Morgunblaðið - 29.01.1998, Side 42
»42 FIMMTUDAGUR 29. JANÚAR 1998
MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ
+ Þorlákur Jón
Jónsson rafverk-
taki fæddist á Suður-
eyri við Súganda-
íjörð 23. desember
1907. Hann andaðist
á Sjúkrahúsi Reykja-
víkur 22. janúar síð-
astliðinn. Foreldrar
hans voru Jón Ein-
arsson, f. 9. júm'
1873, útgerðarmað-
ur á Suðureyri, d.
22. september 1939,
og kona hans Kristín
Kristjánsdóttir, f. 24.
júní 1874, húsmóðir,
d. 25. janúar 1931. Systkini Þor-
láks eru: Þóra J. Hjartar, f. 19.
desember 1896, d. 31. desember
1982, Sturla, f. 24. ágúst 1902, d.
2. október 1996, Kristjana Guð-
rún, f. 7. nóvember 1909, og Jó-
hannes Þórður, f. 20. janúar
1916.
Hinn 25. nóvember 1933
kvæntist Þorlákur Krisljönu Júl-
íu Örnólfsdóttur húsmóður frá
Suðureyri, f. 2. júlí 1909, d. 21.
mars 1969. Foreldrar hennar
voru Örnólfur Jóhannesson og
kona hans Margrét Guðnadóttir.
Börn Þorláks og Kristjönu eru:
1) Páll rafverktaki, f. 6. septem-
ber 1934, d. 28. maí 1986, kvænt-
ur Ásthildi Pétursdóttur, f. 11.
júní 1934, d. 4. desember 1997.
Þeirra börn eru: Björgvin og
Margrét. 2) Jón Kristinn, raf-
virki, f. 28. maí 1939, d. 5. júlí
1983, kvæntur Margot Holdt
Þorláksson, f. 3. ágúst 1932. 3)
Gunnar Aðalsteinn, skrifstofu-
stjóri, f. 4. desember 1943,
~ kvæntur Kolbrúnu Hauksdóttur
bankafulltrúa, f. 25. júlí 1944.
Þeirra börn eru: Kristín Þóra,
Lilja, Aðalsteinn og María. Dóttir
Þorláks með Magneu Einarsdótt-
ur, f. 5. maí 1904, er Auður, f. 26.
október 1930, d. 29. júní 1993,
gift Gunnari Má Torfasyni, f. 26.
júní 1924. Þeirra börn eru: Har-
aldur Rafn, Gerður María, Ár-
sæll Már, Magnea Þóra, Olga og
Auður. Fósturdóttir Þorláks og
Kristjönu er Guðfinna Ríkey Ein-
arsdóttir, handavinnukennari, f.
16. janúar 1945, gift Magnúsi
Gunnlaugssyni, íþróttakennara,
f. 10. nóvember 1939. Þeirra
börn eru: Kristjana Ríkey, Guð-
björg og Halla. Þorlákur bjó
nokkur seinni ár með Matthildi
Andlát tengdafóður míns, Þor-
láks Jónssonar, kom ekki á óvart og
trúlega var það honum alls ekki á
móti skapi að kveðja þennan heim
miðað við þven-andi þrek og lélega
heilsu að undanfómu.
Hann sem sjálfur sagðist ekki
skilja að honum, sem í 89 ár hefði
verið við fullkomna heilsu, yrði eitt
ár, þetta síðasta, honum svona erfitt
eftir að meinið fannst og sjúkdóm-
urinn tók að ágerast. En hann setti
sér það takmark á síðasta ári að ná
því að verða níræður, og það tókst
Jfconum á Þorláksmessu með glæsi-
legri afmælisveislu með miklum
fjölda gesta. Þar var hann hrókur
alls fagnaðar, hélt ræðu, flutti gam-
anmál, spilaði á harmonikku og
þrátt fyrir þreytu gat enginn séð að
svo fljótt yrði hann allur. Hann
meira að segja fór með okkur á síð-
asta nýársfagnað Komið og dansið
og dansaði nokkra rólega dansa við
dömur sem biðu þess í röðum að fá
að dansa við hann, enda Þorlákur
afburðadansari gegnum tíðina. Ég
ræddi við hann nokkrum dögum áð-
ur en hann lést og sagðist hann þá
fullkomlega sáttur við lífið og vildi
miklu heldur fara en lifa áfram við
litla eða enga heilsu.
Það var mér sem 16 ára ungri
stúlku mikils virði að kynnast vænt-
anlegum tengdaforeldrum mínum
Þorláki og Kristjönu, og fínna þá
hlýju og umhyggju sem ætíð síðan
mætti mér af þeirra hálfu. Við
Tíunnar hófum búskap í húsi þeirra
Guðmundsdóttur frá
Bæ, f. 11. júlí 1905,
d. 3. desember 1986,
og síðar með Lydíu
Guðmundsdóttur f.
17. október 1920, d.
23. maí 1993.
Þorlákur ólst upp
á Suðureyri við Súg-
andafjörð og byrjaði
snemma að sækja
sjóinn, og fullgildur
háseti talinn strax
eftir fermingu. Hann
fluttist til Reykjavík-
ur 1928 og vann í
Sjókiæðagerð
Reykjavíkur þar til hann hóf
nám í rafvirkjaiðn hjá Eiríki
Hjartarsyni árið 1929. Þorlákur
lauk sveinsprófi í rafvirkjun árið
1933 og fékk meistarabréf 1937.
Hann rak verslun og vinnustofu
fyrst með Eiríki Iijartarsyni og
Sigurði Magnússyni og frá 1944
með Sigmundi Kornelíussyni til
1952. Þorlákur rak raftækja-
vinnustofu undir sínu nafni og
sfðar ásamt Páli syni sínum árin
1951-1972 og starfaði um tíma
hjá rafvirkjadeild Sameinaðra
verktaka á Keflavíkurflugvelli.
Þorlákur starfaði síðan hjá Páli í
Raffelli hf. í Kópavogi fram til
ársins 1986. Þorlákur útskrifaði
alls 15 rafvirkjasveina á starfs-
ferli sínum. Þorlákur sat í
ákvæðisnefnd rafvirkja, vara-
maður og endurskoðandi Lands-
sambands íslenskra rafverktaka,
í prófnefnd rafverktaka 1938-
1941. Varamaður í stjórn Raf-
virkjadeildarinnar hf. Heiðursfé-
lagi og einn af stofnendum Súg-
firðingafélagsins í Reykjavík,
heiðursfélagi í st. Einingunni nr.
14, heiðursfélagi Stórstúku Is-
lands, gjaldkeri Þingstúku
Reykjavíkur og í húsráði Templ-
arahallar Reykjavíkur um árabil
og formaður skemmtifélags góð-
templara í aldarfjórðung. Hann
var félags- og stjórnarmaður f
Vestfírðingafélaginu í Reykjavík
um árabil, félagi í Iðnaðar-
mannafélagi Reykjavíkur, heið-
ursfélagi Bindindisfélags öku-
manna, auk fleiri félaga sem
ekki verða talin upp hér. Þorlák-
ur bjó síðustu árin í fbúðum aldr-
aðra í Lönguhlíð 3.
Utför Þorláks verður gerð frá
Hallgrímskirkju í dag og hefst
athöfnin klukkan 15.
á Grettisgötu 6 aðeins 18 ára að
aldri, og því fylgdi mikil gæfa og
forréttindi að vera í nálægð þeirra
fyrstu búskaparárin. Það var okkur
og börnum okkar mikill stuðningur
að vera í návist þeirra örugga um-
hverfis. Það var gott að leita til
þeirra og þrátt fyrir stórt og gest-
kvæmt heimili gáfu þau sér tíma til
að létta undir og gæta barna. Það
var Þorláki erfiður tími þegar
Kristjana lést árið 1969.
Það var mildð lán hvað við feng-
um að vera mikið með þeim og sam-
leið í félagsskap góðtemplara var
einkar ánægjuleg. Þorlákur sýndi
þar sem annars staðar vel hverr
mann hann hafði að geyma. Reglu-
samur, duglegur, traustur og vel
liðinn hvar sem hann fór og trúnað-
ur við hvert það verk sem honum
var falið.
Þorlákur kunni að skemmta bæði
sér og öðrum, og fyrirmynd var
hann góð í leik og starfi.
Engum manni hefi ég kynnst sem
ávallt bjó yfir jafn miklu jafnaðar-
geði og jákvæðum huga til sam-
ferðamanna, og viljinn til að gleðja
aðra og að öðrum Iiði vel var hans
aðalsmerki.
Lífið er sjaldnast áfallalaust og
ótímabær fráföll tveggja sona, dótt-
ur og tengdadóttur varð honum
þung raun, svo og tveggja sambúð-
araðila, þeirra ágætu kvenna Matt-
hildar Guðmundsdóttur og Lydíu
Guðmundsdóttur. Það segir sig
sjálft að náin samferð um nærri
fjörutíu ára skeið leiðir til kynna
sem seint gleymast. Það var mikið
lán að kynnast slíkum manni og
þakklát er ég fyrir þessi ár og hvað
hann var mér og fjölskyldu minni.
Það er mitt að þakka ef ég hef getað
endurgoldið honum einhverja þjón-
ustu, enda ávallt auðvelt að gera
honum til hæfis og hann var maður
sem kunni að þakka fyrir sig. Hann
var listamaður af guðs náð og lag-
hentur með afbrigðum. Hann tók
ríkan þátt í félagslífi aldraðra og
náði ótrúlega góðum árangri í gerð
glerlistaverka. Myndin sem hann
færði mér á fimmtugsafmæli mínu
þykh- framúrskarandi falleg og vel
unnin.
Börnum mínum og barnabörnum
vai' hann mikils virði, og undrum
sætti hve vel hann fylgdist með
vexti þeirra og viðgangi. Hann
kunni að laða fram það besta í öðr-
um og hafði gott lag á að leyfa öðr-
um að njóta sín. Hann var öllum góð
fyrirmynd með jákvæðu hugarfari
og einstakri hlýju. Fyrir þetta vil ég
þakka og veit að hann mun áfram
láta gott af sér leiða.
Kolbrún Hauksdóttir.
Á Suðureyri við Súgandafjörð var
á öðrum og þriðja áratug þessarar
aldar lífsbaráttan hörð og fóru ung-
lingar þar eins og annars staðar á
þeim tíma að sinna daglegum störf-
um svo fljótt sem auðið var.
Sjósókn og fiskvinnsla voru und-
irstaða lífsafkomu fólksins á Suður-
eyri, einkum mun smábátaútgerð
hafa verið mikilvægur þáttur í at-
vinnulífinu.
Þrátt fyrir harða lífsbaráttu á
Suðureyri á þessum árum var þar
gróskumikið mannlíf, samheldni
íbúanna mikil og félagslíf öflugt og
gott.
I þessu umhverfí ólst tengdafaðir
minn, Þorlákur J. Jónsson raf-
virkjameistari, upp og tel ég að það
hafi á margan hátt mótað lífsskoðun
hans en dugnaður, samviskusemi og
mikil þátttaka í félagsmálum voru
ríkjandi þættir í fari hans. Á þeim
vettvangi sem og öðrum taldi hann
að helst ætti að gera í gær það sem
þó auðveldlega mátti bíða til morg-
uns.
Um fermingu byrjaði Þorlákur
sjómennsku á mótorbát og stundaði
síðan sjómennsku til 21 árs aldurs
er hann hóf nám í rafvirkjun hjá Ei-
ríki Hjartarsyni rafvirkjameistara.
Sú iðn varð síðan að farsælu ævi-
starfi hans.
Eins og áður hefur komið fram
starfaði Þorlákur mikið að félags-
málum og ber þar hæst störf hans í
Góðtemplarareglunni, Átthagafé-
lagi Súgfirðinga í Reykjavík og Fé-
lagi íslenskra raíverktaka. Þar sem
ég tel víst að aðrir geri félagsstörf-
um Þorláks skil mun ég ekki fjalla
frekar um þau hér.
Hinn 25. nóv. 1933 kvæntist Þor-
lákur Kristjönu Júlíu Örnólfsdóttur
frá Suðureyri og hófu þau búskap á
Grettisgötu 6 sem átti eftir að verða
heimili Þorláks allt til ársins 1991.
Var heimili þeirra einstaklega hlý-
legt en án mikils íburðar. Gestrisni
var þeim hjónum í blóð borin og
nutu vinir og vandamenn hennar,
ekki síst yngri kynslóðin á hverjum
tíma.
Þorlákur og Kristjana eignuðust
þrjá syni: Pál, Jón Kristin og Gunn-
ar Aðalstein. Þá ólu þau upp frá 3ja
vikna aldri sem dóttur sína, systur-
dóttur Kristjönu, Guðfmnu Ríkeyju
Einarsdóttur, eiginkonu þess er
þetta skrifar, en móðir hennar, Rík-
ey, lést við fæðingu hennar frá
fimm ungum börnum. Dótturina
Auði eignaðist Þorlákur íyrir hjóna-
band. Var ætíð litið á Auði sem eina
úr fjölskyldunni.
Á langri ævi fer ekki hjá því að
fólk verði fyrir ýmsum áfóllum og
fór Þorlákur ekki varhluta af þeim.
Kristjana lést árið 1969 og þrjú
bama hans, þau Jón Kristinn, Páll
og Auður féllu öll frá á besta aldri
og nú i byrjun desember sl. lést
einnig Ásthildur tengdadóttir hans.
Þessum áfóllum öllum tók Þorlákur
af miklu æðruleysi.
Skömmu eftir lát Kristjönu réð
Þorlákur til sín ráðskonu, Matthildi
Guðmundsdóttur frá Bæ í Stein-
grímsfirði. Reyndist þessi ákvörðun
mikil gæfa fyrir hann. Héldu Þor-
lákur og Matthildur saman heimili
allt þar til Matthildur féll frá árið
1986 en hún og hennar fjölskylda
reyndust honum eins og best varð á
kosið.
Eftir að Þorlákur fluttist af
Grettisgötunni bjó hann um tíma
með Lydiu Guðmundsdóttur uns
hann fluttist í íbúðir aldraðra 1
Lönguhlíð 3 þar sem hann undi hag
sínum vel við glerlist, spil og síðast
en ekki síst dansinn sem hann
stundaði gegnum árin af miklum
áhuga og krafti allt fram á síðasta
æviár.
Nú við leiðarlok hugsar Ríkey til
fósturföður síns með innilegu þakk-
læti fyrir alla þá ástúð, hlýju og um-
hyggju sem hún hefur ávallt notið
frá hans hendi. Enn fremur þökkum
við hér í Vogatungunni fyrir allar
þær mörgu ánægjustundir sem við
höfum átt með honum bæði hér á
heimili okkar, Grettisgötunni og
víðar.
Þar sem Þorlákur er nú kominn á
æðra tilverustig er ég þess fullviss
að í fyllingu tímans tekur hann þar
dansandi á móti okkur og með bros
á vör.
Magnús Gunnlaugsson.
Okkur langar í fáum orðum að
minnast afa okkar, Þorláks Jóns
Jónssonar, sem í dag er til moldar
borinn. Þrátt fyrir háan aldur var
afi fyrirmynd allra með lífsgleði
sinni og kátínu. Kristjönu ömmu
okkar kynntumst við ekki en ráðs-
kona afa, Matthildur, sem var ein-
staklega ljúf og viðmótshlý, var
okkur nánast eins og amma. Varla
kom afi svo í heimsókn að ekki væri
Matthildur með í för og ætíð tók
hún okkur opnum örmum á Grettis-
götunni.
Það var alltaf mikil tilhlökkun að
fara í heimsókn á Grettisgötuna og
ekki síst á Þorláksmessu þegar
jólaspenningurinn náði hámarki en
það var eins og jólin væru gengin í
garð á afmælisdegi afa. Það var
fastur liður þennan dag að fjöl-
skyldan safnaðist saman í afmælis-
kaffi. Þar tók afi gjarnan upp nikk-
una og spilaði fyrir barnabörnin og
aðra gesti. Þetta gerði hann nú síð-
ast á níræðisafmælinu sínu sem
hann hlakkaði svo til að halda upp
á þrátt fyrir að veikindi væru farin
að setja mark sitt á hann. Eitt af
því sem stendur upp úr heimsókn-
unum á Grettisgötuna eru „bíósýn-
ingarnar" hjá afa en hann átti kvik-
myndavél sem hann var duglegur
að nota þegar við barnabörnin vor-
um að vaxa úr grasi og sýndi hann
afraksturinn á tyllidögum. Einnig
eru ófáir kassarnir af skyggnum
frá alls kyns ferðalögum og mynd-
um af fjölskyldunni.
Afi hafði alltaf í mörgu að snúast
enda félagsmaður mikill. Hann
stundaði dansinn af mikilli elju og
ófáar voru laxveiðiferðirnar með til-
heyrandi veiðisögum þegar heim
var komið. Eftir að hann flutti í
Lönguhlíðina fann hann sér nýtt
áhugamál til viðbótar við hin en það
var glerskurður og liggja ófá gler-
verk eftir hann.
Hvar sem afi var staddur var
andrúmsloftið fyllt glettni og gleði
og alltaf sá hann spaugilegar hliðar
á málunum. Eitt sinn lenti hann í
árekstri þegar rúta keyrði aftan á
hann en þá þótti honum einna verst
að hatturinn hans (sem hann skildi
sjaldnast við sig) skyldi skjótast í
aftursætið. Eins þótti honum und-
arlegt þegar Selma Líf, langafabam
hans, var skírð að presturinn skyldi
hafa látið foreldrana fá logandi
kerti í hönd. Honum fannst
„praktískara“ að afhenda þeim
vasaljós til að komast hjá heitu
kertavaxinu. Síðasta ár þegar veik-
indin voru farin að hrjá hann var
heldur ekki langt í skopskynið þeg-
ar hann tilkynnti að nú væri hann
kominn út í fyrirsætubransann og
átti hann þar við síendurteknar
röntgenmyndatökur.
Með kærleika og vináttu veitti
hann fjölskyldu sinni og samferða-
mönnum gleði og gott veganesti í
dagsins önnum. Við kveðjum hann
með söknuði og þökkum fyrir ein-
ÞORLAKUR
JÓNSSON
staklega ánægjulegar samveru-
stundir í gegnum árin.
Kristjana, Guðbjörg
og Halla.
Hann Þorlákur móðurbróðir
minn hefur alltaf verið minn uppá-
haldsfrændi. Ég minnist hans sem
gleðigjafa þegar hann kom í heim-
sókn til foreldra minna í Botni í
Súgandafirði. Heimsóknir mínar til
Reykjavíkur, fyrst með foreldrum
mínum og síðar ég ein, voru alltaf
tengdar Grettisgötu 6, alltaf var
tekið þar á móti af kærleik og gest-
risni, aldrei kom annað til greina en
að gista á Grettisgötunni. Síðar er
ég flutti suður fékk ég leigt her-
bergi á loftinu hjá Láka og þar uppi
byrjuðum við Baldur okkar búskap.
Heimili Láka var okkur alltaf opið
og mér og fjölskyldu minni tekið
opnum örmum.
Hann Þorlákur var alls staðar
gleðigjafi, traustur og trúr, sama
hvað hann tók sér fyrir hendur. í
öllu félagsstarfi var hann virkur,
t.d. hafði hann aldrei látið sig vanta
á árshátíðir hjá Súgfirðingafélag-
inu. Hann var mikill dansmaður og
okkar síðasti dans var á árshátíð-
inni í nóvember, þó hann yrði að
hægja aðeins á sér vegna veikind-
anna.
Ég minnist þakklætis hans að fá
að vera hjá mömmu í hennar síð-
ustu heimsókn suður fyrir tveimur
árum, meðan ég fór í vinnu, þar var
stóri bróðir að gæta litlu systur,
aldursmunurinn heil tvö ár.
Frændi var búin að ákveða að
halda stórveislu þegar hann yrði 90
ára og við það stóð hann, þótt veik-
ur væri, stóð sig með glæsibrag og
naut þess í ríkum mæli að svo
margir komu og heiðruðu hann, en
kraftamir vora búnir og stutt í hans
síðasta dag. Marga ástvini hafði
hann misst og það beygði hann en
braut ekki, en að lokum var hann
búirm að fá nóg.
Ég og fjölskylda mín munum
minnast frænda með þakklæti, hlý-
hug og gleði yfir að hafa þekkt slík-
an mann og sú minning verður ekki
frá okkur tekin.
Með þessu minningabroti læt ég
fylgja brot úr ljóði eftir fóður minn.
I dagsins önn hún drap á gluggann minn
ég dró við mig að bjóða henni inn.
Ég hafði ennþá ótal mörgu að sinna,
sem ógert beið og mér bar enn að vinna.
En ellikerling hló og hafði að mér gaman
- haustið er komið, taktu þig nú saman
- þú átt aðeins eina leið - með mér.
Og ekki bíð ég lengur eftir þér.
(Friðbert Pétursson)
Kristín Friðbertsdóttir.
Þegar vinur okkar og félagi, Þor-
lákur Jónsson, er kvaddur hinstu
kveðju, vakna hjá okkur Einingar-
félögum innan vébanda góðtempl-
ara margar góðar minningar og
þakklæti til hans fyrir langa vináttu
og samfylgd hans í félagslegu starfi.
Þorlákur var í hópi starfsömustu
og tryggustu félaga bindindishreyf-
ingarinnar með ötulu starfi um
langt skeið í ýmsum þáttum IOGT-
starfsins, enda gegndi hann þar
ýmsum trúnaðarstörfum um lengri
eða skemmri tíma. Hann var m.a.
æðstitemplar í st. Einingunni, um
langt skeið gjaldkeri í þingstúkunni,
átti sæti í húsráði Templarahallar-
innar, og var um árabil formaður
Skemmtifélags templara svo fátt
eitt sé nefnt. Auk þess lagði hann
starfinu í Galtalækjarskógi í tengsl-
um við bindindismótin og fleiru lið
svo um munaði. Þorlákur var heiðr-
aður á sínum tíma fyrir hans mikla
og góða framlag með kjöri sem
heiðursfélagi bæði í stúku sinni,
Einingunni, og hjá Stórstúku ís-
lands, IOGT.
Þorlákur Jón, eins og hann hét
fullu nafni, var vel gerður maður.
Hann var ljúfur og hafði létta lund.
Hann vann af fórnfýsi og óeigin-
girni starf í þágu hinna jákvæðu
gilda, sem hann hafði gengið ungur
á hönd. Hann átti að jafnaði manna
auðveldast með að starfa með öðru
fólki, enda var hann einkar vinsæll í