Morgunblaðið - 29.01.1998, Page 25
MORGUNBLAÐIÐ
ERLENT
FIMMTUDAGUR 29. JANÚAR 1998 25
Reuters
HILLARY Clinton segir sarasæri hægrimanna liggja að baki Lewin-
sky-málinu. Hér hlýðir hún á stefnuræðu eiginmanns síns í fyrrinótt.
SAMSÆRISKENNINGAR
Ovinir tengjast
ÞEGAR Hillary Rodham Clinton,
eiginkona Bandaríkjaforseta, talaði í
sjónvarpi í fyrradag um „víðtækt
samsæri hægrimanna" gegn þeim
hjónum, hafði hún sæg óvina í huga.
Frá blöðum eins og The American
Spectator til gulu pressunnar í Bret-
landi, frá samsæriskenningasmiðum
um andiát Vincents Foster (lögfræð-
ings og vinar Clinton-hjónanna sem
framdi sjálfsmorð 1993) til sjónvarps-
prédikarans Jerrys Falwell, hafa for-
setahjónin verið umsetin hægrisinn-
uðum gagnrýnendum.
Kenningar um samsæri hægri-
manna gegn Clinton fengu nýjan byr
í gær, þegar The New York Öbserver
birti um það grein að íhaldssömum
lögfræðingi í New York, George
Conway III, hefði verið stefnt af lög-
fræðingum Clintons vegna tengsla
hans við mál Paulu Jones og Monicu
Lewinsky.
Á mánudaginn var Conway birt
stefnan. Samkvæmt frásögn New
York Observer kom Conway sam-
starfsmönnum sínum mikið á óvart
þegar hann viðurkenndi að hafa með
leynilegum hætti lagt málaferlum Jo-
nes lið frá árinu 1994, þar á meðal að-
stoðað við að skrifa lögfræðiálit fyrir
hæstarétt Bandaríkjanna, sem skar
úr um hvort Clinton fengi að njóta
friðhelgi á meðan hann situr í emb-
ætti. Eins og kunnugt er úrskurðaði
rétturinn að forsetinn nyti ekki frið-
helgi og hinn 17. þessa mánaðar bar
hann vitni vegna rannsóknar Jones-
málsins, en það var í fyrsta sinn í
sögunni sem sitjandi Bandaríkjafor-
seti bar vitni í tengslum við rannsókn
á sakamáli.
Áróðursvél
hægrimanna
í greininni er Conway lýst sem
mögulegum lykilmanni í samsæri
hægrimanna sem standa að baki
hneykslisáróðursvél sem miðar að
því að flæma Clinton úr embætti.
Verjendur forsetans vísa til hlut-
verks Conways og annars íhaldssams
lögfræðings, James A. Moody, í því
skyni að renna stoðum undir fullyrð-
ingar forsetafrúarinnar um samsæri
hægrimanna. Telja þeir hinn sérskip-
aða saksóknara, Kenneth Starr, til
þátttakenda í þessu lausbeizlaða
samsæri.
Lögfræðingarnir tveir og Starr
vísa því á bug sem helberum hugar-
burði að um samsæri sé að ræða, og
að hugmyndafræði eða flokkapólitík
hafl nokkur áhiif á athafnir þeirra.
Engar sannanir liggja fyrir sam-
særisásökunum Hillary Clinton, en
ljóst er að margir þeirra einstaklinga
sem koma að þeim málatilbúningi
sem beinist gegn forsetanum tengj-
ast á ýmsan hátt innbyrðis og í gegn-
um „íhaldssamar stofnanir og mál-
staði“ eins og The New York Times
kemst að orði.
I grein New York Observer er velt
vöngum yfír ýmsum mögulegum
tengslum milli Conways og Lewin-
sky-hneykslisins, en greinilegust eru
þessi tengsl sögð milli hans og James
Moody, sem mælti máli Lindu Tripp í
samskiptum hennar við Kenneth St-
arr. Conway mun hafa komið Tripp í
samband við Moody 9. janúar sl.
Þremur dögum síðar fór hún á fund
Starrs og lét honum í té upptökur
sem hún hafði gert á laun af samtöl-
um sínum við Monicu Lewinsky. St-
aiT sjálfur er repúblikani og hefur
rekið dómsmál í þágu hægrisinnaðra
málstaða. New York Observer rifjar
upp að Moody starfaði á níunda ára-
tugnum fyrir Capital Legal Founda-
tion, íhaldssama lagastofnun, að
málarekstri Williams Westmoreland
hershöfðingja gegn sjónvarpsstöð-
inni CBS vegna meintra meiðyrða,
en hægrisinnaðir fjölmiðlagagn-
rýnendur gerðu sér mikinn mat úr
þessu máli. Kostnað þess málarekst-
urs greiddi að stórum hluta Richard
Mellon Scaife, auðjöfur sem hefur
fjármagnað fjöldann allan af fjöl-
miðlaherferðum gegn Clinton í gegn-
um aðra áhrifamikla lögfræðistofnun
íhaldsmanna, Landmark Legal
Foundation að nafni. Moody starfaði
fyrir Landmark-stofnunina að einu
máli í fyrrasumar. Starr hefur líka
rekið mál í þágu Landmark.
Hlutur Lucianne Goldberg
Verjendur Clintons vilja líka
kanna hlutdeild annarrar manneskju
í þessum málum, sem tengist bæði
Starr, Tripp og fleiri hlutaðeigandi í
Lewinsky-málinu. Þetta er Lucianne
Goldberg, umboðsmaður útgáfufyrir-
tækis í New York og náin vinkona
Lindu Tripp. Goldberg segir sjálf að
hinar leynilegu upptökur á samtölum
þeirra Tripp og Lewinsky hafí verið
hennar hugmynd. Goldberg hefur
staðið í gróðavænlegri útgáfustarf-
semi í félagi við Alfred Regnery sem
er gamall vinur Kenneths Starrs.
að að sb'ta sambandinu við Bleiler er
hann reyndi að binda endi á það, ári
eftir að það hófst.
Clinton hefur leitað til fjöl-
margra ráðgjafa í lögfræði, stjórn-
málum og almannatengslum und-
anfarna viku vegna hneykslismáls-
ins. Er fullyrt að á meðal þeirra
sem hann hafi snúið sér til, sé Dick
Morris, sem var einn helsti ráðgjafi
hans um margra ára skeið. Morris
lét af stöðunni árið 1996 er upp
komst um kynlífshneyksli sem
hann var flæktur í.
Sagt er að Clinton hafi séð mjög
eftir ráðgjafanum, sem hóf störf
fyrir hann er Clinton sóttist eftir
því að verða ríkisstjóri í Arkansas,
enda hafi Morris haft lag á því að
snúa pólitískum erfíðleikum Clint-
on í hag. Hafi forsetinn því leitað
til hans og rætt margsinnis við
hann í síma síðustu daga.
Er talið nær fullvíst að Morris sé
maðurinn á bak við einarða yfirlýs-
ingu forsetans á mánudag, þar sem
hann kallaði Lewinsky „þessa
konu“, svo og samsæriskenningu
forsetafrúarinnar, sem sagði í sjón-
varpsþætti á þriðjudag að málið
væri afsprengi „hægra-samsæris“.
I viðtali við KABC-útvarpsstöð-
ina í Los Angeles ýjaði Morris að
samkynhneigð forsetafrúarinnar.
Orðrétt sagði ráðgjafínn: „Ekkert
af því sem ég segi er nauðsynlega
staðreynd. En segjum sem svo að
kynlíf hans með Hillary sé ekki
endilega það sem talið er. Segjum
sem svo að sumar ásakanirnar um
að Hillary lifí ekki endilega alltaf
reglubundnu kynlífí með karl-
mönnum, kunni að vera sannar,“
sagði Morris og gaf þannig til
kynna að Clinton kynni að hafa
leitað á önnur mið.
FVH fagnar 60 ára afmæli félagsins með ráðstefnu
á Grand Hóteli Reykjavík, föstudaginn 13. febrúarnk.,
kl.13-19. Markmið með þessari ráðstefnu er að
horfa fram á veginn og efna til faglegrar umræðu
um framtíð íslands í samfélagi þjóðanna á nýrri öld.
Dagskrá ráðstefnunnar:
Skráning
Setning. Kristján Jóhannsson, formaður FVH
Ávarp. Davíð Oddsson, forsætisráðherra
Natural Resources, Geography and Growth: The International
Record. Jeffrey D. Sachs, prófessor og forstjóri Alþjóðástofnunar
Harvard háskóla
Áhrif alþjóðavæðingar á innlent atvinnulíf og fyrirtæki
Hörður Sigurgestsson, forstjóri Eimskipafélags íslands
Kaffihlé
Sjávarútvegur. Vaxtarmöguleikar á alþjóðavettvangi
Friðrik Pálsson, forstjóri SH
Framtíð iðnaðar á fslandi: Sókn eða vörn.
Rannveig Rist, forstjóri fslenska álfélagsins
Fjármálaþjónusta á nýrri öld.
Bjarni Ármannsson, forstjóri Fjárfestingarbanka atvinnulífsins
Hagstjórn og rekstur fyrirtækja við upphaf nýrrar aldar.
Þorvaldur Gylfason, prófessor við Háskóla íslands
Lokaorð ráðstefnustjóra.
Geir Haarde, alþingismaður
Móttaka í boði FVH á Grand Hóteli Reykjavík
Skráning fer fram á skrifstofu Félags viðskiptafræöinga og
hagfræðinga, Kringlunni 7, pósthólf 5184, 125 Reykjavík.
Sími 568 2370. Fax 568 8441. Netfang: fvh-elin@itn.is
Ráðstefnugjald til félaga í FVH er 3.900 kr. ef greitt er fyrir
1. febrúar en 4.500 kr. ef greitt er eftir 1. febrúar 1998.
Verð til annarra er 4.900 kr. fyrir 1. febrúar, eftir 1. febrúar
5.500 kr.
Grand Hótel Reykjavík býður helgartilboð á gistingu.
Tryggið ykkur aðgang að ráðstefnunni með því að skrá
ykkur sem fyrst!
Heimasíða ráðstefnunnar: http://www.fvh.is
Afmælisráðstefna
Félags viðskiptafræðinga og hagfræðinga