Morgunblaðið - 17.02.1998, Page 12

Morgunblaðið - 17.02.1998, Page 12
12 ÞRIÐJUDAGUR 17. FEBRÚAR 1998 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Morgunblaðið/Golli AUÐUR Laxness kemur til erfidrykkjunnar. Á myndinni heilsar Guð- rún Þorbergsdóttir forsetafrú Auði, á milli þeirra er Vigdís Finnboga- dóttir, fyrrverandi forseti, þá Haraldur Sturlaugsson og Ingibjörg Pálmadóttir, heilbrigðisráðherra, og Davíð Oddsson, forsætisráðherra. Morgunblaðið/Golli FRÁ erfidrykkjunni á Hótel Sögu. Við borðsendann Halldór Guðmundsson hjá Máli og menningu, og feðgarnir Halldór E. Laxness og Einar Laxness. Fjögur hundruð gestir sátu erfidrykkjuna AÐ LOKINNI útför Halldórs Kiljans Laxness frá Kristskirkju í Landakoti á laugardaginn fylgdi nánasta fjölskylda hans kistu hans til Fossvogskirkju, en gestir fóru í erfidrykkju á Hótel Sögu í boði ríkis- stjórnar Islands. Gestir þar voru um 400. I Fossvogskirkju var kistunni komið fyrir við altarið, þaðan sem bálför skáldsins verður gerð, en duft hans verður jarðsett á Mosfelli í Mosfellsdal í kyrrþey. Frá Kristskirkju fór líkfylgdin niður Túngötu, um Suðurgötu, Von- arstræti og Fríkirkjuveg, áleiðis til Fossvogskirkju. Morgunblaðið/Ásdís LIKFYLGDIN á Fríkirkjuvegi á leið til Fossvogskirkju. Söfnun vegna Biblíu 21. aldarinnar Á BIBLÍUDAGINN 15. febráar var efnt til söfnunar í kirkjum landsins að venju. Söfnunin var að þessu sinni helguð nýrri útgáfu Bi- blíunnar sem Hið íslenska Biblíufé- lag hefur stefnt að um hríð. Söfn- unin er þó ekki einskorðuð við þennan eina dag ársins. I ljósi þess að ný útgáfa Biblíunnar sem fyrir- sjáanlega mun verða Biblía 21. ald- arinnar er risavaxið og kostnaðar- samt verkefni mun félagið þurfa á víðtækum stuðningi landsmanna allra að halda til að það geti orðið að veruleika. Frá árinu 1988 hefur verið unnið að nýrri þýðingu Gamla testament- isins. Yfirumsjón með því verki er í höndum fimm manna þýðingar- nefndar sem tekur við textum frá þýðendum og býr til útgáfu. Nefndin hefur haldið á fjórða hundrað fundi og þegar hafa verið gefin út fimm kynningarhefti með þýðingum. Megintilefni hinnar nýju útgáfu Biblíunnar er kristnitökuafmælið árið 2000 og þörf hverrar kynslóð- ar fyrir texta sem hún á auðvelt með að skilja. Með þessari nýju út- gáfu verður endurskoðun texta Nýja testamentisins sem hófst með útgáfu Biblíunnar 1981 lokið. Fyrir útgáfuna 1981 átti sér stað ná- kvæm endurskoðun á guðspjöllun- um og Postulasögunni. Félagið hef- ur nú fullan hug á því að ráðast sem fyrst í endurskoðun bréfanna og Opinberunarbókarinnar. Það er Biblíufélaginu metnaðar- mál að út komi ný vönduð útgáfa Biblíunnar í tilefni kristnitökuaf- mælisins, aðgengileg öllum sem vilja lesa hana. Öllum er ljóst mik- ilvægt hlutverk Biblíunnar í varð- veislu íslenskrar tungu. En fram- ar öllu snýst útgáfan um það að gera sérhverjum manni og sér- hverri nýrri kynslóð það kleift að nálgast Guðs Örð og njóta ávaxta þess. Stjóm Biblíufélagsins kallar þjóð- ina til samstarfs við sig um þetta mikilvæga verkefni sem við skulum taka höndum saman um að Ijúka, segir í fréttatilkynningu. Framlögum til Biblíu 21. aldar- innar má koma á afgreiðslu félags- ins Guðbrandsstofu, Hallgríms- kirkju í Reykjavík eða inn á reikn- ing þess í Landsbanka íslands Austurstræti númer 45144. Bókun Bæjarmálafélags Seltjarnarness Hæstu útsvars- tekjur á íbúa SELTIRNINGAR era með hæstu útsvars- tekjur á íbúa miðað við nágrannasveitarfé- lögin, segir í bókun Bæjarmálafélagsins á Seltjarnamesi, sem lögð var fram á fundi bæjarstjórnar við síðari umræðu um fjár- hagsáætlun bæjarins. Þar segir enn fremur að gert sé ráð fyrir hærri tekjum af fast- , eignagjöldum árið 1998 miðað við endur- j skoðaða fjárhagsáætlun ársins 1997. • I bókuninni segir að útsvarstekjur á íbúa j séu rámar 106 þús. á Seltjarnamesi, rám 93 1 þús. í Reykjavík, rám 98 þús. í Kópavogi, um j 103 þús. í Garðabæ, um 91 þús. í Hafnarfirði og 95 þús. í Mosfellsbæ. í bókuninni er bent á að engin rök mæli með því að byggja 13 i hús við Nesstofu til að gera bæjarfélagið að 5 hagkvæmari rekstrareiningu eins og fulltrá- ; ar Sjálfstæðisflokksins hafi boðað. Minnt er á að bæjarbúar hafi hafnað íbúðarbyggð við Nesstofu í skoðanakönnun og umfangsmikilli undirskriftasöfnun. Afturvirkt leigugjald Jafnframt er bent á að bæjarfulltráar Sjálfstæðisflokks hafi fallið frá upphaflegri tillögu sinni um að selja hitaveitunni vatns- réttindi bæjarins fyrir 55 millj. í stað þess hafi bæjarsjóður fengið afturvirkt leigugjald síðustu 25 ára af leigu hitaveituréttinda írá Hitaveitu Seltjamarness að upphæð 55 millj. Engin rök hafi verið færð fyrir því hvernig afturvirka leiguupphæðin hafi verið fundin en ljóst sé að sjálfstæðismönnum sé akkur í að laga fjárhagsstöðu bæjarsjóðs um 55 millj., nú skömmu fyrir kosningar. Enn hafi ekki verið gerður samningur milli bæjarsjóðs og hitaveitunnar og hafi leigugjaldið verið inn- heimt án undirritaðs samnings. Auk aftur- virku greiðslunnar mun hitaveitan greiða bæjarsjóði tæpar 16 millj. á ári í leigu. Hærri gjaldskrár í bókuninni kemur einnig fram að hitaveit- an hafi lánað 20 millj. til fimm ára vegna við- byggingar við Mýrarhúsaskóla fyrir þremur árum og að á síðasta ári hafi verið áætlað að verja 31,5 millj. til stofnframkvæmda í íþróttamálum og um 10 millj. til framkvæmda við Áhaldahús. Ekkert hafi enn orðið af þess- um framkvæmdum. Af þessu megi ráða að það fé sem fara átti til eignabreytinga hefur verið varið í rekstur. Bent er á að Sorpa hafi hækkað gjaldskrá sína um 4,7% en á sama tíma hafi verið samið um 9% lækkun við verktaka í sorp- hreinsun. Að mati Bæjarmálafélagsins sé því eðlilegt að soi-phirðu- og urðunargjöld verði lækkuð en þau séu mun hærri en í flestum nágrannasveitarfélögum. Fram kemur að gjaldskrá leikskóla sé hærri en í nágranna- sveitarfélögunum og að þrátt fyrir fullyrð- ingar um að engin böm séu á biðlista séu um 20 börn á biðlista, sem náð hafa tveggja ára aldir. Hjá dagmæðrum em 38 börn og allt að tíu á biðlista. Bent er á í bókuninni að í fjárhagsáætlun- inni séu framlög skorin niður til íþrótta- og æskulýðsmála og að umhverfisnefnd bæjar- ins hafi minna fjármagni úr að spila en áður, sem staðfesti áhugaleysi meirihlutans á málaflokknum. Að mati minnihlutans er við- hald Mýrarhúsa- og Valhúsaskóla mjög að- kallandi og því verði að móta nýja og betri viðhaldsstefnu. Lagði minnihlutinn til að fjárhags- og launanefnd yrði falið að fara yfir fjárhagsáætlun bæjarins milli umræðan með það að leiðarljósi að finna 15 millj. í brýnt viðhald við Valhúsaskóla og að gera tillögu að lækkun á sorphirðu og urðunargjaldi. Til- lagan var felld með fjómm atkvæðum gegn þremur. Svar bæjarstjóra I svari bæjarstjóra við bókun minnihlut- ans segir að heildartekjur bæjarsjóðs Sel- tjarnamess á íbúa séu lægstar á Seltjarnar- nesi meðal annars vegna þess að ekki séu lögð á holræsagjöld og skattur á verslunar- og skrifstofuhúsnæði. Fram kemur að stjórn Veitustofnana hafi þegar gengið frá greiðslu fyrir hitaréttindi fyrir tímabilið 1972-1997. Jafnfram að í fjár- hagsáætlun 1998 fyrir Hitaveitu Seltjarnar- ness sé gert ráð fyrir 16 millj. króna afnota- gjaldi. Um stofnframkvæmdir vegna íþrótta- mála segir að þeim hafi verið frestað þar sem hönnun hafi ekki verið lokið. I svari bæjar- stjóra segir enn fremur að leikskólagjöld séu sambærileg við nágrannasveitarfélög og biðlisti nánast enginn. Loks segir að miklu fé hafi verið varið til viðhalds undanfarin ár, m.a. um 16 milfj. á síðasta ári og að viðhalds- áætlun fasteigna til þriggja ára yrði lögð fram á næstunni.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.