Morgunblaðið - 17.02.1998, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 17.02.1998, Blaðsíða 17
MORGUNB LAÐIÐ AKUREYRI ÞRIÐJUDAGUR 17. FEBRÚAR 1998 17 Hrakningar á heiðum Leikfélag Menntaskólans á Akureyri Ferðin á heimsenda frumsýnd í apríl FÓLK á ferð um Öxnadalsheiði, Strandir, Holtavörðuheiði og víðar lenti í hrakningum á fóstudags- kvöld og aðfaranótt laugardags í aftakaveðri. Björgunarsveitum og lögreglu tókst að koma flestum til byggða en á Öxnadalsheiði héldu átta manns þó kyrru fyrir í rútu. Flutningabíll fór á hliðina á Steingrímsfjarðarheiði í vonsku- veðri á fostudagskvöld en mennina sem í honum voru sakaði ekki. Um svipað leyti lenti fólksbíll út af veg- inum í Kollafírði og sótti lögreglan á Hólmavík fólkið, sem ekki varð meint af, og var bíllinn talinn óskemmdur. Þá sóttu menn úr Biðu í bílunum á •• Oxnadalsheiði yfir nðtt björgunarsveitinni Káraborg á Borðeyri fólk sem var í rafmagns- lausum bíl á Holtavörðuheiði. Menn frá Hjálparsveit skáta og Flugbjörgunarsveitinni á Akureyri sóttu fólk úr nokkrum bflum sem fastir voru á Öxnadalsheiði, auk þess sem félagar úr jeppaklúbbn- um 4x4 aðstoðuðu vegfarendur. Að sögn Viðars Þorleifssonar, fé- laga í Flugbjörgunarsveitinni, var fólkið orðið mjög blautt og kalt. Sjálfur kvaðst hann ekki muna eft- ir jafnslæmu veðri á heiðinni en bflar björgunarmanna fuku fjórum sinnum út af veginum í hvössum vindhviðum. Atta manns sem voru á leið yfir heiðina í lítilli rútu héldu kymi fyr- ir í rútunni um nóttina, ásamt tveimur manneskjum öðrum í tveimur bifreiðum. Björgunarleið- angur var sendur upp á Óxnadals- heiði að sækja fólkið, þegar illviðr- inu fór að slota. Ekkert amaði að fólkinu og gekk vel að koma því til byggða, en komið var með það til Akureyrar undir kvöld. LEIKFÉLAG Menntaskólans á Akureyri hefur hafíð æfingar á leikritinu „Ferðin á heimsenda" eftir Olgu Guðrúnu Árnadóttur. Leikstjóri er Saga Jónsdóttir og er áætlað að frumsýna verkið 2. aprfí næstkomandi. Leikritið er barnaleikrit en höfðar til alira aldurshópa. Þetta er fallegt og hugljúft æv- intýri með söngvum, tónlist og glensi. Við fýlgjumst með ferð þriggja ferðalanga á heimsenda með gripinn Geislaglóð til að bjarga framtíð álfanna í Ljósa- landi. Galdramaðurinn Hrappur og hjálparhella hans sækjast eftir Geislaglóð og ferðalang- arnir þrír verða að hafa sig alla við að koma í veg fyrir það, en þremenningarnir rekast einnig á ýmsar kynjaverur, s.s. tröll, vetrarálfa, köngulær og fleira á ferð sinni. Hæstiréttur um Möðrufellsmálið Dómur Hér- aðsdóms skal vera óraskaður HÉRAÐSDÓMUR Reykjavíkur hafnaði á síðasta ári kröfu hrepps- nefndar Eyjafjarðarsveitar um að ógiltur yrði með dómi úrskurður landbúnaðaiTáðuneytisins þar sem felld var úr gildi ákvörðun hrepps- nefndar að neyta forkaupsréttar að jörðinni Möðrufelli í Eyjafjarðar- sveit. Hreppsnefndin skaut málinu til Hæstaréttar sem á fimmtudag staðfesti dóm undirdóms. Forsaga málsins er sú að Matthí- as Eiðsson og Hermína Valgarðs- dóttir festu kaup á jörðinni Möðru- felli á síðasta ári en hreppsnefnd Éyjafjarðar hafnaði kröfu lögmanns þeirra að þeim yrði afhent jörðin og hugðist neyta forkaupsréttar. Land- búnaðarráðuneytið felldi úr gildi ákvörðun hreppsnefndarinnar að neyta forkaupsréttar. Hreppsnefnd gerði þá kröfu fyrir dómi að úrkurðurinn yrði ógiltur en því var hafnað í Héraðsdómi og nú fyrir Hæstarétti. I dóm Hæstaréttar segir m.a. að niðurstaða hins áfrýjaða dóms um kröfur á hendur stefndu skuli vera óröskuð um annað en málskostnað. Áfrýjanda, hreppsnefnd Eyjafjarð- arsveitar, er gert að greiða stefndu 500 þúsund kr. í málskostnað í hér- aði og fyrir Hæstarétti. --------------- Sagnahefð í nútíma- samfélagi RÁÐSTEFNAN „Sagnahefð í nú- tímasamfélagi, hagnýting og þróun“ er alþjóðleg ráðstefna sem haldin verður á Fosshótel KEA á Akureyri dagana 19. til 21. febrúar en að henni standa Háskólinn á Akureyri og Rannsóknarþjónusta Háskólans. Hún fer fram á ensku. Markmið ráðstefnunnar er að fjalla umhvernig fyrirtæki, stofnanir, skólar eða einstaklingar nýta sér sagnahefðina í nútímasamfélagi. Til dæmis má nefna hvernig fulltrúar ferðaþjónustu á íslandi hafa í aukn- um mæli bryddað upp á samspili ferðaþjónustu og sagnahefðar, en einnig er ætlunin að skoða hvernig sagnahefð birtist í margmiðlun, kvikmyndum og annarri listsköpun og iðnaði. Ráðstefnan er einnig tengslaráð- stefna fyrir Leonardo da Vinci, Media, Info 2000, Arian, Ka- leidoscope, Raphael og aðrar styrkjaáætlanir Evrópusambands- ins. Upplýsingar um ráðstefnuna veit- ir Þórleifur Stefán Björnsson, al- þjóðafulltrúi Háskólans á Akureyri. erum - ANNO 1 929 - Skútuvogur 1 • Sími 568 8660 • Fax 568 0776 á íslandi Slartla halmlllt-og rallakjaverslunarkeðja I Evrópu VERIÐ VELKOMIN I VERSLUN OKKAR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.