Morgunblaðið - 22.03.1998, Blaðsíða 13
MORGUNBLAÐIÐ
Kaupþing hf. er fjárfestingarbanki f eigu
sparisjóöanna. Fyrirtækiö er ieiöandi á
sviöi verðbréfaviðskipta og hefur veriö allt
frá stofnun 1982. Hjá Kaupþingi hf.
starfa nú 75 manns. Velta verðbréfa-
viðskipta var 200 milljarðar á síðasta ári
og rúmir 45 milljarðar eru í eignastýringu
hjá Kaupþingi hf. Þjónusta Kaupþings hf.
er fjölbreytt og tekur m.a. til innlendra og
erlendra verðbréfaviðskipta, gjaldeyris- og
afleiöuviðskipta, eignastýringar á
innlendum sem erlendum verðbréfa-
sjóðum og ráðgjafarstarfa ýmiskonar.
Kaupþing hf. leggur ríka áherslu á að
hafa fært starfsfólk í sínum rööum sem
sýnir frumkvæði og fagmennsku í
störfum. Markmiö Kaupþings hf. er að
halda forystu sinni á íslenskum
fjármagnsmarkaði með bættri þjónustu og
nýjum landvinningum.
KAUPÞING HF.
Kaupþing hf. óskar eftir starfsfólki í eftirtalin störf:
• Verðbréfamiðlun
• Eignastýringu
• Fyrirtækjaþjónustu
• Gjaldeyrisviðskipti / Peningamarkaðsviðskipti
Menntunar- og hæfniskröfur:
• Háskólamenntun t.d. á sviði viðskiptafræði,
hagfræði, verkfræði eða tölvunarfræði
• Reynsla af störfum á verðbréfamarkaði eða
önnur starfsreynsla æskileg
• Færni í mannlegum samskiptum, frumkvæði
og metnaður
Vinsamlegast sendið umsóknir til Kaupþings hf., merktar
„Starfsumsókn, b.t. Gunnars Sverrissonar" eða með
tölvupósti til gunnar@kaupthing.is fyrir 31. mars
næstkomandi.
Farið verður með allar umsóknir sem trúnaðarmál.
Ef óskað er nánari upplýsinga þá vinsamlegast hafið
samband við Gunnar Sverrisson forstöðumann stjórnunar-
sviðs í síma 5151500 á milli kl. 10 og 12 næstu daga.
KAUPÞING HF
-Fjárfestingarbanki
Ármúla 13A, 108 Reykjavík,
Leikskólastjóri
leikskólakennarar
Hornafjarðarbær auglýsir lausar stöður leik-
skólastjóra og leikskólakennara við Leikskól-
ann Lönguhólum. Skólinn er þriggja deilda
og í honum dveljast samtals um 115 börn dag-
lega.
Allar nánari upplýsingargefa Eyrún Axelsdóttir
í síma 478 1315 og Stefán Ólafsson í síma
478 1500.
Umsóknarfrestur er til 30. apríl 1998.
Bæjarstjóri Hornafjarðar.
Viltu opna
fasteignasölu?
■ Hefurðu reynslu af rekstri fyrirtækja, sölu-
mennsku og viðskiptum?
■ Ertu ötull og áhugasamur?
■ Ertu heiðarlegur og áttu gott með samskipti
við fólk?
Ef svo er, þá sendu umsókn með upplýsingum
um sjálfan þig, menntun og fyrri störf til af-
greiðslu Mbl. merktar: „V — 3926" fyrir 25.
mars.
www.lidsauki.is
Ráðningar stjórnenda,
sérfræðinga, ritara og annars
skrifstofufólks.
Hjúkrunarfræðingar —
Hjúkrunarfræðinemar
Lausar stöður kvöld og helgar á hjúkrunardeild
og hlutastarf kvöld, helgar og næturvaktir á
hjúkrunarvakt vistheimilisins. Lífleg vinna og
næg spennandi verkefni.
í sumar vantar afleysingar á ýmsar vaktir
ma. 8.00 - 16.00,16.00 - 24.00,17.00 -
23.00,16.00 — 22.00 og á næturvaktir.
Sjúkraliða og starfsmenn vantar til aðhlynn-
ingar í sumarafleysingar.
Verið velkomin að skoða. Við vekjum athygli
á að þjónusta við aldraða er heillandi.
Upplýsingar veita ída Atladóttir hjúkrunarfor-
stjóri og Þórunn A. Sveinbjarnar hjúkrunar-
framkvæmdastjóri í símum 553 5262 og
568 9500.
Hrafnista, hjúkrunar- og vistheimili fyrir aldraöa í Reykjavík tók til
starfa 1957. Þar búa 316 vistmenn. Á vistheimilinu eru 204, en á 5
hjúkrunardeildum eru 113.
SUNNUDAGUR 22. MARZ 1998 E lo*
hAsköunn
ÁAKUREYRI
Laus staða
Laus er til umsóknar
staða forstöðumanns rekstrardeildar
Háskólans á Akureyri
Forstöðumaður deildar hefuryfirumsjón með
starfsemi deildar, s.s. kennslu, stjórnun og
rannsóknum.
Deildarfundur rekstrardeildar kýs forstöðumann
úr hópi umsækjenda og skal hann fullnægja
hæfniskröfum sem gerðar eru til fastráðinna
kennara við háskólann, sbr. 5. gr. reglugerðar
nr. 380/1994 fyrir Háskólann á Akureyri.
Að fengnu samþykki háskólanefndar ræður rekt-
or þann sem kjör hlýturtil þriggja ára.
Ráðið er í starfið frá 1. ágúst nk.
Laun eru samkvæmt kjarasamningi Félags
háskólakennara á Akureyri.
Umsækjendurskulu láta fylgja umsókn sinni
rækilega skýrslu um vísindastörf sín, ritsmíðar
og rannsóknir, svo og námsferil og störf. Með
umsóknunum skulu send eintök af vísindaleg-
umritum og ritgerðum umsækjenda, prentuð-
um og óprentuðum.
Upplýsingar um starfið gefur rektor háskólans
í síma 463 0900.
Umsóknir skulu hafa borist háskólanum á
Akureyri fyrir 10. apríl nk.
Rektor.
Vélaverkfræðingur
— Tæknifræðingur
Starfið:
Starfið felst í þróun á neðansjávarbúnaði og
á nýjum kynslóðum af rafeindamerkjum.
Þróun á plast- og keramíksteypuverfærum auk
hönnunar úr ryðfríu stáli.
Hæfni:
Vélaverkfræðingur (M.Sc/B.Sc.), minnst 3 ára
starfsreynslu krafist. Þekking/reynsla af mekan-
ískri hönnun, efnisþekking, þekking á
burðarþolsfræði, reynsla af CAD vinnslu, þekk-
ing á að setja upp mekanískarteikningar. Sjálf-
stæður í starfi, hugmyndaríkur og ábyrgur.
Góð kunnátta í ensku er skilyrði, kostur ef hægt
er að sýna fram á færni í einu norðurlanda-
máli.
Við bjóðum upp á:
Spennandi starf í litlu hátæknifyrirtæki í sam-
vinnu við fagfólk og vísindamenn sem eru
fremstir á sínu sviði. Nýjustu og öflugustu 3D
CAD verkfæri og möguleikar á að móta fram-
tíðarvörur fyrirtækisins.
Umsókn:
Frekari upplýsingarfást hjá Sigmari Guð-
björnssyni í síma 551 3444.
Skrifleg umsókn sendist Stjörnu Odda,
Grandagarði 5,101 Reykjavík.
Stjörnu Oddi:
Þróar, framleiðir og markaðssetur rafeinda-
merki sem notuð eru að mestu við fiski-
rannsóknir. Fyrirtækið starfar náið með
Hafrannsókna- og Veiðimálastofnun.
http ://www. sta r-oddi. com
Heilbrigðisstofnunin Blönduósi
Hjúkrunarfræðingur
með Ijósmóður-
menntun
Staða Hjúkrunarfræðings með Ijósmóður-
menntun er laustil umsóknar, staðan veitist
frá 1. maí nk. eða eftir nánara samkomulagi.
Um er að ræða starfsfyrirkomulag á móti öðr- ,
um hjúkrunarfr/ljósmóður við störf á deild og
við fæðingar.
Einnig vantar hjúkrunarfræðinga og sjúkraliða
til sumarafleysinga. Umsóknir sendist
hjúkrunarforstjóra, Sveinfríði Sigurpálsdóttur,
sem jafnframt veitir nánari upplýsingar.
Heilbrigðisstofnunin Blönduósi,
Flúðabakka 2, sími 452 4206.