Morgunblaðið - 29.01.1998, Blaðsíða 28
28 FIMMTUDAGUR 29. JANÚAR 1998
MORGUNBLAÐIÐ
LISTIR
I námunda víð lfkamann
MYJVÐLIST
Kjarvalsstaðir
NORRÆN
FARANDSÝNING
Til 1. mars. Opið daglega kl. 10-18.
Á KJARVALSSTÖÐUM byrjaði
nýtt ár með norrænu samvinnu-
verkefni ætlað fyrir unglinga, sem
kallast „Líkamsnánd“. Þetta er far-
andsýning sem hóf göngu sína í
Norrköping í Svíþjóð í hittifyrra en
hélt svo til Fimilands, Noregs og
Sjálands áður en hún lenti hér. Það
er Listasafn Vestur-Sjálands í Sorp
sem hefur yfirumsjón með fram-
kvæmdinni en sýningarstjórarnir
eru fimm talsins, einn frá hverju
N orðurlandanna.
Ef einhver á erfitt með að skýra
fyrir sér orðið „Líkamsnánd" gæti
sá hinn sami reynt að velta fyrir sér
upprunalega heitinu „Ki-opsnær“.
Satt best að segja eru heitin til-
raunir til að finna sómasamlega
nafngift á því listræna fyrirbæri
sem um árabil hefur einkennt vest-
ræna list og fjallar um líkamann í
allri sinni holdlegu dýrð.
Nú er ekki auðvelt að nefna ná-
kvæmlega hvenær líkamsfræðin
stakk sér niður í listinni, eflaust er
of langt síðan það gerðist. En ef
menn leyfa sér að skoða listasög-
una með gagnrýnum hætti má sjá
jafnlangan, voldugan og rökfastan
tilvistarstreng í nútímalistinni og
þann opinbera formbyltingar-
streng, sem oftast er tekinn fyrir
prímus mótor allrar myndlistar.
Frá Munch til Pieassos, de
Chiricos, Duchamps, Emst, Gi-
acomettis, Bellmer, Kahlo, Bacons,
Dubuffets, T'apies, Klein, Beuys,
Nitsch, Bourgeois, Naumans,
Abramovic, Rebeccu Horn, Mike
Kelleys, Cindy Sherman og Da-
miens Hirst er ekkert ómerkilegri,
óframsæknari né órökréttari fram-
vinda en sú sem rekja má frá
Picasso til Malevich, Rodchenkos
og Carls André, eða frá Duchamp
til Magritte, og þaðan til Manzonis
og Kosuth.
Listasagan er ekki eins og ein-
þátta pizza heldur lasagna á mörg-
um hæðum. Þá skipan mála höfum
við íslendingar oft átt erfitt með að
sætta okkur við vegna stuttrar fjöl-
stefnuhefðar, eða plúralisma.
Þannig átti súrrealisminn aldrei
upp á pallborðið hjá okkur þegar
hann var og hét, og nú vill það
koma okkur í koll hversu illa við
skiljum forsendur hans. Súrreal-
isminn er nefnilega nákomnastur
undanfari nútíma líkamslistar, og
líkt og „afa gamla“ er samtímalegri
líkamslist ekki síst beint gegn fag-
urfræðilegum forsendum hefð-
bundinnar líkamstjáningar þar sem
AÐEINS þegar ég hlæ, samstilling eftir Iben Dalgaard, frá 1996.
STATUS, eftir Þorvald Þorsteinsson. Hluti úr ljósmyndaröð frá 1991.
kroppurinn er skilgreindur án allra
tengsla við sálarlíf þess sem íklæð-
ist honum.
Hið klassíska viðmið, sem býður
mönnum að skoða líkamann að ut-
anverðu sem vel heppnaða og guð-
dómlega formheild óháð þvi sem
hrærist innanskinns er þ.a.l. í full-
kominni andstöðu við þau sjónar-
mið sem liggja til grundvallar „Lík-
amsnánd“. Kroppurinn sem al-
legorísk táknmynd í göfugu sam-
neyti við náttúruöflin er heldur
ekki viðmið sýningar sem þessarar.
Slíkir kroppar er nefnilega umvafð-
ir þeirri áru sem Walter heitinn
Benjamin kvað alltaf jafnfjarlæga
hversu nálæg sem hún væri.
Þetta virðist hafa farið fýrir ofan
garð og neðan hjá mörgum sýning-
arstjóranna en engum eins herfi-
lega og þeim sem valdi íslensku
listamennina á sýninguna. Fáum
dylst ágæti þeirra Helga Þorgils,
Daða Guðbjörnssonar eða Birgis
Snæbjarnar, og flestir sjá fyrir
hvað þeir standa. Þess vegna er það
óskiljanlegt hvers vegna þeim var
troðið inn í samhengi, sem í reynd
gengur öndvert á list þeirra.
Þótt Þorvaldur Þorsteinsson og
Hulda Hákon séu miklu heppilegri
fulltrúar í því samhengi sem sýn-
ingin markar verða þau óþarflega
berskjölduð innan um norræna
kollega sína. Ein og sér ná þau
nefnilega ekki að staðfesta þau sér-
kenni sem setja mark sitt á ís-
lenska líkamsnánd. Þarna hefði
Þorbjörg Gunnarsdóttir þurft að
vinna heimavinnuna sína mun ítar-
legar en raun ber vitni. Hvers
vegna hafði hún ekki samband við
Hallgrím Helgason, mann sem
einmitt fjallar um kroppinn og út-
litið í flútt við forskrift sýningarinn-
ar?
Þá eru Haraldur Jónsson, Stein-
grímur Eyfjörð og ekki síst Ragn-
hildur Stefánsdóttir fjarri góðu
gamni en öll hafa þau um árabil
gert innri virkni líkamans að áber-
andi inntaki í list sinni. Hlynur
Helgason og Hekla Dögg Jónsdótt-
ir hefðu einnig verið afbragðskost-
ur. Erótískar glassúrkleinur Heklu
og ijómafýlltir nælonsokkar hefðu
hitt íslenska skólaæsku beint í
hjartastað. Eins saknar maður
Gjörningaklúbbsins, kryddpíanna
okkar krassandi á hvítu sloppunum
sínum, rekandi erótíska einkaklínik
sína eins og fjögurra generála ofur-
herráð. Af nógu er að taka hafi sýn-
ingarstjóri á annað borð einhverja
yfirsýn.
Það sem bjargar andliti okkar er
að hinir sýningarstjórarnir eru
heldur ekki vandanum vaxnir, ef
frá er talin Dorthe Abildgaard,
greinilegur hugsuður sýningarinn-
ar. Hvar eru jafnfrábærir líkamslit-
armenn og Eija-Liisa Ahtila, Mari-
anna Uutinen, Peter Hagdahl, Stig
Sjölund, Cecilia Edefalk, Lars Nils-
son, Année Olofsson eða Anne Lise
Stenseth?
En ef frá er talin Marianne
Lindberg de Geer og risaverk
hennar Ég hugsa um sjálfa mig,
samstilling Iben Dalgaard Only
when I laugh, að skjánum undan-
þegnum, Chritian Lemmerz, Mari
Rogers og Útlínur norrænnar ná-
vistar og myndband Satu Kiljunen
- 16 kg + 16 kg „Til heiðurs
klassíkinni“, er ósköp lítið púður
eftir handa skólabörnunum. Fyrir
þau þarf listin að vera snörp og
leikandi. Miðað við umfang er
alltof lítið af slíki-i nánd í „Líkams-
nánd“.
Halldór Björn Runólfsson
Undra-
og undir-
heimar
óperunnar
í TILEFNI af sýningum ís-
lensku óperunnar á ítölsku óp-
erunni Ástardrykknum eftir
Donizetti býður Óperan upp á
þá nýjung, að kynna óperuna
og óperuhúsið innandyra, eina
kvöldstund á æfingatímabilinu.
Gestum verður boðið að líta
baksviðs og til búningsher-
bergja, fylgjast með stuttu
broti af æfingu söngvara og
leikstjóra og einnig verður
kynning á efni óperunnar og
höfundi hennar.
Kynningar verða í dag
fimmtudaginn 29. janúar kl. 20
og mánudaginn 2. febrúar kl.
18.45.
ÁHBŒKKSK HEILSUEFNI
HÁRKÚR, FJÖLVÍTAMÍN & STEINEFNI ESTER C
Fæst í mörgum heilsubúðum, apótekum og mörkuðum.
Ifpartto^
y X T B '
ior l^r
U,'Í Itillib'1
ZOOmg
r^min e
t
Áhrifaríkur hárkúr
Healthilife
EsterC
Vítamín, steinefni,
aminósýrur,
prótein og
valdar jurtir.
Hugsaðu vel um
hárið.
tryggir gæöin.
Náttúrulegt E-500.
öflug oxunarvörn
fyrir frumurnar.
Margföld áhrif. Fer vel I
maga. EC-200, EC-500 og
EC-Plus meö zínki, seleni,
magnesíum og kalki.
BÍQ-SELEN UMBQÐIÐ
Sími 557 6610
INGVAR E. Slgurðsson, Hilmir Snær Guðnason
og BaltaBar Kormákur íhlutverkum.
50 sýningar
á Lista-
verkinu
FIMMTUGASTA sýning á
Listaverkinu eftir Yasminu
Reza, sem Þjóðleikhúsið sýnir (
Loftkastalanum verður á morg-
un, föstudag.
Listaverkið er franskur gam-
anleikur sem frumsýndur var á
liðnu vori á Litla sviði Þjóðleik-
hússins og var sýndur þar fram
á haust, en var þá fluttur (Loft-
kastalann, þar sem sætafram-
boð er meira og þar hafa sýn-
ingar gengið sfðan,
Listaverkið segir frá þremur
karlmönnum sem hafa verið
vinir árum saman en lenda f
grátbroslegri tilvÍBtarkreppu
þegar einn þeirra ijárfestir í
rándýru málverki.
Leikendur eru Ingvar E. Sig-
urðsson, Hilmir Snær Guðna-
son og Baltasar Kormákttr.
Guðjón Ketilsson myndlistar-
maður er höfundur leikmyndar
og búninga, Guðbrandur Ægir
hannaði lýsingu og Pótur
Gunnarsson rithöflindur þýddi
verkið. Leiksljóri er Guðjón
Pedersen.
.
i
}
.
1
1
i
p
\-