðukennd ályktun
Þorgeir sagði hliðstæðar reglur
gildandi hér á landi og í nágranna-
löndunum. Alls staðar væri þess
krafist að unnið væri nafnlaust með
erfðaefni. „Þetta er ekki bara lög-
fræðilega krafa heldur siðfræðileg,"
segir hann.
Þorgeir sagði að misskilningur
Tölvunefndar og Islenskrar erfða-
greiningar lægi í því að greinilegt
væri að sjúklingalistinn hefði verið
afhentur til þess að íslensk erfða-
greining ynni ættartré. „Misskilning-
urinn liggur þá í því að þeir hafa
túlkað heimild Tölvunefndar þannig
að hún veitti þeim heimild til þess, en
það er fjarstæðukennd ályktun í
sjálfu sér. Við þyrftum ekki að vera
með tilsjónarmenn og reglur um
dulkóðun ef sá sem vinnur með upp-
lýsingarnar dulkóðar sjálfur. Ein-
hverra hluta vegna hafa þeir talið
okkar skilmála heimila sér þetta og
það varð til að við ákváðum að endur-
upptaka þau leyfi sem við höfum þeg-
ar veitt til að kveða skýrar og af-
dráttarlausar á um þetta til að það
hún hafi unnið mjög gott verk miðað
við þær aðstæður sem henni eru bún-
ar.“
Kári Stefánsson sagði að það kæmi
sér spánskt fyrir sjónir, eftír að vera
búinn að vinna við læknisfræðirann-
sóknir í Bandaríkjunum í 20 ár, að
það skyldi vera meginmarkmið
Tölvunefndar að vernda þær upplýs-
ingar, sem vísindamerin íslenskrar
erfðagreiningar vinna með, fyrir vís-
indamönnunum sjálfum. „Ég hef
alltaf litíð svo á að vandamálið væri
að vernda þessar upplýsingar gegn
utanaðkomandi aðilum. Þetta er mér
nýtt, ég er ekki að segja að það sé
rangt á algildan mælikvarða en það
kemur mér spánskt fyrir sjónir og
stríðir svolítíð gegn minni tilfinningu
fyrir því hvað er eðlilegast í þessu
sambandi.“
Kári sagði að á 20 ara ferli hefðu
aldrei lekið út persónuupplýsingar,
sem hann hefði tekið þátt í að safna í
sambandi við vísindarannsóknir.
Hann sagði að það mikilvæga atriði
hefði t.d. gleymst í þeirri miklu um-
fjöllun tímaritsins Mannlífs sem varð
tilefni þess að samskiptí Tölvunefnd-
ar og Islenskrar erfðagreiningar
komust í hámæli í gær.
Persónur eða
persónuupplýsingar?
Kári sagði að í sínu fyrirtæki væri
ekki verið að búa til persónutengdar
upplýsingar og hvorki tryggingafyr-
irtæki, atvinnuveitendur né aðrh’
gætu nýtt sér upplýsingar sem þar
verða til gegn einstaklingum. „Hins
vegar erum við að búa til grundvall-
arþekkingu sem síðan mætti nota til
að búa til erfðapróf sem ósvífin
tryggingafyrirtæki og aðrir gætu
nýtt sér til að berja á fólki. En það
má hins vegar ekki gleyma því að
þær upplýsingar sem tryggingafyrir-
tæki gæti misnotað eru einmitt þær
upplýsingar sem eru mikilvægar því
fólki sem upplýsingarnar fjalla um,“
segir hann. Tryggingafélag gæti t.d.
komið í veg fyrir að maður sem hefur
stökkbreytíngu í brjóstakrabba-
meinsgeni fái líftryggingu en hitt
skipti meira máli að sami maður gæti
notað sér þær upplýsingar til að
tryggja að krabbameinið verði greint
snemma.
„Það væri hræðilegt ef við létum
ótta við tryggingafyrirtækin koma í
veg fyrir að slík þekking verði búin
til því hún er svo mikilvæg til að
koma í veg fyrir sjúkdóma. Sem sam-
félag verðum við hins vegar að reisa
skorður við því hvernig tryggingafé-
lög geta notfært sér svona upplýsing-
ar, eins og hefur verið víða gert í
Bandaríkjunum. Þó svo að það sé
mikilvægt að vernda persónuupplýs-
ingar held ég að við verðum að gera
okkur grein fyrir því að það er ennþá
mikilvægara að vernda persónur,
heilsufar þeirra og líf. Við megum
ekki láta vernd persónuupplýsinga
koma í veg fyrir framþróun læknis-
fræðivísinda á þann máta að það
verði auðveldara að koma í veg fyrir
og lækna sjúkdóma," segir dr. Kári
Stefánsson.
orki alls ekki tvímælis, sem ég tel
reyndar að hafi ekki gert. En ein-
hverra hluta vegna varð þessi mis-
skilningur."
Þorgeir segir Tölvunefnd beri að
lögum að hafa eftírlit með því að fyr-
irmælum tölvulaga og nefndarinnar
sé fylgt. Við skoðun nefndarinnar á
tiltekinni tölvu í fyrirtækinu hefði
þessi listi komið í Ijós.
Endurskoðun í gangi
Þorgeir sagði að t.d. Hjartavernd
og Krabbameinsfélaginu hefðu verið
settir sams konar skilmálar og Is-
lenskri erfðagreiningu, en á þessum
þremur stöðum væri unnið að mikl-
um erfðafræðirannsóknum. Hann
segir að sömu tilsjónarmenn fylgist
með starfi Hjartaverndar, Ki'abba-
meinsfélagsins og íslenskrar erfða-
greiningar, þeim stofnunum sem auk
fyrirtækisins eru hvað umsvifamest-
ar við erfðarannsóknir. Engir
ódulkóðaðir sjúklingalistar ættu að
vera hjá Hjartavernd og Krabba-
meinsfélaginu. „Hins vegar erum við,
jafnhliða því að endurskoða skil-
málana sem við höfum sett Islenskri
erfðagreiningu, að endurskoða þá
skilmála sem við höfum sett Hjarta-
vernd og Krabbameinsfélaginu
þannig að þessir aðilar lúti sömu lög-
rnálurn."