Morgunblaðið - 17.02.1998, Side 6

Morgunblaðið - 17.02.1998, Side 6
6 ÞRIÐJUDAGUR 17. FEBRÚAR 1998 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Lundalýs und- ir smásjánni Talið að Lyme-sjúkdómur sé ekki til hérlendis Fylgdust með skurðaðgerð gegnum fjarfundabunað Morgunblaðið/Halldór JÓNAS Magnússon prófessor var í stöðugu sambandi við Margréti Oddsdóttur skurðlækni meðan á aðgerðinni á Landspítalanum stóð og útskýrðu þau það sem fram fór fyrir áhugasömum gestum í Háskólabíói sem fylgdust með aðgerðinni á sjónvarpsskjá. Bein útsending frá skurðstofu Landspítalans í Háskólabíói UM 300 manns sátu í Háskólabiöi á laugardaginn og fylgdust með skurðaðgerð í beinni útsendingu frá skurðstofu Landspitalans fyrir milligöngu sérstaks Ijarfundabún- aðar. Á Landspítalanum gerði Mar- grét Oddsdóttir skurðlæknir að- gerð á sjúklingi með vélindisbak- flæði og útskýrði um leið fyrir gestum í Háskólabíói það sem hún var að gera. í Háskólabíói hélt Jónas Magnússon prófessor fyrir- lestur um handlækningar nútím- ans og framtíðarinnar og ræddi jafnframt við skurðlækninn meðan á aðgerðinni stóð. Fyrirlesturinn var sá fimmti f fyrirlestraröðinni „Undur líkam- ans - furður fræðanna", sem Holl- vinasamtök Háskóla íslands standa fyrir. Að sögn Sigríðar Stefáns- dóttur, framkvæmdastjóra Holl- vinasamtakanna, fylgdust um 300 manns með aðgerðinni og fyrir- lestrinum í Háskólabfói og á eftir fylgdu gagnlegar umræður og margar góðar fyrirspurnir. „Auðvitað vekur þetta mikinn áhuga fólks, því líkaminn skiptir okkur jú máli og við viljum gjarn- an vita hvað er nýjast og best að gerast á þessu sviði,“ segir hún. Jónas var sömuleiðis afar ánægður með undirtektirnar. „Sk- urðlæknirinn gat talað við gestina í Háskólabfói og skýrt hvers vegna og hvernig hún var gerð. Hún út- skýrði allan tfmann hvað hún var að gera, sýndi líffærin, saumaði og tók í sundur vefi og aðgerðin gekk á allan hátt mjög vel,“ segir hann. HLUTI íslenskra lundalúsa ber svonefndar borrelia bakteríur, en sýklar af þeim stofni valda Lyme- sjúkdómi sem getur verið skæður mönnum. Undanfarið hafa sænskir og danskir vísindamenn rannsakað lundalýs víða að, meðal annars héð- an. Lundalúsin er áttfætlumaur og náskyld maur sem er algengur með- al annars á Norðurlöndum og í norðaustanverðum Bandaríkjunum. Við bit þessa maurs geta menn sýkst af Lyme-sjúkdómi. Tvisvar hefur verið leitað að mótefnum Lyme-sjúkdóms í lunda- veiðimönnum í Vestmannaeyjum, en ekkert fundist. Að sögn Olafs Steingrímssonar yfirlæknis er litið svo á að þessu sjúkdómur sé ekki til hér á landi. Flestar úr Flatey Það voru sænskir vísindamenn sem sýndu fram á að þessar bakter- íur er að finna í sumum íslenskum lundalúsum. Ævar Petersen fugla- fræðingur sendi til Svíþjóðar rann- sóknarsýni af lundalúsum úr Vest- mennaeyjum, Flatey á Breiðafirði, Grímsey og víðar. Einnig var lúsum safnað í Noregi, Færeyjum og Bret- landi. Að sögn Ævars reyndist hlut- fallslega hæst hlutfall sýktra lúsa koma úr Flatey á Breiðafirði. Sigurður Richter, dýrafræðingur hjá Tilraunastöð Háskóla íslands í meinafræði á Keldum, hefur safnað lundalúsum í Vestmannaeyjum og Vík í Mýrdal sem sendar voru til Danmerkur þar sem þær voru rannsakaðar. Hann segir að í lúsun- um hafi fundist boiTelia-bakteriur, en ekki búið að tegundagreina þær nákvæmlega. Sigurður sagði rann- sóknina standa enn yfir og ekki tímabært að fjalla um niðurstöður hennar. Ekki ástæða til ótta Ólafur Steingrímsson, yfirlæknir á sýklafræðideild Landspítalans, sagði að seint á 9. áratugnum og aftur 1995 hafi verið leitað að mótefni borrelia baktería í blóði nokkuiTa lundaveiðimanna í Vest- mannaeyjum. Engin mótefni fund- ust sem bendir til þess að veiði- mennirnir hafi ekki smitast af Lyme-sjúkdómi. Þá kom í ljós að veiðimennimir urðu sjaldan fyrir lúsarbiti, jafnvel miklu sjaldnar en gert hafði verið ráð íyrir áður en könnunin var gerð. „Það kom mér á óvart að ekki einn einasti var með vott af þessum mótefnum," sagði Ólafur. „í raun lítum við svo á að Lyme-sjúkdómur sé ekki til í landinu." Hann taldi því ekki ástæðu til að óttast smit, jafn- vel þótt fólk verði fyrir biti lundalúsar. Aldamótanefndir í Aðalstræti ÞRJÁR nefndir sem allar tengjast aldamótunum hafa fengið inni í Að- alstræti 6, nánar tiltekið þar sem áður voru ritstjómarskrifstofur Morgunblaðsins. Nefndirnar era landafundanefnd, kristnihátíðar- nefnd og nefnd sem undirbýr at- burði í Reykjavík árið 2000 er borgin verður ein menningarborga Evrópu. Framkvæmdir við breyt- ingar á húsnæðinu hófust í gær og er reiknað með að það verði tilbúið eftir nokkrar vikur. Ráðherra úrskurði um umhverfísmat vegna fyrirhugaðrar breikkunar Gullinbrúar Skipulagsslj óri telur þörf á mati Vinna verður að brúarframkvæmdum að vetrarlagi í BRÉFI skipulagsstjóra ríkisins til Guðmundar Bjamasonar umhverf- isráðherra vegna fyrirhugaðra framkvæmda við Gullinbrú kemur fram að skipulagsstjóri telur nauð- synlegt að fram fari mat á umhverf- isáhrifum. Borgarstjóri segir næg- an tíma til stefnu, þar sem ekki sé hægt að vinna við brúarfram- kvæmdir nema að vetrarlagi. Stefán Thors, skipulagsstjóri rík- isins, segir að í aðalskipulagi Reykjavíkur 1996-2016, sem nýlega var staðfest, sé ekki minnst sérstak- lega á framkvæmdir vegna Gullin- brúar. „Þarna eru nefndar einhverj- ar tilteknar framkvæmdir án þess að það sé tæmandi upptalning og að auki er almennur texti í aðalskipu- laginu um almenna matsskyldu á umhverfisáhrifum,“ sagði hann. „Síðan eru aðrar framkvæmdir taldar upp, en sú upptalning er ekki endanleg og breytir ekki þvl al- menna ákvæði laganna að nýir vegir eru matsskyldir. Það má vera að menn hafi ekki hugsað sérstaklega um þessa breikkun þegar aðalskipu- lagið var gert og að þess vegna sé hún ekki talin upp, en það breytir í sjálfu sér engu í þessu sambandi. Áðalatriðið er að samkvæmt lögum um mat á umhverfisáhrifum eru ný- ir vegir matsskyldir og þetta er það mikil framkvæmd að hún er klár- lega matsskyld." Gullinbrú var byggð fyrir gildis- töku laga um mat á umhverfisáhrif- um en ákveðið var að þær fram- kvæmdir, sem höfðu fengið leyfi fyrir 1. maí 1994, þyrftu ekki að fara í slíkt mat. Samkvæmt lögum getur umhverfisráðherra valið um þrjár leiðir í úrskurði sínum. Að fram- kvæmdin sé klárlega matsskyld og því þurfi að fara fram mat á um- hverfisáhrifum; að hún sé ekki matsskyld en ráðherra meti það svo að samt sem áður þurfi að koma til mat á umhverfisáhrifum; og loks geti ráðherra úrskurðað að ekki þurfi að meta umhverfisáhrif. Verði niðurstaðan sú að framkvæmdin sé matsskyld tekur matsferlið tíu vik- ur eftir að framkvæmdin hefur ver- ið auglýst, þ.e. ef búið er að hanna brúna og taka saman öll gögn og skoða aðstæður. Ekki talið matsskylt „Við töldum þetta ekki vera mats- skylda framkvæmd, þar sem I aðal- skipulagi Reykjavíkur, sem sam- þykkt var á síðasta ári, er kafli um framkvæmdir sem eru matsskyld- ar,“ sagði Ingibjörg Sólrún Gísla- dóttir borgarstjóri. „Þar eru tíund- aðar allar þær framkvæmdir á aðal- skipulagstímanum sem talið er að séu matsskyldar og þar er Gullin- brú ekki inni. Aðalskipulagið var staðfest af Skipulagi ríkisins og um- hverfisráðherra á síðasta ári og þeir bættu meira að segja inn á listann en ekki Gullinbrúnni. Menn hafa því staðið í þeirri góðu trú hjá borginni að ekki þyrfti að koma til mat á um- hverfisáhrifum." Borgarstjóri sagði að vel mætti vera að niðurstaðan yrði sú að um- hverfisáhrif yrðu metin. „Það er ein- hver hönnun eftir á brúnni,“ sagði Ingibjörg. „Það er alveg Ijóst, en það er vegna þess að ekki er hægt að fara í sjálfa brúarframkvæmdina nema að vetri til. Meðal annars vegna áhrifa á voginn. En það er hægt að bjóða út breikkun á sjálfum veginum um næstu mánaðamót." Ingibjörg sagði að borgarverk- fræðingur hefði metið það svo að umhverfismat vegna gatnafram- kvæmda gæti tafið verkið í heild um fjórar vikur, en nægur tími væri til stefnu til að fara með brúna í um- hverfismat. Borgarstjóri benti á að í flestum hverfum væru tvær að- komuleiðir og það sama ætti við um Grafarvog, en leiðum þangað mun fjölga þegar lokið verður við teng- ingu um Klettsvík. Vonandi ekki umhverfismat „Það væri óskandi að við þyrftum ekki að fara í umhverfismat svo þetta mál þurfi ekki að tefjast enn frekar,“ sagði Árni Sigfússon, odd- viti Sjálfstæðisflokksins í borgar- stjórn. „Hins vegar sýna vinnu- brögð borgarinnar í þessu efni að málið hefur ekki verið í forgangi. Forgangslisti borgarstjóra fyrir síð- asta ár var ekki með Gullinbrú inni og þess vegna var þess varla að vænta að ráðherra tæki upp á sitt eindæmi að setja Gullinbrú í for- gang. Verkið er á forgangslista þessa árs, en þá kemur í ljós að undirbúningurinn er svo skammt á veg kominn að ólíklegt er að hægt sé að ljúka verkinu fyrr en í fyrsta lagi á vordögum 1999. Það er mjög miður, en nú er kominn tími til að framkvæma og hætta að rífast."

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.