Morgunblaðið - 29.01.1998, Side 13
MORGUNBLAÐIÐ
FRETTIR
FIMMTUDAGUR 29. JANÚAR 1998 13
Tilraunir með hraðamyndavél eru á lokastigi
Tvær vélar verða
komnar í notkun í mars
MYNDAVÉL sem notuð hefur ver-
ið til hraðamælinga hjá lögreglunni
hefur nú verið notuð til reynslu í
nærri þrjá mánuði og í mars er ráð-
gert að taka í notkun aðra slíka vél.
Jón Bjartmarz, fulltrái hjá ríkislög-
reglustjóra, segir að nú sé reynslu-
tíma að ljúka og þegar síðari vélin
verði komin í gagnið muni mark-
vissar mælingar fara fram víða um
landið.
„Við höfum verið að reyna vélina
tæknilega, fínna út hvaða filmur eru
bestar og þar fram eftir götunum
og höfum farið fremur rólega af
stað,“ segir Jón. „Ákveðið var að
kynna aðferðina vel í fjölmiðlum,
m.a. með skjáauglýsingum og fara
ekki mjög geyst af stað. Við höfum
mest verið að á Reykjanesbraut í
tengslum við umferðarátakið sem
þar hófst nokkru fyrir áramót," seg-
ir Jón ennfremur.
Skilti voru sett upp á Reykjanes-
braut þegar hraðamælingamar
hófust þar sem vakin er athygli á rad-
armælingum og segir Jón hugmynd-
ina að setja slík skilti upp víðar á
landinu, t.d. þar sem ökumenn yfír-
gefa þéttbýli. Segir Jón ætlunina með
þessu að minna almennt á hraðamæl-
ingar. Ekki verði gefíð nákvæmlega
til kynna hvar mælingamar fara
fram hverju sinni, menn geti búist
við radarmælingum hvar sem er.
Verður að lækka ökuhraða
á þjóðvegum
Jón segir að ökumenn hafi verið
sektaðir og um leið hafi verklagið í
kringum þessa aðferð verið í mótun.
Þegar bfll sé myndaður á óleyfileg-
um hraða er eiganda sent sektar-
boð. Vilji hann fara frekar ofan í
málið verður hann að hafa samband
við viðkomandi lögregluembætti
sem hafi myndina, sem staðfestir
brotið, undir höndum. Jón segir að
ökumenn hafi tekið þessari aðferð
vel og að reynslan erlendis hafi sýnt
að hún auki umferðaröryggi. Fram
til þessa hefur ein vél verið í notkun
en önnur verður tekin í notkun í
mars og að þá verði búið að móta
endanlegan vinnuferil. Segir hann
að þá muni notkun vélanna fara
markvisst af stað.
„Ég held að allir geti verið sam-
mála um að við verðum að lækka
umferðarhraðann á þjóðvegunum.
Ef það tekst erum við að fækka al-
varlegum slysum og það er tilgang-
urinn með þessu öllu.“
Morgunblaðið/Kristinn
MYNDAVELIN sem lögreglan hefur gert tilraunir með undanfarna mánuði.
Frumvarp um innheimtukostnað
Skiptar skoðanir
meðal lögmanna
SKIPTAR skoðanir hafa verið
meðal lögmanna á nauðsyn þess
að setja innheimtulög, að sögn
Marteins Mássonar, fram-
kvæmdastjóra Lögmannafélags
Islands, en ríkisstjórnin hefur
samþykkt að frumvarp þar að lút-
andi verði kynnt í þingflokkum
stjórnarflokkanna og síðan lagt
fram á Alþingi.
Marteinn sagði að sumir lög-
menn teldu algeran óþarfa að
setja lög í þessum efnum, en aðrir
teldu að það væri bót að því að
setja ákveðinn ramma um þessi
málefni. Lögmenn væru þeir sem
mest kæmu að innheimtumálum
og menn hefðu talið að ekki væri
þörf á lagasetningu, þar sem
stjórn Lögmannafélagsins hefði
lögboðið eftirlit með störfum lög-
manna, innheimtu jafnt sem öðru
og það væri í raun fullnægjandi
umgjörð um þessa starfsemi.
Lögmannafélagið hefur í
tvígang gefið umsagnir um efni
frumvarpsins, en einn fulltrúi í
nefndinni sem undirbjó gerð þess
var tilnefndur af félaginu. í fyrra
sinnið gaf félagið umsögn í ágúst
1996 og taldi laganefnd félagsins
þá svo veigamikla annmarka á
frumvarpinu að hún lagðist gegn
því í þáverandi mynd.
Athugasemdir við gjaldskrá
um kostnað
í síðara sinnið þótti ekki ástæða
til að gera jafn miklar athugasemd-
ir við frumvarpið, enda hafði í
mörgum atriðum verið tekið tillit
til athugasemda sem gerðar höfðu
verið. Marteinn sagði að það hefði
þó einkum verið eitt atriði sem
gerðar hefðu verið athugasemdir
við og það varðaði heimildarákvæði
til handa ráðherra til að setja ein-
hvers konar gjaldskrá um þann
kostnað sem heimilt væri að rukka
skuldara um. Um það segi meðal
annars að þetta ákvæði sé í and-
stöðu við þá meginstefnu sem nú
ríki í íslensku viðskiptalífi að draga
skuli eins og kostur er úr afskipt-
um ríkisvaldsins af verðlagningu
vöru og þjónustu. Benti laganefnd-
in á að færa mætti gild rök fyrir
því að staða skuldara gagnvart inn-
heimtuaðilum væri sambærileg
stöðu kaupanda vöru eða þjónustu,
sem væri gert að greiða reikning
sem hann teldi óréttmætan.
Innritunargjald
á Ríkisspítala
Lagabreyt-
ingu þarf til
LAGABREYTING þyrfti að koma
til ef taka ætti upp greiðslu innrit-
unargjalds á Ríkisspítölunum. Hins
vegar gæti gegnt öðru máli um inn-
heimtu svonefnds fæðisgjalds, sam-
kvæmt upplýsingum heilbrigðis-
ráðuneytisins.
Ein þeirra aðgerða sem stjómar-
nefnd Ríkisspítala hefur til athug-
unar að gn'pa til til að mæta niður-
skurði í ár er að taka upp innritun-
argjald fyrir sjúklinga, samkvæmt
þeim upplýsingum sem komið hafa
fram í fjölmiðlum.
Heilbrigðisráðuneytinu hafa hins
vegar ekki borist fonnlega erindi
þessa efnis. Samkvæmt upplýsing-
um Guðríðar Þorsteinsdóttur, skrif-
stofustjóra í heilbrigðisráðuneytinu,
er nokkuð ljóst að ekki verður tekið
upp innritunargjald fyrir sjúklinga
að óbreyttum lögum, enda segir í al-
mannatryggingalögunum að öllum
þeim sem sjúkratryggðir eru skuli
tryggð ókeypis vist að ráði læknis í
sjúkrahúsum.
Guðríður sagði að ef það væri
hins vegar fæðisgjald sem ætlunin
væri að innheimta væri óljósara
hvort lagabreytingu þyrfti til. Þetta
mál hefði ekki verið til sérstakrar
skoðunar í ráðuneytinu, en það
kynni að koma til þess kæmi um
það beiðni frá Ríkisspítölum.
Síoustu
DAGAR
- enn meiri verblœkkun!
A90)
2
Mjúkir herraskór í brúnu og gráu leðri.
SOFT FLEX-sóli. St. 41-44
( /.990)
Skór með góðum botni frá Andiamo
Hvitir leðursandalar með SOFT FLEX
Inwood-tískuskór, st. 36-41
Bómullarpeysa (100%), st.M-XXL
Vind- og vatnsheldar úlpur með öndun,
nú aðeins 3.990-
Herraúlpur, enn meiri lækkun, stærðir
S-M-L, nú aðeins 2.490-
(990)
(1.990)
Gönguskór, 25% afsláttur
Herraskyrtur frá 500-,
Fóðr. vindjakkar, barna, 1.490-,
Dömupeysur, bómull, frá 960-,
Barnaúlpur í úrvali frá 1.490-,
Skíðahanskar frá 645-,
inniskór herra á 295- Riflásaskór á 995-
Barnaleggings á 890-
Herrapeysur í úrvali frá 1.730-
(einnig í yfirstærðum)
Flauelsskyrtur (fínrifflaðar) á 1.143-
íþróttasokkar 3/pk á 218-
Fóðr. leður öklaskór á dömur, 1.495-
Regatta Thermal-nærföt á 1.795-
Útsölunni lýkur
laugardaginn 31. janúar kl. 16
Grandagarði 2, Rvfk, sími 552-8855 og 800-6288
IVlunið að leið 2 (SVR) stoppar við dyrnar. NÆG BÍLASTÆÐI.