Morgunblaðið - 29.01.1998, Page 56
56 FIMMTUDAGUR 29. JANÚAR 1998
MORGUNBLAÐIÐ
FRÁ HÁSKÓLA ÍSLANDS
MEISTARANÁM, DOKTORSNÁM OG
VIÐBÓTARNÁM háskólaárið 1998-99
MEISTARA- OG DOKTORSNÁM háskólaárið 1998-99
Guðfræðideild.
Frestur til að sækja um innritun (nám til doktorsprófs í
guðfræðideild háskólaárið 1998-99 rennur út 1. maí nk.
Umsóknareyðublöð fást á skrifstofu nemendaskrár
H. í. og skrifstofu guðfræðideildar. Nánari upplýsingar
um námið fást hjá deildarforseta guðfræðideildar og á
skrifstofu deildarinnar.
Umsóknir beríst tyrír 1. maí nk. til skrifstotu gud-
frædideildar, Háskóla íslands, Adalbyggingu
v/Suðurgötu, 101 Reykjavík.
Læknadeild.
Frestur til að sækja um innritun (nám til meistaraprófs
í heilbrigðisvísindum við læknadeild Háskóla íslands
fyrir háskólaáriö 1998-99 rennur út 15. febrúar nk.
fyrir skráningu á haustmisseri og 15. september fyrir
skráningu á vormisseri. Nám til meistaraprófs í
heilbrigðisvísindum við læknadeild er 60 eininga fram-
haldsnám að afloknu B.S.-prófi eða á 4. ári við
læknadeild Háskóla íslands. Nemandi og kennari
(væntanlegur leiðbeinandi) leggja í sameiningu fram
umsókn þar sem lýst er rannsóknarverkefni nemand-
ans og gerð tillaga um námsskipan, m.a. samval nám-
skeiða og umfang rannsóknarverkefnis. Umsóknar-
eyðublöð og nánari upplýsingar fást á skrifstofu
læknadeildar.
Umsóknir berist fyrir 15. febrúar eða 15. september
nk. til skrifstofu læknadeildar, Læknagarði, Vatns-
mýrarvegi 16, 101 Reykjavík. Deildarráð heimilar
innritun að fenginni jákvæðri umsögn frá rannsókna-
námsnefnd læknadeildar.
Námsbraut í hjúkrunarfræði.
Frestur til aö sækja um innritun í nám til meistaraprófs
í hjúkrunarfræði háskólaárið 1998-99 rennur út 1.
mars nk. Nám til meistaraprófs er 60 eininga rann-
sóknanám að afloknu B.S.-prófi í hjúkrunarfræði. Með
umsókn skal fylgja lýsing unnin í samvinnu umsækj-
anda og væntanlegs leiöbeinanda á rannsóknaverkefni
umsækjanda. Við inntöku er m.a. gerð krafa um fyrstu
einkunn (7,25) og 2ja ára starfsreynslu. Gert er ráð
fyrir að nemendur dvelji eitt misseri við erlendan
háskóla eða rannsóknastofnun.
Nánari upplýsingar og umsóknareyðublöð fást á
skrifstofu námsbrautar 7 hjúkrunarfræði. Umsóknir
berist fyrir 1. mars nk. til skrifstofu námsbrautar í
hjúkmnarfræði, Eirbergi, Eiríksgötu 34, 101 Reykjavík.
Tannlæknadeild.
Frestur til aö sækja um innritun í nám til meistaraprófs
og doktorsprófs f tannlæknadeild háskólaárið 1998-99
rennur út 1. maí nk. Umsóknareyðublöð og nánari
upplýsingar fást á tannlæknadeildar.
Umsóknir berist skrífstofu tannlæknadeildar, Vatns-
mýrarvegi 16, 101 Reykjavík fyrir 1. maí nk.
Viðskipta- og hagfræðideild.
Meistaranám í viðskipta- og hagfræðideild er að
lágmarki 45 einingar, sem samsvarar fullri vinnu í eitt
ár. Nemendur hafa þrjú ár til að Ijúka náminu, þannig
aö það hentar einnig fyrir þá sem vilja vinna með
námi. Að loknum námskeiðum sem svara til 30
eininga skila nemendur annað hvort 15 eða 30 eininga
ritgerð til að hljóta M.S.-gráðu. í meistaranámi í
viðskiptafræði eru 6 sérsvið í boði:
a) alþjóðaviðskipti, b) gæðastjórnun,
c) markaðsfræði, d) kostnaðarstjórnun,
e) rekstrarstjórnun og f) stjórnun og stefnumótun.
í skipulagi námsins er gert ráð fyrir að þriðjungur
ess, 15 einingar, fari fram við erlendan háskóla.
meistaranámi í hagfræði eru 2 sérsvið í boði:
a) hagfræði smárra opinna hagkerfa og
b) hagfræði náttúruauðlinda.
Miðað er við að umsækjendur hafi a.m.k. lokið B.S.-
prófi af viðkomandi fræðasviði, en nemendur sem hafa
lokið háskólaprófi í öðrum greinum geta sótt um
skráningu í undirbúningsnám með einstaklingsbund-
inni námsáætlun.
Umsóknareyðublöð og nánari upplýsingar fást á skrif-
stofu viðskipta- og hagfræðideildar. Umsóknir berist
fyrir 1. apríl nk. til skrifstofu viðskipta- og hagfræði-
deildar, Háskóla íslands, Odda v/Sturlugötu, 101
Reykjavík.
Heimspekideild.
Frestur til að sækja um innritun í nám til meistaraprófs
og doktorsprófs í heimspekideild háskólaárið 1998-99
rennur út 1. maí n.k. Boðið er upp á meistaranám
(M.A.-nám) í almennri bókmenntafræði, ensku, heim-
speki, íslenskri málfræði, íslenskum bókmenntum,
(slenskum fræðum og sagnfræði. Einnig er boðið upp
á M.Paed.-nám (kennaranám) í íslensku. Hægt er að
leggja stund á doktorsnám í íslenskum bókmenntum,
íslenskri málfræði og sagnfræði.
Umsóknareyðublöð og nánari upplýsingar um námið
fást á skrifstofu heimspekideildar. Umsóknir berist
fyrir 1. maí nk. til skrifstofu heimspekideildar,
Háskóla íslands, Nýja Garði v/Sæmundargötu, 101
Reykjavík.
Verkfræðideild og raunvísindadeild.
Frestur til að sækja um innritun í meistaranám í
verkfræðideild og raunvísindadeild fyrir haustmisseri
1998, rennur út 28. febrúar nk. Upplýsingar um fjár-
mögnun og aðrar forsendur námsins, ásamt leiöbein-
ingum, fást á skrifstofu deildanna. Nýmæli eru þau að
meistaranám í tölvunarfræði viö raunvísindadeild hefst
nú í fyrsta sinn haustið 1998. Nú er því hægt að
stunda meistaranám við allar skorir beggja deildanna,
en þær eru:
Verkfræðideild:
Umhverfis- og byggingarverkfræðiskor, véla- og
iönaöarverkfræðiskor og rafmagns- og tölvuverk-
fræðiskor.
Raunvísindadeild:
Stærðfræðiskor, eðlisfræðiskor, efnafræðiskor, líf-
fræðiskor, jarð- og landfræðiskor, tölvunarfræðiskor
og matvælafræðiskor.
Umsóknum ber að skila fyrír 28. febrúar nk. á
sérstökum eyðublöðum sem fást á skrifstofu nem-
endaskrár í Aðalbyggingu H.í. eða á skrifstofum
verkfræði- og raunvísindadeilda, Háskóla íslands,
VR-II, Hjarðarhaga 2-6, 107 Reykjavík.
Félagsvísindadeild.
Frestur til að sækja um innritun í nám til meistaraprófs
í uppeldis- og menntunarfræði háskólaárið 1998-99
rennur út 1. maí nk. Umsækjendur skulu hafa lokið
B.A.-prófi í félagsvísindum eða öðrum greinum eða
kennaranámi á háskólastigi. Við inntöku er m.a. tekið
mið af starfsreynslu.
í M.A. námi í uppeldis- og menntunarfræði er hægt að
velja um tvær línur:
I. Mat á skólastarfi
í náminu er lögð áhersla á að nemendur sérhæfi sig
í matsfræðum og mati á skólastarfi. Markmiðið er
annars vegar að nemendur öðlist fræðilega
þekkingu á margvíslegum aðferöum við að meta
skólastarf og hins vegar að nemendur þjálfist í að
beita mismunandi aðferðum við matið.
II. AImennt rannsóknarnám
Markmiðið er að búa nemendur undir rannsóknir og
þróunarstörf á sviði uppeldis og menntunar. Pessi
M.A. lína gefur nemendum kost á að stunda nám og
rannsóknir á áhugasviði sínu. Umsækjendur um
meistaranám í uppeldis- og menntunarfræði skulu
hafa lokið B.A.-prófi í félagsvísindum eða öðrum
greinum eða kennaranámi á háskólastigi. Við inn-
töku er m.a. tekið mið af starfsreynslu.
III. Annað fræðilegt framhaldsnám
(M.A. nám eða doktorsnám) er hægt að stunda í
aðalreinum félagsvísindadeildar, eftir því sem
aðstæður leyfa. Umsóknarfrestur er til 1. mars.
Forsenda fyrir að nemendur geti hafið slíkt nám er
að jafnaði styrkur úr rannsóknanámssjóði eða
sambærilegir styrkir. Umsóknareyðublöð um styrki
úr rannsóknanámssjóði fást á skrifstofu rannsókna-
sviðs, Aðalbyggingu Háskóla íslands. M.A. nám við
Félagsvísindadeild er tveggja ára nám (60 einingar).
Við inntöku er tekiö, mið af einkunnum og er að
jafnaði gerð krafa um fyrstu einkunn (7,25).
Nánari upplýsingar og umsóknareyðublöð fást á
skrifstofu félagsvísindadeildar. Ekki verður tekið inn í
M.A. nám í stjórnmálafræðiskor í opinberrí stefnu-
mótun og stjórnsýslu haustið 1998-99. Áformað erað
taka næst inn nemendur haustið 1999, og verður
inntaka auglýst í ársbyrjun 1999. Umsóknir um
meistaranám í uppeldis- og menntunarfræði berist
fyrir 1. maí nk., en umsóknir um annað fræðilegt
framhaldsnám berist fyrir 1. mars til skrifstofu
félagsvísindadeildar, Háskóla íslands, Odda
v/Sturlugötu, 101 Reykjavík.
Meistaranám í sjávarútvegsfræðum.
Umsóknarfrestur er ( samræmi við umsóknarfrest
vegna annars meistaranáms viðskipta- og hagfræði-
deildar, verkfræðideildar, raunvísindadeildar og félags-
vísindadeildar, sbr. hér að framan.
Meistaranám í sjávarútvegsfræðum er rannsóknatengt
framhaldsnám við Háskóla íslands sem skipulagt er í
samvinnu háskóladeilda. Námið er þverfaglegt og
skiptist í þrjá hluta; kjarna, sérsvið og rannsóknar-
verkefni. Pað er 60 einingar (tvö ár) og lýkur með
M.S. gráðu á því sviði er viðkomandi nemandi velur
sér. Inntökuskilýrði er að jafnaöi fyrsta háskólagráða
(B.A./B.S.) í viðeigandi fræðigrein. Sú deild sem
nemandi innritast ( ræðst af lokaverkefni hans og
umsóknarfrestur er í samræmi við umsóknarfrest í
viðkomandi deild.
Umsóknareyðublöð og nánari upplýsingar fást hjá
Sjávarútvegsstofnun H.Í., Dunhaga 5, 107
Reykjavík. Sími: 525 4056. Fax: 525 5829.
Tölvufang: fisherieshi.is
Meistaranám í umhvertisfræðum.
Unnið er að undirbúningi meistaranáms í umhverfis-
fræðum á vegum Umhverfisstofnunar Háskóla íslands.
Námið verður þverfaglegt og er stefnt að þvi að það
geti hafist í haust. Umsóknarfrestur hefur ekki verið
ákveðinn.
Nánari upplýsingar fást í síma 525 4056.
Rannsóknanámssjóður.
Athygli er vakin á því að umsóknarfrestur vegna
styrkja úr Rannsóknanámssjóði rennur út 31. mars
nk. Hlutverk sjóðsins er aö styrkja rannsóknatengt
framhaldsnám við háskóla og geta efnilegir stúdentar
sem lokið hafa háskóianámi (B.A., B.S. o.s.frv.) sótt
um styrk til meistara- eða doktorsnáms.
Frekari upplýsingar fást á skrifstofu Rannsóknarráðs
íslands, Laugavegi 13, 101 Reykjavík, sími 562 1320.
Stúdentar Háskóla íslands geta snúið sér beint til
skrifstofu rannsóknasviðs Háskólans í Aðalbyggingu
Háskóla íslands, v/Suðurgötu, 101 Reykjavík, sími
525 4352. Þar má fá eyðublöð og frekari upplýsingar
um starfsemi sjóðsins og hvernig ber að sækja um.
Aðgangur að ofangreindu meistaranámi og doktors-
námi er takmarkaður í sumum tilvikum. Auglýsing
þessi er birt með fyrirvara um nægilegar
fjárveitingar til kennslunnar.
VIÐBÓTARNÁM háskólaáríð 1998-99
Námsbraut í hjúkrunarfræði. Nám í Ijósmóðurfræði.
Frestur til að sækja um innritun til náms (Ijósmóður-
fræði rennur út 1. apríl nk. Umsækjendur skulu hafa
próf (hjúkrunarfræði viðurkennt í því landi sem það er
stundað og íslenskt hjúkrunarleyfi frá heilbrigðis- og
tryggingaráðuneytinu. Gert er ráð fyrir að taka 8
nemendur inn í námið. Til að námsskrá (Ijósmóður-
fræði á íslandi sé (samræmi við námsstaðla Evrópu-
sambandsins og að kröfur sem gerðar eru á
háskólastigi séu uppfylltar þurfa hjúkrunarfræðingar
sem ekki hafa lokið BS-prófi að Ijúka 16 eininga
fornámi.
Upplýsingar um fornám, reglur um val nemenda og
skipulag námsins er að finna í Kennsluskrá Háskóla
íslands. Umsóknum ásamt upplýsingum um
námsferil og fyrri störf, meðmæli, afrit at
prófskírteinum og hjúkrunarleyfi ásamt greinargerð
umsækjanda um áhuga á námi í Ijósmóðurfræði og
hvernig sá áhugi þróaðist skal skila fyrir 1. apríl á
skrifstofu námsbrautar í hjúkrunarfræði, Eirbergi,
Eiríksgötu 34, 101 Reykjavík. Umsóknareyðublöð og
nánari upplýsingar fást hjá Láru Erlingsdóttur, fuiltrúa,
eftir hádegi alla virka daga. Sími 525 4217.
Félagsvísindadeild.
í félagsvfslndadeíld Háskóla íslands þarf að sækja
sérstaklega um nám I eftlrtöldum námsgreinum fyrir
háskólaárið 1998-99.
Umsóknareyðublöð og nánari upplýsingar fást á
skrífstofu félagsvísindadeildar. Umsóknir sendist fyrir
nk. 1. apríl til skrifstofu félagsvísindadeildar, Odda,
v/Sturlugötu, 101 Reykjavík. Umsóknir sem berast
eftir 1. apríl verða ekki teknar til greina. Náminu er
lýst í Kennsluskrá Háskóla íslands.
I. Nám í hagnýtri fjölmiðlun (blaðamennsku)
Um er að ræða eins árs nám (33 einingar). Miðað
er við að nemendur hafi lokið: B.A./B.S.- prófi,
B.Ed.- prófi, eða öðru háskólaprófi, eða hafi fimm
ára starfsreynslu á fjölmiðli.
II. Nám í námsráðgjöf
Um er að ræða 34 eininga nám sem unnt er aö taka
á einu ári eða tveimur árum. Miðað er við að
nemendur hafi lokið: 1. B.A.- prófi í uppeldis- eða
sálarfræði, eða 2. B.Ed.- prófi, eöa 3. B.A./B.S.-
prófi í öðrum greinum ásamt kennsluréttindanámi.
Æskilegt er að nemendur hafi kennslureynslu.
III. Nám í kennslufræði til kennsluréttinda
Um er að ræða 30 eininga nám sem unnt er að taka
á einu ári eða tveimur árum samkvæmt ákveðnum
reglum. Miðað er við að nemendur hafi lokið:
1. B.A./B.S.- prófi ef þeir hyggjast stunda allt
námið á einu ári.
2. A.m.k. 60 einingum í grein(um) í B.A./B.S.- námi
ef þeir hyggjast stunda námið á tvelmur árum
samhliða námi í grein.
IV. Nám í félagsráðgjöf tíl starfsréttinda (4. ár)
Miðað er við að nemendur hafi lokið B.A.- prófi (
félagsfræði, sálarfræði eða uppeldisfræði sem aðal-
grein ásamt skyldunámskeiðum (félagsráðgjöf.
Gert er ráð fyrir að takmarka þurfi aðgang að ofangreindum námsgreinum.
Auglýsing þessi er birt með fyrirvara um nægilegar
fjárveitingar til kennslunnar.
FÓLK í FRÉTTUM
KVIKMYNDIR/Háskólabíó og Krínglubíó sýna spennumyndina Sjakal-
ann, The Jackal, endurgerð myndar frá 1973 sem færð hefur
veríð í nútímahorf. Með aðalhlutverk í myndinni fara Bruce Willis, Ric-
hard Gere og Sidney Poitier.
Snúið
Frumsýning
SAMVISKULAUS leigu-
morðingi sem leikinn er af
Bruce Willis er ráðinn til að
koma einum af æðstu
mönnum Bandaríkjastjórnar í
gröfina og er gjaldið sem hann
tekur fyrir verknaðinn 70 milljónir
dollara. Leigumorðinginn þekkist
ekki í sjón og enginn veit í raun
neitt um hann annað en að hann
gengur undir nafninu Sjakahnn og
þeir sem eru svo óheppnir að
verða að verkefni hjá honum láta
lífið mjög fljótlega.
Stjórnvöld vita af nærveru hans
en ekki hver tilgangur hans er. Til
að hafa upp á Sjakalanum og koma
honum á bak við lás og slá áður en
honum tekst að ljúka ætlunarverki
sínu er fenginn einn af æðstu
mönnum alríkislögreglunnar, lög-
reglufulltrúinn Preston (Sidney
Poitier), og er þetta viðamesta
verkefni sem hann hefur þurft að
glíma við á ferli sínum. Preston til
aðstoðar er fengin rússneska
leyniþjónustukonan Valentina
Koslova (Diane Venora), og í sam-
einingu reyna þau að hafa hendur í
hári þessa kaldrifjaða morðingja.
Fljótlega komast þau þó að því
að til að ná Sjakalanum verða þau
að fá til liðs við sig einhvem sem
hugsar eins og hann, og til verks-
ins er fenginn Declan Mulqueen
(Richard Gere), fangi með fortíð
sem er samtvinnuð fortíð Sjakal-
ans. Saman hefja þau síðan elt-
ingaleik við tímann og berst sá
leikur um víða veröld, en þau
reyna að fara eftir þeim fátæklegu
vísbendingum sem morðinginn
skilur eftir sig. TD að eiga ein-
hvem möguleika gegn leigumorð-
ingjanum verða þau að treysta
hvert á annað þó að skoðanir
þeirra séu ekki alltaf þær sömu og
hugsanagangurinn mismunandi.
En til að koma í veg fyrir að
Sjakalinn nái að koma skotmarki
sínu fyrir kattamef verða þau að
standa saman sem ein hefld.
Kvikmyndin Sjakalinn er unnin
upp úr kvikmyndahandriti eftir
Kenneth Ross, en hann gerði
handritið eftir skáldsögu Freder-
icks Forsythe, The Day of the
Jackal, sem Fred Zinnemann kvik-
myndaði 1973 og naut mikillar
hylli bæði gagnrýnenda og áhorf-
enda. í sögunni og fyrri myndinni
var Frakklandsforseti skotmarkið,
en nú er búið að breyta persónum
og bæta við söguþráðinn svo að
myndin er orðin nútímaleg með
allri sinni nýju tækni og ætti að
höfða til bæði þeirra sem ekki
þekkja söguna og hinna sem það
gera.
Leikararnir era ekki af verri
endanum en þar er Bruce Willis
fremstur í flokki. Hann hefur verið
iðinn við að leika í vinsælum
myndum eftir að hann sló í gegn
sem John McClane í Die Hard
myndaröðinni, en þar á undan
vakti hann athygli í Moonlighting
sem áhorfendur Stöðvar 2 sáu á
upphafsárum hennar. Meðal
mynda hans í seinni tíð má nefna
The Fifth Element og Twelve
Monkeys og ógleymanlegt hlut-
verk í Pulp Fiction. En Willis hef-
ur ekki eingöngu fengist við kvik-
myndaleik því hann hefur meðal
annars gefið út plötuna Bruce
Willis: The Return of Bruno, sem
náði platínusölu á sínum tíma.
Hann á einnig hlut í Planet
Hollywood keðjunni og er giftur
Demi Moore svo að honum gengur
SJAKALINN (Bruce Willis) bregður sér í margvísleg dulargervi til
þess að ekki komist upp um fyrirhugaða árás hans á einn af æðstu
mönnum Bandaríkjastjórnar.
LÖGREGLAN fær fangann Declan Mulqueen (Richard Gere) í lið með
sér í baráttunni við Sjakalann, en fortíð þeirra er samtvinnuð.
VIÐUREIGNIN við Sjakalann
er viðamesta verkefnið sem al-
rfldslögreglumaðurinn Preston
(Sidney Poitier) hefur þurft
að kljást við.
greinilega allt í haginn þessa dag-
ana.
Richard Gere byrjaði feril sinn
sem sviðsleikari og náði hylli
áhorfenda með leik sínum þar áður
en hann færði sig yfir i kvikmynd-
irnar. Þar hefur hann skapað
margar þekktar persónur og næg-
ir að nefna myndir eins og An
Officer and a Gentleman, Days of
Heaven, American Gigolo, Pretty
Woman og Primal Fear.
Sidney Poitier varð fyrsti svarti
leikarinn til að vinna Óskarsverð-
laun sem besti leikari í aðalhlut-
verki og hefur verið með virtustu
leikuram Hollywood í meira en
fjóra áratugi. Verðlaunin hlaut
hann fyrir hlutverk sitt í Lilies of
the Field, en áður hafði hann hlot-
ið tilnefningu fyrir hlutverk sitt í
myndinni The Defíant Ones. Af
öðrum helstu myndum hans má
nefna No Way Out, To Sir with
Love, In the Heat of the Night og
Guess Who’s Coming to Dinner.
Diane Venora er sennilega
þekktust fyrir að leika eiginkonu
A1 Pacinos í Heat en hún lék
einnig í Rómeó og Júlíu sem sýnd
var fyrir stuttu og Bird, en fyrir
hlutverk sitt í þeirri mynd var hún
tilnefnd til Golden Globe verðlaun-
anna.
Leikstjóri Sjakalans er Michael
Caton-Jones sem kannski er
þekktastur fyrir það að hafa upp-
götvað Leonardo DiCaprio þegar
hann valdi hann í eitt aðalhlutverk
myndarinnar This Boýs Life sem
státaði líka af Robert DeNiro og
Ellen Barkin. Einnig gerði Caton-
Jones grínmyndina Doc
Hollywood með Michael litla J.
Fox í titilhlutverki, og skosku há-
fjallamyndina Rob Roy, sem féll
reyndar í skuggann af Braveheart
þar sem Mel Gibson var allt í öllu.
Michael Caton-Jones er einmitt
skoskur að uppruna og bjó í
Skotlandi til sautján ára aldurs, en
þá fór hann til London til að
freista gæfunnar.