Morgunblaðið - 17.02.1998, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 17.02.1998, Blaðsíða 6
6 ÞRIÐJUDAGUR 17. FEBRÚAR 1998 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Lundalýs und- ir smásjánni Talið að Lyme-sjúkdómur sé ekki til hérlendis Fylgdust með skurðaðgerð gegnum fjarfundabunað Morgunblaðið/Halldór JÓNAS Magnússon prófessor var í stöðugu sambandi við Margréti Oddsdóttur skurðlækni meðan á aðgerðinni á Landspítalanum stóð og útskýrðu þau það sem fram fór fyrir áhugasömum gestum í Háskólabíói sem fylgdust með aðgerðinni á sjónvarpsskjá. Bein útsending frá skurðstofu Landspítalans í Háskólabíói UM 300 manns sátu í Háskólabiöi á laugardaginn og fylgdust með skurðaðgerð í beinni útsendingu frá skurðstofu Landspitalans fyrir milligöngu sérstaks Ijarfundabún- aðar. Á Landspítalanum gerði Mar- grét Oddsdóttir skurðlæknir að- gerð á sjúklingi með vélindisbak- flæði og útskýrði um leið fyrir gestum í Háskólabíói það sem hún var að gera. í Háskólabíói hélt Jónas Magnússon prófessor fyrir- lestur um handlækningar nútím- ans og framtíðarinnar og ræddi jafnframt við skurðlækninn meðan á aðgerðinni stóð. Fyrirlesturinn var sá fimmti f fyrirlestraröðinni „Undur líkam- ans - furður fræðanna", sem Holl- vinasamtök Háskóla íslands standa fyrir. Að sögn Sigríðar Stefáns- dóttur, framkvæmdastjóra Holl- vinasamtakanna, fylgdust um 300 manns með aðgerðinni og fyrir- lestrinum í Háskólabfói og á eftir fylgdu gagnlegar umræður og margar góðar fyrirspurnir. „Auðvitað vekur þetta mikinn áhuga fólks, því líkaminn skiptir okkur jú máli og við viljum gjarn- an vita hvað er nýjast og best að gerast á þessu sviði,“ segir hún. Jónas var sömuleiðis afar ánægður með undirtektirnar. „Sk- urðlæknirinn gat talað við gestina í Háskólabfói og skýrt hvers vegna og hvernig hún var gerð. Hún út- skýrði allan tfmann hvað hún var að gera, sýndi líffærin, saumaði og tók í sundur vefi og aðgerðin gekk á allan hátt mjög vel,“ segir hann. HLUTI íslenskra lundalúsa ber svonefndar borrelia bakteríur, en sýklar af þeim stofni valda Lyme- sjúkdómi sem getur verið skæður mönnum. Undanfarið hafa sænskir og danskir vísindamenn rannsakað lundalýs víða að, meðal annars héð- an. Lundalúsin er áttfætlumaur og náskyld maur sem er algengur með- al annars á Norðurlöndum og í norðaustanverðum Bandaríkjunum. Við bit þessa maurs geta menn sýkst af Lyme-sjúkdómi. Tvisvar hefur verið leitað að mótefnum Lyme-sjúkdóms í lunda- veiðimönnum í Vestmannaeyjum, en ekkert fundist. Að sögn Olafs Steingrímssonar yfirlæknis er litið svo á að þessu sjúkdómur sé ekki til hér á landi. Flestar úr Flatey Það voru sænskir vísindamenn sem sýndu fram á að þessar bakter- íur er að finna í sumum íslenskum lundalúsum. Ævar Petersen fugla- fræðingur sendi til Svíþjóðar rann- sóknarsýni af lundalúsum úr Vest- mennaeyjum, Flatey á Breiðafirði, Grímsey og víðar. Einnig var lúsum safnað í Noregi, Færeyjum og Bret- landi. Að sögn Ævars reyndist hlut- fallslega hæst hlutfall sýktra lúsa koma úr Flatey á Breiðafirði. Sigurður Richter, dýrafræðingur hjá Tilraunastöð Háskóla íslands í meinafræði á Keldum, hefur safnað lundalúsum í Vestmannaeyjum og Vík í Mýrdal sem sendar voru til Danmerkur þar sem þær voru rannsakaðar. Hann segir að í lúsun- um hafi fundist boiTelia-bakteriur, en ekki búið að tegundagreina þær nákvæmlega. Sigurður sagði rann- sóknina standa enn yfir og ekki tímabært að fjalla um niðurstöður hennar. Ekki ástæða til ótta Ólafur Steingrímsson, yfirlæknir á sýklafræðideild Landspítalans, sagði að seint á 9. áratugnum og aftur 1995 hafi verið leitað að mótefni borrelia baktería í blóði nokkuiTa lundaveiðimanna í Vest- mannaeyjum. Engin mótefni fund- ust sem bendir til þess að veiði- mennirnir hafi ekki smitast af Lyme-sjúkdómi. Þá kom í ljós að veiðimennimir urðu sjaldan fyrir lúsarbiti, jafnvel miklu sjaldnar en gert hafði verið ráð íyrir áður en könnunin var gerð. „Það kom mér á óvart að ekki einn einasti var með vott af þessum mótefnum," sagði Ólafur. „í raun lítum við svo á að Lyme-sjúkdómur sé ekki til í landinu." Hann taldi því ekki ástæðu til að óttast smit, jafn- vel þótt fólk verði fyrir biti lundalúsar. Aldamótanefndir í Aðalstræti ÞRJÁR nefndir sem allar tengjast aldamótunum hafa fengið inni í Að- alstræti 6, nánar tiltekið þar sem áður voru ritstjómarskrifstofur Morgunblaðsins. Nefndirnar era landafundanefnd, kristnihátíðar- nefnd og nefnd sem undirbýr at- burði í Reykjavík árið 2000 er borgin verður ein menningarborga Evrópu. Framkvæmdir við breyt- ingar á húsnæðinu hófust í gær og er reiknað með að það verði tilbúið eftir nokkrar vikur. Ráðherra úrskurði um umhverfísmat vegna fyrirhugaðrar breikkunar Gullinbrúar Skipulagsslj óri telur þörf á mati Vinna verður að brúarframkvæmdum að vetrarlagi í BRÉFI skipulagsstjóra ríkisins til Guðmundar Bjamasonar umhverf- isráðherra vegna fyrirhugaðra framkvæmda við Gullinbrú kemur fram að skipulagsstjóri telur nauð- synlegt að fram fari mat á umhverf- isáhrifum. Borgarstjóri segir næg- an tíma til stefnu, þar sem ekki sé hægt að vinna við brúarfram- kvæmdir nema að vetrarlagi. Stefán Thors, skipulagsstjóri rík- isins, segir að í aðalskipulagi Reykjavíkur 1996-2016, sem nýlega var staðfest, sé ekki minnst sérstak- lega á framkvæmdir vegna Gullin- brúar. „Þarna eru nefndar einhverj- ar tilteknar framkvæmdir án þess að það sé tæmandi upptalning og að auki er almennur texti í aðalskipu- laginu um almenna matsskyldu á umhverfisáhrifum,“ sagði hann. „Síðan eru aðrar framkvæmdir taldar upp, en sú upptalning er ekki endanleg og breytir ekki þvl al- menna ákvæði laganna að nýir vegir eru matsskyldir. Það má vera að menn hafi ekki hugsað sérstaklega um þessa breikkun þegar aðalskipu- lagið var gert og að þess vegna sé hún ekki talin upp, en það breytir í sjálfu sér engu í þessu sambandi. Áðalatriðið er að samkvæmt lögum um mat á umhverfisáhrifum eru ný- ir vegir matsskyldir og þetta er það mikil framkvæmd að hún er klár- lega matsskyld." Gullinbrú var byggð fyrir gildis- töku laga um mat á umhverfisáhrif- um en ákveðið var að þær fram- kvæmdir, sem höfðu fengið leyfi fyrir 1. maí 1994, þyrftu ekki að fara í slíkt mat. Samkvæmt lögum getur umhverfisráðherra valið um þrjár leiðir í úrskurði sínum. Að fram- kvæmdin sé klárlega matsskyld og því þurfi að fara fram mat á um- hverfisáhrifum; að hún sé ekki matsskyld en ráðherra meti það svo að samt sem áður þurfi að koma til mat á umhverfisáhrifum; og loks geti ráðherra úrskurðað að ekki þurfi að meta umhverfisáhrif. Verði niðurstaðan sú að framkvæmdin sé matsskyld tekur matsferlið tíu vik- ur eftir að framkvæmdin hefur ver- ið auglýst, þ.e. ef búið er að hanna brúna og taka saman öll gögn og skoða aðstæður. Ekki talið matsskylt „Við töldum þetta ekki vera mats- skylda framkvæmd, þar sem I aðal- skipulagi Reykjavíkur, sem sam- þykkt var á síðasta ári, er kafli um framkvæmdir sem eru matsskyld- ar,“ sagði Ingibjörg Sólrún Gísla- dóttir borgarstjóri. „Þar eru tíund- aðar allar þær framkvæmdir á aðal- skipulagstímanum sem talið er að séu matsskyldar og þar er Gullin- brú ekki inni. Aðalskipulagið var staðfest af Skipulagi ríkisins og um- hverfisráðherra á síðasta ári og þeir bættu meira að segja inn á listann en ekki Gullinbrúnni. Menn hafa því staðið í þeirri góðu trú hjá borginni að ekki þyrfti að koma til mat á um- hverfisáhrifum." Borgarstjóri sagði að vel mætti vera að niðurstaðan yrði sú að um- hverfisáhrif yrðu metin. „Það er ein- hver hönnun eftir á brúnni,“ sagði Ingibjörg. „Það er alveg Ijóst, en það er vegna þess að ekki er hægt að fara í sjálfa brúarframkvæmdina nema að vetri til. Meðal annars vegna áhrifa á voginn. En það er hægt að bjóða út breikkun á sjálfum veginum um næstu mánaðamót." Ingibjörg sagði að borgarverk- fræðingur hefði metið það svo að umhverfismat vegna gatnafram- kvæmda gæti tafið verkið í heild um fjórar vikur, en nægur tími væri til stefnu til að fara með brúna í um- hverfismat. Borgarstjóri benti á að í flestum hverfum væru tvær að- komuleiðir og það sama ætti við um Grafarvog, en leiðum þangað mun fjölga þegar lokið verður við teng- ingu um Klettsvík. Vonandi ekki umhverfismat „Það væri óskandi að við þyrftum ekki að fara í umhverfismat svo þetta mál þurfi ekki að tefjast enn frekar,“ sagði Árni Sigfússon, odd- viti Sjálfstæðisflokksins í borgar- stjórn. „Hins vegar sýna vinnu- brögð borgarinnar í þessu efni að málið hefur ekki verið í forgangi. Forgangslisti borgarstjóra fyrir síð- asta ár var ekki með Gullinbrú inni og þess vegna var þess varla að vænta að ráðherra tæki upp á sitt eindæmi að setja Gullinbrú í for- gang. Verkið er á forgangslista þessa árs, en þá kemur í ljós að undirbúningurinn er svo skammt á veg kominn að ólíklegt er að hægt sé að ljúka verkinu fyrr en í fyrsta lagi á vordögum 1999. Það er mjög miður, en nú er kominn tími til að framkvæma og hætta að rífast."
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.