Morgunblaðið - 29.01.1998, Síða 52
52 FIMMTUDAGUR 29. JANÚAR 1998
I DAG
MORGUNBLAÐIÐ
Soðið lambakjöt
Matur og matgerð
„Hætta tennur að vaxa í fólki?“ spyr
Kristín Gestsdóttir, en tennur mannins
hafa minnkað um helming síðan á dög-
um Neanderdalsmannsins.
ÞEGAR ég var lítil vorum við
systkinin hvött til að borða
óbarinn harðfisk til að styrkja
tennurnar. Slíkt góðgæti er víst
ekki til lengur, en dásamlegt var
að sjúga og tyggja harðfiskinn
sem við börðum á stórum
steini. Kona nokkur sem borðar
stundum í mötuneyti hér fyrir
austan furðar sig á því hvenig
unglingar sem þar borða ganga
frá mat sínum. Þeir skilja eftir
kjötið þegar á borðum er soðið
lambakjöt í karrý eða íslensk
kjötúpa. Það er ekki bara feita
kjötið sem skilið er eftir, ég
mæli ekki með að það sé borð-
að. Þetta eru þó þeir réttir sem
margir hafa mikið uppáhald á
og öllum þótti hinn besti matur
fyrir nokkrum árum. En þegar
réttir með hökkuðu kjöti eru á
borðum taka unglingarnir vel til
matar síns. Það virðist sem þeir
nenni ekki að tyggja. Þótt við
fáum ekki lengur óbarinn harð-
fisk, er sá barði og mjúki líka
góður fyrir tennurnar. Hrátt
grænmeti svo sem rófur, gul-
rætur og hvítkál eigum við að
láta börnin naga en ekki rífa
niður ofan í þau, og umfram allt:
skafið ekki gulræturnar, bara
þvoið vel, mest vítamín er við
hýðið.
_______Lambakjöt í karrí________
1 -11/2 kg fituhreinsað súpukjöt
__________1 -2 tsk. salt________
_________2 lárviðarlauf_________
1/2 meðalstór blaðlaukur (púrra)
sjóðandi vatn svo að rétt fljóti
___________yfir kjötið__________
1 -2 tsk. karrí
Hveiti og vatn hrist saman: 1.
Skerið sem mest af fitu frá kjöt-
inu, raðið því þétt ofan í pott
sem rétt rúmar kjötið, látið
beinin vera í. Stráið salti yfir og
leggið lárviðarlauf ofan í. Hellið
sjóðandi vatni yfir svo að tæp-
lega fljóti yfir. Best er að hafa
vatnið sem minnst svo að sós-
an verði sterk og góð. Sjóðið
við hægan hita í 60-75 mínútur.
2. Kljúfið blaðlaukinn, þvoið
hann með því að láta kalt vatn
úr krananum renna inn í hann,
skerið í sneiðar og setjið út í
pottinn. Sjóðið áfram í 10-15
mínútur.
3. Takið kjötið úr pottinum og
haldið heitu.
4. Hristið saman hveiti, vatn
og karrí, hrærið út í soðið og
jafnið sósu. Setjið kjötið út í og
látið sjóða í 5 mínútur.
Meðlæti: Soðin hrísgrjón.
Athugið: Karrí er mjög mis-
munandi enda blanda af ýmsu
kryddi. Þið verið sjálf að finna
út hve mikið á að nota.
Soðið lambakjöt með káli
(fricassée)
1 -11/2 kg fituhreinsað súpukjöt
_________1V2-2 tsk. salt_________
sjóðandi vatn svo að rétt fljóti
__________yfir kjötið____________
3-4 meðalstórar gulrætur
1/2 blaðlaukur (púrra)_______
1 meðalstór blómkálshaus
________vænn biti hvítkál________
________1 meðalstór rófa_________
________3 stórar kartöflur_______
nokkrar greinar fersk steinselja
hveiti og vatn hrist saman
20 g hreinn rjómaostur eða 1/2
dl rjómi 1.
Skerið sem mest af fitu frá kjöt-
inu, raðið því þétt ofan í pott
sem rétt rúmar kjötið, látið
beinin vera í. Stráið salti yfir.
Hellið sjóðandi vatni yfir svo að
tæplega fljóti yfir. Best er að
vatnið sé sem minnst, svo að
sósan verði sterk og góð. Sjóð-
ið við hægan hita í 60 - 75 mín-
útur. (Sjóðið kartöflur, rófur og
hvítkál sér í potti en gulrætur,
blaðlauk, blómkál og steinselju-
leggi með kjötinu).
2. Afhýðið kartöflur, skerið i
þykkar sneiðar, afhýðið rófur,
skerið í litla bita, saxið hvítkálið
stórt. Sjóðið þetta í saltvatni í
10-15 mínútur.
3. Þvoið gulrætur vel, skerið í
sneiðar, látið kalt vatn úr kran-
anum renna inn í blaðlaukinn,
skerið í sneiðar. Setjið hvort
tveggja í súpupottinn ásamt
leggjum af steinselju (geymið
laufið) og sjóðið í 7 mínútur,
takið þá blómkálið í hrislur og
sjóðið með í aðrar 7 mínútur.
4. Takið kjötið úr pottinum og
haldið heitu, hristið saman
hveiti og vatn og hrærið út í
soðið, hitið rjómaostinn t.d. í ör-
bylgjuofni og hrærið út í eða
setjið rjóma út í.
5. Klippið steinseljuna út í,
takið steinseljuleggina úr, setjið
kjötið aftur í pottinn, hellið vatn-
inu af grænmetinu í hinum pott-
inum en setjið grænmetið sam-
an við, berið fram í pottinum
eða hellið í skál.
VELVAKANDI
Svarað í síma 569 1100 frá 10-12 og 13-15
frá mánudegi til föstudags
íslensk ljóð
við ný lög
VELVAKANDA barst
eftirfarandi:
„Mér sárnar í sál að
hlusta á fögur íslensk
ljóð, sungin við ný lög,
ljóð sem þegar eiga sitt
lag, eins og í kvöld, 27.
janúar, Sofðu unga ástin
mín. Eg undrast að tón-
skáldin skuli ekki fremur
semja lög við ný ljóð,
sem ekki hafa eignast
lag.
Hugsið þið ykkur ef
einhver færi að semja
nýtt „lag“ við Carmen
eða La Traviata. Þökk sé
Atla Heimi fyrir hans
fögru lög við ljóð Jónas-
ar, sem ekki áttu lag
fyrr, sungin frábærlega
af Signýju Sæmunds-
dóttur. Kannski eru þau
það besta sem við eign-
uðumst á síðsta ári.
Kona.
Hver þekkir
þessa vísu?
PALL hafði samband við
Velvakanda og bað hann
að birta eftirfarandi:
Ég mætti héma um
morguninn
manni on’ úr sveit
og viltu vita vinur minn
hann var í kvenmannsleit.
Kúskinsskó var karlinn með
og kurfslegur að sjá
og í skinnsokkum upp á hnéð
var aulabárður sá
Þetta er fyrsta erindi
af tólf og hefur Páll
áhuga á að vita hver sé
höfundur þess. Hafi ein-
hver upplýsingar um
þetta er hann vinsam-
lega beðinn að hafa sam-
band við Pál í síma 568
5322.
Góð þjónusta
í Vogue
MIG langar að benda á
góða þjónustu í einni af
verslunum bæjarins. Ég
keypti gardínukappa í
versluninni Vogue í
Mjódd á síðasta ári. Þeg-
ar ég svo þvoði hann
(eftir leiðbeiningum) lit-
aðist hann. Fór ég því
með hann í verslunina og
vonaðist eftir einhverj-
um sárabótum, t.d. af-
slætti af öðrum gardín-
um. En þegar ég sýndi
afgreiðslukonunni kapp-
ann bauð hún mér strax
að velja mér aðrar gard-
ínur. Fann ég annan en
þá var efni í stíl við hann
búið og hringdi þá konan
í aðrar verslanir og fann
efnið í tveimur öðnim
sveitarfélögum og lét
senda sér það. Er óhætt
að fullyrða að þetta er
besta þjónusta sem ég
hef fengið og kann ég
þeim bestu þakkir fyrir.
Sigríður
Steingrímsdóttir.
Tapað/fundið
Skotthúfa í óskilum
LÖNG skotthúfa með
bláum dúski fannst á
Snorrabraut, Lauga-
vegsmegin. Húfan er
handprjónuð, mikið
munstruð, svo sem hvít-
ar stjörnur og bleikir
karlar. Ef einhver kann-
ast við lýsinguna má
hafa samband við Hrafn-
hildi í vs: 553 2940 eða
hs: 565 6402.
Hlífðarplast
af barnavagni
HVÍTT hlífðarplast af
barnavagni fauk af svöl-
um við íbúð á Háaleitis-
braut í síðustu viku. Viti
einhver um plastið er
hann beðinn að láta vita í
síma 588 6134.
Kvenreiðhjól
1 óskilum
BLEIKT kvenreiðhjól er
í reiðuleysi í Hlíðunum.
Eigandi má hringja í
síma 568 7215 að kvöldi.
Gullarmband týndist
GULLARMBAND, gull-
keðja með hlekkjum,
sverum með hvíta-
gullsplötu ofan á, týndist
laugardaginn 10. janúar,
að öllum líkindum á Sól-
on Islandus, eða á leið-
inni Hverfisgata, Flóka-
gata. Skilvis finnandi
vinsamlega hafi sam-
band í síma 562 0061.
SKÁK
llmsjón Margeir
Pétnrsson
STAÐAN kom upp á
fyrsta stórmóti ársins,
Hoogovens mótinu í Wijk
aan Zee í
Hollandi.
Heimamaður-
inn Loek Van
Wely (2.605)
var með hvítt,
en Englending-
urinn Michael
Adams (2.670)
hafði svart og
átti leik.
30. - Hc3! (30.
- Ha4! sem
hótar líka 31. -
Hxa3! nægir
einnig til vinn-
ings) 31. Hxe5 SVARTUR leikur og vinnur
- dxe5 32. bxc3 (Þiggur
hróksfórnina. Svartur hót-
aði hvort sem er að Ieika
32. - Hxa3) 32. - Db3+
33. Kal - Dxa3+ 34. Kbl
- Db3+ 35. Kal - Hxc3
36. Bbl - Da3+ 37. Ba2 -
Hc2 og hvítur gafst upp,
því hann er óverjandi mát
í næsta leik.
BRIDS
llmsjón (lUómiiiulnr
Páll Arnarson
NORÐMENNIRNIR
Helness og Helgemo urðu í
þriðja sæti í hollenska
boðsmótinu Cap Gemini,
sem fram fór nú um miðjan
janúai'. Þeir hafa tvívegis
unnið þetta mót, árin 1994
og 1996, sem er frábært
afrek. Hér er spil frá
nýliðnu móti, þar sem þeim
félögum tekst að tæla
Hollendinginn Westerhof til
að velja ranga leið í
úrspilinu:
Suður gefur; NS á hættu.
Norður
AÁKG9
¥Á7
♦ DG97
*Á
Austur
A85
VK532
♦ K4
AD10954
Suður
A10762
V86
♦ Á98532
A6
Vestur Norður Austur Suður
Helegmo Jansen Helnes Westerhof
Pass
1 lauf Dobl 1 lyarta 2 tíglar
Dob Redobl 31auf 3tígiar
4 lauf 5 tígiar Allir pass
Dobl Helgemos á tveimm'
tíglum er svonefnt
„stuðningsdobl", sem lofar
þrílit í hjarta - lit makkers.
Utspil Helgemos var vei
heppnað - lítið hjarta undan
ásnum. Hann þóttist vita að
makker ætti aðeins fjórlit,
svo það var ólíklegt að
sagnhafi væri með einspil.
Westerhof stakk upp
drottningu blinds og
Helness drap strax á
kónginn, alls óhræddur.
Síðan skipti hann yfír í
tígulfjarka!
Setjum okkur nú í spor
sagnhafa. Frá hans
bæjardyrum lítur út fyrir að
austur sé með AK í hjarta.
Og sé svo, er útilokað að
hann haldi einnig á
tígulkóng, því þá er vandséð
hvernig vestur gat opnað.
Westerhof stakk því upp
tígulás í þeirri veiku von að
kóngurinn væri blankur. Og
fór einn niðui- í spili sem lá
allan tímann til vinnings.
Vestur
*D43
VÁ104
♦ 7
♦ KG8732
Víkverji skrifar...
ÓTT skattyfirvöld séu búin að
auglýsa framtalsfresti er ekki
auðvelt fyrir samviskusama fram-
teljendur að hefja framtalsgerð því
ekki er búið að dreifa eyðublöðun-
um. Skattgreiðandi á Akureyri sem
þarf að útfylla ökutækjaskýrslu
vildi hafa tímann fyrir sér við það
verk en greip í tómt síðastliðinn
mánudag þegar hann fór á skatt-
stofuna til að ná sér í eyðublað. Það
var ekki komið úr prentun. Á staðn-
um hitti hann nágranna sinn sem
þurfti að ná sér í önnur eyðublöð en
hann hafði sömu sögu að segja, ekki
var hægt að fá nema hluta af blöð-
unum. Er nokkurt mál fyrir skattyf-
irvöld að bæta úr þessu með því að
dreifa eyðublöðunum áður en farið
er að reka á eftir fólki með framtal-
ið?
XXX
TÍMARIT Háskóla íslands kynnir
meðal annars rannsóknir við Há-
skólann. í nýjasta tölublaðinu er
rætt við Gunnai- Karlsson, prófessor
í sagnfræði, um söguvitund unglinga.
Gunnar tók fyrh- Islands hönd þátt í
samevrópskri könnun um söguvit-
und unglinga og náði könnunin til
stórs úrtaks 15 ára unglinga í á
þriðja tug landa í Evrópu.
Spurt var út í hugmyndir ungling-
anna um fortíð, framtíð og heiminn,
hvað þeim fyndist mikilvægt, afstöðu
þeirra til lýðræðis og hvað þau teldu
ráða gangi sögunnar. Gunnai- segist í
samtalinu hafa haft vissar áhyggjur
af því að íslenzkir unglingar kynnu
að vera menningarlega afskiptir í
uppeldinu, en nú þegar búið er að
vinna úr töluverðum hluta könnunar-
innar segist Gunnar hafa fengið tals-
verða hughreystingu við að lesa nið-
urstöðurnar.
Enginn hróplegur munur hafi
komið í ljós á íslenzkum unglingum
og nágrönnum okkar og íslenzkir
unglingar reyndust hvergi vera á
yzta kanti í svörum sínum. Gunnar
staðsetur íslenzka unglinga að ýmsu
leyti á milli vestrænna tækniþjóðfé-
laga, eins og Norðurlandabúa, Breta
og Frakka og austur-evrópsku þjóð-
anna. Honum sýnast íslenskir ung-
lingar heldur þjóðernissinaðri en
þeir fyrrnefndu en ekki eins og
Austur-Evrópumenn.
XXX
ÉRSTAKT er að íslendingar
virðast talsvert trúaðri en Vest-
ur-Evrópumenn, en aðeins helming-
ur íslenzkra unglinga veit að hann
er lútherstrúar og rúmlega 20% vita
ekki hvaða trúflokki þau tilheyra.
Þessu svara unglingarnir árið eftir
að þau fermast, þannig að vart er
nú trúfræðslan mjög söguleg, eins
og Gunnar kemst að orði.
Um unglingana okkar segir
Gunnar svo: „Þeir eru ekkert sér-
staklega söguglaðir, þeir bera ekki
merki þess að við séum af neinni
sérstakri söguþjóð, eða hámenning-
arþjóð öðrum fremur en þeir eru
ekki menningarsnauðir heldur."