Morgunblaðið - 29.01.1998, Blaðsíða 33
32 FIMMTUDAGUR 29. JANÚAR 1998
MORGUNBLAÐIÐ
MORGUNBLAÐIÐ
STOFNAÐ 1913
ÚTGEFANDI
FRAMKVÆMDASTJÓRI
RITSTJÓRAR
Árvakur hf., Reykjavík.
Hallgrímur B. Geirsson.
Matthías Johannessen,
Styrmir Gunnarsson.
FLUTNIN GS J ÖFNUN
ER ÚRELT
KERFI flutningsjöfnunar á olíu er úrelt fyrirbæri. Olíufé-
lögunum er nú gert að greiða háar fjárhæðir í svokallaðan
flutningsjöfnunarsjóð, sem á að tryggja að nokkurn veginn
sama verð sé á olíu um allt land. Petta kerfi hvetur olíufélögin
ekki til að ná sem mestri hagræðingu í dreifingarkerfi sínu,
heldur hafa þau þvert á móti hag af því að flytja olíuna sem
lengst!
Rökin fyrir því, að annað skuli gilda um olíuverzlun en aðra
verzlun í landinu, eru vandfundin. Hvers vegna mega neyt-
endur ekki njóta ávaxtanna af frjálsri samkeppni í olíuvið-
skiptum eins og öðrum viðskiptum? Eins og Morgunblaðið
hefur margoft áður bent á, er það ekki stjórnmálamanna að
tryggja með ríkisafskiptum að verð á olíu sé það sama um allt
land. Það er olíufélaganna, sem keppa sín á milli um viðskipti
einstaklinga og fyrirtækja, að haga rekstri sínum þannig að
verðið sé svipað um allt land. Með núverandi kerfi eru lagðar
hömlur á þessa samkeppni.
Nú er liðið á þriðja ár frá því Samkeppnisráð komst að
þeirri niðurstöðu að sú flokkaskipting, sem nú gildir við jöfn-
un á flutningskostnaði olíu, torveldaði frjálsa samkeppni.
Finnur Ingólfsson viðskiptaráðherra hefur haft álit ráðsins
„til skoðunar" allan þennan tíma, en ekki bólar á niðurstöðu.
A sínum tíma hvatti Morgunblaðið ráðherrann til að flækja
málið ekki frekar með endurskoðun á flutningsjöfnunarflokk-
um. Hann ætti að leggja til við AJþingi að síðustu hömlurnar á
olíuverzlun yrðu afnumdar með því að leggja flutningsjöfnun-
arsjóðinn niður.
SAMÚEL íSELÁRDAL
ÞAÐ VÆRI mikill skaði ef ekki yrði komið í veg fyrir eyði-
leggingu þeirra menningarverðmæta sem nú liggja undir
skemmdum í Selárdal við utanverðan Arnarfjörð. Samúel
Jónsson reisti á jörðinni Brautarholti í Selárdal hús og lista-
verk sem eiga sér sennilega enga hliðstæðu hér á landi og því
er mikilvægt að varðveita þau sem best. Samúel var sérstæð-
ur en merkilegur alþýðulistamaður. Hann var bóndi allt sitt líf
og hóf ekki að sinna list sinni fyrr en hann var kominn á ellilíf-
eyi'isaldur. Listaverkin eru einkum málverk og höggmyndir
mótaðar í steinsteypu, en Samúel reisti einnig listasafn yfir
verk sín og íbúðarhús í afar sérstökum stíl.
Síðan listamaðurinn lést fyrir réttum 29 árum hefur Braut-
arholt staðið opið fyrir vatni og vindum. Skemmdir hafa orðið
miklar, en nú stendur til að reyna að bjarga því sem bjargað
verður með samstilltu átaki nokkurra listamanna sem halda
söfnunarsýningu í Galleríi Horninu. Verður þetta vonandi til
þess að verk Samúels verði endurreist og þeim sýndur sá
sómi sem þau eiga skilið.
MIKILVÆG
MENNIN G ARUMRÆÐ A
UNDANFARNA mánuði hefur mjög lífleg umræða farið
fram um menningu og heimspeki hér á landi. Greina-
flokkur Kristjáns Kristjánssonar, prófessors í heimspeki við
Háskólann á Akureyri, um tíðarandann í aldarlok sem birtist í
Lesbók Morgunblaðsins, hefur hrundið af stað töluverðum
deilum um hinn svokallaða póstmódernisma. Kristján, sem að-
hyllist hina bresk-bandarísku hefð rökgreiningarheimspek-
innar, hefur ráðist harkalega að póstmódernismanum í grein-
um sínum, kallað hann poppheimspeki sem lítið mark sé á tak-
andi.
Margir íslenskir fræðimenn, sem telja sig hafa haft gagn af
kenningum helstu forkólfa póstmódernismans, hafa snúist til
varnar og sakað Kristján um að hafa ekki kynnt sér umfjöll-
unarefni sitt nógu vel og fella um það palladóma. í tveimur
nýjum greinum í Lesbókinni hefur Kristján svo aftur sagt
slíkar ábendingar vera eins og hvað annað hanagal sem
hænsnabóndi þurfi alltaf að þola.
Deilur um póstmódernisma hafa komið upp í flestum ná-
grannalöndum okkar og eru því ekki nýjar af nálinni. Þær
gefa það til kynna að mikil gerjun eigi sér nú stað, að menn-
ingarástandið, ef svo mætti kalla, einkennist af óvissu, leit og
ólgu.
Ef til vill er það spurningin um póstmódernismann - sem
enn er ósvarað - sem liggur þessari gerjun til grundvallar. Að
minnsta kosti má ljóst vera að það er mikilvægt að halda
áfram þessari umræðu, láta hana ekki lognast út af í geðleysi
hvunndagsins. Það er einnig mikilvægt að þessi umræða fari
að einhverju leyti fram í fjölmiðlum, sem hingað til, en hverfi
ekki algerlega inn á síður fagtímaritanna sem eru eins og
innstu launhelgar í huga almennings. Að öðrum kosti verður
erfitt að halda henni lifandi.
Framboð á olíumörkuðum hefur áhrif í íslenskum sjávarútvegi
Kjör sjó-
manna ráð-
ast að hluta
af olíuverði
Flókið sjóðakerfi sjávarútvegsins var lengi
við lýði en var afnumið 1986. Ari síðar
sömdu útgerðarmenn og sjómenn um að
tengja skiptahlutfall heimsmarkaðsverði á
olíu. Guðjón Guðmundsson kynnti sér
hvernig staðið er að þessum málum og
hvernig það kom til að framboð á olíu hafði
áhrif á laun íslenskra sjómanna.
kfaH|ÍF; ...
¥ i ?&
tonn
300
250
200
150
Flóastríð i i Gasolíuverð 1988-97
meðaltal — hvers mánaðar | á Rotterdam-markaði, cif NWE
ársmeðaltal
100 H----1----1----1----1----1----'---1----1----•----1---
'88 ’89 '90 ’91 ’92 ’93 ’94 ’95 ’96 ’97
Skiptahlutfall til sjómanna 1988-98
jan.-feb.
76.5%
’88 ’89 ’90 ’91 ’92 ’93 ’94 ’95 ’96 ’97 ’98
Dt°dmar 235$ Áhnf olíuverðs á skiptahlutfall
240
220
200
180
160
140
120
100
eða hærra Olíuverðs bil
77% 78% 79% 80%
70% 71% 72% 73% 74% 75% 76%
Skiptahlutfall
109$
SKIPTAHLUTFALL sjó-
manna á afla hefur verið
tengt olíuverði allt frá því
kjarasamningar voru undir-
ritaðir milli LIÚ og sjómanna 15.
janúar 1987. Fyrir þann tíma var
sjóðakerfi sjávarútvegsins við lýði. í
sjóðina rann það sem tekið var af
áflaverðmæti framhjá skiptum.
Þetta var margslungið kerfi sjóða og
gjalda sem margir innan sjávarát-
vegsins áttu í erfiðleikum með að
átta sig á hvað þá þeir sem utan
hans stóðu. Sjóðakerfið var lagt af
með lögum árið 1986 en tilgangur
þess var m.a. að verja útgerðina
áföllum í olíukreppum.
Kristján Ragnarsson, fram-
kvæmdastjóri LIÚ, segir að mörg-
um aðferðum hafi verið beitt áður en
olíutengingin var tekin upp, m.a. út-
flutningsgjaldi og niðurgreiðslu á ol-
íu.
Itrekuð íhlutun stjórnvalda
„Sjóðakerfið var stokkað upp
1986. Aflatryggingasjóður, sem
borgaði bætur eftir því hvernig
fiskaðist, var lagður niður, stofnfjár-
sjóður fór til fiskveiðasjóðs. Sjóðun-
um var slegið saman í einn frádrátt-
arlið og samið um það við samtök
sjómanna. Þá var jafnframt hnýtt
við það að menn nytu þess ef olíu-
verðið væri lágt en væru þátttak-
endur með útgerðinni ef það væri
hátt. Stjómvöld höfðu ítrekað gripið
inn í hlutaskiptin þegar olíukrepp-
urnar 1973 og 1979 gengu yfir. Olían
er það stór kostnaðarþáttur hjá út-
gerðinni. Gripið var inn í þetta með
útflutningsgjaldi utan skipta. Það
var ekki gert í samræmi við það
hvað hver aflaði heldur var það sett í
pott þannig að þeir fengu mest sem
eyddu mestri olíu og fiskuðu
minnst,“ segir Kristján.
Kristján segir að reynsla útgerð-
armanna af því fyiárkomulagi sem
nú gildi sé góð. Þeir telji kerfið
skynsamlegt og séu sáttir við það að
deila ávinningnum þegar hann er
einhver.
Vandiað ná
Iækkununum aftur til baka
Hólmgeir Jónsson, framkvæmda-
stjóri Sjómannasambandsins, segir
að það hafi ekki síst verið sá vandi
að ná lækkunum á skiptahlutfallinu
til baka sem ýtti undir vilja sjó-
manna til að taka þetta kerfi upp.
Samið var um það í kjarasamning-
um 1987 að skiptaverð tæki breyt-
ingum eftir ákveðnum reglum miðað
við breytingar á heimsmarkaðsverði
á olíu (sjá töflu). Nánar um þetta
segh- í kjarasamningi LIÚ og Sjó-
mannasambandsins að viðmiðunar-
verð sem hafi áhrif á skiptaverð til
sjómanna skuli miðast við meðaltal á
skráðu gasolíuverði á Rotterdam-
markaði. Olíuverðsviðmiðunin er
reiknuð mánaðarlega miðað við
skráð verð frá og með 21. hvers
mánaðar til og með 20. næsta mán-
aðar og skal skiptaverð ákvarðast
um hver mánaðamót í samræmi við
það.
Breytingin var gerð til þess að
koma í veg fyrir að hlutaskiptum
yrði jafnan breytt með lögum.
Kostnaðarhlutdeild var breytt úr
71% í 75%, þegar óunninn afli var
seldur innanlands, og hækkaði í 76%
1. júní 1987.
Skiptahlutur um þriðjungur
heildaraflaverðmætis
Þegar afli er seldur innanlands
fæst ákveðið verð fyrir hann sem er
heildarverð. Skiptahlutur í janúar
1998 er 76% af heildarverðinu. Sé
aflinn seldur á markaði er þó fyrst
dreginn frá uppboðskostnaður sem
er nálægt 5%. Skiptahlutur sjó-
manna reiknast síðan af skiptaverð-
inu. Skiptaprósentan er mismunandi
eftir veiðigi'einum og stærð skipa.
Hólmgeir segir að hún sé að meðal-
tali um 30%. Samkvæmt því væri
hlutur sjómanna af aflanum í janúar
1998 því að meðaltali 30% af 76%
heildaraflaverðsins.
Kristján segir að grunnskiptahlut-
ur sjómanna sé á bilinu 29-32%, síð-
an komi aukahlutir og orlof til við-
bótar.
Nær að miða við 100%
Þegar lög um kostnaðarhlutdeild
utan skipta voru sett 1983 var
ákveðið með lögum að skiptaverð
yrði 70% af heildaraflaverði. I samn-
ingunum 1987 var samið um að
skiptaverðið færi í 75% og síðar um
vorið í 76% og sveiflaðist út frá því
hlutfalli í takt við breytingar á
heimsmarkaðsverði á olíu.
Kristján segir að það hafi verið
vitlaust að standa svo að málum.
Miklu nær hefði verið að skiptaverð-
ið hefði verið miðað við 100% og
skiptahluturinn verið lækkaður í
samræmi við það. „Þá væri komið
kerfi sem venjulegur maður gæti
skilið. En þetta er í þessum búningi
svo torveldara sé að skilja það en
það er ekki okkar vilji,“ segir Krist-
ján.
Það sem eftir stendur af heildar-
aflaverðmætinu eftir að skiptaverð
hefur verið dregið frá fer til útgerð-
arinnar. „Þessi 23% fara ekki til
neinna tiltekinna þarfa. Þetta eru
umsamin hlutaskipti," sagði Krist-
ján.
Hólmgeir segir að Sjómannasam-
bandið telji að gera þurfi ýmsar lag-
færingar á þessu kerfi. Slagurinn
núna standi þó ekki um það. Hann
viðurkennir að það hljóti að teljast
sérstakt að heimsviðburðir sem hafi
áhrif á heimsmarkaðsverð á olíu ráði
að hluta til kjörum sjómannastéttar-
innar á Islandi.
______________________FIMMTUDAGUR 29. JANÚAR 1998 33 _
Ræðst framtíð forset-
ans af lagaklækjum?
Það var ekki síst Watergate-málið sem stuðl-
aði að því að rjúfa friðhelgina um forseta-
embættið í bandarískri stjórnskipun, segir
Páll Þórhallsson. Forseti sem sýnir á sér
höggstað getur þurft að verjast harðskeyttri
sókn frá einstaklingum og sjálfstæðum rann-
sóknaraðilum sem hafa geysivíðtækar heim-
ildir til að leiða hið sanna í ljós.
FYRIR þá sem fylgjast með
úlfakreppu forsetans úr
fjarlægð getur það ekki
annað en vakið aðdáun hve
skilvirkt bandarískt réttarkerfi er
þegar til kastanna kemur. Einstak-
lingar með snjalla lögmenn sér við
hlið og sjálfstæðir saksóknarar hafa
öll tök á að berjast við sjálfan valda-
mesta mann heimsins á jafnréttis-
grundvelli. Handhafar opinbers
valds eni hver öðrum óháðir sem er
liður í gagnsæju stjórnkerfi sem er
fært um að vinna bug á spillingu
sem gerir vart við sig.
Málshöfðun Paulu Jones, konunn-
ar sem sakar Bill Clinton um að hafa
áreitt sig kynferðislega á meðan
hann var enn ríkisstjóri í Arkansas
þótti í fyrstu ekki líkleg til að velgja
forsetanum undir uggum. En hvort
sem Jones mun hafa erindi sem erf-
iði eður ei er ljóst að málatilbúnaður
hennar mun draga dilk á eftir sér.
Lögmenn Jones hafa nefnilega
kappkostað að leiða fyrir réttinn
aðrar konur sem segja forsetann
hafa leitað á þær. Er það gert í þeim
tilgangi að sýna fram á að meint
hegðun Clintons gagnvart Paulu
Jones inni á hótelherbergi í Little
Rock hafi ekki verið neitt einsdæmi.
Komust þeir á snoðir um að Clinton
kynni að hafa átt vingott við lærling
í Hvíta húsinu, stúlku sem þá var lið-
lega tvítug, Monicu Lewinsky að
nafni. Var henni send vitnastefna
skömmu fyrir jól. Sú sending hefur
heldur betur komið róti á hug
stúlkunnar því hún tráði vinkonu
sinni, sem starfað hafði með henni í
varnarmálaráðuneytinu, Lindu R.
Tripp, fyrir því að henni væri vandi
á höndum. Hún hefði átt vingott við
Clinton en forsetinn og lögmaður
hans Vernon E. Jordan yngii hefðu
lagt að sér að segja ekki frá því.
Hvað sem réð gerðum stúlkunnar þá
gaf hún að því er næst verður kom-
ist eiðsvarna yfirlýsingu 7. janúar
síðastliðinn ætlaða dóminum í Little
Rock þar sem hún neitaði því að
hafa átt kynmök við forsetann.
Horn í síðu forsetans
Tripp þessi hefur lengi haft hom í
síðu forsetans en hún starfaði áður í
Hvíta húsinu. Ákvað hún að láta
Kenneth W. Starr, sérlegan sak-
sóknara í Whitewater-málinu svo-
kallaða, vita af málinu. Hann hefur
áram saman rannsakað meint fjár-
málamisferli Clinton-hjónanna er
þau ráku lögmannsstofu í Arkansas.
Starr fékk þá Tripp hinn 13. janúar
síðastliðinn til að taka upp samtal
við Lewinsky og naut við það tækni-
legrar aðstoðar alríkislögrelunnar
FBI, sem útbjó Tripp með falda
hljóðnema. í kjölfarið leitaði Starr
heimildar dómsmálaráðherrans Ja-
net Reno og dómara til að víkka
rannsókn sína út með þessum hætti.
Að sögn Washington Post sendi
Starr beiðni þar að lútandi til dóms-
málaráðuneytisins hinn 15. janúar
síðastliðinn. Beiðnin til dómsmála-
ráðuneytisins var rökstudd með því
að granur léki á að Vemon E. Jord-
an yngri, lögmaður Clintons, hefði
lagt að Lewinsky að bera ljúgvitni.
Þetta gæti talist tengjast White-
water rannsókninni sem snýst meðal
annars um það hvort Jordan og fleiri
vinir forsetans hafi borið fé á Webst-
er L. Hubbell, fyrrverandi aðstoðar-
dómsmálaráðherra og aldavin for-
setans, til þess að hann ljóstraði ekki
því upp sem hann vissi um fortíð for-
setans. Stam lét afrit af upptökun-
um af samtölum Tripps og Lewinsky
fylgja með beiðninni og kvaðst jafn-
framt verða að fá heimildina strax
því fréttatímaritið Newsweek væri
komið á sporið og myndi verða fyrst
með fréttína af Lewinsky. Þá væri
allt unnið fyrir gýg.
Dómsmálaráðherrann
undir pressu
Dómsmálaráðherrann taldi sér
ekki fært að hafna beiðninni meðal
annars vegna þess að hún kynni þá
að vera sökuð um að leggja stein í
götu rannsóknar Starrs.
Embættismenn í dóms-
málaráðuneytinu gættu
þess hins vegar að
tengja rannsóknarheim-
ildina ekki við Whitewa-
ter-málið því annars
gæti Starr í framtíðinni
of auðveldlega beint
rannsókn sinni að hverj-
um sem er í skjóli heim-
ilda sinna. Rannsóknar-
heimildin nýja er því
sjálfstæð og bundin við
Lewinskj'-málið. Heim-
ildarmenn Washington
Post segja hins vegar að
vegna þess að aðferðir
Starrs era á mörkum þess að teljast
eðlilegar þar sem hann í raun þving-
aði dómsmálaráðuneytið til þess að
rýmka rannsóknarheimildir sínar
gætu þær fært verjendum í hugsan-
legum dómsmálum sem rísa kynnu
vopn upp i hendurnar.
Áður en frásögn Lewinsky komst
í hámæli, 17. janúar síðastliðinn,
kom Clinton fyrir réttinn í Little
Rock til að gefa aðilaskýi-slu sem
kallað er í máli Paulu Jones á hend-
ur honum. Var Clinton spurður um
sambandið við Lewinsky og virðist
hann ekki hafa haft hugmynd um
það sem dómsmálráðherranum og
Starr hafði farið á milli tveim dögum
áður. Að minnsta kosti er gengið út
frá því að Clinton hafi líkt og Lewin-
sky tíu dögum áður svarið fyrir kyn-
ferðislegt samband þótt ekkert sé
um það vitað opinberlega því réttar-
höldin era fyrir luktum dyram sam-
kvæmt ákvörðun dómara. Spurning
hefur því vaknað hvort Clinton hafi
þar talað gegn betri vitund og hvort
stúlkan hafi gert það fyrir hvatningu
forsetans.
Hraðar hendur
Starr hefur haft hraðar hendur við
að viða að sér mögulegum sönnunar-
gögnum um samband forsetans við
lærlinginn. Hefur hann tylft lög-
fræðinga og álíka marga FBI-menn
sér til fulltingis. Þannig var Lewin-
sky fengin til að afhenda möguleg
sönnunargögn. Þar á meðal era
sagðar vera gjafir frá forsetanum og
upptökur af skilaboðum sem forset-
inn á að hafa lesið inn á símsvara
stúlkunnar. Einnig hefur Starr kraf-
ist endurrits af framburði Clintons
fyrir réttinum í Jones-málinu 17.
janúar síðastliðinn. Öðru vísi getur
hann ekki lagt mat á hvort Clinton
hafi gi-eint rétt frá fyrir dómi. Starr
hefur einnig krafist þess að fá afrit
af símtalaskrám Hvíta
hússins, þar sem skráð
era símtöl inn og út úr
húsinu, og afrit af ör-
yggismálaskrám þar
sem fram kemur hverjir
era í húsinu á hverjum
tíma. Jafnframt krefst
hans þess að fá mynd-
bandsupptökur frá ör-
yggismyndavélum húss-
ins. Þessi gögn munu
lögmenn forsetaemb-
ættisins hafa afhent.
Það er athyglisvert að
ekki er reynt að bera við
friðhelgi forsetaembætt-
isins enda hafði Hæsti-
réttur skorið úr því á sínum tíma að
Richard Nixon væri ekki undanþeg-
inn því að afhenda afrit af hljóðupp-
tökum úr Hvíta húsinu en forsetinn
hafði eins og kunnugt er látið hlera
síma hússins og taka upp samtöl við
ráðgjafa sína þar sem fram komu
upplýsingar um ólögmætt ráða-
brugg.
Vitnaleiðslur era byrjaðar í
Lewinsky-málinu fyrir kviðdómi í
Washington sem skera mun úr um
hvort ákæra verði heimiluð. Fyrst
bar vitni Betty Curry, einkaritari
Clintons, sem á að hafa yfirsýn yfir
heimsóknir Lewinsky í Hvíta húsið
en fregnir herma að ekki sé lengra
frá síðustu heimsókn en nokkrar
vikur. Lewinsky hefur ekki enn ver-
ið yfirheyrð enda krefst hún þess að
verða ekld ákærð fyrir meinsæri í
Jones- málinu gegn því að segja
sögu sína. Hafa samningaviðræður
staðið um þetta undanfarna daga
milli lögmanna hennar og starfs-
manna Starrs og era sagðar á loka-
stigi. Hafa þær einkum snúist um
það hvort komi á undan, tilboð sak-
sóknara um sakarappgöf eða skrif-
leg yfirlýsing Lewinsky um að hún
standi við það sem hún sagði í einka-
samtölum við Tripp. Mikilvægt er
fyrh’ Starr að fá Lewinsky til að
staðfesta frásögn sína því óvíst er
um sönnunargildi segulbandsupp-
töku sem varð að því er best er vitað
til án vitundar Lewinsky. Slík upp-
taka kann að brjóta í bága við lög og
vera því gagnslaus fyrir rétti. Starr
hefur þegar gefið Tripp sakarapp-
gjöf í skiptum fyrir hennar frásögn.
Lögmenn Clintons í Jones-málinu
hafa einnig gripið til sinna ráða.
Tripp á að koma fyrir réttinn í Little
Rock á morgun og hafa lögmennirn-
ir krafist þess að fá áður afrit af
samtölum hennar við Lewinsky sem
era í vörslu Starrs og öðrum gögn-
um sem hana varða. Jafnframt hefur
Clinton óskað eftir því að málflutn-
ingi verði flýtt en hann er fyrirætl-
aður 27. maí næstkomandi. Illu sé
best aflokið enda sé málið á góðri
leið með að leggja forsetaembættið í
rást. Að baki kann einnig að búa sú
hemaðartækni að auðveldara sé að
kljást við ásakanirnar um samband
við Lewinsky í einkamáli heldur en í
opinbera máli sem Starr myndi
höfða. Að minnsta kosti er hagsmun-
um forsetans talið best borgið með
því að hraða réttarhöldunum. Þess
má geta að Clinton krafðist þess í
upphafi málsóknarinnar að hann
fengi að njóta friðhelgi á meðan
hann gegndi forsetaembætti en
Hæstiréttur Bandaríkjanna hafnaði
því einróma með dómi á síðasta ári.
Öldungadeildin dæmir
Eins og kunnugt er hafa vaknað
spumingar um hvaða afleiðingar það
hefði ef frásögn Lewinsky reynist
rétt. Ekki leikur vafi á-því að það er
brot á alríkislögum, sem getur varð-
að allt að fimm ára fangelsi, að segja
vísvitandi ósatt fyrir dómi jafnvel
þótt í einkamáli sé eins og því sem
Paula Jones hefur höfðað. Það er
ekki minna brot að hvetja aðra til að ‘
segja ósatt fyrir dómi, sem kallast
hlutdeild í meinsæri og að leggja
stein í götu réttvísinnar. Hins vegar
er ekki ljóst hvert framhaldið yrði ef
ástæða þætti til að ákæra forsetann.
Það er eitt af hinum stóra vafamál-
um í bandarískum stjórnskipunar-
rétti hvort megi höfða venjulegt
refsimál á hendur starfandi forseta
eða hvort eina leiðin sé sú sem ráð-
gerð er í 4. mgr. 2. gr. stjórnarskrár-
innar frá 1787. Þar segir að höfða
skuli mál á hendur forsetanum til
embættismissis vegna landráða,
mútuþægni og annarra stórfelldra
glæpa og afbrota. Það er öldunga-
deild þingsins sem dæmir í slíku
máli og þarf samþykki tveggja
þriðju hluta til áfellisdóms. Ákvörð-
un um málshöfðun er hins vegar tek-
in af fulltráadeildinni. Stjómarskrá-
in mælir fyiir um að dómur í slíku
máli kveði einungis á um embættis-
missi og bann við því að gegna opin-
beram tránaðarstörfum. Hins vegar
eigi almennir dómstólar síðar að
dæma um aðra refsingu ef þurfa
þykir.
Aldrei hefur komið til þess að for-
setinn sé dæmdur frá embætti en
eins og menn minnast sagði Nixon af
sér áður en til þess kæmi.
Orð gegn orði
Lögspekingar segja það vafalítiðJ
að þau brot sem Clinton er sakaður
um falli undir fyrmefnda stjómar-
skrárgrein. Hins vegar hafa menn
bent á að ákaflega sjaldgæft sé að
opinbert mál sé höfðað á hendur
fólki fyrir meinsæri, þetta er fremur
gamaldags brot ef svo má að orði
komast sem önnum kafnir saksókn-
arar eltast lítt við. Það mætti því
halda því fram að það væri lítið rétt-
læti í því að ákæra forsetann fyrir
það sem allur almenningur kemst
upp með án þess að hljóta bágt fyrir.
Réttarfarssérfræðingar hafa '
einnig bent á að það kunni að reyn-
ast sérlega erfitt að sanna lögbrot á
forsetann. Ef engin hlutlaus vitni
eða áþreifanleg sönnunargögn finn-
ast stendur auðvitað orð gegn orði.
Þá myndi forsetínn eins og aðrir
sakborningar í réttamki væntan-
lega njóta vafans.
Starr