Morgunblaðið - 17.02.1998, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 17.02.1998, Blaðsíða 27
MORGUNB LAÐIÐ ERLENT ÞRIÐJUDAGUR 17. FEBRÚAR 1998 27 Reuters HERMENN í friðargæsluliðinu standa yfir manni, sem þeir telja, að hafi verið í herliði her- stjórnarinnar, sem steypti kjörnum forseta á síðasta ári. Sierra Leone Friðar- gæsluliðið treystir tökin Freetown. Reuters. HERMENN á vegum ECOMOG, vestur-afríska friðargæsluliðsins, vinna nú að því að afvopna liðsmenn herstjórnarinnar í Sierra Leone og hóta jafnframt að skjóta hvern þann, sem notar sér upplausnarástandið í höfuðborginni, Freetown, til að ræna. Liðsmenn herstjómarinnar, sem tók völdin í landinu fyrir tæpu ári, hafa flestir gefist upp fyrir friðar- gæsiuliðum en ieiðtogar þeirra, sem ekki hafa verið handteknir, eru flún- ir, líklega lengra inn í landið. Hafa foringjar í friðargæsluliðinu heitið að elta þá uppi hvert á land sem er. Obreyttir borgarar, sem flúðu Freetown vegna átakanna, eru nú að snúa heim aftur. Skyndiréttarhöld BBC, breska ríkisútvarpið, sagði í gær, að herflokkar hliðhollir Ahmad Tejan Kabbah forseta, sem herstjóm- in steypti, hefðu náð á sitt vald tveim- ur bæjum á landsbyggðinni, Bo og Kenema, og tekið af lífi nokkra stuðn- ingsmenn herstjórnarinnar. Hefði verið efnt til skyndiréttarhalda yfir þeim og þeir síðan afhentir unglinga- flokkum, sem sáu um aftökumar. Neyð í Sómalíu vegna flóða Nairobi. Reuters. MEIRA en 2.000 manns hafa týnt lífi og hundmð þúsunda orðið að flýja heimili sitt vegna mikilla flóða í Sómalíu. Er búist við, að ástandið eigi eftir að versna ef eitthvað er því nú er hinn eiginlegi regntími að ganga í garð. Veðurfræðingai- spá meira en með- alúrkomu á regntímanum, sem stendur frá mars til júní, en þúsundir bænda misstu alla janúaruppskeruna í flóðum. Síðan hafa þau rénað nokk- uð og sáning er hafin aftur sums staðar en hætt er við, að hún mis- farist ef aftur flæðir. I Sómalíu hefur rignt óhemjumikið frá því í nóvem- ber, sem er mjög afbrigðilegt og heita straumnum við Suður-Ameríku, E1 Nino, kennt um. Loftflutningar með matvæli Matvælahjálp Sameinuðu þjóðanna, WFP, hefur flutt nærri 5.400 tonn af matvælum til 450.000 manna á flóða- svæðunum frá því í nóvember og hef- ur skorað á aðildarríki SÞ að leggja fram 1,2 milljarða kr. til að unnt sé að koma þangað og til Kenía rúmlega milljónum tonnum. Verður að flytja mestallt með flugvélum því að flóðin hafa skolað burt vegum og brúm. Niðurstaða rannsóknar á misheppnuðu tilræði Mossad í Jórdaníu Jerúsalem. Reuters. Netanyahu nær hvítþveginn í NIÐURSTÖÐUM rannsókna á misheppnaðri tilraun ísraelsku leyniþjónustunnar, Mossad, til að ráða af dögum leiðtoga herskárra samtaka múslíma í Amman er ekki talið útilokað að fleiri slíkar að- gerðir verði framkvæmdar í Jórdaníu. „Nefndin efast ekki um ágæti þessarar stefnu en leggur engu að síður til að stjórnvöld ræði hana, skilgreini umfangið og setji grund- vallarreglur um framkvæmd henn- ar,“ segir í niðurstöðum rannsókn- arnefndarinnar, sem Benjamin Netanyahu, forsætisráðherra Isra- els, skipaði nokkmm dögum eftir tilræðið. Hamas-samtök múslíma myrtu 21 ísraela í sjálfsmorðssprengju- árásum í Israel á síðasta ári og í kjölfar þess sendi Netanyahu Mossad-liða til Amman í Jórdaníu til þess að myrða Khaled Meshal, einn af leiðtogum Hamas. Tilræðið mistókst, og fréttaskýrendur sögðu þetta vera mesta klúður í sögu leyniþjónustunnar. í skýrslu rannsóknamefndar- innar, sem gerð var opinber að hluta til í gær, segir ennfremur: „Sú ákvörðun að gera atlöguna í Jórdaníu var byggð á þeirri grand- vallarforsendu að enginn staður í heiminum skuli vera öraggt skjól fyrir þá sem hafa í hyggju að fremja hryðjuverk í Israel.“ í nið- urstöðunum segir líka, að ekkert hafi verið athugavert við þátt Net- anyahus í áætluninni. Tilræðið kom illa niður á sam- skiptum Israela við Jórdani, sem hafa verið hvað vinveittastir Israel- um af öllum arabaríkjum, og neyddust Israelar til þess að láta lausan Sheikh Ahmed Yassin, and- legan leiðtoga Hamas, og hátt í 70 aðra fanga, til þess að fá útsendara Mossad leysta úr haldi í Jórdaníu. Reuters hafði í gær eftir jór- dönskum embættismanni, sem vildi ekki segja neitt um niðurstöður rannsóknarinnar, að tilræðið við Meshal hafi verið brot á friðar- samningum og virðingarleysi við sjálfstæði Jórdaníu. syöst á Lálandi. Sumardvöl í sumarhúsahveríinu Marielyst Ferie Center á suöausturströnd Falsturs, frábærum stað fyrir barnafjölskyldur við eina af bestu og lengstu baðströndmn Danmerkur. Frá báðum þessum fyrsta fiokks sumarhúsahverfum er stutt að fara á ýmsa áhugaverða staði á Lálandi, Falstri og Suður-Sjálandi. Ndið ykkur í eintak af nýjumferðabæklingi Flugleiða, Sumaifjöri ‘98, þarsemeraðfinna nánari upplýsingarum ferðamöguleika íDan- mörku. Bæklingurinn liggur frammi á öllum söluskrifstofum Flugleiða, áferðaskrifstofunum og á öllum bensínstöðvum Olís. Sjáumstöll íSumarfjöri ‘98 íDanmörku. Fjölskyldan upplifir ótalmargt á bílaleig'ubíl í Danmörku Sjáland, Fjón, Mön, Falstur, Láland og síðast en ekki síst Jótland bjóða ferðafólki ótal möguleika til að eiga skemmtilegt og viðburðaríkt sumarfrí á eigin veguin. DANSKA FERÐAMALARAÐIÐ FLUGLEIDIR Traustur íslenskurferðafélagi
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.