Morgunblaðið - 08.04.1998, Blaðsíða 8
8 MIÐVIKÚDAGUR 8. APRÍL 1998
MORGUNBLAÐIÐ
FRÉTTIR
Viðskiptaráðherra fékk rangar upplýsingar um kostnað
Landsbankana vegna kaupa á laxveiðileyfug/
' Kostnaður var 41,7 millj-1
ónir en ekki 18,3 milljónir
t‘lí1II1 *M'i ll" i ‘ ‘I •! Mll!
Arðsemi Nesjavallavirkjunar hækkar ur 7,6% í 9%
Kostnaður verulega
lægri en ráðgert var
KOSTNAÐUR við Nesjavallavirkj-
un verður um 800 milljónum króna
minni en upphafleg áætlun gerði
ráð fyrir eða um 4,2 milljarðar
króna í stað 5 milljarða. Alfreð Þor-
steinsson, borgarfulltrúi Reykja-
víkuristans, gerði grein fyrir þessu
á síðasta fundi borgarstjómar.
Laugardaginn 2. maí næstkom-
andi verður lagður homsteinn að
virkjuninni og verður stöðvarhúsið
almenningi til sýnis þann dag.
Alfreð kynnti tilboð í lagningu
145 kílóvolta rafstrengs neðanjarð-
ar í Nesjavallalínu sem samþykkt
hefur verið að taka og er að upphæð
27 milljónir króna eða helmingur af
kostnaðaráætlun. Sagði hann þetta
hagstæða tilboð dæmigert fyrir þau
tilboð sem borist hafa í fram-
kvæmdirnar að Nesjavöllum, bæði
raforkuverið sjálft og í línulögnina.
Alfreð sagði ljóst nú, þegar búið
væri að bjóða út alla stærstu verk-
þættina, að kostnaðurinn yrði ekki
hærri en 4,2 milljarðar króna sem
væri 800 milljónir undir áætlun.
„Þetta eru að sjálfsögðu gleðileg
tíðindi ekki síst vegna þess að þetta
verk er unnið undir mikilli tíma-
pressu en þá vill kostnaður gjarnan
rjúka upp. En undirbúningur hefur
allur verið mjög vandaður af verk-
fræðingum Hitaveitu Reykjavíkur
og sérfræðingum hennar, sömuleið-
is af hendi verkfræðinga Rafmagns-
veitunnar og sérfræðinga hennar.
Þá hefur Innkaupastofnun Reykja-
víkur staðið mjög faglega að öllum
útboðum og haft eftirlit með fram-
gangi mála,“ sagði Alfreð.
Hverfílsamstæðan ódýrari
Verkþættir sem kosta minna en
áætlanir gerðu ráð fyrir sagði Al-
freð að væru hverfilsamstæðan,
sem væri 400 milljónum króna und-
ir áætlun, bygging rafstöðvarhúss-
ins væri 100 milljónum ódýrari, raf-
línan frá Nesjavöllum að Korpu
sömuleiðis og spennar og ýmis
verkefni væru alls 100 milljónum
undir áætlun. Þá sagði hann vexti af
langtímalánum vera 100 milljónum
króna lægri en upphaflegar áætlan-
ir.
Gert er ráð fyrir að fyrri véla-
samstæðan verði gangsett 1. októ-
ber næstkomandi og sú síðari mán-
uði seinna. Er það fyrr en ráðgert
var því sú síðari átti ekki að komast
í gagnið fyrr en í janúar 1999. AJ-
freð sagði að þessi lækkun á fram-
kvæmdakostnaði þýddi að arðsemi
Nesjavallavirkjunar væri 9% en
ekki 7,6% eins og fyrst var haldið.
Hvítlauksbrauö. 1
ís franskar, 750 gr. Fromage, ananas og sírtrónu, Ólífuolía, 500 ml
115-’1* 209
un
59-
AHir dagar eru tilbodsdagar hjá okkur
LAND
ALLT
U M
Nýtt verrkefni Barnaheilla
Fræðsla gegn
kynferðisofbeldi
á börnum
Sveinbjörg Pálsdóttir
* SÍÐASTA ári hófu
/\ samtökin Barna-
JL JLheill að undirbúa
fræðslu- og forvarnastarf
á sviði kynferðislegs of-
beldis gegn bömum.
Sveinbjörg Pálsdóttir er
verkefnisstjóri hjá Bama-
heillum.
- Hvers vegna var
ákveðið að fara út í
fræðslu- og forvarnastarf?
„Samtökin Barnaheill
voru stofnuð á degi Sa-
meinuðu þjóðanna 24.
október árið 1989. Mark-
mið þeirra er að vinna að
bættum hag bama á öllum
sviðum. I Bamasáttmála
Sameinuðu þjóðanna sem
samtökin hafa að leiðar-
ljósi í störfum sínum er í
34. grein kveðið á um að
vernda beri böm gegn kynferð-
islegu ofbeldi sem og öðm of-
beldi og gegn þátttöku í vændi
og klámiðnaði.
Þetta eitt er næg ástæða til að
hefja fræðslu og forvarnastarfið
en helsta ástæðan fyrir því að
samtökin fara út í það einmitt nú
er hvatning frá systursamtökum
Bamaheilla á hinum Norður-
löndunum og þá sérstaklega í
Svíþjóð og Noregi en þau hafa
unnið ötullega að þessu málefni
undanfarin ár. Þar hefur verið
unnið að meðferðarmálum sem
og forvarna- og fræðslustarfi.
Samtökin á Norðurlöndunum
búa því yfír mikilli þekkingu og
reynslu á þessu sviði sem á eftir
að koma okkur til góða.“
Sveinbjörg segir að þátttaka
Kristínar Jónasdóttur, fram-
kvæmdastjóra samtakanna, á
fyrstu heimsráðstefnunni um
„Kynferðislegt ofbeldi gagnvart
börnum í verslunarskyni" sem
haldin var í Stokkhólmi árið
1996 hafi varpað enn skýrara
ljósi á málefnið og hversu knýj-
andi það væri að vinna að
fræðslu- og forvarnastarfi til að
reyna að koma í veg fyrir verkn-
aði af þessu tagi.
Þá segir Sveinbjörg að nokkur
systursamtök Bamaheilla í Evr-
ópu hafi á síðasta ári fengið
styrk frá Evrópusambandinu til
að vinna sameiginlega að
tveggja ára verkefni um þetta
málefni. „Ein megináherslan
verður á fræðslu- og forvarna-
starf. Þetta verkefni er tvíþætt,
það verða haldin námskeið fyrir
fagfólk í viðkomandi löndum og
útbúið safn gagna fyrir fræðslu-
og forvarnastarf." Hún segir að
samtökin hér á landi taki þátt í
samstarfsverkefninu að hluta.
- Hversu mörg mál
sem snerta kynferð-
islegt ofbeldi á börn-
um koma upp hér á
landi ár hvert?
„Það hefur ekki
enn verið gerð ýtarleg rannsókn
á tíðni eða umfangi kynferðis-
legs ofbeldis á börnum hér á
landi. Samkvæmt athugun
Barnavemdarstofu á fjölda
þeirra mála sem barnaverndar-
nefndir fengu til meðferðar á ár-
unum 1992-1996 kom í ljós að
þær höfðu afskipti af um hund-
rað málum ár hvert sem talið er
að sé þó aðeins toppurinn á ís-
jakanum. „
- Hvernig er aðbúnaður barna
►Sveinbjörg Pálsdóttir er fædd
í Reykjavík árið 1961. Hún út-
skrifaðist sem guðfræðingur frá
Háskóla fslands árið 1988.
Hún stundaði framhaldsnám í
kennimannlegri guðfræði og
sálgæslu við Otto-Friedrich Uni-
versitat í Bamberg í Þýskalandi.
Sveinbjörg tók við starfi verk-
efnisstjóra hjá Barnaheillum í
lok síðasta árs.
Eiginmaður hennar er Hró-
bjartur Árnason og eiga þau tvo
syni.
hérlendis sem hafa þurft að þola
kynferðislegt ofbeldi?
„Samtökin Stígamót hafa unn-
ið mikilvægt brautryðjendastarf
á þessu sviði og veitt þolendum
kynferðislegs ofbeldis ómetan-
lega hjálp. A næstunni verður
opnað Barnahús á vegum
Barnavérndarstofu sem verður
miðstöð fyrir rannsóknir ein-
stakra kynferðisafbrotamála
sem og sérhæfðrar meðferðar og
áfallahjálpar fyrir þolendur og
aðstandendur þeirra. Það er afar
mikilvægt að hlúa vel að börnum
sem orðið hafa að þola kynferð-
islegt ofbeldi en auðvitað óskum
við þess öll að geta komið í veg
fyrir það.“
- Með hvaða hætti hyggist þið
sinna fræðslu- og forvarna-
starfí?
„Allt forvarnastarf verður að
byggjast á góðri þekkingu á
málefninu. Hvað okkur varðar
erum við að afla okkur hennar
m.a. með því að tengjast þeim
samtökum og stofnunum sem að
þessum mál koma hér á landi.
Þá komum við til með að efla
samstarfið við samtökin í Nor-
egi og Svíþjóð eins og ég kom
inn á áður. Aðgerðir
sem almenningur
verður væntanlega var
við er fyrst og fremst
útgáfa bæklings sem
ætlaður er foreldrum
forskólabama. Markmiðið með
honum er að hreyfa við foreldr-
um og vekja þá til umhugsunar
um hlutverk sitt í fræðslu- og
forvarnastarfi.
Við hyggjumst koma á fót
safni fræðsluefnis og vera
þannig farvegur fyrir upplýsing-
ar og þá þekkingu sem er til á
hverjum tíma. Að auki er stefnt
að því að halda málþing þar sem
fræðslu- og forvarnastarf verð-
ur í brennidepli.“
Forvarnastarf
byggist á
þekkingu