Morgunblaðið - 29.01.1998, Side 45

Morgunblaðið - 29.01.1998, Side 45
I MORGUNB LAÐIÐ FIMMTUDAGUR 29. JANÚAR 1998 45 j I 3 I J 3 1 i ] 3 I I 3 I :: j 3 n j GUÐMUNDUR ELÍAS PÁLSSON + Guðmundur Eh'as Pálsson var fædd- ur í Reykjavík hiim 24. mars 1952. Hann lést á heimili sínu að kvöldi 13. janúar síðastliðins og fór útför hans fram frá Langholtskirkju 21. janúar. Þegar allt í manni segir nei, við frétt sem þeirri að Guðmundur Pálsson sé allur, þá er örðugt um tjáningu, erfitt um skrif. En þar sem svo góður drengur er genginn verður ekki hjá því kom- ist að draga upp litla en ófullburða mynd af kynnum okkar systkinanna við Guðmund. Ég kynntist honum náið í gegnum stai-f innan þjóðkirkjunnar. Vetur- inn þann mæddi mikið á honum og kaldir vindar blésu. Aldrei koma mannkostir betur í ljós en þegar á reynir og Guðmundur Elías var mörgum kostum prýddur. Hann var grandvar maður í orði sem æði, sama hvað á gekk. Ihygli, heiðarleiki og vönduð vinnubrögð voru hans að- alsmerki og traustari maður er vandfundinn. Stór orð; en samskipti við hann kölluðu fram aðdáun þar sem slíkir eiginleikar og fleira gott kristallaðist í fari hans. Það var kannski vegna þessara hæfileika sem svo oft var leitað til hans um formennsku í hinu eða þessu félag- inu. Bróðir minn kynntist Guðmundi í blakinu er þeir þjálfuðu báðir í yngri deildum. Þeir áttu fleira sameigin- legt, báðir málarar og leiðir þeirra lágu nánar saman þegar Jón hóf störf hjá Guðmundi. Oft minntumst við systkinin á hvað Guðmundur væri góður og traustur maður ,já, og einstakt ijúfmenni" bætti Jón við. Ekki vantaði húmorinn sem vel var farið með eins og annað og aldrei bar skugga á samskiptin við hann. Góður drengur er genginn, í Guðs hendi hann hvflir, traustur í sinni trú. Eftir sitjum við, slegin, með sorg í hjarta og eftirsjá. Harmurinn er konu hans, barna, bróður og for- eldra. Við fmnum djúpt til og biðjum góðan Guð að mæta þér Sigrún og umvefja ásamt Ólafí Heimi, Páli Liljari, Erlu Rún, Sölva, Alberti, Páli og Gróu. Góður engill Guðs oss leiðir gegnum jarðneskt böl og stríð, léttir byrðar, angist eyðir, engill sá er vonin blíð. Pá er jarðnesk bresta böndin, blítt við hjörtu sorgum þjáð vonin segir: Heilög höndin hnýtir aftur slitinn þráð. Blessuð von, í brjósti mínu bú þú meðan hér ég dvel, lát mig sjá í ljósi þínu ljómann dýrðar bak við hel. (Helgi Hálfdanarson.) Bára og Jón Leví Friðriksbörn. Guðmundur Elías Pálsson málarameistari var einn þeirra sem leitað var til þegar for- eldraráð var stofnað í Langholtsskóla haustið 1995. Ný grunnskólalög höfðu verið samþykkt á Alþingi og með þeim höfðu foreldrar fengið víðtækt eftir- lits- og samráðshlutverk við stjórn skólanna. Fáir vissu hvernig rætast mundi úr starfi þessara ráða en allir vissu að hlutverk þeirra var mikil- vægt. Guðmundur var ekki að halda sér fram en við sem sátum með Guð- mundi í ráðinu tókum fljótlega eftir því hvað hann hafði mikla þekkingu á öllu sem laut að skólastarfi og var tillögugóður í öllum málum sem upp komu. Við komumst að því að hann var ekki aðeins iðnaðarmaður, held- ur einnig kennari að mennt og hafði víðtæka reynslu af starfí með ungu fólki. Hann hafði sérþekkingu á öllu sem laut að skólahúsnæði og aðbún- aði, mikla innsýn í eðli skólastarfs, og var mikill áhugamaður um að vel væri að öllu staðið í Langholtsskóla. Þessum áhuga deildu þau Sigrún. Þegar Foreldrafélag og foreldra- ráð Langholtsskóla ákváðu að stofna sérstaka nefnd til að móta framtíð- arstefnu um starf skólans bárust böndin að Guðmundi um að sitja í nefndinni fyrir hönd foreldraráðs en Sigrún var fengin í nefndina af hálfu stjórnar Foreldrafélagsins. Þótt Guðmundur sinnti félagsstarfi á mörgum vígstöðvum skoraðist hann ekki undan þessari ábyrgð, og í þess- ari -nefnd nýttist reynsla hans vel. Fyrir hönd foreldra nemenda Langholtsskóla þökkum við Guð- mundi fyrir óeigingjarnt og gott samstarf á undanförnum árarn og sendum fjölskyldu hans okkar inni- legustu samúðarkveðjur. Foreldraráð og Foreldra- félag Langholtsskóla. A borðinu fyrir framan okkur liggur opin dagbók. Sunnudagur, 27. október 1985. „Fyrstu gönguferð- inni var heitið upp á Mosfellsheiði að Silungavatni. Veðrið var gott, sól og logn ... A borðinu voru flatkökur, kex, rjómaterta ...“ Texti dagbókar- innar hverfur í móðu þegar sorgin þyrlar upp minningum, þar sem ein mynd leysir aðra af hólmi hratt og óskipulega og það er sárt. SJÖFN ÞORGEIRSDÓTTIR +Sjöfn Þorgeirsdóttir fæddist í Neskaupstað 5. mars 1930. Hún lést í Sjúkrahúsi Reykjavíkur 16. janúar sfðastliðinn og fór útfor hennar fram frá Seljakirkju 23. janúar. _____________ Þegar við sáum hana fyrst stóð hún brosandi á veröndinni í sumar- bústaðnum sínum og bauð okkur hjónin velkomin í Snæfoksstaðaland- ið þar sem við hjónin höfðum reist okkur sumarbústað. Hlý, ákveðin og sterk kona með glettni í augunum og bros á vör, þannig kom hún okkur fyrir sjónir hún „Sjöfn á eitt“ eins og við kölluð- um hana. Við sem urðum þeirrar gæfu að- njótandi að kynnast Sjöfn þökkum fyrir allar þær góðu stundii- sem við áttum saman í sumarbústöðum okk- ar, fróðleikinn sem hún bjó yfir og hlýtt faðmlag, að ógleymdum þeim skemmtilega sið að bjóða okkur ná- búunum í Spörvaskjóli og Bjarkarási í stórkostlegt þoirablót þar sem all- ur matur var heimalagaður og harð- fiskurinn austan frá Vopnafirði og öll Subai-ufjölskyldan mætt með bros á vör og gleði í hjarta, þetta verða ógleymanlegar stundir sem við mun- um geyma. Elsku Hafsteinn, Anna, Elsa og Gunnar, við sendum ykkur og fjöl- skyldum ykkai- okkar innilegustu samúðarkveðjur á þessai’i erfiðu stund og megi algóður Guð styrkja ykkur í sorg ykkar. Fjölskyldurnar í Spörva- skjóli og Bjarkarási. Elskuleg Sjöfn okkar er horfin á braut. Hvað getur maður sagt þegar sorgin ber að dyrum svona óvænt, því Sjöfn varð eins og allir vissu sjaldnast misdægurt. Ævinlega var hún hrókur alls fagnaðar og smitaði út frá sér bæði gleði og jákvæðum straumum. Krafti hennar og fram- kvæmdasemi virtust engin takmörk sett og stundum lá við að hún fram- kvæmdi áður en hún hugsaði. Alltaf hafði hún þó útrétta hjálparhönd og góð ráð okkur til handa ef á þurfti að halda. Margar voru stundirnar sem við MINNINGAR ,Á snöggu augabragði ...“ Orðin fá vægðarlausa merkingu, þegar slys hrífur góðan félaga og vin á braut. Vinahópur situr saman, fyrst orða vant en smám saman tökum við til við að raða minningabrotum sam- an í heillega mynd. Brotin eru ótelj- andi. Við höfum deilt margri stund með Gumma og Sigrúnu í hartnær 25 ár, á ferðum innan lands og utan og á öðrum góðum stundum í Kór Langholtskirkju og á hlýlegu heimili þeirra. Sigrún söng sinni þýðu alt- rödd en Gummi var í fremstu röð í makafélaginu og klappliðinu og það munaði um Guðmund Pálsson þar sem hann lagði lið. I erlendum stór- borgum var hann fyrr en varði bú- inn að sjá út skemmtilega og áhuga- verða staði fyrh’ makana, meðan kórinn æfði, og veitingastaði, þar sem alvöru mat var að fá, ábót á skammtinn fyrir miðlungsmenn og engar refjar. Lófatakið glumdi á sama augnabliki og tónleikum lauk er Gummi sló saman stæltum hrömmum blakmeistarans og prest- urinn okkar og aðrir í hópnum létu ekki sitt eftir liggja. Þurfti að slá upp veislu í lokin? Ekkert mál, bara taka til hendinni og drífa í því. Atorkan virtist óþrjótandi og vafn- ingalaust gekk hann að sérhverju verki. Svo gönguklúbburinn okkai’, þar sem útivera og áhugaverðir staðh’ í nágrenninu voru hinn opin- beri tilgangur. Var það ekki dæmi- gert að fyrstu ferðina skipulögðu Sigrún og Gummi, og í sumar er leið sátum við enn einu sinni við veislu- borð í sumarbústaðnum þeirra eftir gönguferð yfir Mosfellsheiðina und- ir þeirra leiðsögn, lagið var tekið og sögur sagðar og einlægur hlátur Gumma hljómar enn í huga. Síðasta verkefnið í þessari ferð yfir Mos- fellsheiði var að gróðursetja ungar birkihríslur í skjólgóðri laut. Lftil at- höfn sem lýsir vel viðhorfí Sigrúnar og Gumma til lífsins. Þegar grannt er skoðað var hinn raunverulegi tilgangur okkar með gönguklúbbnum kannski framar öðru sá að rjúfa ekki böndin, hafa börnin með, deila súru og sætu og njóta nálægðar vina þar sem ekkert sérstakt þarf að segja, bara finna ör- yggið sem í traustum og sönnum vinum er fólgið. Og skyndilega er Gummi hrifinn á braut. Það bregður sorta á himin rísandi vetrarsólar og vanmáttur okkar gagnvart skapadægrinu er þrúgandi. En minningarnar sem leiftra óskipulega um hugann eru bjartar. Hver og ein þeirra er lítill ljósneisti í myi’krinu sorgarsvarta og við vitum að brátt munu þær sameinast í einn geisla og í skærri birtu hans ljómar fölskvalaus mynd Guðmundar E. Pálssonar, vinar okkar. Elsku Sigrún og fjölskylda. Megi góður Guð, sem umvefur jafnt lífs sem liðna, styrkja þig og blessa. Þess biðjum við af hjarta. Gönguklúbburinn. sátum og spjölluðum í glæsilegu eld- húsi þeirra hjóna svo og sumarhús- um, hvort heldur var í Þjórsárdal eða Grímsnesi. Hvar sem var, á láði eða legi, voru móttökurnar alltaf eins og höfðingja sæmdi, börn og fullorðnir, allir voru jafnir. Hrein- lyndi Sjafnar og hið hlýlega viðmót gerði það, að ef vandamál voru til staðar, hurfu þau. Við getum ekki látið vera að nefna öll ferðalögin okkar í gegnum árin. Einu sinni eða oftar á hverju sumri var börnum og búnaði pakkað í bíla og geyst af stað. Akvörðunarstaður óákveðinn og veðrið eins og það vildi vera, það skipti ekki máli því aUtaf var sem sólin skini í okkar hópi. Elsku Sjöfn, við söknum þín sárt og þökkum þér samfylgdina. Fjöl- skyldu hennar vottum við okkar dýpstu samúð og megi Guð gefa þeim styrk í sorginni. Guðjóna, Haraldur, Guðrún, Gunnar, Lóa og Linda. Við urðum harmi slegin þegar við fengum þær fregnir að Gummi Elli frændi minn hefði látist með svip- legum hætti á heimili sínu 13. janú- ar sl. Það vai- einungis þremur kvöld- um áður sem við höfðum hist, þá í ballnefnd fyrir árlegan nýársfagn- að fólks, sem á ættir að rekja til Grunnavíkurhrepps í Jökulfjörð- um. Ballið var rétt byrjað, þegar hann kom til mín og sagðist vera með góða hugmynd. Þar sem ætl- unin væri að mála Staðarkirkju í Grunnavík nk. sumar vildi hann að við í nefndinni kynntum endur- reisnarsjóð Staðarkirkju og gæfum ballgestum tækifæri til að leggja sitt af mörkum ef þeir hefðu áhuga. Áhuginn og ákafinn skein úr aug- unum og Gummi Elli fylgdi málinu eftir á ballinu af mikilli röggsemi. Nú þegar hans nýtur ekki lengur við mun ég reyna af fremsta megni að fylgja hugmynd hans í höfn. Eg vil í fáum orðum þakka frænda mínum samfylgdina. Það má segja að ég hafi í raun kynnst honum og Albert bróður hans þeg- ar faðir þeirra Páll tók mig á samn- ing í málaraiðninni. Það var gott að finna, að hvar sem maður kom fann maður það traust og þá virðingu sem þessum málarafeðgum er sýnd í greininni. Eftir að Palli síðan ákvað að draga sig hægt og bítandi úr forsvari fyrir fyrirtækið kom það í hlut bræðranna að leiða það áfram af sama dugnaði, líkt og fað- ir þeirra hafði stýrt því. Þessir feðgar hafa alltaf verið fyrir mér sem órjúfanleg heild með harðdug- legar eiginkonur sér við hlið, stolt- ar af sínum mönnum. Það er nota- legt að hugsa um það eftir á, að þessi heiðurshjón höfðu átt yndis- lega kvöldstund fyrir áðumefnt ball, sem verður nú dýrmæt ásamt öðm í minningunni. Það hefur verið höggvið stórt skarð í þessa samheldnu fjöl- skyldu. Hún hefur reynst okkur alla tíð sem okkar eigin og fyrir það þökkum við af alhug. Við biðj- um Guð að geyma góðan dreng sem Gummi Elli var og hjálpa okk- ur sem eftir lifum að halda minn- ingunni um hann hátt á lofti. Elsku Sigrún Erla, Erla Rún, Oli og Anna, Páll Liljar, Gígja og Sölvi afastrákur, Gróa og Palli, Al- bert, Edda, Róbert, Albert og Gil- bert, tengdaforeldrar, tengdafjöl- skylda, aðrir vinir og vandamenn. Við biðjum eilífan Guð að leiða ykkur og lýsa veginn áfram. Halldór, Pálína og Páll Sólmundur. Það er með þungum trega að ég sest niður og rita eftirmæli um vin minn, samstarfsmann og fyn’um sóknamefndarfomiann Langholts- safnaðar. í huga mér er fátt til huggunar í þeim aðstæðum sem við blasa. I stað þess að reyna hið ómögulega leiði ég hugann að minningunni sem eftir lifir. Guðmundur var heiðarlegur maður sem seint verður metinn að verðleikum. Einurð hans og ein- lægni og jafnframt þjáning hans í oft erfiðum aðstæðum í störfum hans í þágu Langholtssafnaðar bera enn vott um drenglyndi hans. Sigrúnu, Erlu Rún, Páli Liljari, Olafi Heimi og öllum þeim sem þekktu Guðmund persónulega og af störfum hans fyrir Langholtskirkju votta ég einlæga samúð mína. Megi Guð varðveita minningu Guðmund- ar Elíasar Pálssonar. Haukur Ingi Jónasson. + tengdamóðir, amma og Ástkær móðir mín, langamma, GUNNHILDUR JÓNSDÓTTIR áður til heimilis í Háagerði 57, Reykjavík, lést á dvalarheimilinu Seljahlíð aðfaranótt föstudagsins 23. janúar sl. Jarðarförin fer fram frá Bústaðakirkju föstudaginn 30. janúar kl. 13.30. Guðrún Yrsa Sigurðardóttir, Jón Tómas Erlendsson, Sigurður Jónsson, Rebekka Gylfadóttir, Inga Dröfn Jónsdóttir, Gunnhildur Jónsdóttir, Kristín Dögg Eysteinsdóttir, Jón Tómas Sigurðarson. + Ástkær móðir mín, tengdamóðir og amma, ÞURÍÐUR JENNÝ BJÖRNSSON, áður til heimilis að Garði við Vatnsenda, verður jarðsungin frá Langholtskirkju föstu- daginn 30. janúar kl. 15.00. Hulda Björnsdóttir, Jón Hólm Einarsson, Kolbrún Jónsdóttir, Þuríður Jónsdóttir, Rakel Jónsdóttir. + Innilegar þakkir fyrir samúð og vináttu við and- lát og útför LAUFEYJAR VILHJÁLMSDÓTTUR, Tröllavegi 1, Neskaupstað. Þórður Kr. Jóhannsson, Steinunn Þorsteinsdóttir, Kristinn V. Jóhannsson, Bára Jóhannsdóttir, Jóhann G. Stephensen, María Árnadóttir, barnabörn og barnabarnabörn.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.