Morgunblaðið - 22.03.1998, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 22.03.1998, Blaðsíða 24
£4 E SUNNUDAGUR 22. MARZ 1998 MORGUNBLAÐIÐ E ndur- koma Kubricks Hvað hefur Stanley Kubrick verið að gera með Tom Cruise og Nicole Kidman í 400 daga? Loksins er tökum lokið á nýju Kubr- ick-myndinni, „Eyes Wide Shut“, að sögn Arnaldar Indriðasonar, en lítið sem ekk- ert er enn vitað um myndina, gerð hennar LEIKARAHJÓNIN Cruise og Kidman fara með aðalhlutverk í Kubrick-myndinni og leika hjón, að líkindum sálfræðinga. og innihald. Er óhætt að fullyrða að marg- ir bíða spenntir eftir að sjá hvað Kubrick +dregur upp úr hatti sínum. FANGAR leikstjórans í 400 daga; skopmynd af Tom Cruise og Nicole Kidman. „Ef Kubrick hefði ekki orðið kvikmyndaleikstjóri," á breski leikarinn Malcolm McDowell að hafa sagt eftir að hann lék fyrir Kubrick í „A Clockwork Orange“, „hefði hann orðið herráðsforingi." Cruise getur eflaust tekið undir það ef marka má sögusagnir og þykir íiann sjálfur mátulega ráðrík- ur. Út af einhverju fóru tök- urnar fram úr áætlun og stóðu í nær 400 daga en ekki er vit- að til þess að nokkur bíómynd hafi verið svo lengi í tökum. Ein ástæðan er eflaust full- komnunarárátta Kubricks. Hermt er að hann hafi tekið upp sama atriðið með Cruise 93 sinnum áður en hann varð V ánægður. Kubrick hefur áður 'reynt á þanþol leikaranna sína. Bæði Jack Nicholson og Ryan O’Neal kváðust „úr- vinda“ eftir að hafa leikið í myndum hans. Ein kenningin er sú, og mátulega brúkleg, að Kubrick noti allar þessar tökur til þess að þreyta leikarana og fá frá þeim manískan, vélrænan leik sem hentar honum. Hinar fjölmörgu tökur og töku- ^gar eiga að hafa tekið sinn toll og ELLEFU ár frá síðustu mynd; nýleg ljósmynd tekin af Stanley Kubrick. Long“. Fylgdi sögunni að um yrði að ræða einhverja flóknustu brellu- myndasmíð sem framleidd hefði verið. Kubrick á að hafa heillast mjög af tölvuteikningunum í Júra- garði Steven Spielbergs og séð að nú loks gæti hann farið að filma sögu sína um vélmenni með gervi- greind og bráðnaðar íshellur pól- anna. Það vakti gríðarlega athygli að hreyfíng var komin á Kubriek eftir áralanga þögn og ein flökku- sögnin hermdi að kvikmyndahöf- undurinn hefði tekið á filmu vöxt ungs leikara á tveggja ára fresti í fimm ár, sem hann ætlaði að nota í ,A-L“. Svo gerðist það uppúr þurru í desember árið 1995 að Warner Bros. tilkynnti að Kubrick mundi ráðast í gerð „Eyes Wide Shut“ og síðan hefur enginn heyrt á „A.I.“ minnst. Tökur á „Eyes“ hófust ári síðar. Kubrick byggir hana á skáldsögu Arthur Schnitzlers frá 1927 sem heitir Rapsódía: Draumasaga og fékk handritshöfundinn Frederic Raphael, sem skrifaði m.a. handrit myndarinnar „Darling“ árið 1965, til þess að gera handritið með sér. Saga Schnitzlers segir af hjónum sem eru afbrýðisöm út í hvort ann- að. Ostaðfestar fréttir herma að Cruise og Kidman leiki hjónin sem eru sálfræðingar og eiga í leyndu sambandi við sjúk- linga sína; kynlíf, klæðskiptingar og morfínfíkn blandast því. „Fjölmiðlar eiga eftir að tryllast þegar þeir byrja að skilgreina sambandið á milli okkar,“ sagði Kidman nýlega. Sagt er að Ku- brick hafi lengi langað til þess að búa til mynd um kynlíf sem væri mun meira krassandi en Lolíta sem hann gerði árið 1962. Til er saga rakin í nýlegu Empire af honum og hand- ritshöfundinum Terry Southem, sem skrifaði með honum „Dr. Strangelove“, er greinir frá því að Southern hafi einu sinni sýnt Kubrick klám- mynd. „Það væri frábært,“ á Ku- briek að hafa sagt eftir sýningu myndarinnar, „ef STANLEY Kubrick hefur löngum verið mönnum ráð- gáta. Hann er goðsögn í lif- anda lífi, einn fárra raun- verulegra snillinga hvíta tjaldsins gem enn er starfandi, maður sem gerir í því að láta ekki á sér bera, hafði ekki gert bíómynd í áratug þegar hann hófst handa við þá nýj- '^ttstu og hefur haldið skærustu stjörnu kvikmyndanna, Tom Cruise, í 400 daga við tökur eins og að drekka vatn. Honum hefur tek- ist að sjá svo um að enginn veit neitt um myndina hans, „Eyes Wide Shut“. Framleiðandinn, Warner Bros., sendi frá sér stutt- orða fréttatilkynningu fyrir þremur árum um það að myndin yrði gerð og síðan ekki söguna meir. Þau leikarahjón sem fara með aðalhlut- verkin tvö, Cruise og Nicole Kidm- an, hafa ekki sagt orð um myndina og enginn annar sem komið hefur nálægt gerð hennar hefur viljað segja neitt um það sem fram fór við tökur. Sjálfur veitir Kubrick ekki jriðtöl sem kunnugt er. Þetta er að sjálfsögðu upplagður jarð- vegur fyrir flökkusagnir og gróusögur og þær eru margar og verður tæpt á nokkrum þeirra hér. Næstum hundrað tökur af sama atriði mun sambandið á milli Cruise og Kubricks hafa stirðnað þegar leið á tökudagana eftir því sem segir í breska kvikmyndatímaritinu Emp- ire. Kidman reyndi að draga úr því í samtali við bandaríska tímaritið Entertainment Weekly og sagði: „Enginn hefur ennþá fengið tauga- áfall. Kubrick vinnur með okkur Tom hvoru í sínu lagi og þegar þið sjáið myndina skiljið þið hvers vegna.“ „A.I.“ gleymdist Fréttir af endurkomu Kubricks um miðjan þennan áratug höfðu ekkert með „Eyes Wide Shut“ að gera. Sagt var að leikstjórinn hefði eytt mestum tíma sínum frá því hann gerði „Full Metal Jacket“ árið 1987 í að undirbúa framleiðslu á vísindaskáldskaparmynd sem hann kallaði ,A.I.“ eða „Artificial Intell- igence" - Gervigreind - byggðri á sögu eftir Brian Aldiss sem heitir „Super Toys Last All Summer einhver gerði bíómynd eins og þessa hjá einum af stóru kvik- myndaverunum.“ Southern skrifaði síðar skáldsöguna Blá mynd eða „Blue Movie“ sem fjallaði um stór- kostlega flinkan leikstjóra er reyndi að fá gerða raunverulega klámmynd með Hollywood-stjörn- um. Hann tileinkaði söguna „Stanley K. hinum mikla“. Menn telja sig hafa komist að því að „Eyes“ gerist í New York, en hlutar borgarinnar voru reistir í Pinewood kvikmyndaverinu í Bret- landi, heimalandi Kubrick, þar sem leikstjórinn ferðast ekki yfir hafið. Hún er tekin að mestu á 70 mm filmu, sumt á svart/hvíta filmu, jafnvel draumasenur. Keitei hverfur af vettvangi Mikil leynd hvílir yfir því hvers vegna Harvey Keitel hætti skyndi- lega að leika í myndinni. Opinbera skýringin er sú að Keitel hefði verið samningsbundinn framleiðendum Leiðarinnar til Graceland eða „The Road to Graceland" og þurft að hætta þegar tökudögum Kubrick fjölgaði. Aðrir segja að Keitel hafi ekki líkað fullkomnunaráráttan í leikstjóranum og horfið af vett- vangi. Hver sem ástæðan var réð WarnerBros. þegar Sidney Pollack til þess áð leika hlutverk Keitels. Voru allar Keitel-tökurnai- endur- teknar með Pollack í hlutverkinu. Er sagt að Pollack, sem er fyrst og fremst leikstjóri, hafi verið ráðinn til þess að róa öldurnar en hann hafði áður unnið með Cruise við „The Firm“ og farið vel á með þeim. Blöð fluttu margar furðusögur af Kubrick á tökustað allt síðasta ár. Hann rak alla heim til sín sem voru kvefaðir. Hann hafði sínar eigin byssur á tökustað. Var sífellt að hripa niður minnispunkta og drakk aðeins sérstakt gosvatn innflutt frá Kentucky. Flest af þessu er eflaust dæmalaus della. Kubrick hefur gert allar sínar myndir fyrir Warner Bros. kvik- myndaverið í Hollywood frá „A Clockwork Orange" árið 1971. Seg- ir í samningi kvikmyndaversins við Kubrick að leikstjórinn eigi heimt- ingu á ágóðahlut af myndum sínum og að hann hafi fullt vald yfir loka- klippingu mynda sinna. Er haft eft- ir talsmanni kvikmyndaversins að litlar líkur séu á því að „Eyes Wide Shut“ verði frumsýnd á þessu ári. Aðrar fréttir af myndinni sé ekki að hafa samkvæmt beiðni Kubrieks. Víst er að margir bíða eftirvænt- ingafullir eftir því að sjá hvað leik- stjórinn dregur upp úr hatti sínum. Munu líklega gróusögur af töku- stað, 400 tökudagar og 93 tökur á sama atriði skipta litlu máli þegar myndin loks verður sýnd. Þá skipt- ir það eitt máli að meistari kvik- myndalistarinnar hefur sent frá sér nýja bíómynd eftir 11 ára langa þögn.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.