Morgunblaðið - 08.04.1998, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 08.04.1998, Blaðsíða 21
MORGUNB LAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 8. APRÍL 1998 21 ERLENT Nýjustu rannsdknir á mannlífí steinaldar Var hlutverkaskipting kynjanna allt önnur? HUGSANLEGT er að hlutverka- skipting kynjanna á steinöld hafi verið allt öðni vísi en menn hafa gert sér í hugarlund fram að þessu, ef marka má nýjar kenn- ingar bandarískra fornleifafræð- inga, sem byggðar eru á rann- sóknum á steinaldarminjum frá Tékklandi. Ef hinar nýju kenningar reynast réttar munu þær óhjákvæmilega kollvarpa viðteknum hugmyndum um hlutverk karla og kvenna á steinöld, en þær ganga út á að karlmennirnir hafi valsað um beiti- lendur mammúta og veitt þá með frumstæðum vopnum og harðfylgi hins hugaða villimanns, en konum- ar sátu heima í kofa eða helli og sinntu bömum og matargerð, skinnasútun og handavinnu. í Dolni Vestonice í Tékklandi hafa fornleifafræðingar grafið upp margvíslegar mannvistarleifar frá steinöld (Paleolithikum, fyrir 29.000 til 22.000 ámm), þar á meðal mammútabein í miklu magni, spjótsodda úr steini og litlar leir- styttur sem líkjast mest Venusar- eða Freyjulíkneskjum. Bandaríski fomleifafræðingur- inn Olga Soffer, prófessor í slav- neskum fræðum við háskólann í 111- inois, hefur dregið aðrar ályktanir af þessum leifum. í nýjasta hefti Der Spiegel er sagt frá því, að á leirplötubrotum frá fundarstaðnum í Tékklandi hafi Soffer fundið för eftir ofna þræði, sem sannar að steinaldarmenn gengu ekki aðeins um í dýraskinnum, heldur ófu utan á sig klæði. A leirplötum fann Sof- fer, með fulltingi annars banda- rísks fomleifafræðings, James Adovasio, einnig afsteypur af hnút- um, sem dæmigerðar þykja fyrir netagerð. Mammútar veiddir í net Kenning Soffer, sem kollvarpa myndi viðteknum hugmyndum um TVÖ lykilatriði í lífi steinaldar- manna: „Venuarlíkneski“ og mammútur. kynjahlutverkin, byggist fyrst og fremst á því að hún telur að stein- aldarmennimir hafi gert sér net, sem þeir veiddu hina risavöxnu mammúta í. Með slíkri veiðiaðferð hefðu allir meðlimir hvers ætt- bálks, jafnt karlar sem konur, tekið þátt í að reka dýrið í gildru, þar sem netið luktist um það. Þegar það var einu sinni flækt í netið var auðvelt að ganga frá því og krafðist ekki karlmannlegra krafta. Loks hefur þriðji bandaríski fomleifafræðingurinn, Linda Owen, bætt við einu atriði sem breytt gæti hugmyndum um hlut- verkaskiptingu steinaldarmanna. Hún telur að steinaldarkonur hafi eytt miklum tíma í að safna rótum, berjum og villikomi til að fjörefna- bæta mammútakjötskostinn. Með þessu og þátttökunni í veiði hafi konur aflað ættbálknum allt að tveimur þriðju þeirra hitaeininga, sem meðlimir hans neyttu. Ef þetta reynist rétt væri ímynd hins foma villimanns, sem aflaði fjöl- skyldunni næringar, fallin. Og þessir sömu fornleifafræðingar vinna nú einnig að því að svipta hinn hugprúða steinaldarkarlmann þeim heiðri, að hafa verið listamað- ur ættbálksins, sem mótaði hin eggjandi Venusarlíkneski. Soffer hefur með aðstoð keram- ik-sérfræðings við Smithsonian- stofnunina í Washington komizt að því, að „99,99%“ allra þekktra Venusarlíkneskja væra sprungin á sama hátt. Með tilraunum hefði komið í ljós, að þessar spmngur næðust aðeins fram á ákveðinn hátt við háan hita í ofni. Líkneskin hafa því að öllum líkindum þjónað helgisiðahlutverki; spáð hafi verið í framtíðina með því að skoða hvern- ig leirlíkneskin sprungu við bakst- urinn. Með þessa vitneskju í huga hafa verið settar fram hugmyndir um að konur haíi jafnvel verið eins konar prestastétt steinaldarsamfélagsins. Ef rétt er að steinaldarkonur hafi veitt, safnað, eldað og jafnvel séð ættbálknum fyrir andlegri leið- sögn - hvert var þá hlutverk karl- mannsins? spyr Spiegel. Olga Sof- fer svarar spumingunni svona: „Þeir hefðu haft sömu þýðingu og nú á dögum - verið (...) þægilegur félagsskapur yfir kvöldverðinum.“ Rafrænn Kaupgarður I MJÚDD Þönglabakka i, Mjódd • Reykjavík IPiZZA M NMtðmm ii lif #### Fjarðargötu 11-13 * Hafnarfirði NÝHERJI Nýherjabúðin • Skaftahlið 24 * Reykjavík H.J WATCH HERMANN JONSSON Veltusundi 3 • Reykjavík Bílavörubúðin ÆÖPMM. Skeifunni 2 • Reykjavík Grensásvegi 11 • Reykjavík Garðatorgi 3 • Garðabæ FLUG HÓTEL Hafnargötu 57 • Keflavík 1 r dOÍ & 3cdid Fjarðargötu ua Hafnarfirði Þessi fyrirtæki veita öllum sem greiða með VISA kreditkorti rafrænan afslátt Fjöldi annarra fyrirtækja veitir einnig afslátt © FRIÐINDAKLUBBURINN www.fridindi.is • www.visa.is NÓATÚN ÍSLENSK Drottningar skinka Tilbúin stórveisla á aðeins 30 mínútum Soðid, úrbeinað svínaiæri Verslanir Nóatúns eru opnar til kl. 21, öll kvöld. NOATUN NÓATÚN117 • ROFABÆ 39 • LAUGAVEG1116 • HAMRABORG 14 KÓP. • FURUGRUND 3, KÓP. • ÞVERHOLTI 6, M0S. • JL-HÚSI VESTUR í BÆ • KLEIFARSEL118 • AUSTURVERI, HÁALEITISBRAUT 68
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.