Morgunblaðið - 29.01.1998, Síða 26
26 FIMMTUDAGUR 29. JANÚAR 1998
MORGUNBLAÐIÐ
ERLENT
CHELSEA CLINTON
Uppalin í miðri
baráttunni
Foreldrar Chelsea Clinton hafa innrætt
henni frá unga aldri hvernig hún eigi
að bregðast við og standa undir því
álagi sem fylgir starfí föður hennar. Það
virðist koma henni til góða nú.
EITT er það nafn sem
sjaldan hefur verið nefnt
í því fjölmiðlafári sem nú
dynur yfir vegna
ásakananna á hendur
Bill Clinton Bandaríkja-
forseta, en það er nafn
hinnar 17 ára gömlu
dóttur hans, Chelsea.
„Ég held að menn hafi
mesta samúð með
henni,“ sagði Kathie Lee
Gifford, vinsæll þátta-
stjórnandi, og það er líklega ekki of-
sögum sagt. Flestir fjölmiðlar hafa
séð sóma sinn í því að iáta hana í
friði og vinir fjölskyldunnar fullyrða
að forsetadóttirin standi sig vel,
enda alin upp við að takast á við það
álag sem fylgir því að vera dóttir
stjómmálamanns.
Clinton hringdi til dóttur sinnar í
síðustu viku til að segja henni af mál-
inu sem var í uppsiglingu og að sak-
irnar á hann væru upplognar. Chel-
sea stundar nú nám við Stanford-há-
skóla í Kalifomíu og segja þeir sem
til hennar hafa séð, að hún beri sig
vel og láti sem ekkert sé.
Nemendur segja málið á hendur
Clinton vissulega rætt og birtar eru
daglegar fréttir um það í skólablað-
inu. Hins vegar fullyrða þeir nem-
endur sem rætt er við að málið sé
ekki haft í flimtingum og að nemend-
ur skemmti sér ekki yfir því á kostn-
að skólasystur sinnar enda hafí þeir
mikla samúð með henni.
Jesse Jackson, sem eitt sinn sótt-
ist eftir því að verða forsetafram-
bjóðandi Demókrataflokksins og er
náinn vinur Clinton-fjölskyldunnar,
ræddi við Chelsea í síma um helgina
og segir að henni líði ágætlega. Hún
búi yfii- innri styrk og þroska sér
langtum eldra fólks og að ijölskyldan
sé einkar samheldin. „Hún er alin
upp á heimili ríkisstjóra og forseta.
Hún er fædd og uppalin í miðri bar-
áttunni. Það hefur aukið mjög á
þroska hennar,“ segir hann.
Það eru líklega engar ýkjur hjá
Jackson. Móðir hennar, Hillary Rod-
ham Clinton, segir frá
því í bók sinni „It Takes
a Village" (Það þarf þorp
til), hvemig hún og eigin-
maður hennar bjuggu
dóttur sína undir álagið
sem fylgdi embætti
Clintons.
Þegar Chelsea var sex
ára bjuggu foreldrar
hennar hana undir allan
róginn, illmælgina og
árásimar sem faðir
hennar myndi verða fyrir í kosninga-
baráttunni sem var fyrir höndum.
Settu þau á svið umræðufundi og
bmgðu sér í vöm og sókn, rétt eins
og um raunverulega kosningabar-
áttu væri að ræða. „Hlutverkaleikir
okkar hjálpuðu Chelsea til að fínna,
inni á heimilinu, hvemig þeim líður,
sem sjá ráðist á þá sem þeir elska,“
segir forsetafrúin í bókinni. „Eftir
því sem æfingunum yfir kvöldmatn-
um fjölgaði, náði hún betra og betra
taki á tilfinningum sínum og öðlaðist
innsýn í hvaða staða kynni að koma
upp. Við gáfum henni tæki til að nota
til að takast á við allan þann sárs-
auka sem við gætum ekki varið hana
gegn og við urðum að vona að sem
þrautseig ung kona myndi hún geta
notfært sér þau.“
Charles Figley, sálfræðingur sem
sérhæfir sig í bömum stjómmála-
manna og annars frægðarfólks, telur
að bæði Chelsea og móðir hennar
standist álagið með ágætum. Þær
verji enda embættið sem slíkt en
ekki eiginmanninn og fóðurinn á bak
við það. Figley kveðst hins vegar
hafa mestar áhyggjur af því að
skólasystkin Chelsea geri henni lífið
leitt. ,Aðaláhyggjuefni mitt eru aul-
arnir,“ segir hann.
Chelsea hefur hlotið tiltölulega
venjulegt uppeldi, þrátt fyrir starfa
fóður síns. Er Clinton tók við for-
setaembætti leitaði Hillary ráða hjá
Jacqueline Kennedy Onassis um
uppeldi unglings í Hvíta húsinu og
fékk þau ráð að mestu máli skipti að
vernda einkalíf Chelsea.
FJÖLMIÐLAFÁR
Allar reg'lur brotnar
HRAÐINN sem undanfama daga
hefur einkennt fréttaflutning af
meintu hneykslanlegu hátterni í
Hvíta húsinu hefur gert viðtekna
staðla um vinnubrögð fréttamiðla að
engu og opnað fyrir flóðgáttir ásak-
ana og vangaveltna byggðra á
vafasömum heimildum.
Þetta er álit margra fjölmiðla-
gagnrýnenda, ftæðimanna og blaða-
manna, sem stendur ekki á sama um
þessa þróun mála.
James Fallows, ritstjóri banda-
ríska vikublaðsins U.S. News &
World Report, segir til dæmis í sam-
tali við The Washington Post að mik-
ill hluti fréttaflutningsins af Clinton-
Lewinsky-málinu hafi „farið úr
böndunum".
Gagnrýnendur segja að óháð því
hvort eitthvað sé hæft í ásökunum á
hendur forsetanum sé þrýstingur
samkeppninnar á fréttamiðla slíkur
að margir láti ýmislegt flakka sem
þeir hefðu - þar til fyrir einni viku -
ekki metið prenthæft.
Undanfama daga hafa ýmsir fjöl-
miðlar, með tilvísun til ónafn-
greindra heimildarmanna, birt frá-
sagnir á borð við þessar: Að Clinton
hafi sagzt hafa sofið hjá „hundruð-
um“ kvenna; að hann hafi sagt
munnmök ekki teljast til framhjá-
halds; að starfsfólk Hvíta hússins
hafi komið að Clinton og ungfrú
Lewinsky á ástarfundi; að þau hafi
klæmzt á í síma; og að Clinton hafi
átt í ástarsambandi við ýmsar aðrar
nafngreindar konur.
James Warren, ritstjóri Was-
hington-skrifstofu Chicago Tribune,
segir ístöðuleysi fjölmiðlafólks, sem
birtist í vinnubrögðum þess, hafa
komið sér á óvart. Þetta hafi gerzt
með þeim hætti, að fréttastjórar
segi: „Það mun líta út fyrir að við sé-
um seinir til,“ ef þeir flytja ekki líka
hverja þá frétt sem einhvers staðar
heyrist í tengslum við málið, hversu
hæpnar sem heimildimar fyrir henni
eru. „Það er gífurlegur þrýstingur á
menn að lepja upp allt sem aðrir eru
að segja,“ segir Warren.
„Við erum komin að þeim punkti í
þróun fjölmiðlunar, að upplýsingar
eru orðnar slík munaðarvara að ekki
er óalgengt að heyra stjómendur
fréttastofa segja: „Einhver annar er
að segja frá þessu, við vitum ekki
hvort eitthvað er hæft í því“,“ segir
Tom Rosenstiel, framkvæmdastjóri
„Project for Excellence in Joumal-
ism“, fræðastofnunar sem helguð er
rannsóknum á kröfum í fjölmiðlun.
„Þetta vekur spuminguna um
hvort fréttamiðlar eigi að miðla upp-
lýsingum sem þeir geta ekki fengið
staðfestar á þeirri forsendu að al-
menningur frétti þær hvort eð er,
eða hvort viðkomandi fjölmiðill vilji
halda sig við að birta aðeins það sem
hann getur staðfest eða telur víst að
sé satt og rétt,“ segir Rosenstiel í
The New York Times.
Hröð framvinda
Það kann að vera of snemmt að
dæma um hvort hér sé um að ræða
straumhvörf í vinnubrögðum
fremstu fjölmiðla eða einfaldlega fár
yfir umfangsmiklu máli sem vindur
hratt fram.
Reuters
Ritarinn vitnar
BETTY Currie, ritari Bills Clint-
ons Bandaríkjaforseta, var köll-
uð fyrir sem vitni í rannsókn
Kenneths Starrs saksóknara á
meintu framhjáhaldi og meinsæri
forsetans. Virtist Currie hálf-
skelfd er hún reyndi að komast í
gegnurn fréttamannaþvöguna.
Ritari Clintons er sögð skapgóð
og blíð kona sem sé einkar trú
forsetanum, en hún situr fyrir ut-
an forsetaskrifstofúna og stýrir
því hverjir fara inn og ná sam-
bandi við hann f súna.
Hröð framvinda málsins hefur
valdið því að fregnir byggðar á
ónafngreindum og óstaðfestum
heimildum hafa endasenzt frá sjón-
varpsfréttastofum til dagblaða og
tímarita og aftur til baka, með þeim
afleiðingum að venjulegar varúðar-
ráðstafanir hafa vikið fyrir fárinu.
Þetta hefur gerzt áður í Bandaríkj-
unum, einkum í tengslum við réttar-
höldin yfir O.J. Simpson, en aldrei
áður í pólitisku hneykslismáli af
þessari stærð.
Hið sérkennilega andrúmsloft,
sem orðið hefur í kring um málið,
hefur nærzt á vangaveltum í spjall-
þáttum sjónvarpsstöðva. I þættinum
„Meet the Press“ sl. sunnudag var
Matt Drudge, hinn umdeildi slúður-
dálkahöfundur á veraldarvefnum,
spurður að þvi hvort eitthvað væri
hæft i sögusögnum um að á segul-
bandsupptökunum (sem Linda Tripp
gerði af samtölum sínum við Monicu
Lewinsky og færði í hendur Starrs
saksóknara) væri minnzt á framhjá-
hald Clintons með fleiri nafngreind-
um konum, þar á meðal konum sem
starfað hefðu í Hvíta húsinu.
Drudge svaraði því til að hann
þættist þess fullviss að í þessari viku
myndi annai- starfsmaður Hvíta
hússins stíga fram á sviðið með nýja
hneykslissögu.
Netið fyrst með fréttimar
vegna slakari gæðakrafna
Það var einmitt þessi Matt
Drudge sem hratt Clinton-Lewin-
sky-málinu af stað með því að hann
frétti af því að Newsweek væri með
upplýsingar um málið (þótt ritstjórn
tímaritsins hafi ákveðið að bíða með
að birta þær vegna fyrirvara um
áreiðanleika upplýsinganna) og
skrifaði um það í vefdálki sínum,
The Drudge Report.
Þannig fréttu aðrir fjölmiðlar af
málinu og um miðja síðustu viku
birtu Washington Post og Los Ang-
eles Times fyrstu fréttirnar af því.
í nýjasta hefti Time er fjallað sér-
staklega um þennan þátt veraldar-
vefsins í að breiða þetta hneykslis-
mál út. „Netið var á undan sjónvarpi
og prentfjölmiðlum með þetta mál,
og neyddi þá loks til að taka það
upp, af einfaldri ástæðu: slakari
kröfum.“
Greinarhöfundur Time segir að
frá sjónarmiði fjölmiðlunar hafí
Drudge nokkuð sér til málsbóta.
Þær felist í því að Drudge, sem
sjálfur segir þær fréttir sem hann
flytur vera „80% réttar“, hafi rétt
fyrir sér að því leyti að það sé æski-
legt að til sé fjölmiðlunarvettvangur
þar sem starfað er eftir gæðastöðl-
um sem séu einhvers staðar mitt á
milli ýtrustu krafna og alls engra.
Og netið, sem verki sem eins konar
blanda einkasamtals og formlegrar
birtingar, sé góður vettvangur fyrir
slíkan milliveg.
Samhliða því yrði að sjálfsögðu,
að mati Time, að þróast skilningur
almennings á því að upplýsingar
sem hann fær eftir þessum nýja
millivegi séu ekki eins áreiðanlegar
og hefðbundinna fjölmiðla.
i
l
i
i
i
I
i
I
Ahyggjur í Evrópu
EVRÓPSKIR stjórnmálaskýrendur og ráða-
menn eru áhyggjufullir yfir því að leiðtoga-
hlutverk Bandaríkjanna við lausn mála á
borð við deiluna við írak, fjármálakreppuna
í SA-Asíu, friðarumleitanirnar fyrir botni
Miðjarðarhafs og önnur heimspólitfsk mál
bíði hnekki vegna hneykslismálsins sem nú
skekur Hvíta húsið og öll athygli fjölmiðla
vestra beinist að þessa dagana.
Leiðarahöfundar dagblaða um alla Evrópu
eru svo til einróma í því mati að athygli
bandarískra stjórnvalda sé að svo miklu leyti
upptekin af ásökununum á hendur forsetan-
um að ekki sé annað liægt en að ætla að
dragi úr athyglinni sem utanríkismál njóta.
Þeir eru líka þeirrar skoðunar, að ekki verði
hjá þvf komizt að Bill Clinton bíði varanleg-
an álitshnekki bæði heima fyrir og erlendis
vegna hinna margræddu ásakana um að hafa
átt í ástarsambandi við fyrrverandi starfs-
stúlku í Hvíta húsinu.
„Clinton gæti tekizt að halda starfinu, en
pólitískt er hann þegar búinn að vera,“ lýsti
þýzka blaðið Frankfurter Rundschau yfir.
„Hann getur gleymt því að honum takist að
koma hinum metnaðarfullu áformum sfnum f
innanlandsmálum í framkvæmd (...) Sem
veikburða forseti heima fyrir tapar hann
líka óhjákvæmilega áhrifum á alþjóðavett-
vangi.“
I höfuðstöðvum Atlantshafsbandalagsins í
Brussel kepptust talsmenn samtakanna við
að fullvissa umheiminn um að þrátt fyrir
vandræði Clintons sé enga bresti að finna í
hinu leiðandi hlutverki sem Bandarfkjamenn
leika í deilunni við írak og í friðargæzlu í
Bosnfu.
„Ef Saddam Hussein heldur að hann geti
gert sér mat úr erfiðleikum forsetans mis-
reiknar liann sig hrapallega einu sinni enn,“
sagði háttsettur sfjórnarerindreki í höfuð-
stöðvunum í samtali við fréttaritara The
Washington Post.
Nokkrir erlendir þjóðarleiðtogar hafa reynt
að leggja Clinton lið með því að gera sem
minnst úr afleiðingum ásakananna á hendur
honum. „Clinton forseti stendur sig í öllum
sfnum embættisskyldum með sama glæsibrag
og áður,“ sagði Jacques Chirac Frakklands-
forseti á fréttamannafundi í Nýju Delhi.
Á fundi utanríkisráðherra Evrópusam-
bandsríkjanna í Brussel viðurkenndu emb-
ættismenn að vandræði Clintons hefðu verið
mikið rædd utan fundarsalanna, en í opin-
berum yfirlýsingum ráðherranna var reynt
að gera sem minnst úr áhrifum málsins á
gang mála á átakasvæðum heimsins.
Það sem evrópskir stjórnmálaskýrendur
hafa mestar áhyggjur af er að hneykslismál- '
ið geti dregizt á langinn og tekið þannig I
mikinn tíma og athygli forsetans og truflað
utanríkisstefnu Bandaríkjanna, þó ekki væri
nema vegna þess að pólitískir andstæðingar
Clintons kynnu að sjá sér hag í að svo færi.
„Á ári þar sem fulltrúadeildarkosningar
fara fram á miðju kjörtímabili,“ segir í leið-
ara The Irish Times, „gæti það hentað
repúblikönum betur að hafa í embætti for-
seta mann sem væri veikur á stalli vegna
hneykslismála og gæti rúið demókrata fylgi
fram að kosningunum, en að sjá demókrata j
fylkja sér um A1 Gore í sæti forsetans með i
Clinton-hneykslið að baki sem ekkert meira
en slæma minningu."