Morgunblaðið - 29.01.1998, Side 38

Morgunblaðið - 29.01.1998, Side 38
38 FIMMTUDAGUR 29. JANÚAR 1998 AÐSENDAR GREINAR MORGUNBLAÐIÐ Sannindi og hálfsannindi STUNDUM heyrast fullyrðingar um að heilbrigðisþjónusta á fslandi sé í rúst. At- hyglisvert er að menn virðast skiptast í tvo flokka. Stjórnarand- stæðingar, sumir hverjir, fullyrða að , heilbrigðisþjónustan sé í rúst, en stjómarsinn- ar telja slíkt fjarstæðu. Hvoram eiga menn að trúa? Eftir því sem best verður séð er ástandið þannig: Góður árangur: 1. Langtímaáætlun heilbrigðis- stjómar, er kom fram í lögum um heilbrigðisþjónustu 1973 um upp- byggingu heilsugæslu og eitt sjúkrahús í hverju kjördæmi, hefur að mestu gengið eftir. A rúmum 20 árum hefur orðið gerbylting í heilsugæslu landsmanna. Tækni- þróun, árangur og afkastageta ís- lenskra sérgreinasjúkrahúsa, bæði hina minni og stærri, er svipuð og gerist á sérgreinasjúkrahúsum í há- þróuðum nágrannalöndum (Land- læknisembættið 1995, 1996, VSO- skýrsla 1993). Heilbrigðisráðuneytið hefur stuðlað að fjárveitingu til að ná þessum árangri. Hlutfallslega færra sérhæft starfsfólk starfar þó á ís- lensku sérgreinasjúkrahúsunum en á sambærilegum sjúkrahúsum í ná- grannalöndunum. (Nordic Year- book of Stat. 1995). 2. Menntun heilbrigðisstétta er ekki síðri en gengur og gerist í ná- grannalöndunum. Auðvelt er fyrir íslenskt heilbrigðisstarfsfólk að fá störf í nágrannalöndum. Arangur íslenskra lækna í s.k. bandarískum samanburðarprófum er jafngóður og tíðkast við góða háskóla ytra. 3. Tæknibúnaður sjúkrahúsa hef- ur batnað mikið og gerir okkur kleift að sinna allflestum verkum í heilbrigðisþjónustunni. Við höfum að mestu orðið sjálfum okkur nógir. í nýlegri Evrópukönnun kom í ljós að framhaldsmenntun heilsugæslu- lækna og tæknibúnaður heilsu- gæslustöðva er eins og best gerist í '♦'Evrópu. Þess skal getið að víðtæk sérfræðimenntun íslenskra lækna sem stendur að baki þessari þróun er til komin án beinnar fjárhagsað- stoðar frá íslenska ríkinu! Þetta er einstakt framtak, enda aldrei á það minnst samkv. íslenskri venju. Menn ræða sjaldan um það sem vel er gert! 4. í forvörnum og heilsueflingu stöndum við okkur eins og best ger- ist í vestrænum heimi. Heilbrigðis- ráðuneytið hefur staðið vel að baki þeirri starfsemi. 5. Miðað við heilbrigðisútgjöld sem hlutfalþ af vergri landsfram- leiðslu var ísland árið 1986 í 10. sæti í röð OECD-ríkja, en er nú í *14. sæti (Þjóðhagsstofnun 1997). 6. Fram til ársins 1990 töldu nær 86% landsmanna heilbrigðisþjón- ustuna ágæta eða góða. Ósagt skal um niður- stöður slíkra kannana nú. Það sem farið hefur úrskeiðis: Það sem hefur farið úrskeiðis er að þjón- ustuþörfinni á sér- greinasjúkrahúsum hefur ekki verið nægi- lega sinnt. Verulegur vandi hefur skapast vegna þess að við höf- um ekki aðlagað okkur nógu hratt að þeirri tækniþróun sem orðið hefur í heilbrigðisþjón- ustunni og sjúklingar eiga rétt á að fá. Fjármálayfirvöld eru treg til þess að veita nægjanlegt fjármagn, enda fengið misvísandi skilaboð í þessu efni. 1. Langir biðlistar hafa myndast við sérgreinasjúkrahúsin í Reykja- vík. Töluverðar úrbætur hafa feng- ✓ ___________Islensk____________ heilbrigðisþjónusta er ekki í rúst, segir Olafur Ólafsson, en verulegra úrbóta er þörf á þjónustusviði. ist á biðlistum eftir kransæðaað- gerðum og hryggspengingu, en að öðru leyti litlar breytingar á síðasta ári. Alít að fjórðungur bráðasjúk- linga verður að hírast á göngum og í skotum lungann úr vistinni (álit hjúkrunarfræðinga). Þessu geta menn ekki neitað, því of margir sjúklingar hafa vistast við þær að- stæður. Verulega hefur verið þrengt að geðsjúklingum. Fjöldi sjúklinga hefur lent í hremmingum vegna deilu sérfræðinga og Trygg- ingastofnunar ríkisins. Menn virð- ast líta á sjóði og skyldur Trygg- ingastofnunar ríkisins „líkt og bóndinn í sögu Jóns Trausta varð- veitti gamla heyið“. Breyta þarf umdeildri lagagrein er virðist hindra Tryggingastofnun ríkisins í að sinna eðlilegum skyldum við borgarana. Borgarar hafa greitt til Tryggingastofunar ríkisins í góðri trú um aðstoð í veikindum. 2. Milli 20-30% þeiira lægst laun- uðu (foreldrar smábarna, einstæðar mæður) neyðast til að fresta heim- sóknum til heilsugæslu og/eða sér- fræðinga vegna fjárskorts. Áratuga jafnræði hefur raskast. Hlutfalls- legur lyfjakostnaður heimila er nú svipaður og meðal nágrannaþjóða þó að laun séu í heild mun lægri en þar. Sextán prósent af lægstlaunuð- um barnafjölskyldum verða að fresta lyfjakaupum úr apótekum vegna fjárskorts (Landlæknisemb- ættið 1997). Á sl. tveimur til þremur árum hafa Landlæknisembættinu borist ítrekaðar kvartanir vegna þess að: Ólafur Ólafsson Launakerfi Stimpilklukkukerfi KERFISÞRÓUN HF. Fákafenl 11 • Slml S68 8055 www.lslandla.ls/kedlitliroun • endurinnlögnum sjúklinga hefur fjölgað, m.a. vegna þess að þeir era útskrifaðir of fljótt. Vissulega má finna tæknilegar skýringar á endur- innlögnum að hluta. Sumir rengja þessa staðreynd, en of margir sjúk- lingar hafa orðið fyrir óþægindum vegna þessa. Staðreyndum verður ekki leynt. Löng bið vinnufærra manna eftir aðgerðum og tíðar end- urinnlagnir kosta verulegt fé. • mikið álag hefur skapast meðal heilbrigðisstarfsmanna á bráða- deildum. Yfir 70% þeirra kvarta um streitu og þreytu, enda er mannekla þar (Landlænisembættið 1996). • dregið hefur úr eðlilegu viðhaldi tækja og húsnæðis. • sjúklingum er veittur stuttur tími til endurhæfingar hérlendis. Læknar sem lokið hafa fram- haldsnámi sækja ekki heim sem skyldi. Helstu ástæður íyrir þessu era lág laun á íslandi og erfiðleikar á að lifa venjubundnu fjölskyldulífi vegna mikils vinnuálags. Nú hefur fengist launabót og von til þess að heimtur verði betri. Dreg ég þá ályktun eftir fundi með íslenskum læknum á Norðurlöndum er ég hefi átt \ þessum mánuði. Án efa má hagræða nokkuð með því að sameina t.d. skrifstofuhald, verk- og tæknimál Sjúkrahúss Reykjavíkur og Landspítalans und- ir eina rekstrarstjóra, en sameining faglegs rekstrar er ekki heppileg. Fagleg stjórnun yrði of einhliða og nefna mætti mörg dæmi um slíkt. Fagleg samkeppni heyrði sögunni til. Hvar eru allir fylgjendur sam- keppni sem birst hafa í fjölmiðlum á síðustu árum?! Úrbætur: Ef illa árar er eðlilegt að heil- brigðisþjónustan þoli spamað líkt og aðrar greinar - en nú árar vel. Samkvæmt mörgum skoðanakönn- unum kýs almenningur síst að spara í heilbrigðisþjónustu. Nú hafa fengist launabætur og eykur það vonandi áhuga heilbrigð- isstarfsmanna á vinnu á Islandi. Þakka ber þeim er stóðu að þeirri lausn. Brýna nauðsyn ber til að búa hjúkrunarsjúklingum er vistast á bráðadeildum annað vistunarrými - þá mun fækka á biðlistum og á göngum. Við verðum að fylgjast með nýj- ungum í sjúkrahúsarekstri meðal nágrannaþjóða. Til dæmis að draga sem mest úr dýrum legudeildum sem taka 55-60% af heildarkostnaði í heilbrigðisþjónustu. Við nýbygg- ingar spítala í Bandaríkjunum er gert ráð fyrir að legurými taki 20% af gólffleti en 80% er varið til ann- arrar þjónustu. Fyrirhyggjuleysi í þessum málum gæti reynst okkur dýrt. Það skortir ekki rúm á bráða- deildum á íslandi. Byggingargleði okkar á bráðadeildum, er ekki taka mið af framtíðarþróun, er litlum takmörkum háð og nálgast „helgiat- hafnir". Sjúkrahótel í nánum tengslum við bráðadeildir eru ekki byggð eða nýtt. íhaldssamir Englendingar sækja þar fast á miðin og telja að rekstrarkostnaður legudeilda lækki um 10-15%. Norðmenn byggja nú sjúkrahótel í nánum tengslum við 40-50 sjúkrahús. Fyrir dugnað heilbrigðisráðherra hefur nú fengist nokkur úrbót á Al- þingi og vonandi tekst að nýta þá fjármuni vel. Alþingi virðist leggja að jöfnu endurbætur sendiráðs- og stjómsýslubygginga við sjúkrahús- rekstur. Ljóst er að fjölga þarf sér- hæfðu starfsfólki á bráðasjúkrahús- um í Reykjavík. Lokaorð: Það er skylda embættismanna að benda á það sem aflaga fer og koma með tillögur til úrbóta, enda eru skyldur þeirra festar í lögum óháð pólitískum áhrifum. Það má vera að slíkt athæfi falli ekki öllum í geð. Þó að sannleikurinn sé dýrmætur er óþarfi að fara sparlega með hann. (Ofanskráð efnislega sótt í skýrslu til fjárlaga- og heilbrigðls- nefndar Alþlngis ásamt nokkrum ráðuneyta í byrjun desember 1997.) HOtundur er lnndlæknlr. Forsætisráð- herra bannar þekkingu FÆRA MÁ sterk rök að því að norrænir menn hafi fyrstir Evr- ópumanna kannað austurströnd megin- lands Norður-Ameríku um aldamótin 1000. Ástæðulaust er að efa það sem ráða má af gömlum sögum, að fyrsta könnunarleið- angri þangað hafi stýrt maður sem var fæddur á íslandi og hét Leifur Eiríksson. Tvímæla- laust gegndi ísland úr- slitahlutverki sem áfangastaður á rúmlega aldarlangri ferð nor- rænna manna vestur yf- ir Atlantshaf, og það sem merki- legra er, íslendingar varðveittu nánast einir sögur af þessum ferð- um. íslendingasögurnar sem fjalla um fund og könnun Vínlands leyna á sér og birta meðal annars litríka og furðu skai-pskyggna mynd af fundum og árekstrum tveggja Þúsund ára afmæli Vínlandsferðanna er gott tilefni til að hefja kynningarátak í ________íslenskri_______ miðaldamenningu. Gunnar Karlsson, telur að það megi gera enn _______þrátt fyrir______ nefndarmistök forsætisráðherra. ólíkra menningarheima. Af öllum þessum ástæðum höfum við Islend- ingar ríka ástæðu til að halda myndarlega og eftirminnilega upp á þúsund ára afmæli þessara atburða um aldamótin 2000, og auðvitað ber okkur að gera það svo að heimurinn - einkum Vesturheimurinn - taki sem best eftir því. Hins vegar er vandaverk að halda íslenska hátíð í tilefni af árþúsunds- afmæli Vesturheimssiglinga. Við getum átt von á að fleiri þjóðir vilji sjá þessa atburði sem sögulegan einkaarf sinn. Aðrir vilja þá helst út úr heiminum af því að þeir skyggja óhjákvæmilega á landafundaafrek manna af öðru þjóðerni. Heimildir um Vínlandsferðir norrænna manna eru þannig vaxnar að auðvelt er að gera þær tortryggilegar. Þannig kynni einhver að segja að lítið væri leggjandi upp úr sögum sem segja rækiiega og nákvæmt frá kynnum norrænna landnema af einfæting- um. - Og mun þó vera til skynsam- leg skýring á einfætingum ef vel er leitað. - Að mikilvægum hluta til er vitneskja okkar um ferðimar reist á fomminjum, og þær eru ævinlega vandasamar í túlkun. Eins er vand- farið í fullyrðingum um þjóðemi einstaklinga sem koma við söguna, enda báru menn ekki vegabréf eða höfðu formlegan ríkisborgararétt um aldamótin 1000. Þetta er ögrandi verkefni en vandasamt, og þarf að fara að því bæði með hug- kvæmni og gætni. Nefnd án sérþekkingar Af þessum ástæðum kom það óþægilega á óvart þegar forsætis- ráðuneytið tllkynnti fyrir skömmu að ráðherra þess hefði skipað nefnd til að gera tillögur til ríkisstjórnar- innar um það hvernig eigi að halda upp á þetta merka afmæli. Formaður er Sigurður Helgason, forstjóri Flugleiða, og með hon- um í nefndinni eru tveir verkfræðingar, forseta- ritari, sem er hagfræð- ingur, og einn blaða- fulltrúi, úr ráðuneytinu geri ég ráð fyrir. Með nefndinni á svo að starfa annar hagfræð- ingur, Einar Bene; diktsson sendiherra. I nefndinni er enginn sagnfræðingur, enginn fomleifafræðingur, eng- inn sérfræðingur í forn- um sögum sem segja frá þeim at- burðum sem hér á að minnast. Ekki er hér heldur neinn þeirra raunvís- indamanna sem hafa kannað frá- sagnir um þessar ferðir, fjallað vís- indalega um siglingatækni víkinga- aldarmanna og borið sögumar um Vínlandsferðir saman við staðhætti vestra. Einn þessara manna, Páll Bergþórsson veðurfræðingur, hefur nýlega gefið út gagnmerka bók um þau efni. Eg veit auðvitað ekki hvort hann, eða einhver annar þeirra sem koma íyrst í hugann, hefur færst undan því að sitja í nefndinni, enda skiptir það ekki máli hér. Þegar forsætisráðherra skipar nefnd hlýtur hann að láta sitt fólk finna þann liðstyrk sem hann telur sig þurfa á að halda. Hér stendur sýnilega ekki til að vinna af þekkingu. Hins vegar kann ein- hverjum að detta í hug að val nefnd- armanna bendi til þess að hér eigi að reyna að hala inn peninga á fljót- legan hátt, og formannsvalið til þess að einkum eigi að gera út á greiðslukort amerískra túrista. Ég get ekki skilið nema á einn veg þetta markvissa val framhjá öll- um sem geta legið undir grun um að hafa þekkingu á efninu. Það hlýtur að stafa af ótta við að hér muni Is- lendingar verða að gera eitthvað sem þoli ekki dagsbirtu sagnfræði- legrar þekkingar. Ég held að þeir sem réðu skipun nefndarinnar hafi gengið með þá meinloku að við ís- lendingar eigum í raun og veru ekk- ert að halda upp á í sambandi við Ameríku um aldamótin 2000, að há- tíðahöldin verði að byggjast á van- þekkingu og blekkingum. Þetta er hliðstætt því að hanna skip og setja það á sjó án þess að verkfræðingur komi þar nálægt, af því að maður óttist að þeir fallist ekki á að skipið muni fljóta. Það hefði kannski geng- ið fyrir hundrað árum, enda getur vel gerst að skip fljóti þótt verk- fræðingar fáist ekki til að votta það fyrirfram. En nú á dögum er hugs- unarháttur af þessu tagi talinn stór- hættulegur og hallærislega úreltur. Vannýtt auðlind söguarfsins Við íslendingar þurfum auðvitað að halda okkur á floti í samfélagi þjóðanna eins og aðrir, og við höf- um jafnvel sérstakar áBtæður til að láta eins mikið á okkur bera og við mögulega getum. Annars vegar stafar það af smæð samfélagsins, hins vegar af því að við eigum mikla möguleika í ferðamannaþjónustu, ef heimurinn veit um okkur. Mögu- leikar okkar þar felast einkum i tvennu: sérkenniiegri náttúru og sérstæðum menningararfi frá mið- öldum (sem við sjálf köllum gjarn- an fommenningu okkar). Við höf- um talsvert glögga vitund um gildi náttúrunnar í ferðaþjónustu, en við erum tæpast byrjuð að nýta okkur menningararfínn til að laða að Gunnar Karlsson

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.