Morgunblaðið - 17.02.1998, Blaðsíða 39
MORGUNBLAÐIÐ
ÞRIÐJUDAGUR 17. FEBRÚAR 1998 39 .
AÐSENDAR GREINAR
Afgangur af rík-
issjóði í fyrsta
sinn frá 1984
SÚ VAR tíðin að ís-
lensk íyrirtæki sem
áttu í nánum samskipt-
um við erlend fyrir-
tæki, þurftu að upplýsa
þau um að verðbólga
væri hér mun meiri en í
öðrum Evrópuríkjum,
verðmæti íslensku
krónunnar væri sífellt
að minnka og tekju-
skattar fyrirtækja
væru tiltölulega háir.
Eðlilega drógu slíkar
fregnir úr áhuga út-
lendinga á að eiga sam-
skipti við íslensk fyrir-
tæki.
Nú hefur blaðinu
Friðrik
Sophusson
verið snúið við. Verðlag og gengi er
stöðugt og skattalegt umhverfí fyr-
irtækja vel viðunandi í samanburði
Erlendar skuldir ríkis-
sjóðs, segir Friðrik
Sophusson, lækkuðu
um 6,5 milljarða á síð-
asta ári.
við það sem er í öðrum ríkjum. Víða
sjást þess merki að menn séu að
„virkja stóriðjuna í kollinum" á
ýmsum sviðum svo að gripið sé til
líkingar Einars Más Guðmundsson-
ar, þegar hann fjallaði nýlega um
menninguna. Og möguleikarnir
virðast óþrjótandi. Nægir að nefna
nýlegan milljarðasamning Islenskr-
ar erfðagreiningar við svissneskt
risafyrirtæki. Pjóðin má hins vegar
ekki sofna á verðinum heldur verð-
um við að kappkosta að viðhalda
lágin verðbólgu, stöðugu gengi og
öflugu atvinnulífi. Þannig örvum
við best nýsköpun í íslensku at-
vinnulífi og bætum lífskjörin. Eitt
mikilvægasta verkefnið í þvi sam-
bandi er að skila ríkissjóði með af-
gangi og draga úr skuldum ríkisins.
Afkoma ríkissjóðs
hefur batnað
A undanfórnum árum hefur af-
koma ríkissjóðs batnað verulega.
Arið 1991 var ríkissjóður rekinn
með halla sem nemur 15 milljörð-
um króna á núgildandi verðlagi, en
árið 1997 varð hins vegar afgangur
á rekstri ríkissjóðs. Afgangurinn
nam tæplega 1.200 milljónum
króna, samanborið við rúmlega 100
milljóna króna áætlaðan afgang í
fjárlögum. Þetta er í fyrsta sinn
síðan árið 1984 að ríkissjóður er
rekinn með afgangi. Reyndar er af-
komubatinn enn meiri, eða nálægt
5 milljörðum, þegar tekið er tillit til
3,5 milljarða króna greiðslu vaxta-
gjalda vegna sérstakrar innlausnar
spariskírteina, en ekki var áætlað
fyrir því í fjárlögum. Afkoma ríkis-
sjóðs árið 1997 er því í raun og veru
nálægt 20 milljörðum betri en árið
1991. Góð rekstrarafkoma endur-
speglast í lítilli lánsfjárþörf ríkis-
sjóðs, en hún nam um 600 milljón-
um króna og þarf einnig að fara aft-
ur til ársins 1984 til að finna minni
lánsfjárþörf.
Heildartekjur ríkissjóðs á síðasta
ári námu 131,9 milljörðum króna,
eða 5,7 milljörðum meira en áætlað
var í fjárlögum. Þessi tekjuauki
stafar fyrst og fremst af meiri um-
svifum í efnahagslífinu en ráð var
fyrir gert, meðal annars vegna auk-
ins kaupmáttar heimilanna í kjölfar
nýrra kjarasamninga, lækkunar
tekjuskatts og minna atvinnuleysis.
Nær helming tekjuaukans má
rekja til meiri launa- og tekjubreyt-
inga en forsendur fjárlaga gerðu
ráð fyrir. Auk þess jukust tekjur af
vörugjöldum verulega, aðallega
hefur þá
flutnings
félaga.
vegna mikils innflutn-
ings bíla.
Heildarútgjöld ríkis-
sjóðs á síðasta ári námu
130,7 milljörðum króna,
eða 4,6 milljörðum
meira en í fjárlögum.
Þar af stafa 3,5 millj-
arðar af auknum vaxta-
útgjöldum vegna sér-
stakrar innlausnar
spariskírteina. Það sem
eftir stendur má eink-
um rekja til aukinna út-
gjalda til heilbrigðis- og
menntamála. Hlutfall
útgjalda af landsfram-
leiðslu var með lægsta
móti á síðasta ári og
verið tekið tillit til áhrifa
grunnskólans til sveitar-
Erlendar skuldir
ríkissjóðs lækka
Betri rekstrarafkoma ríkissjóðs
og minnkandi lánsfjárþörf skapaði
svigrúm til þess að greiða niður
skuldir ríkissjóðs. Þannig lækkuðu
erlendar skuldir ríkissjóðs um 6V2
milljarð króna á síðasta ári. Enn-
fremur hefur verðbréfaútgáfa ríkis-
sjóðs verið endurskipulögð með það
fyrir augum að stuðla að lækkun
vaxta. Loks má nefna að lánskjör ís-
lenska ríldsins erlendis hafa batnað
verulega að undanfömu í kjölfar
þess að bandarísku matsfyrirtækin,
Moody’s og Standard & Poor’s,
hækkuðu lánshæfismat þess.
Árið 1997 er afkoma ríkissjóðs í
síðasta sinn gerð upp samkvæmt
eldri uppgjörsreglum (á svokölluð-
um greiðslugrunni). Frá og með
fjárlagaárinu 1998 er afkoman met-
in á rekstrargrunni, auk þess sem
sýndar eru sjóðshreyfingar innan
ársins. Þessar breytingar torvelda
samanburð milli gömlu og nýju
uppgjörsaðferðanna. Áætlanir
benda hins vegar til að afkoma rík-
issjóðs samkvæmt fjárlögum ársins
1998 muni sýna tæplega 3 milljarða
króna afgang, miðað við eldri upp-
gjörsaðferðir. Samkvæmt því mun
afkoma ríkissjóðs áfram vera góð
árið 1998.
Batnandi afkoma
- bætt lífskjör
Góð hagstjórn og batnandi af-
koma ríkissjóðs eiga drjúgan þátt í
því að íslenskt efnahagslíf hefur
styrkst verulega að undanförnu.
Vextir hafa farið lækkandi, verðlag
verið stöðugt og hagvöxtur verið
mikill. Jafnframt hefur kaupmáttur
heimilanna aukist ár frá ári, eða
sem nemur 11% frá árinu 1994, og
spáð er yfir 5% aukningu til viðbót-
ar á árinu 1998.
Þótt mikilvægt sé að skila afgangi
á ríkissjóði má ekki gleyma því að
það er ekki endanlegt markmið í
sjálfu sér heldur leið til þess að ná
öðrum markmiðum eins og að
lækka skuldir, viðhalda lágri verð-
bólgu, treysta atvinnulífið og auka
spamað. Með því móti munu fyrir-
tæki halda áfram að treysta sam-
keppnisstöðu sína og renna stoðum
undir aukið atvinnuöryggi og bætta
afkomu heimilanna í landinu.
Höfundur er fjármálaráðherra.
Hver vill axla
ábyrgðina?
SIÐUSTU mánuði
hafa farið fram deilur í
íslensku dagblöðunum
um viðskiptabann Sam-
einuðu Jijóðanna á
hendur Irak. Margir
eru sammála um það að
Saddam Hussein sé
ógnvekjandi, en ki’efj-
ast þess samt að við-
skiptabanninu verði
aflétt vegna þeirra
þjáninga sem íraska
þjóðin má nú þola.
En þá er einni stórri
spumingu ósvarað. Ef
viðskiptabanni Samein-
uðu þjóðanna verður
aflétt áður en vopnaeft-
irlitsmennimir binda endi á fram-
leiðslu Iraka á sýkla-, efna- og
kjarnorkuvopnum, hvað er þá
hægt að gera til að koma í veg fyrir
að Saddam Hussein beiti þessum
vopnum aftur?
Takið eftir að ég segi „aftur“.
Saddam Hussein hefur tvisvar
sinnum beitt efnavopnum. Fyrst
notaði hann þau gegn sinni eigin
þjóð. Við munum öll eftir frétta-
myndinni af látinni kúrdískri móð-
irr sem hélt utan um látna dóttur
sína eftir gasárás íraska hersins.
Öðra sinni beitti hann þeim gegn
Iran á níunda áratugnum. Og
núna, með því að hindra eftirlits-
menn Sameinuðu þjóðanna í störf-
um sínum, hefur Saddam Hussein
gert framleiðsiu þessara vopna, en
ekld matvæli og lyf handa þjóðinni,
að forgangsverkefni sínu.
Tölurnar era skelfi-
legar. Samkvæmt upp-
lýsingum frá Samein-
uðu þjóðunum hafa
eftirlitsmennirnir
fundið og eytt:
38.000 efnavopnum.
690 tonnum af eitur-
efnum í efnavopn.
48 eldflaugum til-
búnum til notkunar.
60 föstum skotpöll-
um fyrir SCUD eld-
flaugar.
30 sprengioddum
fyrir efna- og sýkla-
Walter vopn.
Douglas Hundraðum tækja
til notkunar við fram-
leiðslu efnavopna.
Eftirlitsmenn Sameinuðu þjóð-
anna telja að Saddam haldi áfram
að ausa fjármunum í víðtæka og
Saddam Hussein, segir
Walter Douglas, hefur
sýnt fram á hernaðar-
lega árásarhneigð sína
og framið fjöldamorð.
fjárfreka aðstöðu til að framleiða
efna- og sýklavopn. Á grandvelli
þessara gagna er ekki hægt að
komast að annarri niðurstöðu en
þeirri að Saddam muni nota þessi
vopn aftur ef hann fær tækifæri til
þess.
Hvað segja þá þeir, sem gagn-
rýna viðskiptabannið, um framtíð-
ina ef banninu verður aflétt áður
en vopnaframleiðsla Saddams
Hussein verður stöðvuð? Slíkar
kröfur fela augljóslega í sér ábyrgð.,
á framtíð með alvopnuðum Saddam
Hussein. Því miður hefur lítið verið
fjallað um þetta. Saddam Hussein
hefur sýnt fram á hemaðarlega
árásarhneigð sína og framið
fjöldamorð. Hann mun gera það
aftur. Hvernig á að bregðast við
því? Við gætum látið sem við sæj-
um það ekki, aflétt strax viðskipta-
banni Sameinuðu þjóðanna og leyft
Saddam Hussein að fremja
grimmdarverk sín. En er það
ábyrg lausn?
Saklausir Irakar hafa þjáðst
vegna viðskiptabanns Sameinuðu*~
þjóðanna. Þess vegna samþykkti
Óryggisráðið áætlun um „mat-fyr-
ir-olíu“ í desember 1996. Þess
vegna hafa allir meðlimir Öryggis-
ráðsins tekið til jákvæðrar athug-
unar tillögu Kofi Annans, aðalrit-
ara SÞ, frá því í síðasta mánuði, um
að auka matvæla- og lyfjasending-
ar til Iraks samkvæmt þessari
áætlun. En Öryggisráðið hefur
ekki viljað hætta viðskiptabanninu
á meðan Saddam Hussein felur
vopnaframleiðslu sína. Þetta era
aðgerðir aðila sem taka ábyrgð á
framtíðinni.
Það er auðvelt að gagnrýna við-
skiptabannið, en það hefur reynst *
vera eina leiðin sem hefur komið í
veg fyrir að Saddam Hussein hefji
annað stríð eða fremji fjöldamorð.
Ef einhver skrifar að viðskipta-
banni Sameinuðu þjóðanna verði
að ljúka áður en Saddam Hussein
gerir hreint fyrir sínum dyram,
gæti sá hinn sami þá vinsamlegast
sagt okkur hvað beri að gera varð-
andi gereyðingarvopn íraka?
Höfundur er upplýsingafulltrúi
bandaríska sendiráðsins.
Vaka - skýr
valkostur
STUDENTAR við
Háskóla íslands
hljóta að velta því
fyrir sér hvers vegna
stúdentar starfa í
mismunandi fylking-
um. Allt frá fjórða
áratugnum hafa ver-
ið flokkadrættir
meðal stúdenta Há-
skóla íslands. Vaka,
félag lýðræðissinn-
aðra stúdenta var
stofnað árið 1935
sem mótvægi við
uppgangi sósíalisma
innan Háskólans.
Barátta í 63 ár
í 63 ár hefur Vaka barist fyrir
hagsmunum stúdenta. Mörgum af
merkustu áföngum í starfi Stúd-
entaráðs var náð þegar Vökumenn
vora með forystu í ráðinu. Má
nefna byggingu Nýja Garðs, stofn-
un Lánasjóðs íslenskra náms-
manna, yfirtöku stúdenta á bóksöl-
unni, aðild stúdenta að Háskóla-
ráði, stofnun ferðaþjónustu og
sumarhótels. Þá hafði Vaka forystu
um stofnun Félagsstofnunar Stúd-
enta utan um þjónustufyrirtækin
og Garðana og seinna að byggingu
Hjónagarða. Enn í dag berst Vaka
Alda
Sigurðardóttir
_ Andri
Óttarsson
fyrir hagsmunum stúdenta. Und-
anfarin ár hafa fylkingarnar, sem
starfað hafa saman í Stúdentaráði,
verið sammála í flestu því sem við-
kemur hagsmunum stúdenta. Þær
hafa verið samstíga í baráttu sinni
fyrir bættum hag stúdenta sem
meðal annars hefur falist í bættum
lánasjóði og hagsmunagæslu gagn-
vart háskólayfii’völdum.
Hver er munurinn
á Vöku og Röskvu?
I hverju liggur þá munurinn á
fylkingunum? Vaka leggur áherslu
Vaka vill sjá aukið
sjálfstæði Háskólans,
segja Andri Óttarsson
og Alda Sigurðardótt-
ir, sjálfstæði sem ekki
yrði háð duttlungum
stjórnmálamanna.
á frelsi einstaklingsins til orða og
aðgerða. Við trúum því að einstak-
lingurinn sé best fær um að sjá
hvað sér er fyrir bestu og haga lífi
sínu og vali samkvæmt því. Slíkt
hið sama álítum við að gildi um Há-
skóla íslands og teljum hans mál-
um best fyrir komið hjá háskóla-
fólki sjálfu. Vaka vill sjá aukið sjálf-
stæði Háskólans, sjálfstæði sem
yrði ekki háð duttlungum stjórn-
málamanna. Meðan Röskva að-
hyllist félagshyggju leggur Vaka
áherslu á einstaklinginn. Til að
mynda vill Vaka að einstaklingur-
inn fái að ráða því hvort hann er fé-
lagi í Stúdentaráði, en Röskva telur
það rétt að þvinga alla til aðildar að
félaginu. Þessi hugsjón endurspegl- „
ar muninn á fylkingunum; Röskva
hefur verið höll undir það að stjórn-
völd taki ákvarðanir sem ganga yfir
alla, en Vaka vill einstaklingsfi-elsi.
Með sjálfstæði og frelsi að leiðar-
Ijósi teljum við að Háskólanum sé
best borgið í framtíðinni.
Höfundar eru Alda Sigurðardóttir
og Andri Óttarsson sem skipa 2. og
4. sæti á lista Vöku til Stúdentaráðs-
kosninga.
Fflndni ^ Hnsið
FaKaÍEni14
Sími 5812121
Postulínsbrúður
Barnaskoutsala
Moonboots frá 790,990,1790
Smáskór
i bldu húsi viS Fákafen
Sími 568 3919