Morgunblaðið - 17.02.1998, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 17.02.1998, Blaðsíða 23
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 17. FEBRÚAR 1998 23 ÚR VERINU Tvö þús- und vinnu- stundir í nótina EITT færeyskt loðnuskip, Saksaberg, er komið á miðin. Það kom til Seyðisljarðar fyrir helgina til að takA nót, sem sett var upp hjá Fjarðarneti á Seyðisfirði. Það telst til tiðinda að nætur séu settar upp hér á landi og ekki síður að svo sé gert til útflutnings. Um 2.000 vinnustundir hafa farið í uppsetningu nótarinnar og kostar hún uppsett um 16 milljónir króna. Þetta er grunnnót, 50 faðmar á dýpt og 185 faðmar að lengd. Efnið í nótina kemur frá Morenot í Noregi, sem jafnframt er sam- starfsaðili Fjarðarnets. Björn Asgeirsson, verkstjóri hjá fyrirtækinu, teiknaði nót- ina. -------------- Morgunblaðið/Pétur Kristjánsson FÆREYSKA loðnuskipið Saksaberg kom til Seyðisfjarðar fyrir helgi til að sækja loðnunót, sem sett var upp hjá Fjarðarneti hf. Lítill afli í janúar FISKAFLINN í janúar síðastliðn- um varð 60.000 tonnum minni en í sama mánuði í fyrra. Minna veidd- ist af öllum helztu nytjategundun- um, en mestu munar um loðnuna. Aðeins 10.500 tonn af loðnu bárust nú á land, en tæplega 57.900 tonn í fyrra. Þá veiddust aðeins 6.400 tonn af síld sem er um helmingur þess sem veiddist í janúar í fyrra. Þorskafli í janúar varð tæp 16.000 tonn, sem er um 400 tonnum minna en í fyrra og var bátaflotinn drýgstur í þeim gula með um 9.000 tonn, togarar voru með um 3.800 og smábátar 3.100. Botnfískaflinn varð samtals 26.800 tonn á móti 30.000 tonnum í fyrra og mestur samdráttur í karfaveiðum. Nú veiddust aðeins 2.250 tonn, en tvö- falt meira í fyrra. Mikill samdrátt- ur varð einnig í úthafsrækjuveið- um. Nú bárust tæplega 1.800 tonn á land, en rúmlega 3.200 tonn í fyrra. Sé litið á fiskveiðiárið, sem hófst íyrsta september, er einnig um samdrátt í afla að ræða. Alls hafa veiðzt 429.000 tonn nú, en 486.500 tonn í fyrra. Minna hefur veiðzt af öllum helztu tegundunum nema út- hafsrækju. Mestu munar um meira en 30.000 tonna samdrátt í síldar- afla, en úthafsrækjuaflinn er nú orðinn um 24.700 tonn á móti 21.500 tonnum. Aðalfundur Aðalfundur Sölumiðstöðvar hraðfrystihúsanna hf. vegna starfsársins 1997 verður haldinn í Súlnasal Hótel Sögu þann 3. mars n.k. og hefst kl. 15.00. Dagskrá fundarins samkvæmt samþykktum félagsins er þessi: 1. Skýrsla stjómar félagsins um starfsemi þess síðastliðið starfsár. 2. Staðfesting ársreiknings og tekin ákvörðun um hvemig fara skuli með hagnað eða tap félagsins á reikningsárinu. 3. Kosning stjómar félagsins. 4. Kosning endurskoðanda. 5. Breytingar á samþykktum: Grein 2.01. Orðalagsbreyting vegna hluta. Grein 5.01. Breyting til samræmis við hlutafjárlög um rétt hluthafa til að óska eftir hlutfalls- eða margfeldiskosningum við stjómarkjör. 6. Önnur mál, sem borin hafa verið löglega fram, eða sem fundurinn samþykkir að taka til meðferðar. Tillögur um breytingar á samþykktum og ársreikningur félagsins ásamt skýrslu stjórnar og endurskoðenda mun liggja frammi á skrifstofu félagsins hluthöfum til sýnis 7 dögum fyrir aðalfund. Atkvæðaseðlar og önnur fundargögn verða afhent við upphaf fundar. SÖLUMIÐSTÖÐ HRAÐFRYSTIHÚSANNA HF fíomdu elskunni pinni u Ovurt... oo harou gjOfina OOiuvfsi! NÝ NÁTTÚRULEG SNVRnVÖRULÍIMA FYRIR DÖMUR OG HERRA afsláttur í nokkra daga LYFJA Lágmúla 5 FLUGLEIÐIR Traustur íslenskur ferðafélagi
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.