Morgunblaðið - 08.04.1998, Blaðsíða 10
10 MIÐVIKUDAGUR 8. APRÍL 1998
MORGUNBLAÐIÐ
FRÉTTIR
Reykjavíkurborg og Eignarhalds-
félag Kringiunnar
Samstarf um
framkvæmd-
ir við Kringluna
BORGARRÁÐ staðfesti í gær vilja-
yfírlýsingu Reykjavíkurborgar og
Eignarhaldsfélags Kringlunnar
um samkomulag og samstarf um
framkvæmdir við tengibyggingu
milli Borgarleikhúss og Kringl-
unnar, nýtt torg og bdastæði og
nýjan sal fyrir Borgarleikhúsið.
Þá samþykkti borgarráð einnig
breytingu á deiliskipulagi Kringl-
unnar, en skipulags- og umferðar-
nefnd samþykkti tillögu um þetta
á mánudag. Gert er ráð fyrir að
framkvæmdum ljúki haustið 1999,
eða á sama tíma og 9.500 fm
stækkun Kringlunnar á að ljúka.
Viljayfirlýsingin felur í sér að
byggð verði millibygging milli
Kringlunnar 8-12 og Kringlunnar
4-6, sem áður var Borgarkringlan.
Þar er gert ráð fyrir útibúi Borg-
arbókasafns í þeirri byggingu sem
tengir saman Borgarleikhús og
Kringluna, og mun safnið standa
við hið nýja torg. Jafnframt verð-
ur mögulegt að innrétta síðar nýj-
an 450 fm sal við Borgarleikhúsið
sem rúmar um 250 manns. Ekki
hefur verið ákveðið í hvað salurinn
verði nýttur að sögn Sigurðar
Gísla Pálmasonar stjórnarfor-
manns Hagkaups.
Torgi við Kringluna verður
breytt og það endurbyggt. Bfla-
stæði á horni Listabrautar og
Kringlunnar eystri verða nú á
tveimur pöllum, sá lægri verður
niðurgrafinn en umhverfi þar
verður fegrað með gróðri. Bfla-
stæðið mun rúma 400 bfla. Að-
koma að bflastæðum verður ann-
ars vegar af Listabraut og hins
vegar af Kringlunni eystri.
í viljayfirlýsingunni kemur fram
að Eignarhaldsfélagið Kringlan
muni annast allar framkvæmdir og
fjármagna þær til ýmist 5 til 15
ára og tekur auk þess það rými
sem ætlað er fyrir leikhússai á
leigu fyrst um sinn. Reykjavíkur-
borg greiðir auk kostnaðar við
bókasafn, hlutdeiid í endurgerð
bflastæða og fegrun á torgi og
nánasta umhverfi. f tengslum við
breytinguna verða aðstæður gang-
andi bættar bæði að og frá Versl-
unarskóla íslands og fyrir Kringl-
una eystri.
Ingibjörg Sólrún Gísiadóttir
borgarstjóri Reykjavíkur sagði á
NÝBYGGING Kringlunnar verður þijár hæðir, eða um 9.500 fermetrar.
blaðamannafundi, þar sem við-
byggingin og stækkunin var
kynnt, að heildarkostnaður borg-
arinnar við verkefnið yrði um 140
milljónir króna á næstu fimm ár-
um. Kostnaður við útibú Borgar-
bókasafns yrði 40-50 milljónir
króna á næstu 15 árum.
Eins og fyrr segir er um viljayf-
irlýsingu að ræða en búist er við
að tillaga, sem báðir aðilar muni
fallast á, verði tilbúin til undirrit-
unar 20. aprfl.
Ný útilífs- og sportvöruverslun
Samhliða framkvæmdum við
tengibyggingu verður unnið við
stækkun Kringlunnar um 9.500
fm. Með tilkomu nýbyggingar-
innar bætast við 7 þúsund fm af
verslunar- og veitingarými. Þetta
rými er nú um 25 þúsund fm.
Helstu nýmæli í nýbyggingunni
verður 2 þúsund fm útilífs- og
sportvöruversiun. Einnig verða
þar þrjár stórar versiunareining-
ar, en erlendar verslunarkeðjur
hafa sýnt áhuga á að fá rými í
Kringlunni í samstarfí við inn-
lenda aðila að sögn Sigurðar
Gísla. I viðbyggingunni er gert
ráð fyrir tveimur nýjum fjöl-
skylduveitingastöðum og skyndi-
bitastöðum verður íjölgað.
Sigurður Gísli sagði að mark-
mið með framkvæmdum væri að
styrkja Kringluna i' sessi í kjölfar
komandi samkeppni í Smára-
hvammslandi í Kópavogi. Hann
sagði markaðskannanir sýna
fram á að eftirspurn væri eftir
stærra verslunarhúsnæði í borg-
inni og benti á að hugsanlegir
leigjendur væru komnir í bróður-
part viðbyggingarinnar.
Einar I. Halldórsson fram-
kvæmdastjóri verkefnis um
stækkun Kringlunnar sagði að
hafist yrði handa við fram-
kvæmdir við vesturhluta Kringl-
unnar í maí og þeim yrði lokið f
haust. Framkvæmdir við austur-
hlutann hæfust í byijun næsta
árs og væri gert ráð fyrir að sá
hluti yrði tilbúinn í lok árs 1999.
Einar sagði að áætlaður kostn-
aður Eignarhaldsfélags Kringl-
unnar um stækkun og viðbygg-
ingu næmi vel á annan milljarð
króna.
Fmnur Ingólfsson viðskiptaráðherra krefst svara um rangar upplýsing-
ar vegna laxveiðiferða frá bankaráði Landsbanka íslands
Misræmi sem tæpast verð-
ur skýrt með mistökum
HELGI S. Guðmundsson, formaður
bankaráðs Landsbanka íslands,
sagði í gær að hann ætti í dag von á
svörum við bréfi Pinns Ingólfsson-
ar, iðnaðar- og viðskiptaráðherra,
til bankaráðsins þar sem spurt er
hvernig á því standi að hann hafi
fengið rangar upplýsingar um lax-
veiðiferðir bankans og með hvaða
hætti.
Sigurður Þórðarson ríkisendur-
skoðandi kveðst eiga von á að
skýrsla embættisins vegna rann-
sóknar á laxveiðiferðum á vegum
Landsbanka og dótturfélaga bank-
ans verði skilað á morgun, skírdag,
gangi það starf á eftir áætlun.
Ríkisendurskoðun ákvað að taka
fyrir alla laxveiði á vegum Lands-
bankans og dótturfélaga í kjölfar
þess að Sverrir Hermannsson
bankastjóri óskaði eftir úttekt á
meintum kaupum bankans á veiði-
leyfum í Hrútafjarðará. I framhaldi
af því óskaði bankaráðið eftir að
embættið athugaði einnig allan
risnukostnað bankans frá 1994 til
1997, svo og allan ferðakostnað inn-
anlands og erlendis og bifreiða- og
aksturskostnað.
„Vinna er einfaldlega í fullum
gangi vegna þessa máls og við
stefnum að því að ljúka skýrslunni
ekki seinna en á fimmtudag og þá
fer hún fyrir bankáráð Lands-
banka,“ segir Sigurður. Hann segir
að embættið muni ekki tjá sig um
innihald skýrslunnar fyrr en
bankaráðið hafí tekið hana til um-
fjöllunar.
Leita skýringa á
röngum upplýsingum
Finnur sendi bankaráðinu bréfið
á mánudag og þá kallaði Helgi ráðið
saman og kvaddi þrjá starfsmenn
bankans á fundinn.
„Við báðum þá um að taka saman
þær upplýsingar, sem beðið er um í
bréfi ráðherrans, og láta okkur hafa
þær,“ sagði hann og bætti við að
hann vonaðist til að fá svörin í hend-
ur í dag. „A þessu stigi snýst málið
um það hvað gerðist, þetta er ekki
spuming um ábyrgð."
Bankastjórinn, sem falið var að
safna saman upplýsingunum, er
Halldór Guðbjamason. Helgi sagði
að hann væri eini bankastjórinn,
sem væri til taks um þessar mundir.
Björgvin Vilmundarson bankastjóri
væri veikur og Sverrir Hermanns-
son bankastjóri erlendis.
Ræðir ekki
vangaveltur
Helgi vildi ekkert segja um
vangaveltur um það að línur væra
farnar að skýrast varðandi skýrslu
ríkisendurskoðunar.
„Eg svara þessu algerlega opin-
berlega á þann hátt að ég vil ekki
ræða neitt um þetta mái í heild sinni
fyrr en ég fæ skýrsluna í hendur,"
sagði Helgi. „Þá er það réttur allra
stjórnenda bankans að þeir fái að
tjá sig um [málið] og við höfum það í
heiðri. Ég vil ekkert gefa í skyn í
þessu.“
Auk Halldórs sér forstöðumaður
innri endurskoðunar og forstöðu-
maður fjárhagsdeildar um að leita
svara við fyrirspum Finns. Helgi
kvaðst ekki telja óeðlilegt að Hall-
dór leitaði svara við spumingum
viðskiptaráðherra á meðan banka-
stjórar Landsbankans lægju undir
ámæli.
„Þetta er nú ekki á því stigi,“
sagði Helgi. „Mér finnst ekki hægt
að ræða þetta með þessum hætti.“
Finnur Ingólfsson sagði að það
væri bankaráðsins að leggja mat á
það hverjir ættu að svara bréfi til
sín, hann ætlaði ekki að gera það.
Bréf viðskiptaráðherra
til bankaráðs
I bréfi viðskiptaráðuneytisins er
vísað til bréfs, sem bankaráðið
sendi því 2. apríl, þess efnis að
„komið hefði í ljós að upplýsingar
sem bankastjórn Landsbanka Is-
lands [hefði] veitt ráðherra vegna
fyrirspurnar á Aiþingi væru ekki
fullnægjandi". Af bréfi bankaráðs
hefði verið ljóst að fyrri upplýsinga-
gjöf til ráðherra hefði verið röng í
öllum meginatriðum. Ekki aðeins
hefði kostnaður verið vantalinn,
heldur hefði ekki verið fyllilega
greint frá því í hvaða ár hefði verið
farið hvert hinna tilgreindu ára,
1993 til 1997, auk þess, sem félög,
sem bankinn hefði keypt af veiði-
leyfi á tímabilinu hefðu verið vantal-
in.
Vísað er til bréfs, sem er dagsett
3. mars, og sagt að í fyrri svörum
bankans hafí komið fram að farin
hefði verið að jafnaði ein ferð í
hverja á, sem tilgreind hefði verið
fyrir hvert ár, auk þess sem greint
hefði verið frá því að tilefni ferð-
anna hefði verið að viðhalda og afla
nýrra viðskiptasambanda með því
að bjóða innlendum og erlendum
viðskiptamönnum bankans í veiði-
ferðir.
Verulegt misræmi
„Umfang veiðiferða og kostnaður
vegna þeirra gefur tilefni til að ætla
að þessar upplýsingar og skýiingar
hafi heldur ekki verið fullnægj-
andi,“ segir í bréfi Finns til banka-
ráðsins. „Hér er um veralegt mis-
ræmi að ræða sem tæpast verður
alfarið skýrt með því að um mistök
hafi verið að ræða.“
Með hliðsjón af þessu óskaði ráð-
herra eftir því við bankaráðið að
það veitti „nánari skýringar á því að
fyiTÍ upplýsingar sem bankastjórn
veitti vora rangar" auk þess, sem
veittar yrðu „upplýsingar um innra
eftirlitskerfi bankans með tilliti til
þessa og mat bankaráðs á því“.
í bréfi viðskiptaráðherra er vitn-
að til þess að bankaráðið hafi sagt
að óskað hafi verið eftir því við rík-
isendurskoðanda að sannreyndar
yrðu aðrar upplýsingar, sem við-
skiptaráðheraa hefðu verið gefnar
og vörðuðu starfslqör, risnu, bif-
reiða- og ferðakostnað bankastjóra,
þegar greint var frá því að við-
skiptaráðherra hefði fengið rangar
upplýsingar: „Viðskiptaráðherra
telur brýnt að bankaráðið fjalli um
málið í heild sinni þegar niðurstöður
ríkisendurskoðanda liggja fyrir og
að ráðherra verði gerð grein fyrir
málinu í heild og afstöðu bankaráðs
til þess um leið og þær niðurstöður
liggja fyrir.“
Ekki ríkisstjórnarmál
Ríkisstjómarfundur var haldinn í
gærmorgun, en þetta mál var ekki
rætt þar.
„Þetta er ekki ríkisstjórnarmái,"
sagði Finnur Ingólfsson í gær og
bætti við að hann hefði aðeins eitt
svar við öllum spurningum um það:
„Ég segi ekki meira um bankamálið
en ég gerði þegar ég tjáði mig um
það á þinginu. Ég hef engar frekari
forsendur til að segja meira og bíð
eftir frekari upplýsingum."
Hringvegnr
um Fossárvík
Fjögur tilboð
bárust í verkið
FJÖGUR tilboð bárust í vegagerð á
hringveginum um Fossárvík í
Berafirði og áttu S.G.-vélar efh. á
Djúpavogi lægsta tilboðið. Hljóðaði
það upp á 63.076.947 kr. en kostnað-
aráætlun Vegagerðarinnar var
82.573.390 kr.
Öll tilboðin sem bárust í verkið
vora undir kostnaðaráætlun. Hér-
aðsverk ehf. á Egilsstöðum vai- með
næstlægsta tilboðið og bauð
70.411.720 kr. í verkið. Ólafur
Hjaltason efh. átti þriðja lægsta til-
boðið og bauð 73.664.300 kr. í verldð
og Sigurður H. Jónsson efh. og
fleiri á Mælivöllum í Jökuldals-
hreppi var með hæsta tilboðið og
buðu 74.446.149 kr.
Brú yfir Laxá
Eitt tilboð barst Vegagerðinni í
breikkun brúarinnar yfir Laxá í
Miklaholtshreppi. Guðlaugur Ein-
arsson á Sauðárkróki átti tilboðið
og bauð hann 12.992.680 kr. i verk-
ið. Kostnaðaráætlun Vegagerðar-
innar var hins vegar lægri eða
11.746.774 kr.
----------------
Tuttugu Sauð-
krækingar
án bílbelta
LÖGREGLAN á Sauðárkróki
sektaði um tuttugu manns í gær
fyrir að nota ekki bílbelti eins og
kveðið er á um í umferðarlögum.
Ails voru um þrjátíu sektaðir vegna
ýmissa umferðarlagabrota hjá lög-
reglu á Sauðárkróki í gær.
Sektir fyrir að nota ekki bílbelti
era á milli 2.500 og 3.500 krónur,
þannig að sektargreiðslur vegna
þessa gætu numið á milli 50 og 70
þúsund krónur. Jafnframt beinir
lögreglan þeim tilmælum til for-
ráðamanna barna að þeir reyni að
gæta þess að eldri börn og ungling-
ar, sem era á hjólum, noti hjálma til
að skýla höfðinu.