Morgunblaðið - 29.01.1998, Qupperneq 37

Morgunblaðið - 29.01.1998, Qupperneq 37
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 29. JANÚAR 1998 37 s 4= i 1 i i i i i i i i i i i AÐSENDAR GREINAR Mikilvægt starf Slysavarnafé- lags Islands SLYSAVARNAFÉLAG íslands verður 70 ára í dag, fimmtudaginn 29. janúar. Það sérstæða fyrir- komulag sem er um björgunarsveitir hér á landi er einstakt. Nán- ast allar björgunar- sveitir eru frjáls og óháð félög einstak- linga sem láta sig björgunarmál skipta. Sjálfboðaliðastarf og eigin fjáröflun til rekstrar félagsins seg- ir mikið til um þann baráttuvilja sem ríkir meðal þeirra einstak- linga sem starfa með björgunarsveitunum. Bj ör gunarsveitar- menn og björgunar- tæki Slysavamafélags- ins hafa unnið mörg stórvirki við björgun við strendur landsins og á hafi úti. Áhugann á björgunarmál- um má vafalaust rekja til þess Ahuga á björgunarmál- um má vafalaust rekja til þess, segir Þórhall- -------J-------------------- ur Olafsson, hvar og við hvers konar að- stæður þjóðin býr. hvar við búum og við hvaða lífs- skilyrði foi-feður okkar bjuggu. I harðbýlu landi þar sem slys vom tíð vegna náttúruhamfara og ofsa- veðurs hefur reynslan kennt okkur að vinna saman að björgun ein- staklinga bæði á sjó og landi. Samvinna við Umferðarráð í anda hreyfingarinnar er sam- vinna við aðra nauðsynleg og gagnkvæmur hagur að vinna sam- an að einstökum verkefnum. Slysavarnafélag íslands hefur átt fulltrúa í Umferðarráði frá upp- hafi. Sameiginlegur áhugi á for- varnarstarfi hefur orðið til þess að Umferðarráð og Slysavarnafélag- ið hafa unnið að mörgum sameig- inlegum verkefnum. A síðastliðnu sumri var ráðinn umferðarörygg- isfulltrúi á Suðurlandi og var verkefnið fjármagnað af Umferð- arráði og Slysavarnafélaginu. Verkefni starfsmannsins var m.a. að skipuleggja starf umferðarör- yggisfulltrúa á lands- byggðinni og vinna að umferðaröryggisverk- efnum. Verkefnið tókst vonum framar og var því ákveðið að halda samstarfinu áfram og ráða um- ferðaröryggisfulltrúa í alla landsfjórðunga á þessu ári. Umferðaröryggis- fulltrúar Markmiðið er að efla umferðaröryggis- starfið á landsbyggð- inni, tengja saman alla þá aðila sem vinna að umferðaröryggismálum og nota staðbundna þekkingu til að nýta kraftana þar sem þörfin er mest. Starf slysavarnadeilda að forvörnum í umferðarmálum er rnjög þýðingarmikið. Á einum stað á landsbyggðinni hafa félagskonur í slysavarnadeild m.a. vakið at- hygli foreldra sem komu með börn sín í leik- og í grunnskólann á nauðsyn þess að nota öryggisbelti og barnabílstóla. Er þetta dæmi um einfalda og velheppnaða leið til að efla umferðaröryggi og fækka umferðarslysum. Neyðarlínan Samstarf dómsmálaráðuneytis- ins og Slysavarnafélagsins um stofnun Neyðarlinunnar er dæmi um árangursríkt samstarf sem hefur eflt björgunarstarfsemi á landinu. Frumkvæði Slysavarnafé- lagsins var ákaflega mikilvægt þegar unnið var að undirbúningi að lagasetningu um neyðarsím- svörun og skyldur viðbragðsaðila. Eflaust bíða okkar fleiri sam- starfsverkefni í framtíðinni þar sem við eigum eftir að njóta lið- sinnis Slysavamafélagsins til að hrinda góðum málum í fram- kvæmd. Um leið og ég óska Slysavarna- félaginu til hamingju vil ég þakka öllum slysavarnafélögum fyrir samvinnuna með von um farsælt samstarf í framtíðinni. Höfundur er formaður Umferðar- ráðs og aðstoðarmaður dömsmála- ráðherra. Slysavarnafélagið er lífsnauðsynlegt STARFSEMI Slysa- vamafélags Islands er í senn ómissandi og ómetanleg. Á því leikur enginn vafi að Slysa- vamafélagið hefur á þeim 70 árum, sem lið- in eru frá stofnun þess, unnið þrekvirki jafnt til sjós og lands og verið gríðarleg stoð fyrir byggðirnar allt í kring- um landið. Það er aðdá- unarvert að fylgjast með því mikla sjálf- boðaliðsstarfi sem fé- lagar í slysavarnadeild- unum leggja af mörk- um. Við sem búum í sjávarplássun- um úti um landið vitum vel af því fórnfúsa starfi sem konur og karlar leggja af mörkum. Allt er þetta gert í því augnamiði að stuðla að markmiði félagsins, sem er að sporna við hvers konar slysum og vinna að því að hjálpa þeim sem lenda í háska. Starf þúsunda sjálfboðaliða Fréttir í fjölmiðlum sem berast okkur oft á ári um að slysavarna- og björgunarsveitir hafi verið kall- aðar út til aðstoðar, jafnt á sjó og landi, vekja kannski ekki alltaf mikla athygli. En minnumst þess þá að hér eru á ferðinni sjálfboða- liðar, sem hverfa frá störfum eða úr tómstundum sínum til þess að leggja meðborgurum sínum lið. Stundum reynir meira en ella á þessar hversdagshetjur okkar. Dæmi um það var í náttúruhamförunum sem dundu yfir á Vestfjörðum. Þá stóðu þessir menn sig eins og sannar hetjur og gilti einu hvaðan þeir komu eða úr hvaða björgunarsveitum. Fyrir slík störf erum við öll þakklát. Þá er ekki síður mikilvægt að Slysavamafélagið hefur haft forystu og frumkvæði að fyrir- byggjandi aðgerðum og raunverulegum slysavömum. Skapað með því umræður og hvatt til að- gerða stjórnvalda sem sýnilegur árangur hefur orðið af. I dag em félagsdeildir Slysa- vamafélagsins 220, björgunarsveit- irnar 90 og félagsmenn alls um 18 þúsund. Saman myndar þessi mikli hópur ómetanlega keðju öryggis þar sem hver einstaklingur er þýð- ingarmikill hlekkur og tryggir við- gang þess lífsnauðsynlega starfs sem unnið er á vegum Slysavama- félagsins. Styðjum starf Slysavarnafélagsins Það þarf mikla þrautseigju til að halda úti öflugu félagsstarfi sem þar að auki krefst mikillar vinnu og álags oft á tíðum. Þess vegna vekur það aðdáun hversu Slysavarnafé- lagið, félagsdeildirnar og björgun- arsveitirnar era öflugar. Út um allt land starfa þessar sveitir og era Fyrir Slysavarnafélag- ið og þar með allt starf að slysavörnum, segir Einar K. Guðfínnsson, skiptir það þess vegna miklu máli að fólkið í landinu leggi þessu starfi gott lið. reiðubúnar til þess að sinna kallinu um aðstoð hvenær sem það berst. Fyrir Slysavarnafélagið, og þar með allt starf að slysavörnum, skiptir það þess vegna miklu máli að fólkið í landinu leggi þessu starfi gott lið. Starf af þessu tagi krefst fjármagns og annars stuðnings sem almenningur getur veitt. Það er í þágu okkar allra að vel sé að þeim málum staðið og þessu lífs- nauðsynlega starfi veittur sá •* stuðningur og sá sómi sem það á skilið. Nú á þessum merku tíma- mótum í sögu Slysavamafélagsins er ástæða til þess að árna félaginu og félagsmönnum þess allra heilla. Saga félagsins hefur verið heilla- drjúg og markað djúp og þýðingar- mikil spor í sögu þjóðarinnar. Von mín er sú að við megum áfram njóta verka Slysavamafélagsins um ókomin ár. Höfundur er fomiaður samgöngu- * nefndar Alþingis. Einar K. Guðfinnsson Verkin sem tala fyrir Alfreð FURÐULEG er sú árátta Al- freðs Þorsteinssonar og félaga hans í R-listanum að kenna þing- mönnum og ráðherram Sjálfstæð- isflokksins um eigin vangetu. Nýlega brýndi ég meirihlutann í borgarstjóm vegna hverfalög- gæslu í Árbæ og samgöngumála í Grafarvogi. Þar hefur R-listinn lát- ið reka á reiðanum og stórlega van- rækt að gæta hagsmuna Reykvík- inga. Alfreð Þorsteinsson afhjúpar getuleysi R-listans í nýlegri Morg- unblaðsgrein og segir íbúum Graf- arvogs og Árbæjar að tala við rík- isstjórnina um úrlausn mála sinna. Ef þetta eru verkin sem tala, segir Árni Sigfússon, hlýtur að vera ósköp mikil þögn á fundunum hjá R-listanum. í Morgunblaðinu þennan sama dag auglýsir Alfreð eigið ágæti í tilefni af prófkjöri R-listans og seg- ir: ,Aifreð lætur verkin tala.“ Ef þetta era verkin sem tala, þá hlýt- Sigfússon ur að vera ósköp mikil þögn á fund- unum hjá R-listanum. Höfundur er oddviti sjálfstæðis- manna í borgarstjóm Reykjavíkur. < iW ^ 1111 i Pétur Jónsson í fyrsta sœrið < « ■ Pétur Jónsson hefur verið formoður oivinnumólonefndQr Reylsjovlkur og voroforseri borgorsrjórnor síðusru fjögur ór. Pétur leggur óherslu ó eftlrfarondi móloflokko: z □ Kröfrugr orvinnulif, m.a. meö því að skapo fyrirrœkjum sem besr srarfsumhverfi og styðjo við bokið ó nýjum fyrirrœkjum. | □ Barárruna gegn otvinnuleysi og styrlsa sröðu forloðro m og ötyrkjo á vinnumarkaði. □ Þróun Beykjovíkur sem ferðamannaborgar. 5 □ Menningarsrarfsemi, m.a. með þvi að í borginni risi fjölnora Iþrórra-, rónlisrar- og ráðsrefnuhús. •m __ | □ Mennrun og þjálfun þar sem sérsrök áhersla verði lögð á verkmennrun. Pérur Jónsson hefur lengi srarfað i Alþýðuflokknum og gegnr ýmsum rrúnaðarsrörfum. Pérur hefur einnig mikla reynslu af srjórnunarsrörfum, en hann er nú framkvœmdasrjóri srjórnunarsviðs Wkisspiralanna. Tryggjum reyfidum AlþÝðuflokksmonni fyrsfo sœtið Kiósum Pétur lénsson! IIIBHIIII .1111ft11 m(M, 1BJ)t11^n( Sruðnlngsmenn. | í i í I í | | í i i i 1111
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.