Morgunblaðið - 29.01.1998, Page 16
16 FIMMTUDAGUR 29. JANÚAR 1998
MORGUNBLAÐIÐ
LANDIÐ
fþróttamaður Selfoss 1997
Morgunblaðið/Sig. Fannar
AFREKSMENN deilda UMF Selfoss ásamt ungum og efnilegum arftökum á hófi sem íþrótta- og tómstunda-
ráð Selfossbæjar hélt á dögunum.
Ingólfur Snorrason valinn
annað árið í röð
Selfossi - íþrótta- og tómstunda-
ráð Selfossbæjar hélt á dögunum
hóf tileinkað þeim íþróttamönnum
á Selfossi sem sýnt hafa góðan ár-
angur á árinu. Ungir og efnilegir
íþróttamenn voru einnig verð-
launaðir fyrir góðan árangur í
íþrótt sinni.
Það var Ingólfur Snorrason
karatemaður sem var valinn
íþróttamaður Selfoss árið 1997.
Þetta er annað árið í röð sem
Ingólfur er valinn. Ingólfur er vel
að titlinum kominn og í umsögn
um kappann segir að hann sé góð
fyrirmynd allra íþróttamanna,
reglumaður með mikinn sjálfsaga.
Ingólfur var að vonum ánægður
með tilnefninguna. Hann vildi
óska öðrum þeim sem tilnefndir
voru til hamingju. „Ég veit að
svona tilnefningu fylglr mikil
ábyrgð og menn gera kröfur til
mín í kjölfarið en ég er staðráðinn
í að standa undir þeim vænting-
um.“
Ingólfur vill tileinka tilnefning-
una ungum íþróttamönnum.
„Unga fólkið er framtíðin og þau
verða að gera sér grein fyrir mik-
ilvægi íþróttanna, stunda reglu-
samt og heilbrigt lífemi og sýna
sjálfsaga í öllu sem það tekur sér
fyrir hendur,“ segir Ingólfur.
Árið 1998 verður annasamt hjá
Ingólfi og nú þegar eru á dag-
skránni 15 mót á eriendri grundu.
Ingólfur er þó hvergi banginn og
er staðráðinn í að bæta sig í íþrótt
sinni.
INGÓLFUR Snorrason ásamt
unnustu sinni Guðfinnu H.
Jónasdóttur.
^ Morgunblaðið/Halldór Sveinbjörnsson
NÝR leikskóli verður vígður á Isafirði á laugardag.
Nýr leikskóli vígð-
ur á Torfunesi
ísafirði - Formleg vígsla nýs leik-
skóla á Torfunesi á Isafirði verður
laugardaginn 31. janúar kl. 13. Leik-
skólinn er um 725 m2 og er heildar-
kostnaður við bygginguna áætlaður
81 milljón kr., sem svarar til 108 þús.
kr. á hvern frn, ef frá er talinn kostn-
aður við lóð, sem var um 9 millj. kr.
I skólanum verða tvær heilsdags-
og tvær hálfsdagsdeildir með sveigj-
anlegri vist fyrir allt að 132 börn, að
hámarki 88 börn samtímis. Gert er
ráð fyrir 22 stöðugildum.
Framkvæmdum við húsið er að
mestu lokið en ráðgert er að ljúka því
sem upp á vantar fyrir sumarið. Þá er
gert ráð fyrir að fullbúinni lóð verði
skilað um mitt sumar. Það var í apríl
á síðasta ári sem bygging leikskólans
var boðin út samkvæmt útboði. Tilboð
voru opnuð 6. júni og reyndist hag-
stæðasta tilboðið vera frá Eiríki og
Einari Val hf. Undirbúningur verks-
ins hófst um miðjan júní og er hönn-
unar- og framkvæmdatími því alls um
níu mánuðir.
Arkitekt hússins er Elísabet Gunn-
arsdóttir á ísafirði.
Hornið hf. kaupir Pizza 67
Selfossi - Hornið hf., sem er mat-
vöruverslun á Selfossi í eigu Gunn-
ars B. Guðmundssonar og fjöl-
skyldu, hefur keypt rekstur veit-
ingastaðarins Pizza 67, en veitinga-
staðurinn er í sama húsnæði og
Hornið hf. á Tryggvagötu á Sel-
fossi.
Nýr framkvæmdastjóri Pizza 67 á
Selfossi er Elvar Gunnarsson og
tekur hann formlega við rekstrinum
um næstu mánaðamót. Að sögn El-
vars mun hann fara varlega í allar
breytingar en knattspyrnuaðdáend-
ur munu kætast því hann hyggst
leggja aukna áherslu á þjónustu í
kringum beinar útsendingar í fót-
bolta.
ELVAR Gunnarsson, nýr fram-
kvæmdastjóri Pizza 67 á Sel-
fossi, ásamt unnustu sinni,
Maríu Örlygsdóttur.
Skipasmiðastöðin hf. á fsafírði
Þriðja nýsmíða-
verkefnið í höfn
Isafirði - Skipasmíðastöðin hf. á ísa-
firði, hefur gengið frá smíðasamningi
við Stapavík ehf. á Akranesi um
smíði á 30 tonna stálskipi sem ráð-
gert er að gera út á dragnótaveiðar.
Hið nýja skip verður svipað og Sand-
vík, sem fyrirtækið smíðaði á síðasta
ári, en þó örlítið breiðara og dýpra.
„Skipið verður 4,80 m á breidd,
2,80 m á dýpt og 15 m að lengd.
Smíðin hefst fljótlega en samkvæmt
samningi eigum við að skila skipinu
fullbúnu í júlí í sumar,“ sagði Sigurð-
ur Jónsson, framkvæmdastjóri
Skipasmíðastöðvarinnar, í samtali
við fréttaritara.
„Við erum bjartsýnir á að geta náð
í fleiri verkefni og við stefnum að því
að hafa næg verkefni allt árið,“ sagði
Sigurður.
OSTRIrJ PLUS
Austurlenska perlan í dagsíns önn.
Japanska ostruþykkníð gefur þér fjölbreytt
og uppbyggjandí bætíefní.
* Bætt orka
* Betra jafnvægi
* Aukin einbeiting
* Bara ein á dag
Nú á kr. 1 .990.
Sendum í póstkröfu.
Skipagötu 6, Akureyri.
Sfmi/fax 4621889.
GRÍMUR Marinó Steindórsson með frummyndina
af Súlunum, sem prýða haus hafnargarðsins á
Hörgaeyri í Eyjum.
Morgunblaðið/Sigurgeir Jónasson
EITT verkanna sem Grímur Marinó gaf, mynd af
föður hans.
Grímur Marinó færir
Listasafninu í Eyjum gjöf
Vestmannaeyjum - Grímur Mar-
inó Steindórsson, myndlistar-
maður, færði Listasafni Vest-
mannaeyja að gjöf 25 málverk
sem hann hefur málað og gaf
hann myndirnar í tilefni af
björgun Vestmannaeyinga er
jarðeldarnir brutust út fyrir 25
árum.
Grímur Marinó er fæddur í
Vestmanneyjum árið 1933 og
sleit barnsskónum í Eyjum.
Hann lærði járniðn og stundaði
fag sitt um árabil. Hann nam
síðan málaralist og höggmynda-
gerð við Myndlistaskólann í
Reykjavík og hefur stundað list
sína um árabil. Listaverk Gríms
Marinós sem eru staðsett víða
um land eru margvísleg. Hann
hannaði m.a. vitann á Hörgaeyr-
argarði í Vestmannaeyjum, Súl-
urnar, sem vfsar skipum leiðina
inn höfnina í Eyjum.
Grímur Marinó hefur hlotið
margvíslegar viðurkenningar
fyrir listaverk sín. Hann hlaut
m.a. 1. verðlaun í samkeppni
sem haldin var eftir leiðtoga-
fund Gorbatsjovs og Reagans í
Höfða árið 1986 og einnig hlaut
hann 2. verðlaun í samkeppni
Listahátíðar 1987.
Grímur Marinó hefur verið út-
nefndur Bæjarlistamaður Kópa-
vogs en í Kópavogi hefur hann
búið um árabil.
Myndirnar sem Grímur Mar-
inó gaf Listasafni Vestmanna-
eyja eru nú til sýnis í anddyri
Safnahússins og verður sýningin
opin til 10. febrúar.
I
I
í
>
I
r
i
i
>
[
i
i
I
t
i
>
>
>
>
»
p