Morgunblaðið - 08.04.1998, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 08.04.1998, Blaðsíða 12
12 MIÐVIKUDAGUR 8. APRÍL 1998 FRETTIR MORGUNBLAÐIÐ Morgunblaðið/Rax TALSMENN MH-inga á blaðamannafundi í gær. Frá vinstri: Björn Grétar Stefánsson, Finnur Þór Birgisson, þjálfari keppnisliðs MH, og Hjálmar Blöndal, forseti Nemendafélags MH. Dómari Gettu betur ber af sér allar sakir Utvarpsráð svarar MH í dag HJÁLMAR Blöndal, forseti Nem- endafélags Menntaskólans við Hamrahlíð, og Finnur Þór Birgisson, þjálfari keppnisliðs MH í Gettu bet- ur, spurningakeppni framhaldsskól- anna, kynntu á blaðamannafundi í gær athugasemdir þær sem MH-ing- ar gera við framkvæmd keppninnar og dómgæslu í úrslitum hennar en nemendafélagið hefur formlega farið þess á leit við útvarpsráð að MH verði dæmdur sigur í keppninni og til vara að úrslitaviðureigmn verði endurtekin. Dómarinn hallaði réttu máli MH-ingar telja að dómari keppn- innar, Gunnsteinn Olafsson, hafí hallað réttu máli þegar hann dæmdi MR sigur í keppninni og segja að ef mið sé tekið af frammistöðu kepp- enda hefði lið MH átt að sigra. Aftur og aftur hafi Gunnsteinn gefíð liði MH rangt fyrir rétt svör og liði MR rétt fyrir röng svör. í bréfi MH-inga til útvarpsráðs eru rakin dæmi af dómum sem MH- ingar telja ranga. Þar er sérstaklega getið annairar bjölluspurningar um aðila eða stofnanir sem hefðu haldið um meginþræði þinghalds á þjóð- veldisöld, fímmtu bjölluspumingar sem snerist um hljómsveitina Kol- rössu krókríðandi, tólftu bjöllu- spurningar um íslenskan tvísöng og þriðju vísbendingaspurningar um ís- mann þann sem nú hefur verið eign- aður Itölum. í bréfinu er vísað til 15. gr. út- varpslaga þar sem mælt sé fyrir um að Ríkisútvarpið skuli gæta fyllstu óhlutdrægni í frásögn, túlkun og dagskrárgerð. „Útvarpsráði ber skylda til að gæta þess að starfs- menn stofnunarinnar virði þessa reglu. Dómgæslan í úrslitum spurn- ingakeppninnar „Gettu betur“ var á engan hátt óhlutdræg. í úrskurðum dómarans um vafaatriði keppninnar var augljóslega dreginn taumur ann- ars liðsins,“ segir m.a. í bréfinu. Útvarpsráð svarar í dag Bréf nemendafélags MH var lagt fram á fundi útvarpsráðs í gærmorg- un. Ráðið ákvað að biðja um greinar- gerð frá dómara keppninnar og fól formanni þess, Gunnlaugi Sævari Gunnlaugssyni, og framkvæmda- stjóra Sjónvarpsins, Bjarna Guð- mundssyni, að afgreiða málið. Gunn- laugur Sævar segir að þessi háttur hafí verið hafður á vegna þess að út- varpsáð hittist ekki aftur fyrr en að hálfum mánuði liðnum og segist hann vonast til þess að þeir Bjami nái að afgreiða málið í dag. Gunnsteinn Olafsson sagði í sam- tali við Morgunblaðið síðdegis í gær að hann hefði þegar skilað af sér greinargerð þar sem allar stað- reyndir málsins væru birtar. Hann sagðist gera þar hreint fyrir sínum dyrum og bera til baka allar ásakan- h' MH-inga. Að öðru leyti vildi Gunn- steinn ekki tjá sig efnislega um mál- ið. MR-ingar hafa ekki áhyggjur MR-ingar áttu einnig fulltrúa á blaðamannafundinum í gær. Þar var m.a. þjálfari keppnisliðs MR-inga, Kjartan Björgvinsson. Hann sagði eftir fundinn m.a. að MR-ingar hefðu vitað af honum og viljað vera á staðnum til að koma sínum sjónar- miðum á framfæri. Að honum lokn- um væri augljóst að þeir þyrftu ekki að hafa áhyggjur af neinu. Hægt væri að hrekja allar þær athuga- semdir sem MH-ingar gerðu við dómgæsluna og þeir hefðu ekki gert athugasemdir við framkvæmd, enda væru þeir þar á hálum ís þar sem þeir hefðu í einu tilfelli verið of fljótir á sér á bjölluna. Forvarnavefur opnaður á vefnum Ahersla á lífl egt og iákvætt viðmót ÞORSTEINN Pálsson segir frá næstu skrefum stjórnvalda í baráttunni gegn fíkniefnum. VERKEFNISSTJÓRN íslands án eiturlyfja hefur komið upp forvarn- arvef á slóðinni www.islandaneitur- ljrfja.is á netinu. Á forvarnarvefnum verður á aðgengilegan hátt miðlað upplýsingum um vímuefnavarnir til ungs fólks og foreldra þess. Ketill Magnússon, ritstjóri forvarnarvefj- arins, segir að við uppsetningu vefj- arins hafí verið lögð áhersla á líflegt og jákvætt viðmót. Á blaðamannafundi í tilefni af opnun forvarnarvefjarins á netinu minnti Þorsteinn Pálsson dóms- málaráðherra á að ríkisstjórnin hefði samþykkt sérstaka stefnu í áfengis-, tóbaks- og vímuefnavörn- um fyrir liðlega ári. Nú væri verið að kynna á Alþingi tvær skýrslur um hvað hefði verið gert í mála- flokknum á árinu 1997. Annars veg- ar væri um að ræða skýrslu sam- starfsnefndar ráðuneyta vegna framkvæmdar stefnu ríkisstjórnar- innar í fíkniefna-, áfengis- og tó- baksvörnum. Hins vegar væri um að ræða skýrslu frá verkefnisstjórn áætlunarinnar Island án eiturlyfja og væri þar gerð grein fyrir starfi verkefnisstjómarinnar á árinu 1997. Að auki væri þar að finna drög að framkvæmdaáætlun ársins 1998. Þorsteinn sagði að báðar skýrsl- urnar bæru með sér að á vegum rík- isstjórnarinnar hefði ötullega verið unnið að fíkniefna-, áfengis- og tó- baksvörnum á árinu 1997. Sú vinna hefði verið í samræmi við áður- nefnda stefnumörkun ríkisstjórnar- innar frá því í árslok 1996. Mörgu af því sem ákveðið hefði verið að vinna að hefði þegar verið hrint í fram- kvæmd. Ánnað gengi hægar. Hjá honum kom fram að á grund- velli fyrirliggjandi upplýsinga hefði ríkisstjórnin samþykkt frekari að- gerðir á þessu sviði. Fyrst er að telja að ríkisstjórnin hefur ákveðið að verja 2 milljónum króna til rann- sókna á sviði áfengis-, tóbaks- og vímuefnavarna af ráðstöfunarfé sínu á árinu. Annað er að yfirmenn tollamála, lögreglumála og fulltrúi utanríkisráðherra myndi vinnuhóp til að skoða til hvaða aðgerða þurfí að grípa til að loka fyrir ólöglegan innflutning fíkniefna. Að lokum er stefnt að því að áfengis- og vímu- efnaráð taki til starfa 1. janúar árið 1999. Vegna áætlunarinnar Island án eiturlyfja hefur verið ákveðið að beina þeim tilmælum til forvamar- sjóðs að árlegt framlag ríkisins úr forvarnarsjóði til áætlunarinnar hækki í 4,5 milljónir kr. enda hækki framlag Reykjavíkurborgar sam- svarandi. Að Samband íslenskra sveitarfélaga gerist aðili að áætlun- inni ísland án eiturlyfja og tilnefni fulltrúa í verkefnisstjórn áætlunar- innar. Verkefnisstjórninni er ætlað að hafa reglulegt samráð við þá að- ila sem starfa að vímuvörnum. Að síðustu er gert ráð fyrir að öll verk- efni sem forvamarsjóðurinn styrki verði tengd áætluninni Island án eiturlyfja. Hjörtu gegna mikilvægu hlutverki Dögg Pálsdóttir, formaður sam- starfsnefndar ráðuneytanna, vakti sérstaka athygli á könnun Þórólfs Þórlindssonar prófessors og sam- starfsmanna hans á vímuefnaneyslu unglinga árið 1997. Könnunin hefði sýnt fram á að tóbaksnotkun og eit- urlyfjaneysla hefði færst í vöxt á meðal unglinga. Niðurstöðurnar kölluðu á samanburðarrannsóknir enda þyrfti að fylgjast með þróun- inni og afla vitneskju um til hvers konar aðgerða væri vænlegast að grípa. Dögg sagði að samanburðar- könnun færi fram síðar í þessum mánuði. Ekki væri víst að jákvæður árangur skilaði sér strax. Hún sagði eðlilegt að fylgst yrði með þróuninni með árlegum könnunum. Snjólaug Stefánsdóttir, verkefnis- stjóri Islands án eiturlyfja, kynnti forvamarvefinn. Vefurinn verður í sífelldri mótun enda verður áhersla lögð á að laga upplýsingarnar að þörfum notenda og aðstæðum í samfélaginu á hverjum tíma. Á vefnum verða ýmsar staðreyndir um skaðsemi eiturlyfja og tenging- ar við innlendar og erlendar upplýs- ingalindir. Ketill Magnússon, ritstjóri for- varnarvefjarins, segir að við upp- setningu vefjarins hafí verið lögð áhersla á líflegt og jákvætt viðmót. „Hugmyndin að útlitinu er komin frá auglýsingastofunni Hinu opin- bera. Markmiðið er að skapa líflegt og jákvætt viðmót. Hringir í gmnn- inum eru áberandi og hjörtu gegna mikilvægu hlutverki. Svipað útlit hefur verið notað í annað efni og fengið afar góðar viðtökur," sagði Ketill og lagði áherslu á að jafn- framt væri reynt að hafa efnið eins aðgengilegt og hugsast gæti. Að lokum kom fram að verkefnis- stjórn Islands án eiturlyfja hefði tekið upp samstarf við unglinga- blaðið Smell um að miðla upplýsing- um til unglinga um fíkniefnavarnir. Hjá Elínu Jóhannsdóttur ritstjóra kom fram að fræðsluefni um skað- semi eiturlyfja yrði birt í blaðinu en þar er jafnframt efni sem höfðar til unglinga, t.d. um íþróttir, tónlist o.fl. ERU ÞEIR AÐ FÁ’ANN? Mikill fiskur í Þorleifslæk GÓÐ veiði hefur verið í Þorleifslæk, sem er neðri hluti þess vatnsfalls sem þekkt er sem Varmá í Hvera- gerði. Mest hefur veiðst af sjóbirt- ingi, en lítið enn sem komið er af bleikju sem oft er mikið af er líður meira á vorið. Ingólfur Kolbeins- son, verslunarstjóri í Vesturröst, sagði sem dæmi um veiðiskapinn í Þorleifslæk að á sunnudaginn hefðu veiðst milli 25 og 30 fískar á fimm stangir, langmest 2 til 5 punda birt- ingar. „Þetta veiddist allt á flugu, bleik- ir Nobblerer númer 8 og kúluhaus- ar á önglum númer 10 gáfu best,“ sagði Ingólfur. Hann sagði að fyrstu dagana hefði verið mokveiði, en síðan hefði dregið nokkuð úr veiði. Samt hefði allan tímann gefíð vel. Stærsti 'fiskurinn úr Þorleifs- læk var skráður 6 pund. Líf í Hróarslæk Veiði er einnig hafin í Hróarslæk, sem er skammt fyrir austan Hellu og rennur í Ytri-Rangá. Þar hefur að sögn Ingólfs verið nokkur veiði. „Mig vantar reyndar nokkuð upp- lýsingar úr Hróarslæk, en hef þó heyrt að menn hafa verið að fá nokkra físka, bæði sjóbirting og BÚIÐ að landa björtum 4 pundara úr Ármótahyl í Geirlandsá. bleikju. Birtingurinn þarna er vænn, en bleikjan eitthvað smærri. Þá hef ég heyrt að menn séu byrjaðir að renna í Brúará og Laugarvatn. Þeir sem ég hef talað við hafa ekki viljað gefa mikið út á veiðina en ég þekki þá og veit að þeir hafa verið að fá ‘ann. I Laugar- vatni eru menn að fá væna bleikju beint undan þorpinu þar sem heita vatnið heldur opnu,“ sagði Ingólfur. Meira af Soginu Það hafa komið skot i bleikju- veiðinni á svæði Árna Baldurssonar í Soginu, en hann hefur Þrastar- lundarsvæðið innan sinna vébanda. Þar er sama væna bleikjan og ofar, mest 2-3 pund og stöku fiskur stærri. Þá er kominn nýr valkostur í Soginu. Að sögn Stefáns Á. Magn- ússonar, stjói-narmanns hjá SVFR, hafa stangaveiðifélögin í Reykjavík og á Selfossi sameinast um að bjóða upp á bleikjuveiði frá 15. apríl til loka maí á Alviðrusvæðinu. Veiði- hús laxveiðimannanna fylgir með í pakkanum. Má nú heita að veiddur sé silungur í Soginu öllu að Syðri Brú undanskilinni enda er þar eng- in bleikja. -------------- Slys í Bláfjöllum rannsakað VINNNUEFTIRLIT ríkisins hefur tekið til rannsóknar slys manns sem lenti undir snjótroðara og meiddist við vinnu sína í Bláfjöllum í fyrrakvöld. Hann varð á milli beltis og brettis og er talið að troðarinn hafi hrokkið í gang. Samkvæmt upplýsingum frá Sjúkrahúsi Reykjavíkur heilsast manninum furðu vel, hann hafi sloppið betur en á horfðist. -----♦-♦-♦---- Vitni vantar LÖGREGLAN í Reykjavík lýsir eftir sjónarvottum að banaslysi sem varð á mótum Háaleitisbrautar, Safamýrar og Ármúla klukkan 13.30 á miðvikudag. Ekið var á fótgangandi konu sem lést skömmu síðar. Allir þeir, sem upplýsingar kynnu að hafa um slysið, eru beðnir um að hafa samband við lögreglu.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.