Morgunblaðið - 08.04.1998, Blaðsíða 33

Morgunblaðið - 08.04.1998, Blaðsíða 33
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 8. APRÍL 1998 33t íámi Reuters iretlands (t.h.), ræðir við David •ður-írskra sambandssinna, á tröpp- stala í Belfast í gær. myndum um samvinnu við írsk stjórn- völd. í þessu sambandi verða ummæli Paisleys í fyrrakvöld mikilvæg en hann sagði á fundi í Down-sýslu að Trimble væri búinn að vera sem leið- togi sambandssinna ef hann gæfí Du- blin vægi í málefnum Norður-írlands. Sambandssinnar sem heild myndu ekki sætta sig við neitt slíkt. Paísley hefur ávallt höfðað helst til þeirra sambandssinna sem minnstar málamiðlanir vilja samþykkja og DUP hefur ekki tekið þátt í viðræðunum eftir að Sinn Féin kom að samninga- borðinu. Hann fordæmdi Trimble einmitt í fyrrakvöld fyrir að sitja við sama borð og Gerry Adams, leiðtoga Sinn Féin. UUP má því ekki virðast ganga of langt í samkomulagsátt við SDLP og Sinn Féin ef DUP á ekki að auka fylgi sitt á þeirra kostnað. Fresturinn að renna út Tony Blair hélt beint til fundar við David Trimble í Hillsborough. Aðal- markmið Blair var að komast að því hvort Trimble teldi að hægt væri að bjarga viðræðunum og þá hvernig. Bertie Ahern komst hins vegar ekki til Belfast í gær vegna andláts móður sinnar kvöldið áður en sagði að nú yrðu allir aðilar að leggjast á áramar í viðleitni til að leysa hnútinn sem nú væri kominn á viðræðurnar. George Mitchell hefur undanfarinn 21 mánuð stýrt viðræðunum á Norð- ur-írlandi og fyrr hann deiluaðilum frest til 9. apríl til að ná samkomulagi sem síðan yrði lagt fyrir í þjóðarat- kvæðagreiðsiu norðan og sunnan landamæra írlands, sennilega 22. maí. Frestur þessi er nú nánast út- runninn og óvíst hvað tekur við þótt sumir þátttakenda hafi reyndar bent á að 9. apríl geti nú vart talist heilög dagsetning ef um er það að ræða að varanlegur friður náist á Norður-ír- landi, eftir áratuga átök. Biair hafði fyrr um daginn fagnað samningsdrögum Mitchells og sagt að þótt vissulega væru enn ljón í veg- inum væri mögulegt að ná sáttum á morgun eins og gert hefur verið ráð fyrir. „Allir aðilar hafa þurft að færa fórnir til að við kæmumst þangað sem við nú erum. Enn frekari fórnir eru samt nauðsynlegar." Þau orð for- sætisráðherrans fá nú aukið vægi í þann mund sem aðilar viðræðnanna á Norður-írlandi reyna að koma í veg fyrir að allt fari í óefni. + FRUMVARP til laga um gagnagrunn á heilbrigðis- sviði, sem heilbrigðisráð- herra kynnti nýverið í ríkis- stjórn og lagt var fyrir Alþingi í fyrradag, hefur vakið margháttuð viðbrögð, einkanlega innan heilbrigð- iskerfisins. Gagnrýnin hefur einkum beinst að því hvort rétt sé að afhenda einum aðila einkarétt á söfnun og vinnu með upplýsingar úr heilbrigðis- kerfinu og hvort nægilega sé tryggt að leyndar sé gætt. Ingibjörg Pálmadóttir heilbrigðis- ráðheiTa lagði frumvarpið fyiár Al- þingi í fyrradag en mælir ekki fyrir því fyrr en eftir páska. Fer það síðan til meðferðar í heilbrigðis- og trygg- inganefnd. Ingibjörg kvaðst í samtali við Morgunblaðið leggja áherslu á að frumvarpið væri nú aðeins kynnt, það yrði vart afgreitt á þessu þingi heldur þráðurinn tekinn upp næsta haust. Hún sagði að því myndu þeir, sem gera vildu við það athugasemdir, fá til þess nægan tíma. Meðal þeirra sem gagnrýnt hafa hugmyndina um gagnagi'unn á heil- brigðissviði er Vísindasiðanefnd heil- brigðis- og tryggingamálaráðuneytis- ins, sem tók til starfa snemma á þessu ári. I samþykkt nefndarinnar frá 2. apríl segir að tilgangur frum- varpsins sé ekki nógu ljós. „Ljóst er að það tengist mikilvægum hagsmun- um starfsmanna við heilbrigðis- og erfðarannsóknir, hagsmunum vís- indasamfélagsins í heild og ekki síst hagsmunum almennings. Gagna- grunnar af þessu tagi hafa gífurlega þýðingu fyrir vísindarannsóknir á Is- landi, ekki síst að því er lýtur að far- aldsfræði og lýðheilsu," segir m.a. í samþykktinni. Einnig segir að þar sem álitamál séu mörg sé nauðsyn- legt að frumvarpið fái víðtæka um- fjöllun í samfélaginu og á þingi og ófært sé að afgreiða það á yfirstand- andi þingi. ítarleg skoðun fari fram Félag íslenskra hjúkrunarfræðinga átelur í samþykkt sinni um frumvarp- ið að það skuli ekki hafa verið unnið í víðtækara samráði við fagfólk í heil- brigðisþjónustu en raun beri vitni. „Vegna óljóss orðalags víða í frum- varpinu, möguleika á mismunandi túlkun á einstökum greinum þess og frumvarpinu í heild, árekstrum við Stjórnarskrá Islands og ýmis grund- vallarlög í heilbrigðisþjónustu, s.s. lög um réttindi sjúklinga og lög um skráningu og meðferð persónuupp- lýsinga, telur félagið nauðsynlegt að fram fari ítarleg skoðun og umræða á frumvarpinu áður en það verður að lögum.“ Félagið sér ýmsa kosti við þróun gagnagrunna með það að markmiði að auka þekkingu í heilbrigðisvísind- um og auðvelda stefnumótun en frumvarpið tryggi ekki nægilega persónuvernd einstaklinga og geti skaðað traust milli sjúklinga og heil- brigðisstarfsmanna. Einnig telur fé- lagið óeðlilegt að pólitískt yfirvald, í þessu tilviki heilbrigðisráðherra, hafi allan ákvörðunarrétt um veit- ingu starfsleyfa til gerðar og starf- rækslu gagnagrunns á heilbrigðis- sviði. Segja má að íslenska heilbrigðis- kerfið þurfi að svara tveimur megin spurningum, þ.e. annars vegar hvort setja skuli upp slíkan miðlægan gagnagrunn og hvort nægileg per- sónuleynd sé tryggð og hins vegar hvort veita skuli tilteknum aðila einkaleyfi á notkun slíks grunns. Þessar spurningar þurfi bæði starfsmenn og stjórnendur í heilbrigðis- kerfinu að íhuga svo og þeir sem stunda vísinda- rannsóknir og allur al- menningur. Innan læknastéttarinn- ar eru menn spenntir fyrir hugmynd- inni um gagnagrunn sem slíkri, þ.e. að nýta þau gögn sem til eru og verða til innan heilbrigðiskerfisins í rann- sóknarskyni. Hér sé einna bestur efniviður til hvers kyns rannsókna á sjúkdómum, faraldsfræði, erfafræði og hverju því sem mönnum kann að detta í hug. Spurning sé hins vegar hvernig má útfæra þessa hugmynd þannig að allur réttur sjúklinga sé tryggður og jafnframt að eitthvert gagn sé að honum í rannsóknum. Þeirri hugmynd hefur verið varpað fram að Háskóli íslands komi á ein- Morgunblaðið/Ásdís RÆTT var um frumvarpið um gagnagrunn á heilbrigðissviði á fundi á Landspítalanum í síðustu viku. Meðal þeirra sem sóttu fundinn voru læknarnir Tómas Helgason prófessor, Þorvaldur Veigar Guðmundsson lækningaforstjóri Ríkisspítalanna og Kári Stefánsson forstjóri Islenskr- ar erfðagreiningar Ovíst um afdrif gagnagrunns- frumvarps á þessu þingi Er persónuleynd nógu vel tryggð? Er verið að selja upplýsingar um einkahagi manna? Hvað þýðir einkaleyfi á starfrækslu gagna- grunns á heilbrigðissviði? Þetta er meðal at- riða sem menn hafa áhyggjur af og var með- al þess sem Jóhannes Tómasson komst að þegar hann ræddi við ýmsa aðila um málið. Upplýsingar sem hér liggja eru tiltölulega vannýtt hrá- efni hvern hátt við þessa sögu og nefndi Reynir Arngrímsson kvensjúkdóma- læknir hana á umræðufundi Land- spítalans um málið í síðustu viku. Þá hafa læknar viðrað þá hugmynd að hver og ein stofnun komi upp eigin gagnagrunni sem rannsóknaraðilar og aðrir geti þá notfært sér. Telja menn slíkum gagnagrunni betur borgið á hverri stofnun fyrir sig fremur en að honum sé steypt saman á einum stað og telja samt sem áður að viðhafa mætti allar þær vísinda- rannsóknir sem fýsilegar eru. Grunnur þegar fyrir hendi? Nefna má að vísir að slíkum gagnagrunni er þegar fyrir hendi því á vegum Gagnalindar hafa verið þró- uð kerfi sem notuð eru á heilsugæslustöðvum og sjúkrahúsum við sjúk- lingabókhald og skrán- ingu á sjúkrasögum. Er hugsanlegt að byggja megi áframhaldandi gagnagrunnsvinnslu á því sem þegar er fyrir hendi í heilbrigð- iskerfinu. Spyrja má líka hvort sá kostnaður og mannafii sem varpað hefur verið fram að gagnagrunnur- inn komi til með að kosta, 12 millj- arðar og 300-400 starfsmenn, sé óþarflega mikill, hvort ekki sé rétt að kanna hvort vinna mætti verkið á hagkvæmari hátt. Einnig má spyrja um afstöðu starfsmanna í heilbrigð- iskerfinu til þessarar vinnu ef nýtt kerfi verður tekið upp og utanað- komandi starfsmenn hefja gagna- skráninguna. Er þá ekki hugsanlega búið að slá á áhuga starfsmanna heilbrigðiskerfisins til vísindavinnu og frumkvæðis við rannsóknir? Ljóst er hins vegar að kostnaður við skráningu og meðferð upplýsinga hefur farið ört vaxandi í heilbrigðis- kerfinu eins og víðar í þjóðlífinu. Talið er að þriðjungur af kostnaði heilbrigðiskerfis Bandaríkjanna sé vegna skráninga upplýsinga og upp- lýsingaleitar. A Landspítala er talið að kostnaður við skráningu og upp- lýsingaleit sé um 35% og mun meiri- hluti hans vera vegna leitar. Kári Stefánsson, forstjóri Islenskr- ar erfðagreiningar, leggur áherslu á að frumvarpið verði afgreitt frá Al- þingi á þessu vori og færir fyrir því eftirfarandi rök: „íslensk erfðagreining hefur slíkan meðbyr í dag sem ekki hefur áður verið hjá ís- lensku fyrirtæki bæði hvað snertir almenna um- fjöllun í fjölmiðlum og við- tökui- á þeim mörkuðum sem myndu kaupa vörur af slíkum gagnagrunni. Og það er með þennan meðbyr eins og annan meðbyr að hann kemur og hann fer. Ég held því fram að ákveðin áhætta felist í því að láta málið bíða vegna þessa og ég held ekki að um- ræða á sumri komanda myndi leysa málið frekar og næsta þing verður kosningaþing. Eg óttast því að frest- un gæti eyðilagt markaðsmöguleika því samkeppni á sviði líftækni og í upplýsingageiranum er hörð.“ Kári segir aðspurður að 12 millj- arða kostnaður við að koma upp gagnagrunninum sé fremur varlega áætlað því launakostnaður 400 starfs- manna í þriggja til fimm ára vinnu væri nálægt 8 milljörðum. Telur hann heildarkostnaðinn verða nokkru meiri en 12 milljarðar þegar verkinu væri lokið. Hann segir ætlunina að Islensk erfðagreining fjármagni þessa vinnu með eigin tekjum, ekki'» þurfi endilega að fá nýja fjárfesta í fyrirtækið heldur mundi aukin verð- mætasköpun innan íslenskrar erfða- gi-einingar gera þetta kleift. En hvað finnst honum um þá hugmynd að Há- skóla Islands yrði falin einhver aðild að undirbúningi eða vinnu við gagna- grunninn? „Mér finnst það fráleitt því mér hefur sýnst að Háskólinn eigi fullt í fangi með að reka sjálfan sig þó að hann fari ekki að taka að sér að blandast í atvinnurekstur þar sem um er að ræða mjög mikla sam-^_ keppni. Ég legg hins vegar á það áherslu að mér finnst eðlilegt og sjálfsagt að sjá til þess að Háskólan- um myndi gagnast það að við setjum gagnagrunninn saman og myndum reyna að sjá til þess að hann fengi fjármagn, upplýsingar og þekkingu úr gagnagrunninum. Ég lít svo á að það sé eitt af hlutverkum fyrirtækja í hugvitsiðnaði að styðja Háskólann því hann menntar það fólk sem við erum að fá í vinnu. Háskólinn er sú stofnun sem við eigum mest til að sækja og því er alveg nauðsynlegt að fyrirtæki eins og okkar hlúi að Há- skólanum." Einkaleyfi útilokar ekki aðra ^ Varðandi einkaleyfi til starfrækslu gagnagrunnsins segir Kári það ekki útiloka aðra sem stunda rannsóknir, þeir fengju einnig aðgang að efniviði hans. Hann sagði upplýsingarnar sem færu í gagnagrunninn áfram fyr- ir hendi á viðkomandi stofnunum og jafn aðgengilegar. „Munurinn er hins vegar sá að við værum búin að setja upplýsingakerfi inná þessar stofnanir þannig að ég get fært fyrir því rök að þær yrðu enn aðgengilegri en áður til vísinda- t rannsókna. Eitt af því sem við höfum stungið uppá ér að íslenskum vísinda- mönnum yrði veittur aðgangur að þessum miðlæga gagnagrunni í gegn- um sérstaka nefnd sem í sætu fulltrú- ar heilbrigðisráðuneytisins, háskól- ans og sérleyfishafans. Til hennar gætu menn sótt um leyfi til að nota gagnagrunninn til vísindarannsókna. Mér fyndist það eðlilegt að séð yrði til þess að sá aðgangur myndi ekki rýra markaðsgildi gagnagrunnsins. Ég tel að í meira en 99% tilfella væri sjálfsagt fyrir þessa vísindamenn að nota gagnagrunninn sér að kostnað- arlausu með allri þeirri ráðgjöf sem þar yrði til staðar." Kári kvaðst hafa fundið mikinn stuðning við hugmyndina um gagna- * grunninn og vonaðist til að hún yrði að veruleika. „Hugmynd okkar er einungis sú að búa til verðmæti úr upplýsingum sem hér liggja sem til- tölulega vannýtt hráefni til annars en að veita heilbrigðisþjónustu." Hann kvaðst tilbúinn að ræða þessi mól við hvern þann aðila sem málið varðaði og í næstu viku er fyrirhugaður fund- ur hans með stjórn Læknafélags Is- lands. Kári kvaðst ekki reiðubúinn í vangaveltur um hvað yrði ef frum- varpið verður ekki að lögum í vor; hann myndi taka á því þegar þar að kæmi. Nefnd í málið? En hver verður framgangur frum-T varpsins næstu vikurnar? Með öllu er óvíst að það verði af- greitt á yfirstandandi þingi. Innan Læknafélags Islands og reyndar líka hjá Vísindasiðanefnd hef- ur verið varpað fram þeirri hugmynd að fulltrú- ar þeirra aðila sem málið Mikill stuðn- ingur við hugmynd um gagna- grunn varðar, svo sem Siðaráðs Læknafé- lags íslands, Vísindasiðanefndar ráðuneytisins, Tölvunefndar, heil- brigðisráðuneytisins, landlæknis og íslenskrar erfðagreiningar hittist til að bera saman bækur sínar í því skyni að finna hugsanlega lausn sem allir gætu sætt sig við. Má ímynda sér að best væri ef stjórnvöld skip- uðu nefnd þessara aðila til að fara yfir frumvarpið. Telja má víst að með slíku starfi megi draga fram þau sjónarmið sem til álita koma varðandi áframhald og ákvörðun í þessu umfangsmikla máli.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.