Morgunblaðið - 17.02.1998, Side 16

Morgunblaðið - 17.02.1998, Side 16
16 ÞRIÐJUDAGUR 17. FEBRÚAR 1998 AKUREYRI MORGUNBLAÐIÐ - Skaflarnir skulu burt ÞEIR eru mikil hreystimenni, Ólafsfirðingar. Jóhann Júlíus Jó- hannsson sem býr við Marar- byggð brá sér út að moka inn- keyrsluna hjá sér á sunnudag, hlýrabolurinn dugði og skófla ein ógnarmikil. Bæjarbúar bíða nú spenntir eftir að þeirra mað- ur, Kristinn Björnsson keppi á Ólympíuleikunum í Nagano í Japan, en geta sjálfir ekki stund- að annað en gönguskíði, lítill snjór er til fjalla en töluvert niðri í bæ, en sá hefur að mestu fokið í skafla og þeir sem eru fyrir almennri umferð þurfa að víkja. Síðari umræða um fjárhagsáætlun Ólafsfjarðar Aðalmark- miðið að greiða nið- ur skuldir SIÐARI umræða verður um fjárhagsáætlun Ólafsfjarðar- bæjar á fundi bæjarstjórnar á morgun, miðvikudag, en áætl- unin miðar einkum af því að greiða niður skuldir bæjarins. Gert er ráð fyrir samkvæmt áætluninni að skatttekjur bæj- arins verði 228 milljónir króna. Almennur rekstur bæjarins, að frádregnm málaflokkum kostar 163 milljónir króna. Af einstökum málaflokkum má nefna að áætlað er að 68,4 milljónir króna fari til fræðslu- mála, 29,9 milljónir í félagsmál og til æskulýðs- og íþróttamála verður varið 25,5 milljónum króna. Stefna bæjaryfirvalda í Ólafsfirði hefur verið sú síð- ustu ár að greiða niður skuldir bæjarins og svo er áfram. Samkvæmt fjárhagsáætlun sem rædd verður á morgun er gert ráð fýrir að tekin verði ný lán að upphæð 24 milljónir króna en langtímalán bæjarins verða greidd niður um 26,6 milljónir króna. Ekki er gert ráð fyrir neinum stórum verk- efnum á vegum bæjarins í þessari áætlun, en liðlega 20 milljónir króna fara til fram- kvæmda á þessu ári. Samkvæmt áætluninni er gert ráð fyrir að rekstur Hita- og vatnsveitu skili 37 milljón- um króna í tekjur á þessu ári. Búa í haginn fyrir framtíðina Þorsteinn Asgeirsson, for- seti bæjarstjórnar, sagði að niðurgreiðsla skulda einkenndi fjárhagsáætlunina umfram annað. „Við stefnum að því að borga niður skuldir okkar um rúmlega 26 milljónir króna á árinu. Við höfum lent í ýmsum áfóllum í kjölfar þess að íyrir- tæki hér í bænum hafa orðið gjaldþrota og á því þarf að taka. Það má segja að við stöndum vel hvað verkefni varðar, höfum á síðustu árum staðið í ýmsum framkvæmdum þannig að það er ekkert sem bráðnauðsynlegt er að gera nú. Þótt þetta sé kosningaár erum við ekkert að fara út í miklar framkvæmdir til að sýnast. Stefna okkar er að greiða skuldirnar niður og búa þannig í haginn fyrir framtíð- ina og með þeirri stefnu getum við orðið skuldlaus eftir tíu ár,“ sagði Þorsteinn. Morgunblaðið/Þórhallur Jónsson Yfír 300 manns leituðu aðstoðar lögreglu Fimmtán bflar skemmdust í árekstrum á Hlíðarbraut MIKILL erill var hjá lögreglu á Akureyri um helgina vegna óveðurs, aðallega frá því snemma á laugar- dagsmorgun og fram yfír hádegi, en á þeim tíma bárust yfir 300 símtöl þar sem leitað var eftir aðstoð. Lögregla ásamt félögum í Hjálp- arsveit skáta og Flugbjörgunarsveit aðstoðuðu fólk sem komast þurfti leiðar sinnar í óveðrinu og greiddu fyrir umferð þar sem hægt var. Fjöldi árekstra varð þegar bifreið- ar skullu saman vegna lítils skyggnis og varð þannig tjón á 15 bílum á Hlíð- arbraut við afleggjarann hjá Hlíðar- fjalli, en þar var mikill vindstrengur og skyggni nánast ekkert. A þessum stað var ekið aftan á lögreglubifreið sem stóð með blá, blikkandi ljós og munaði minnstu að hún kastaðist á lögreglumenn sem voru að störfum. Var Hlíðarbrautinni lokað fyrir allri umferð af þessum sökum um tíma. Lítilsháttar tjón varð víða um bæinn, einkum vegna foks. í Gler- árhverfi fauk mótakrossviðarplata inn um glugga á annarri hæð í fjöl- býlishúsi og olli hún nokkru tjóni. Nokkur börn höfu verið að leik í her- berginu er hún kom inn í, en voru nýfarin út þegar platan kom í gegn- um gluggann og má það teljast mikið lán. Einnig varð tjón á nokkrum bíl- um og rúður brotnuðu á þónokkuð mörgum stöðum en hvergi varð telj- andi tjón. Menntasmiðja kvenna Attunda önnin hafín ÁTTUNDA önn Menntasmiðju kvenna á Akureyri hófst í síðustu viku og stunda nú 24 konur nám við skólann. Að þessu sinni er haldið fímmtán vikna námskeið fyrir konur sem hafa tíma til að sækja dagskóla milli kl. 9 og 15 alla virka daga. Áhersla er lögð á heildstætt nám sem getur orðið sterkur grunnui- að ýms- um störfum, frekara námi og eða dag- legu virku lífi. I grófum dráttum skiptist námið þannig að þriðjungur er sjálfsstyrk- ing, þriðjungur hagnýtt nám og þriðj- ungur skapandi starf, en náminu er ætlað að auka lífshæfni nemenda. Flutt í nýtt húsnæði Menntasmiðja kvenna flutti starf- semi sína í nýtt húsnæði síðastliðið haust á Glerárgötu 28, 3. hæð. í sept- ember og október var haldið nám- skeið íyrir nýbúa á Akureyri og sóttu það 16 manns alls staðar að úr heimin- um sem búið hafa mislengi á Akur- eyri. I ijós kom að mikil nauðsyn var á námskeiði sem þessu og verður því reynt að halda annað slíkt snemma sumars. Síðasta námskeið Menntasmiðju kvenna var sérstaklega ætlað íyrir ungar mæður og styrkti Rauði kross Islands það, en um var að ræða þrett- án vikna nám þar sem einnig var boð- ið upp á þriggja vikna starfsþjálfun á leikskólum og öldrunarstofnunum bæjarins. Á vegum Menntasmiðjunnar heftir einnig verið boðið upp á námskeið fyr- ir almenning, m.a. sjálfsstyrkinga- námskeiðið Lífsvefinn og Konur og sveitarstjómarmál. Nú stendur yfir námskeiðið Peningamir og lífið og um næstu helgi verður efiit til námskeiðs- ins Léttara líf og síðar námskeið með yfirskriftinni Skapandi skrif. ----------------- Morgunblaðið/Borghildur Kjartansdóttir NEMENDUR tóku virkan þátt í afmælishátíðinni, þeir sýndu dans, sungu og fluttu leikþætti auk þess sem þeir höfðu útbúið fróðlega sýn- ingu úr sögu skólans. SAFNAST var saman í Sandgerðisbót þar sem barnafræðsla hófst fyrst í Glerárþorpi fyrir um 90 árum og gengið í skrúðgöngu að Gler- árskóla. Yfir 2 þúsund manns í af- mælishátíð Glerárskóla YFIR TVÖ þúsund manns sóttu afmælishátíð Glerárskóla sem haldin var á sunnudag í björtu og fallegu veðri, en fresta þurfti hátíðinni um einn dag sökum óveðurs sem geisaði á Akureyri á laugardag. Nemendur og starfsfólk skól- ans höfðu dagana á undan há- tíðinni undirbúið fróðlega sýn- ingu sem vakti óskipta athygli gesta, en þess var minnst að 90 ár voru frá uppliafi barna- fræðslu í Glerárþorpi, 60 ár voru frá því Glerárskóli, þar sem nú er leikskólinn Árholt, var tekinn í notkun og 25 ár frá því byrjað var að kenna í fyrstu byggingunni í núverandi skóla- húsnæði. Rúsínan í pylsuenda afmælisársins var að 30 ár voru liðin frá því Vilberg Alexand- ersson skólastjóri tók til starfa við skólann. Skrúðganga úr Sandgerðisbót Hátiðin liófst með því að far- ið var í skrúðgöngu frá Sand- gerðisbót, þar sem fyrsti skól- inn norðan Glerár var og heim að Glerárskóla. Við athöfn í Himnaríki, félagsmiðstöð í kjallara skólans, afhenti full- trúi foreldrafélagsins skólanum að gjöf tölvu sem komið hefur verið fyrir á bókasafni skólans og mun hún án efa koma nem- endum vel. Ásta Sigurðardóttir formaður skólanefndar flutti kveðju og færði skólanum tvö bindi af Sögu Akureyrar eftir Jón Hjaltason og konur í Kven- félaginu Baldursbrá færðu skólanum peningagjöf. Nemendur í 1. 2. 5. og 7. bekk sungu, sýndu dans og _ fluttu leikþætti fyrir gesti. í íþrótthúsinu höfðu nemendur útbúið tívolí sem naut rnikilla vinsælda. Nemendur í 10. bekk, valhópur í fjölmiðlun, sá um út- varpssendingar í tengslum við hátíðahöldin. Veika fóstrið og veiki nýburinn VEIKA fóstrið og veiki nýburinn er heiti á námskeiði sem haldið verður á vegum Endurmenntunarstofnun- ar Háskóla íslands í samvinnu við Háskólann á Akureyri dagana 6. og 7. mars næstkomandi. Námskeiðið er ætlað læknum, ljósmæðrum, hjúkrunarfræðingum, sjúkraliðum og öðrum sem vinna við mæðra-, nýbura- og ungbarna- vernd. Umsjón með námskeiðinu hafa þeir Atli Dagbjartsson og Reynir Tómas Geirsson, en auk þeirra kenna Hildur Harðardóttir fæðing- arlæknir og Gestur Pálsson barna- læknir á námkeiðinu. I pall- borðsumræðum sem bera yfirskrift- ina siðfræðivandamál hjá veika fóstrinu og nýburanum taka einnig þátt Kristján Kristjánsson, siðfræð- ingur, Sía Jónsdóttir lektor og ljós- móðir og Vilhjálmur Andrésson yf- irlæknir. Skráning og upplýsingar um námskeiðið eru á skrifstofu Endur- menntunarstofnunar Háskóla Is- lands. -----^44------ Framtíðar- verkefni Gilfélagsins GILFÉLAGIÐ heldur almennan félagsfund í Deiglunni, Kaupvangs- stræti á Akureyri, fimmtudags- kvöldið 19. febrúar kl. 20.30. Um- ræðuefni fundarins verður framtíð- arverkefni Gilfélagsins og eru fé- lagsmenn hvattir til að mæta á fundinn. } f I í I i ► \ i i i 1

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.