Morgunblaðið - 17.02.1998, Page 23

Morgunblaðið - 17.02.1998, Page 23
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 17. FEBRÚAR 1998 23 ÚR VERINU Tvö þús- und vinnu- stundir í nótina EITT færeyskt loðnuskip, Saksaberg, er komið á miðin. Það kom til Seyðisljarðar fyrir helgina til að takA nót, sem sett var upp hjá Fjarðarneti á Seyðisfirði. Það telst til tiðinda að nætur séu settar upp hér á landi og ekki síður að svo sé gert til útflutnings. Um 2.000 vinnustundir hafa farið í uppsetningu nótarinnar og kostar hún uppsett um 16 milljónir króna. Þetta er grunnnót, 50 faðmar á dýpt og 185 faðmar að lengd. Efnið í nótina kemur frá Morenot í Noregi, sem jafnframt er sam- starfsaðili Fjarðarnets. Björn Asgeirsson, verkstjóri hjá fyrirtækinu, teiknaði nót- ina. -------------- Morgunblaðið/Pétur Kristjánsson FÆREYSKA loðnuskipið Saksaberg kom til Seyðisfjarðar fyrir helgi til að sækja loðnunót, sem sett var upp hjá Fjarðarneti hf. Lítill afli í janúar FISKAFLINN í janúar síðastliðn- um varð 60.000 tonnum minni en í sama mánuði í fyrra. Minna veidd- ist af öllum helztu nytjategundun- um, en mestu munar um loðnuna. Aðeins 10.500 tonn af loðnu bárust nú á land, en tæplega 57.900 tonn í fyrra. Þá veiddust aðeins 6.400 tonn af síld sem er um helmingur þess sem veiddist í janúar í fyrra. Þorskafli í janúar varð tæp 16.000 tonn, sem er um 400 tonnum minna en í fyrra og var bátaflotinn drýgstur í þeim gula með um 9.000 tonn, togarar voru með um 3.800 og smábátar 3.100. Botnfískaflinn varð samtals 26.800 tonn á móti 30.000 tonnum í fyrra og mestur samdráttur í karfaveiðum. Nú veiddust aðeins 2.250 tonn, en tvö- falt meira í fyrra. Mikill samdrátt- ur varð einnig í úthafsrækjuveið- um. Nú bárust tæplega 1.800 tonn á land, en rúmlega 3.200 tonn í fyrra. Sé litið á fiskveiðiárið, sem hófst íyrsta september, er einnig um samdrátt í afla að ræða. Alls hafa veiðzt 429.000 tonn nú, en 486.500 tonn í fyrra. Minna hefur veiðzt af öllum helztu tegundunum nema út- hafsrækju. Mestu munar um meira en 30.000 tonna samdrátt í síldar- afla, en úthafsrækjuaflinn er nú orðinn um 24.700 tonn á móti 21.500 tonnum. Aðalfundur Aðalfundur Sölumiðstöðvar hraðfrystihúsanna hf. vegna starfsársins 1997 verður haldinn í Súlnasal Hótel Sögu þann 3. mars n.k. og hefst kl. 15.00. Dagskrá fundarins samkvæmt samþykktum félagsins er þessi: 1. Skýrsla stjómar félagsins um starfsemi þess síðastliðið starfsár. 2. Staðfesting ársreiknings og tekin ákvörðun um hvemig fara skuli með hagnað eða tap félagsins á reikningsárinu. 3. Kosning stjómar félagsins. 4. Kosning endurskoðanda. 5. Breytingar á samþykktum: Grein 2.01. Orðalagsbreyting vegna hluta. Grein 5.01. Breyting til samræmis við hlutafjárlög um rétt hluthafa til að óska eftir hlutfalls- eða margfeldiskosningum við stjómarkjör. 6. Önnur mál, sem borin hafa verið löglega fram, eða sem fundurinn samþykkir að taka til meðferðar. Tillögur um breytingar á samþykktum og ársreikningur félagsins ásamt skýrslu stjórnar og endurskoðenda mun liggja frammi á skrifstofu félagsins hluthöfum til sýnis 7 dögum fyrir aðalfund. Atkvæðaseðlar og önnur fundargögn verða afhent við upphaf fundar. SÖLUMIÐSTÖÐ HRAÐFRYSTIHÚSANNA HF fíomdu elskunni pinni u Ovurt... oo harou gjOfina OOiuvfsi! NÝ NÁTTÚRULEG SNVRnVÖRULÍIMA FYRIR DÖMUR OG HERRA afsláttur í nokkra daga LYFJA Lágmúla 5 FLUGLEIÐIR Traustur íslenskur ferðafélagi

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.