Morgunblaðið - 17.02.1998, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 17.02.1998, Blaðsíða 20
20 ÞRIÐJUDAGUR 17. FEBRÚAR 1998 VIÐSKIPTI MORGUNBLAÐIÐ Velta Hampiðjunnar hf. minnkaði um 13% á síðastliðnu ári Hagnaður nam 65 millj- ónum króna Hampiðjan hf. Úr reikningum ársins 1997 - SAMSTÆÐA - Rekstrarreikningur Miiijónir króna 1997 1996 Breyling Rekstrartekjur Rekstrargjöld 1.372.4 1.276.4 1.428,1 1.256,8 -3,9% +1,6% Rekstrarhagn. I. vexti af langtímask. Vextir af langtímaskuldum 96,0 (12,8) 171,3 (21,4) -44,0% -40,0% Hagnaður af reglulegri starfsemi Aðrar tekjur og (gjöld) 83,2 0 149,8 8,6 -44,5% Hagnaður fyrir tekju- og eignaskatt Reiknaðir skattar 83,2 (18,2) 158,4 (52,6) -46,5% -65,4% Hagnaður ársins 65,0 105,8 -38,6% Efnahagsreikningur 31. desember 1997 1996 Breyting ysujiliai\ 1.098,7 Fastafjármunir 1.080,3 +1,7% Veltuf jármunir 742.3 726.6 +2.2% Eignir samtals 1.841,0 1.806.9 +1,9% | Skuldir og eigid fé: | j 950,3 56,3 Eigið fé Tekjuskattsskuldbinding 978,5 63,0 +3,0% +11,9% Langtímaskuldir Skammtímaskuldir 365,6 433,9 388,7 411,6 -6,0% +5,4% Skuldir og eigið fé samtais 1.841.0 1.806.9 +1.9% HAGNAÐUR Hampiðjunnar hf. nam 65 milljónum króna á síðast- liðnu ári, samanborið við 106 millj- óna hagnað árið áður. Samdráttinn má aðallega rekja til minni sölu á innanlandsmarkaði, m.a. vegna mikilla fjárfestinga útgerða í veiði- búnaði árin á undan. Reiknað er með meiri sölu og þ.a.l. auknum hagnaði á þessu ári í áætlunum fyr- irtækisins. Velta Hampiðjunnar saman um tæp 13% á milli ára, nam 1.156 milljónum króna í fyrra en 1.326 milljónum árið áður. Dótturfélögin auka hins vegar tekjur sínar og það dregur verulega úr áhrifum samdráttarins við uppgjör sam- stæðunnar. Þannig voru heildar- tekjur samstæðunnar 1.372 millj- ónir í fyrra eða 56 milljónum minni en árið áður. Auknar tekjur dóttur- félaga skýrast aðallega af auknum umsvifum DNG-Sjóvéla hf. og þess að Balmar Lda. í Portúgal hóf sölu á afurðum til óskyldra aðila. I rekstraráætlun fyrirtækisins var gert ráð fyrir 75 milljóna króna hagnaði í fyrra. Frávik frá áætlun felast I því að rekstrartekjur móð- urfélags minnkuðu meira en áformað var að því er kemur fram í frétt frá fyrirtækinu. Á móti þeim samdrætti vann hins vegar hag- stæður fjármagnskostnaður og aukinn hagnaður dótturfélaga. Samdráttur í sölu móðurfélags skýrist aðallega af minni sölu full- búinna flottrolla á heimamarkaði. Ástæðuna má einkum rekja til mikilla fjárfestinga útgerða í veiði- búnaði árin á undan ásamt því að sókn á úthafssvæðin dróst saman. Sala trollneta dróst einnig saman en verðmæti kaðalsölu jókst frá fyn-a ári þrátt fyrir samdrátt í magni. Rörasala var svipuð og áð- ur. Aukinn útflutningur Útflutningur jókst nokkuð frá fyrra ári og nam 44% af heildarsölu í fyrra, samanborið við 36% árið áður. Útflutningurinn dreifist nú á marga markaði og stefnir Hamp- iðjan að því að styrkja starfsemi sína á þeim með beinni þátttöku í sölu og þjónustustarfsemi á hverj- um stað. Efnahagur fyrirtækisins breyt- ist lítt frá fyrra ári og eiginfjár- hlutfall er óbreytt eða 53%. Nettóskuldir, þ.e. heildarskuldir að frádregnum veltufjármunum lækk- uðu og námu 1.120 milljónum á móti 130 milljónum 1996. Veltu- fjárhlutfall samstæðureiknings var 1,68 um áramótin en 1,77 árið áður. Bókfært verð hlutabréfaeignar fé- lagsins nam 368 milljónum króna um áramót en á sama tíma var verðmæti þeirra á markaði 808 milljónir. Hampiðjan gerir að sögn ráð fyrir auknum fjárfestingum á árinu og þar verða vélar og tæki til fram- leiðslu uppistaðan. Aformað er að kaupa vélar til framleiðslu nýrra afurða, tæki sem auka gæði fram- leiðslunnar og í þriðja lagi fjárfest- ingar á erlendum mörkuðum og í skyldum rekstri hérlendis. Líklegt er að fjármögnun verði að hluta mætt með því að losa um aðrar eignir. Búist við auknum hagnaði Forráðamenn Hampiðjunnar eiga von á að sala innanlands auk- ist nokkuð frá fyrra ári. „Reiknað er með meiri aukningu útflutnings þegar markaðsstarf erlendis skilar sér. Bein þátttaka Hampiðjunnar í sölu og þjónustustarfsemi í öðrum löndum styrkir mjög stöðu fyrir- tækisins í því sambandi. Kostnaður mun halda áfram að hækka í takt við almennar verðlagsbreytingar án þess að unnt verði að endur- spegla þá þróun í verði afurðanna nema að hluta. Gangi söluaukning eftir er búist við að hreinn hagnað- ur vegna reglulegrar starfsemi aukist nokkuð frá því sem var 1997.“ Kaupstefnan TórRek í Færeyjum 25 fyrirtæki hafa staðfest þátttöku Morgunblaðið/Þorkell ÓLAFUR Vigfússon er nýr eigandi Veiðimannsins. Nýr eigandi að V eiðimanninum 25 ÍSLENSK fyrirtæki hafa stað- fest þátttöku í kaupstefnunni TórRek 1998 sem haldin verður í Þórshöfn í Færeyjum 25.-29. mars næstkomandi. Kaupstefnan er samstarfsverkefni Útflutningsráðs og Eimskips. TórRek kaupstefnan er fram- hald af NuuRek kaupstefnunni sem sömu aðilar stóðu fyrir í Nuuk í Grænlandi í febrúar í fyrra. Þor- geir Pálsson, framkvæmdastjóri Útflutningsráðs, segir að 25 fyrir- tæki úr flestum greinum atvinnu- Hagnaður HB fram úr áætlun HB á Akranesi hefur sent frá sér tilkynningu þar sem greint er frá því að hagnaður félagsins á nýliðnu ári verði meiri en upphaflega hafi verið gert ráð fyrir. Ekki er þó til- greint nánar hversu mikill hagnað- ur ársins verður. Eftir að sex mánaða uppgjör fé- lagsins var birt var jafnframt gefið upp að áætlað væri að hagnaður ársins yrði 380 milljónir króna. I tilkynningu sem félagið sendi Verðbréfaþingi í gær segir hins vegar að nú sé ljóst að afkoma fé- lagsins verði betri en ofangreind áætlun hafi gert ráð fyrir. Árs- reikningur HB verður birtur í næstu viku. lífsins hafi staðfest þátttöku í kaupstefnunni og reiknað sé með að 40-50 Islendingar verði í hópn- um sem fari til Færeyja. TórRek er ekki aðeins hugsuð sem við- skiptalegur viðburður því einnig verður lögð áhersla á menningar- leg samskipti landanna og vinabæj- arsamband höfuðborganna Þórs- hafnar og Reykjavíkur. Kaupstefnan verður sett 26. mars af borgarstjórum Reykjavík- ur og Þórshafnar, þeim Ingibjörgu Sólrúnu Gísladóttur og Leivi Han- sen. Daginn eftir verða flutt erindi um samskipti landanna og þar tala m.a. Halldór Ásgrímsson utanrík- isráðherra og Edmund Joensen, lögmaður Færeyinga. Þennan dag verður fulltrúum færeysks at- vinnulífs boðið að kynna sér vörur og þjónustu íslenskra fyrirtækja á sýningu í Badmintonhöllinni í Þórshöfn en daginn eftir verður sýningin opin almenningi. Islensk kenning kynnt Leikkonan María Ellingsen, sem er Færeyingur í aðra ættina, verð- ur veislu- og kaupstefnustjóri í ferðinni. Til að styrkja menningar- leg samskipti landanna verður Jazztríó Olafs Stephensen með í fór og mun það leika tónlist setn- ingarkvöldið, í móttökum, hátíðar- kvöldverði og á tónleikum. Þá verður íslenska kvikmyndin Agnes sýnd í Þórshöfn meðan á kaup- stefnunni stendur og Þjóðdansafé- lag Færeyja mun skemmta. ÓLAFUR Vigfússon, fyrrum framkvæmdastjóri verslunarinn- ar Útilífs, og eiginkona hans María Anna Clausen hafa keypt hina gamalgrónu verslun Veiði- manninn í Hafnarstræti 5 af Paul O’Keeffe. Paul mun áfram reka heildverslun sem hefur umboð ABU Garcia, Fenwick, Berkley og Hardy. Ólafur hefur verið fram- kvæmdastjóri Útilífs undanfarin tvö ár. Hann sagðist í samtali við Morgunblaðið ætla að viðhalda ímynd Veiðimannsins og halda áfram að selja vörur frá ABU Garcia og fleiri framleiðendum sem verslunin hefur haft á boðstólum. Hins vegar myndi hann auka vöruúrvalið, bæði með eigin innflutningi og vörum frá öðrum heildverslunuin. En hvernig skyldi Ólafi lítast á að reka verslun í Hafnarstrætinu í samkeppni við veiðivöruversl- anir í fjölsóttum verslanamið- stöðvum. „Ég hafði efasemdir um Hafnarstrætið í upphafi, en hef komist að því að gamli miðbær- inn er mjög heillandi svæði. Fólk er tilbúið að gera sér sérstaka ferð í veiðibúðina sína og lætur ekki nægja að koma við í slíkri búð í verslanamiðstöðvum." Aukning f heildsölu f frétt frá Paul O’Keeffe segir m.a. að undanfarin ár hafi orðið mikil aukning í heildsölu Veiði- mannsins ehf vegna kaupa Out- door Technologies Group (OTG) á ABU-Garcia. Þetta hafí orðið til þess að Veiðimaðurinn ehf hefur ákveðið að selja Ólafi Vig- fússyni, verslunina Veiðimaður- inn. Paul hyggst nú einbeita sér að heildsölu Veiðimannsins ehf og fylgja eftir mikilli söluaukn- ingu á því sviði. Útboð bankabréfa Landsbankans Avöxtunar- krafan 5,33-5,47% VTÐSKIPTI hefjast á morgun með bankabréf frá Landsbanka Islands í þremur nýjum flokkum, til fimm, sjö og tíu ára. Um er að ræða fyrstu bankabréfaflokka bankans sem eru skráðir á Verðbréfaþing og við- skiptavakt er með. Bréfin eru svokölluð kúlubréf, þ.e. höfuðstóll og vextir greiðast í einu lagi í lok lánstímans. Útgáfudagur bréfanna var 1. febrúar sl. og eru þau bundin vísitölu neysluverðs með grunnvísitölu í febrúar 1998, 182,4 stig. Heildarupphæð nafnverðs get- ur orðið að hámarki átta milljarðar sem selja má á næstu þremur árum. Stefán Stefánsson hjá fjárstýringu Landsbankans segir að með útgáf- unni sé verið að koma til móts við fjárfesta sem sækjast eftir skráðum verðbréfum með viðskiptavakt. „Markmiðið með útboðinu er að afla fjár tO starfsemi bankans, endurnýja eldri bankabréf og auka svigi'úm til útlána. Viðbrögð fjárfesta hafa verið mjög góð en með svo stórum flokk- um þarf að dreifa sölunni á lengri tíma en áður. Ávöxtunarkrafan á út- gáfudegi var 5,50%-5,55% en líklega verður boðið úr flokkunum á morgun miðað við 5,33%-5,47% ávöxtunar- kröfu. Markmiðið er að enduríjár- magna a.m.k. tvo milljarða á næst- unni með þessum hætti.“ ------------- Þörungaverksmiðjan Um 25 millj- óna króna hagnaður UM 25 milljóna króna hagnaður varð af rekstri Þörungaverksmiðjunnar að Reykhólum á síðasta ári, sam- kvæmt óendurskoðuðu uppgjöri sem nú liggur fyrir. Þetta er umtalsvert betri afkoma en árið 1996, er hagn- aður fyrirtækisins af reglulegri starfsemi nam um 6,5 milljónum króna. Það ár varð hins vegar um 10 milljóna króna hagnaður af óreglu- legum liðum, sem fólst í niðurfell- ingu skulda fyrirtækisins. Að sögn Bjarna Óskars Halldórs- sonar, framkvæmdastjóra Þörunga- verksmiðjunnar, felst bætt afkoma á milli ára fyrst og fremst í því að fyr- irtækið hafi verið að selja meira án fraktgjalda. Því liggi minni kostnað- ur á bak við veltu fyrirtækisins, sem hafi verið svipuð á milli ára eða rúm- ar 146 milljónir króna. Bjami segir að rekstur verk- smiðjunnar hafi gengið vel á síðasta ári. Alls hafi verið framleitt mjöl úr 16.000 tonnum af þangi og þara. Bjami segir að auk meiri fram- leiðslu hafi hagstæð gengisþróun komið fyrirtækinu til góða. Það selji stóran hluta afurða sinna í breskum pundum, en gengi pundsins hækkaði sem kunnugt er mikið á síðasta ári. ------♦-♦-♦-- Kynning á ISAP-öryggis- kerfinu INGVALD Thuen frá Security Group Intemational í Noregi mun halda fyr- irlestur hér á Iandi nk. fimmtudag um ISAP-öryggiskerfið og hvemig hægt er að nota það til að bæta aðgangs- og rekstraröryggi tölvuumhverfa fyrir- tækja og stofnana. í fréttatilkynningu frá ISAP á ís- landi segir að Thuen sé meðal fremstu sérfræðinga heims um ör- yggismál, hafi mikla reynslu að baki og hugbúnaði hans hafi verið fá- dæma vel tekið á Norðurlöndum. Fyrirlesturinn verður haldinn á Hótel Loftleiðum og hefst kl. 13.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.