Morgunblaðið - 22.03.1998, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 22.03.1998, Blaðsíða 17
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 22. MARZ 1998 E 17 S ka rtg r i pa versl u n Óskum eftir starfskrafti, 35—40 ára í 16—20 tíma á viku, að hluta til á laugardögum, og meiri vinnu á álagstímum. Umsókn skal skila á afgreiðslu Mbl. merkt: „S - 123". Mötuneyti Aðstoð óskast í mötuneyti (ekki yngri en fer- tug). Vinnutími frá kl. 9.00—14.00 fjóra daga í viku. Svörsendist afgreiðslu Mbl. merkt: „Mötuneyti — 3946", fyrir 27. mars. Rækjuveiðar Vinnslustjóri óskast á grænlenskan rækjufrysti- togara. Aðeins vanur maður kemurtil greina. Upplýsingar í síma 562 6389. Þrif í heimahúsum Tek að mér þrif í heimahúsum. Upplýsingar í síma 553 8858. Prentari óskast Óskum eftir prentara til starfa. Farið verður með allar umsóknir sem trúnaðarmál. Upplýsingar í símum 554 4399 og 554 4260. |? Prenttækni f öllum lltum Sölumenn Leitum að fólki sem vill hafa góðartekjur og getur unnið skipulega og sjálfstætt. Við veitum fulla þjálfun. Bíll nauðsynlegur. Pantaðu viðtal í síma 555 0350. Síld og fiskur Óskum eftir að ráða kjötiðnaðarmenn til starfa sem fyrst. Upplýsingar gefur Einar í síma 555 4488. BM Vallá ehf. Óskum eftir að ráða starfsmann í framleiðslu- deild, um er að ræða framtíðarstarf. Æskilegt er að umsækjendur séu með lyftara- próf. Nánari upplýsingar eru veittar í síma 577 4000 milli 10.00 og 16.00. Endurskoðun Endurskoðunarskrifstofa óskar að ráða við- skiptafræðing af endurskoðunarkjörsviði til starfa. Um er að ræða fjölþætt starf. Þarf að geta hafið störf sem fyrst. Vinsamlegast sendið umsóknirtil afgreiðslu Mbl. fyrir 27. mars nk., merktar: „E — 2000". Störf í Noregi um 40 km suður af Osló. Margskonar störf; við svínarækt, íslandshestarækt, korn- og skógar- yrkju og byggingarstarfsemi. Húsnæði útvegað. Hafið samband við Jens A. Sundby, Sundby Gárd, N-3474 Áros, sími 00 47 31 28 82 25, fax 00 47 31 28 57 11. TILKYNNIIMGAR Krabbameinsfélagið Aðalfundur Krabbameins- félags Reykjavíkur verður haldinn í húsi Krabbameinsfélagsins, Skógarhlíð 8, mánudaginn 30. mars 1998 og hefst kl. 20.30. Dagskrá: Venjuleg aðalfundarstörf. Önnur mál. Að loknum aðalfundi verður haldið fræðslu- erindi um krabbamein. Veitingar. Stjórnin. Fyrirtæki — Einstaklingar Laus veiðileyfi í Norðurá. Vegna forfalla eru laus leyfi á frábærum tíma í einni fengsælustu veiðiá landsins. Frá hádegi 24. júlí — hádegis 27. júlí, 4 stangir og frá hádegi 27. júlí — hádegis 30. júlí, 4 stangir. Fullt fæði og frábær þjónusta. Áhugasamir vinsamlegast hafið samband í síma 581 3425. Stangaveiðifélag Reykjavíkur, Háaleitisbraut 68, 103 Reykjavík. A iSOr-A Auglýsing frá yfirkjörstjórn í Kópavogi Vegna utankjörfundarkosninga sem hefjast 30. mars nk. mun yfirkjörstjórn taka á móti framboðslistum vegna sveitarstjórnakosning- anna 23. maí nk. mánudaginn 23. mars kl. 20:30 í Félagsheimili Kópavogs 2. hæð. Kjörstjórnin mun svo fimmtudaginn 26. mars á sama stað og sama tíma, og að viðstöddum umboðsmönnum lista úrskurða umfyrirliggj- andi framboð og listabókstafi. Lokafresturtil að skila framboðslistum vegna sveitarstjórnarkosninganna er 3. maí nk. Yfirkjörstjórn í Kópavogi, Jón Atli Kristjánsson, Haukur Ingibergsson, Vigfús Hallgrímsson. Kennaraháskóli íslands Opin samkeppni um hönnun á merki skólans Ákveðið hefur verið að gangast fyrir opinni samkeppni um hönnun merkis Kennaraháskóla íslands í tilefni þess að 1. janúar sl. var stofnaður nýr háskóli, þar sem fjórir skólar voru sameinaðir í einn. Keppnin er haldin í samráði við FÍT, Félag íslenskra teiknara og samkvæmt keppnisreglum þess. Öllum er heimil þátttaka. Verklýsing og hlutverk Merkið verður notað sem einkennistákn skól- ans, svo sem á bréfsefni, námsskírteini, útgefin verk, oddfána, byggingar o.fl. Merkið má vera í allt að fjórum litum en auðvelt þarf að vera að nota það í svart/hvítu. Frágangur og skilafrestur Tillögum skal skilað til Kennaraháskóla íslands, Stakkahlíð, 105 Reykjavík. Þærskulu merktar dulnefni en nafn höfundar, ásamt heimilisfangi og símanúmeri, skal fylgja með í lokuðu um- slagi merktu dulnefninu. Einungis skal senda inn eina tillögu undir hverju dulnefni. Tillögum skal skilað í stærðinni A4. Skilafresturertil kl. 16.00 föstudaginn 15. maí. Dómnefnd og verðlaun Fimm manna dómnefnd, skipuð fulltrúum FÍT og KHÍ, velur þá tillögu er hlýtur verðlaun. Henni er heimilt að hafna öllum tillögum ef þátttaka og gæði þeirra tillagna sem sendar verða í keppnina teljast ófullnægjandi að mati dómnefndar. Höfundi þeirrartillögu er hlýtur verðlaun verðurtilkynnt um úrslit þegardóm- nefnd hefur lokið störfum. Að keppni lokinni verður haldin sýning á völdum tillögum og úrslit tilkynnt. Veitt verða ein verðlaun 300.000 kr. fyrir bestu tillögu um merki ásamt 150.000 kr. greiðslu til höfundarfyrir hönnun og frágang merkis til prentunar. Nánari upplýsingar fást hjá Kennaraháskóla íslands í síma 563 3800. Einnig má leggja fyrir- spurnir inn á netfangið khi@khi.is Kennaraháskóli íslands Félag íslenskra teiknara. Sumarbúðir í Reykjadal Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra mun að venju reka sumarbúðirfyrirfötluð börn í Reykjadal, Mosfellsbæ, frá 29. maí til 28. ágúst. Umsóknir um dvalartíma þurfa að berast félag- inu fyrir 2. apríl nk. á eyðublöðum sem fást í afgreiðslu félagsins á Háaleitisbraut 11. Rvík. Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra sími 581 4899. Tilkynning frá Ríkiskaupum vegna 2000 ártalsins Eftirtaldir seljendur hafa svarað fyrirspurnum Ríkiskaupa um vandamál vegna ártalsins 2000 í vél- og hugbúnaði sem þeir selja: • Almenna kerfisfræðistofan hf. • Einar J. Skúlason hf. • Forritun ehf. • Hugvit hf. • Kerfisþróun hf. • Kuggur hf. • Opin Kerfi hf. • Skýrr hf. • Tæknival hf. Svör þeirra hafa verið birt á www.rikiskaup.is/ y2k. Seljendur eru hvattir til að koma upplýs- ingum um vél- og hugbúnað vegna ártalsins 2000 til Ríkiskaupa til birtingar á veraldarvefn- um. Nánari upplýsingar í síma 552 6844 eða aegir@rikiskaup.is. BORGARTÚNI 7, 105 REYKJAVÍK SÍMI 552-6844, B r ó fa s í m i 562-6739-Netíang: rikiskaup@rikiskaup.is W RÍKISKAUP úrboð s k i I a á r a n g r i I Frá grunnskólum Hafnarfjarðar Innritun Innritun nýrra nemenda Innritun nýrra nemenda í grunnskóla Hafnar- fjarðar fyrir næsta skólaár fer fram á skrifstof- um skólanna dagana 23.- 27. mars nk. Innrita skal: Börn sem eiga að hefja nám í 1. bekk (fædd 1992) Nemendur sem vegna aðsetursskipta koma til með að eiga skólasókn í Hafnarfirði haustið 1998. Flutningur milli skóla Eigi nemendur að flytjast á milli skóla innan Hafnarfjarðar ber að tilkynna það viðkomandi skólum fyrir 27. mars nk. Athugið að mjög áríðandi er að allar ný- • skráningar ásamt tilkynningum og óskum um flutning milli skóla þurfa að berast fyrir ofangreind tímamörk þar sem undir- búningur næsta skólaárs er hafinn. Nánari uppýsingarfást á Skólaskrifstofu Hafn- arfjarðar í síma 555 2340. Skólafulltrúinn 1 í Hafnarfirði.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.