Morgunblaðið - 22.03.1998, Side 10

Morgunblaðið - 22.03.1998, Side 10
10 E SUNNUDAGUR 22. MARZ 1998 MORGUNBLAÐIÐ VERKEFNASTJðRI tOlvunarfrædi/verkfræði/kerfisfrædi Öflugt fyrirtæki óskar eftir að ráða verkefnastjóra. Starfssvið • Greining og hönnun á nýjum verkefnum við upplýsingakerfi fyrirtækisins o.fl. Menntunar- og hæfniskröfur • Leitað er að tölvunarfræðingi, kerfisfræðingi, verkfræðingi eða einstaklingi með aðra menntun á sviði kerfisgreiningar. • Skipulögð og sjálfstæð vinnubrögð ásamt reynslu við forritun. Það er um að aera að kanna málið oa athuaa hvað er í boði. Með umsóknir og fyrirspurnir verður farið með sem trúnaðarmái. Nánari upplýsingar veitir Torfi Markússon frá kl. 9-12 síma 533 1800. Vinsamlegast sendið skriflegar umsóknir til Ráðgarðs fyrir 31. mars n.k. merktar: „Verkefnastjóri - hugbúnaðarþróun". RÁÐGARÐUR hf STJÓRNUNAR- OG REKSTRARRÁÐGJÖF Furugerði 5 108 Reykjavík Sími 5331800 Fax: 5331808 Netfang: rgmidlun@radgard.is Heimasíða: httpý/www.radgard.is $ SJUKRAHÚSIÐ í M0RE 0G ROMSDAL, ÁLASUNDI, NOREGI Fylkisstjórnir More og Rotnsdal Sjúkrahúsið í Mare og Flomsdal er staðsett í Álasundi, sem er falleg og þrifaleg borg. Náttúrufegurð er mikll og aðstæður til úti- vistar góðar. Álasund heldur á þessu ári upp á 150 ára afmæli sitt og verður því mikil afmælisdagskrá í gangi í formi, sýninga, tón- leika og bæjarferða. Sjúkrahúsið hefur yfir að ráða stóru íbúðarhverfi og góðu barna- heimili í göngufæri frá sjúkrahúsinu. Það er einn af stærstu vinnu- stöðum fylkisins og starfa þar 1500 starfsmenn. Brúttófjárhags- áætlun sjúkrabússins hljóðar upp á um 530 milljónir norskra króna. Á sjúkrahúsinu eru 290 sjúkrarúm og þjónarþað hlutverki svæðis- spítala fyrir 85 þúsund íbúa svæði. Það eru mörg verkefni framundan hjá okkur. Heilbrigðisáætlanir á sviði geðheilbrigðismála gera ráð fyrir verulegri stækkun sjúkra- hússins, þannig að það geti m.a. gegnt hlutverki geðspítala. Hið faglega umhverfi á spítalanum er mjög gott og fjölbreytt. Ef þú hefur áhuga á að taka þátt í að byggja upp gæðaþjónustu fyrir sjúklinga okkar er þér hjartanlega velkomið að sækja um starf. Staða á hjartadeild og gjörgæsludeild SUMARAFLEYSINGAR — Sérhæfður hjúkrunarfræðingur ■ Við leitum að sumarafleysingum í starf sérhæfðs hjúkrunar- fræðings eða hjúkrunarfræðings með reynslu af gjörgæslu (einnig öndunarvélum) og eftirliti á hjartadeild. Á deildinni eru tíu sjúkrarúm fyrir sjúklinga er þurfa að vera í gjörgæslu. Staða á vökudeild og barnahjúkrunardeild SUMARAFLEYSINGAR — sérhæfður hjúkrunarfræðingur í barnahjúkrun ■ Við leitum að sumarafleysingum í starf sérhæfðs hjúkrunar- fræðings eða hjúkrunarfræðings með reynslu af barnahjúkrun. ■ Við leitum einnig að sérhæfðum hjúkrunarfræðingi til fast- ráðningar. Almennt um allar stöður: Umsækjendur verða að binda sig við deildina í 6-8 vikur á tímabilinu 15. júní til 23. ágúst á þessu ári. Við getum boðið: Endurgreiðslu ferðakostnaðar með ódýrasta ferðamáta, allt að 3.500 norskar krónur. Ökeypis húsnæði (einungis vegna sumarafleysinga). Laun í launastigi 18-28 Umsækjendur verða að afla sér opinberrar norskrar viðurkenn- ingar áður en þeir hefja störf við sjúkrahúsið. Eyðublöð vegna umsóknar um opinbera viðurkenningu í Noregi er hægt að nálgast á starfsmannaskrifstofu sjúkrahússins. Nánari upplýsingar veitir yfirhjúkrunarfræðingur á þeirri deild sem sótt er um. Sími sjúkra- hússins er 0047 70105000. Umsóknir: Notið umsóknareyðublöð sjúkrahússins, sem hægt er að nálgast með því að hafa samband við afgreiðslu sjúkrahúss- ins eða vinnumiðlunina í Álasundi (Arbeidsformidlinga). Sendið skriflegar umsóknir ásamt staðfestum afritum af meðmæl- um og skírteinum fyrir 4. apríl 1998 til: Sentralsjukehuset í More og Homsdal, personalkontoret, 6026, Álesund, Norge. Fiæðslumiðstöð Reykjavíkur Næsta skólaár verður31 almennurgrunnskóli og 5 sérskólar í Reykjavík. Nemendur verða alls rúmlega 14.500. Stöðugt er unnið að þróun á skólastarfi og unnið er að einsetningu allra grunnskóla borgarinnar. Endurmenntunartil- boðtil kennara og skólastjórnenda eru mörg og fjölbreytt. Leitað er eftir kennurum í eftirtaldar stöður: Engjaskóli, með 380 nemendur í 1.-7. bekk. Sími 510 1300 Kennari í almenna kennslu. íþróttakennari. Handmenntakennari (smíðar), V2 staða. Sérkennari. Tölvukennari. Námsráðgjafi, 1/2 staða. Bókasafnsfræðingur Álftamýrarskóli. Sími: 568 6588 Vegna forfalla óskast starfsmaður í lengda viðveru (heilsdagsskóla). Upplýsingar um stöðuna gefa skólastjóri og aðstoðarskólastjóri. Upplýsingar um stöðurnar gefa skólastjóri og aðstoðarskólastjóri og Ingunn Gísladóttir á Fræðslumiðstöð Reykjavíkur í síma 535 5000, netfang ingunng@rvk.is. Umsóknarfrestur ertil 18. apríl nk. og ber að skila umsóknum til skólastjóra. Laun skv. kjarasamningum Kl og HIKvið Launa- nefnd sveitarfélaga. Við ráðningar í störf vilja borgaiyfirvöld stuðla að því að þau flokkist ekki í sérstök kvenna- eða karlastörf og hvetja því karl- menn til þess að sækja um ofangreindar stöður. • Frfldrkjuvegi 1 • ÍS-101 Reykjavík, • Sími: (+354) 535 5000 • Fax: (+354) 535 5050 • Netfang: fmr@rvk.is Snyrtivörusala — kynningar Áhugasöm eða lærð í snyrtifræðum, reyki ekki, geti hafið störf sem fyrst. Upplýsingar um aldur, menntun, fyrri störf o.þ.h. sendist til afgreiðslu Mbl. fyrir 27. mars nk. merktar: „A — 1313". Skólaskrifstofa Austurlands Lausar skólastjóra- og kennarastöður Við eftirtalda grunnskóla á svæði Skólaskrif- stofu Austurlands eru lausar skólastjóra- og/ eða kennarastöður næsta skólaár með um- sóknarfresti til 20. apríl 1998: Grunnskólinn á Bakkafirði: Staða skólastjóra og almenn kennsla. Vopnafjarðarskóli: Almenn kennsla, enska, heimilisfræði, mynd- og handmennt, raungreinar og sérkennsla. Skjöldólfsstaðaskóli: Almenn kennsla (1.—7. bekkur). Brúarásskóli: Almenn kennsla. Fellaskóli: Almenn kennsla og íþróttir. Egilsstaðaskóli: Almenn kennsla. Grunnskólinn á Eiðum: Staða skólastjóra og almenn kennsla. Grunnskóli Borgarfjarðar: Almenn kennsla og sérkennsla. Seyðisfjarðarskóli: Almenn kennsla, heimil- isfræði, íþróttir, mynd- og handmennt. Grunnskólinn í Mjóafjarðarhreppi: Staða skólastjóra. Grunnskóli Reyðarfjarðar: Almenn kennsla, heimilisfræði, mynd- og handmennt og tungumál. Grunnskólinn á Eskifirði: Almenn kennsla, danska, heimilisfræði, íþrótt- ir, líffræði og stærðfræði. Nesskóli í Neskaupstað: Almenn kennsla, handmennt og raungreinar. Grunnskóli Fáskrúðsfjarðar: Almenn kennsla, íþróttir, mynd- og handmennt og raungreinar. Grunnskólinn á Stöðvarfirði: Almenn kennsla og tungumál. Grunnskólinn í Breiðdalshreppi: Almenn kennsla (1/2 staða). Nánari upplýsingar veita viðkomandi skólastjórar og ber að skila umsóknum til þeirra. Forstöðumaður. ARKITEKT BYGGINGAFRÆÐINGUR Teiknistofan ehf. óskar eftir að ráða arkitekt og/eða byggingafræðing til starfa. Starfssvið • Ýmis hönnunarverkefni. • Gerð útboðs- og verklýsinga. Menntunar- og hæfniskröfur • Nám í arkitektúr eða byggingafræði. • Frumkvæði, sjálfstæði og skipulögð vinnubrögð. • Góð kunnátta í AUTO CAD, Word og Excel. • Reynsla í gerð og frágangi útboðsgagna kostur. • Leyfi til að gera eignaskiptayfirlýsingar kostur. Nánari upplýsingar veita Líney Sveinsdóttir og Klara B. Gunnlaugsdóttir hjá Ráðgarði hf. frá kl. 9 -12 í síma 533 1800. Vinsamlegast sendið skriflegar umsóknir til Ráðgarðs fyrir 29. mars merktar: „Arkitekt/Byggingafræðingur". RÁÐGARÐUR hf STJÓRNUNAR- OG REKSTRARRÁÐGJÖF Furugerði5 108Reykjavík Sími 5331800 Fax: 5331808 Netfang: rgmidlun@radgard.is Heimasíða: httpý/www.radgard.is

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.