Morgunblaðið - 22.03.1998, Blaðsíða 1
fltargtutfrfaMfe
ATVINNU/RAD-
OG SMÁAUGLÝSINGAR
PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS SUNNUDAGUR 22. MARZ1998 BLAÐ E
ATVINNUAUGLÝSINGAR j
Starf á endurskoð-
unarskrifstofu
ENDURSKOÐUNARSKRIFSTOFA óskar eftir að ráða
viðskiptafræðing af endurskoðunarkjörsviði til starfa. Þarf
að geta hafíð störf sem fyrst. Umsóknir á að senda af-
greiðslu Mbl. fyrir 27. mars, merktar: „E - 2000.“
Skrifstofa Samtaka
um þjdðareign
SAMTÖK um þjóðareign vjlja „afnema það óréttlæti að
einhverjir einstaklingar géti kastað eign sinni á sameign
þjóðarinnar og leikið sér síðan með hana í fjárhættuspili",
segir í auglýsingu þeirra. Samtökin óska eftir starfsmanni
til að stjóma skrifstofunni. Leitað er að „kraftmiklum hug-
sjónamanni sem vill leggja nótt við dag til að afla málstaðn-
um íylgis". Nánari upplýsingar gefa Jón Arason í síma
4833311 og Bárður Halldórsson í síma 5654360 og 5614030.
Starf í Noregi
ÓSKAÐ er eftir manni til starfa á bændabýli 40 km suður
af Ósló. Um er að ræða svínarækt, Islandshestarækt, korn-
og skógaryrkju og byggingarstarfsemi. Upplýsingar veitir
Jens A. Sundby í síma 0004731288225.
Stjdrn útflutnings-
fyrirtækis
ÚTFLUTNINGSFYRIRTÆKI í Reykjavík óskar eftir að
ráða framkvæmdastjóra og felur starfið í sér daglegan
rekstur og markaðssetningu íslenskra afurða erlendis. I
boði er vel launað, spennandi starf sem býður upp á ferða-
lög erlendis og hlutfallslegar arðgreiðslur. Góð tölvukunn-
átta og sjálfstæð vinnubrögð eru mjög mikilvæg.
RAÐA UGL ÝSINGAR
Listamannastyrkir
í Kopavogi
LISTA- og menningarráð Kópavogs auglýsir eftir umsókn-
um um starfsstyrki til listamanna úr Kópavogi fyrir árið
1998. Umsóknarfrestur er til 19. apríl.
Roleg og reyklaus
fjölskylda
FIMM manna, róleg og reyklaus fjölskylda óskar eftir 4-5
herbergja húsnæði til leigu á Reykjavíkursvæðinu frá 1.
ágúst. Meðmæli ef óskað er. Upplýsingar í síma 5535969
eða 8961177.
Sumarbústaðaloð
í Skorradal
TIL sölu er leiguland í Skorradal, alveg við vatnið, allt
skógi vaxið og ósnortið. Hálftíma akstur frá Reykjavík eftir
göngin.
SMÁAUGLÝSINGAR
Starf Sálarrann-
soknafélagsins
SÁLARRANNSÓKNAFÉLAG íslands minnir á störf
miðla og huglækna hjá félaginu, einnig fræðslu-, fyrirbæna-
og sjálfstyrkingarhópa á mánudögum og þriðjudögum og
heilunarsamkomu í dag kl. 14. Hafín er skráning í nýjan
bænahring sem Skúli Lorenz mun stofna og halda utan um.
1997 hagstætt hjá Norræna fjárfestingarbankanum
Lánaði 10 milljarða
til Islands
HAGNAÐUR af starfsemi Norræna fjár-
festingarbankans nam 114 milljónum ECU
(9,1 milljarði kr.) í íyrra en það er svipaður
hagnaður og árið 1996. Engin útlánatöp
urðu á árinu, að því er segir í frétt frá bank-
anum.
Á árinu 1997 tók bankinn þátt í fjármögn-
um um 70 stórra fjárfestingarverkefna á
Norðurlöndum, og svara þessar fjárfesting-
ar til 11% af heildarfjárfestingu norræns at-
vinnulífs á árinu 1997. Mikill hluti nýrra
lána fór til fjárfestinga yfir landamæri sem
efla efnahagslegan samruna, auka hagvöxt
og bæta atvinnuástand. Allmörg verkefni
voru einnig á sviði rannsókna og þróunar-
starfsemi, innviða og umhverfismála.
Mestur hluti norrænna lána bankans var
enn sem fyrr til sænskra lántakenda eða um
37%. Lán til íslenskra lántakenda námu ríf-
lega 8% af heildarútlánum bankans til
Norðurlanda í árslok 1997.
Á árinu 1997 var stofnsettur nýr lána-
flokkur til umhverfisbóta á grannsvæðum
Norðurlanda. Tilgangur áætlunarinnar er
að taka þátt í fjármögnun umhverfisverk-
efna á grannsvæðum Norðurlanda í austri,
þ.e.a.s. við Eystrasalti, Barentshaf og á
Kólaskaga. Fyrstu lán af þessu tagi voru
veitt til sveitarfélaga í Lettlandi og Litháen
auk fjárfestinga til endurbóta á vatnsöflun-
ar- og frárennsliskerfum í Sankti Péturs-
borg.
Stærsti einstaki
lánveitandi á íslandi
Á árinu 1997 var gengið frá átta nýjum
lánssamningum við íslenska lántakendur að
fjárhæð ríflega 10 milljarðar kr. Útistand-
andi lán bankans til íslenskra lántakenda
nema nú ríflega 39 milljörðum kr., sem
svarar til ríflega 8% af heildarlánveitingum
bankans til Norðurlanda. Til viðbótar koma
síðan samningsbundin óútborguð lán að
jafnvirði 4,5 milljarðar kr., sem væntanlega
koma til útborgunar næstu 12 mánuðina.
NIB er stærsti einstaki erlendi lánveit-
andi til íslands með um 15% af öllum er-
lendum langtímaskuldbindingum þjóðar-
búsins í lok september sl. Útborguð ný lán
til Islands á árinu 1997 námu 6,5 milljörðum
kr., en það er mun meiri fjárhæð en undan-
farin ár. Árleg útborgun nýrra lána til ís-
lands á árunum 1995 og 1996 nam tæplega
4,5 milljörðum kr. hvort ár.
Á árinu 1997 voru samþykkt átta ný lán
til Islands að fjárhæð 8,3 milljarðar kr.
Nánar tiltekið er hér um að ræða lán til
orkuframleiðslu í tengslum við nýja stóriðju
bæði til Landsvirkjunar, 3.600 milljónir kr.,
og Hitaveitu Reykjavíkur, 2.450 milljónir
kr. Þá var veitt lán til Marels hf. að fjárhæð
200 milljónir kr. vegna fjárfestingar yfir
landamæri, þ.e. kaupa Marels hf. á danska
fyrirtækinu Carnitech A/S.
Veitt var lán til Flugleiða hf. að fjárhæð
1.080 milljónir kr. vegna kaupa félagsins á
nýjum Boeing 757-200 þotum. Ennfremur
var veitt lán að fjárhæð 205 milljónir kr. til
stækkunar Grundartangahafnar vegna
byggingar nýs álvers og ráðgerðrar stækk-
unar Járnblendifélagsins hf. Einnig voru
veitt lán bæði til íslandsbanka hf. að fjár-
hæð 500 milljónir kr. og SPRON að fjárhæð
290 milljónir kr. til endurlána.
Verslunar-
ráð veitir
námsstyrki
FORMAÐUR Verslunarráðs
Islands, Kolbeinn Kristinsson,
afhenti nýlega tveimur íslensk-
um námsmönnum námsstyrk
úr námssjóði Verslunarráðs.
Styrkir þessir eru veittir ár-
lega námsmönnum er stunda
framhaldsnám við, erlenda há-
skóla. Fjárhæð hvors styrks
um sig er 200.000 krónur og er
þeim ætlað að efla íslenskt at-
vinnulíf og stuðla að framþróun
þess. Styrkþegar að þessu
sinni voru þau Jón Garðar
Guðmundsson og Sigríður Sig-
urjónsdóttir.
Jón Garðar er fæddur árið
1968. Hann lauk stúdentsprófi
frá Menntaskólanum við Sund
1988 og lokaprófi í viðskipta-
fræði frá Háskóla íslands vorið
1992, af fjármálasviði. Hann
stundar nú framhaldsnám við
viðskiptaháskólann IESE í
Barcelona á Spáni. Þar leggur
hann stund á tveggja ára MBA-
nám, sem lýkur vorið 1999.
Sigríður er einnig fædd árið
1968. Hún lauk stúdentsprófi
frá Verzlunarskóla Islands árið
1988 og stundar nú MA-nám í
hönnun við Central Saint
Martins College of Art and
Design í London þar sem hún
leggur meðal annars áherslu á
notkun vistvænna efna í hönn-
un og iðnaði, hönnunarstúdíó á
Internetinu og stjórnun og
markaðssetningu í sambandi
við hönnun.
SH velur
UNIX miðlara
frá Nýherja
NÝVERIÐ gerði Sölumiðstöð hraðfrystihúsanna
samning við Nýherja um kaup á UNIX miðlara af
IBM RS/6000 F50 gerð. Á hinum nýja miðlara ætlar
Sölumiðstöðin að reka aðalupplýsingakerfi sitt er
byggist á Fjölni. Það sem ýtti undir fjárfestinguna
var krafan um aukin gæði í upplýsingavinnslu fyrir-
tækisins, aukið rekstraröryggi og meiri afköst, að
því er segir i fréttatilkynningu.
RS/6000 F50 miðlarinn er búinn
helstu rekstraröryggiskostum sem
fyrirfinnast í ES/9000 stórtölvum
IBM. Hann hefur m.a. sjálfstæða
þjónustutölvu um borð sem vakir
yfir starfinu og getur brugðist við
atburðum á margvíslegan hátt. Vél-
in getur haft fjóra öfluga PowerPC
gjörva og hefur 128 bita minnis-
braut sem getur fært 1,3 GB af
gögnum á hverri sekúndu. Hún er
búin 512 MB vinnsluminni og SSA
RAID diskakerfi með 10 4,5 GB
diskum. SSA diskatæknin býður
uppá meiri áreiðanleika en SCSI og
talsvert meiri afköst, sérstaklega í
gagnasafnsvinnslu þar sem álaginu
er dreift á marga diska.
Það réði nokkru um val Sölumið-
stöðvarinnar að AIX, þ.e. UNIX
sí «*>*«»<- ;V\
^ ■ !'
í i- ,, (■. v
Á myndinni eru standandi frá vinstri: Helgi Örn Viggósson, sölustjóri
IBM RS/6000, Bjarni Lúðvfksson, framkvæmdastjóri fjármálasviðs
SH, Sigurður Ingi Margeirsson, forstöðumaður tölvudeildar SH, og
Hrafn Þórðarson, sölufulltrúi IBM RS/6000. Sitjandi eru Emil G. Ein-
arsson, framkvæmdastjóri miðtölvudeildar Nýherja, og Friðrik Páls-
son forstjóri SH.
stýrikerfið frá IBM, er þeim kost-
um búið að framkvæma má nánast
alla viðhaldsvinnu án þess taka
kerfið úr þjónustu. Þá réð miklu að
AIX hefur öflug myndræn notenda-
skil fyrir kerfisstjóra svo að engin
þörf er á sérhæfðri UNIX þekkingu
við daglegan rekstur.
Talsverður vöxtur hefur verið hjá
Nýherja á IBM RS/6000 sviðinu
undanfarið. Fjárfest hefur verið í
aukinni þjónustuhæfni á sviðinu og
hefur UNIX sérfræðingum fjölgað,
en nýlega stóðust fjórir slíkir próf
er veitir þeim titilinn „Certified
IBM AIX Specialist“.