Morgunblaðið - 17.02.1998, Síða 64

Morgunblaðið - 17.02.1998, Síða 64
Atvinnutryggingar MORGUNBLAÐIÐ, KRINGLAN 1,103 REYKJAVIK, SÍMI5691100, SÍMBRÉF 5691181 PÓSTHÓLF3040, NETFANG: RITSTJ@MBL.IS, AKUREYRI: KAUPVANGSSTRÆTI1 ÞRIÐJUDAGUR 17. FEBRÚAR 1998 VERÐ í LAUSASÖLU 125 KR. MEÐ VSK Hálkuslys tíð seinustu daga Skipstjórar loðnubáta orðnir bjartsýnni eftir góð köst „Er að bresta á og lítur þokkalega út“ HÁLKUSLYS hafa verið tíð seinustu daga og var talsverður erill af þeim sökum á slysadeild Sjúkrahúss Reykjavíkur í gær. Sigurður Kristinsson, læknir á slysadeild, segir beinbrot á út- limum vera algengustu hálku- slysin. Sigurður stóð í fyrra fyrir könnun á hálkuslysum ásamt Brynjólfí Mogensen og var at- hugunin gerð í samvinnu við embætti gatnamálastjóra. Um mjög snjóléttan vetur var að ræða en samt sem áður var ein niðurstaða könnunarinnar sú að vinnutap almennings á því - svæði sem könnunin náði til næmi um 28 ársstörfum vegna hálkuslysa. „Aðstæður nú eru mjög var- hugaverðar þar sem snjórinn sem hvílt hefur yfír svelli og hálkublettum er horfínn eða að hverfa og um leið er fótfesta minni og ekkert til að taka af höggið ef manneskja hrasar á blautu svelli. Þeim sem eru óör- uggir til gangs er sérstök hætta búin,“ segir Sigurður. Hvetur til notkunar mannbrodda Hann hvetur fólk til að fara varlega og nota mannbrodda, auk þess sem eigendur verslana og húsa eru minntir á að bera salt eða sand á þá fleti utandyra sem hálka safnast á. Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu beinir einnig þeim tilmælum til veg- farenda að gæta varúðar, eink- um eldri borgara. HELDUR lifnaði yfir loðnuveiði í gærkvöld og voru skipin að fá 50 til 100 tonna köst og eitt hafði sprengt nót. Þá var flotinn skammt út af Gerpi. „Þetta er að bresta á og lítur þokkalega út,“ sagði Atli Sigurðs- son, skipstjóri á Gígjunni, á miðun- um í gærkvöld. Um 30 skip voru á miðunum grunnt út af Austfjörðum og var um helmingur þeirra á litlum bletti fjórar til sex mílur út af Gerpi. „Það hafa nokkuð margir bátar kastað hérna en árangur er óviss ennþá,“ sagði Ingólfur Asgrímsson, skip- stjóri á Jónu Eðvalds, sem var að draga í fyrstu veiðiferðinni. Þeir náðu 60-70 tonnum og kvaðst Ingólfur ætla að doka við fram eftir nóttu en spáð var sunnan hvassviðri og sagði hann orðið erfitt að eiga við frekari veiðiskap. „Það eru daufar lóðningar á smá- bletti og ekki komið alveg í form ennþá,“ sagði Atli Gíslason, skip- stjóri á Gígjunni. „Við erum að leita en þetta lítur ágætlega út,“ sagði skipstjórinn og beið þess að komast að til að kasta. Yngvi Einarsson er skipstjóri á Faxa sem var á leið til Fáskrúðsfjarðar með um 100 tonn. „Þetta er vísir og er í fyrsta sinn sem við verðum varir héma uppi á grunnunum. Við látum skoða hvort þessi loðna er hæf til frystingar, hún verður í það minnsta varla ferskari, tveggja tíma gömul þegar við löndum," sagði Yngvi og sagði það ekki koma í ljós fyrr en við löndun hvernig hrognafyllingin væri. Rannsóknaskipið Arni Friðriks- son var út af Héraðsflóa og sagði Hjálmar Vilhjálmsson fiskifræðing- ur að þeir myndu skoða þessar lóðn- ingar. Hann sagði gönguna óvenju nálægt landi, venjulega væri hún við landgrunnskantinn. Morgunblaðið/RAX HÁLKA hefur gert gangandi vegfarendum og borgarstarfsmönnum lífið leitt síðustu daga. í gær þurftu starfsmenn borgarinnar einnig að berjast við stífluð niðurföll eins og á þessari mynd sem tekin var við Suðurlandsbrautina. Fjallað um laxakvótakaup Orra Vigfússonar í tímaritinu The Economist Almannaréttur * Ira og Breta tor- veldar kaupin ORRI Vigfússon og tilraunir hans 'til að kaupa upp veiðileyfi þeirra sem veiða lax í net úr sjó eru tekin til umfjöllunar í nýjasta hefti tíma- ritsins The Economist. I geininni er rakið að stofnun sú sem Orri veitir forstöðu, NASF (North Atlantic Salmon Fund), hafi stöðvað laxveiðar í atvinnuskyni við strendur Islands, Grænlands og Færeyja, meðal annars með því að safna fé frá einkaaðilum til að bæta fiskimönnum tjónið og útvega þeim önnur störf. Blaðið segir að engu að síður sé fiannið viðkvæmt og því ógni tregða Breta, Ira og Norðmanna til að takast skuldbindingar á herðar. Haft er eftir Orra að ef ríkisstjórnir veittu nokkrar milljónir dala í að kaupa út netaveiðimennina í stað þess að kosta rannsóknir væri fram- tíð laxastofnsins tryggari en nú. Síðan segir The Economist að lax tsé enn veiddur í reknet við norð- austurströnd Englands og að á síð- asta ári hafi opinber rannsóknar- nefnd komist að því að ekki væri sannanleg fylgni milli reknetaveiða og fækkunar í laxastofni. Hins vegar telur blaðið að breska stjórnin kunni að skipta um skoðun. Landbúnaðarráðherra Bretlands, Jack Cunningham, hafi í viðtali í janúar við tímaritið Trout and Salmon sagt að þau rök NASF væru öflug að það væri erfitt að kaupa upp leyfi grænlenskra fiski- manna á sama tíma og lax væri lát- inn drepast í breskum reknetum. Cunningham hefur sett á laggirnar nefnd til að endurskoða fiskveiðilög- gjöf Breta og fullyrt er að ráðherr- ann vonist til þess að þar verði þetta mál tekið upp að nýju. Síðan segir að ástæða þess að samvinna við stjórnvöld er nauðsyn- leg til þess að kaupa út fiskveiði- réttindin sé sú að þessi markaðs- lausn On-a Vigfússonar sé ekki ailtaf auðveld í framkvæmd. Við ír- land og Bretland sé rétturinn til laxveiða í sjó almannaréttur og írsk nefnd hafí mælt með því að komið verði á kvótakerfi þar sem kvótarn- ir verði í eigu fiskimannanna sem þar með fái eitthvað til að selja, annaðhvort hver öðmm eða NASF. Bent er á að til þess að breyta al- menningseign í einkaeign þurfi lagasetningu. Blöndun meiri ógn en net Hins vegar segir að skýr skil- greining á veiðiréttinum mundi stuðla að því að þessir tveir hópar, sem keppa um réttinn til að veiða lax, nái sanngjarnri niður- stöðu. Framvegis geti hins vegar farið svo að bæði Orri Vigfússon og sjómennirnir standi frammi fyrir meiri vanda en þessum; áhrifum fiskeldis. Blöndun eldisfisks og villts lax kunni að vera Atlantshafs- laxinum skæðari en ógnin sem stafar frá netum og veiðistöngum. Nýtt fé- lag með vikulegt fraktflug DC-8 þota flugfélagsins MK-Avi- ation, sem er í eigu íslenskra aðila, fer í sitt fyrsta fraktflug á morgun, en samgönguráðuneytið veitti fé- laginu leyfi til fraktflugs fyrir helgi. Félagið verður í flutningum milli Afríku, Evrópu og Asíu á næstunni, að sögn Ingimars Hauks Ingimarssonar, framkvæmda- stjóra MK-Aviation. Segir hann stefnt að því að hefja einnig frakt- flug frá íslandi á samkeppnishæfu verði. MK-Aviation er íslenskt flugfé- lag, sem er að 51% hluta í eigu ís- lendinga og 49% í eigu útlendinga. Félagið er í samstarfi við MK-Air- line í Bretlandi, sem hélt uppi viku- legu fraktflugi til íslands um þriggja ára skeið. Flugið lagðist niður fyrir um tveimur árum. Ingi- mar sagði að MK-Aviation hefði fullan hug á að koma inn á íslenska markaðinn með hliðstæðum hætti og MK-Airline hefði gert. Stefnt yrði að vikulegum ferðum frá ís- landi. Félagið myndi einfaldlega bregðast við viðbrögðum markaðar- ins og verða samkeppnishæft. MK-Aviation keypti á síðasta ári 28 ára gamla þotu af gerðinni DC- 862, en hún tekur 45 tonn af frakt fulllestuð. Ensk áhöfn flýgur vél- inni. Þotan hefur undanfarið verið í skoðun og breytingum í Englandi, en fer í fyrsta flugið á morgun. Ingi- mar sagði næg verkefni fyrir vélina á næstunni í áætlunar- og leiguflugi. Til að byrja með yrði flogið með frakt milli Afríku og Evrópu og á milli Tyrklands, Þýskalands og Svíþjóðar. Félagið stefndi hins vegar að því að komast inn á Ameríkumarkað. Fyrsta leyfið eftir JAR-staðli Leyfið sem samgönguráðuneytið veitti MK-Aviation er fyrsta leyfið sem íslensk flugmálayfirvöld veita samkvæmt svokölluðum JAR- staðli (Joint Aviation Regulation). Leyfið veitir flugfélagi rétt til flugs um allan heim nema til Am- eríku. Sækja þarf um leyfi til flugs þangað og hefur MK- Aviation lagt inn umsókn.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.