Morgunblaðið - 08.04.1998, Blaðsíða 47
MORGUNBLAÐIÐ
MIÐVIKUDAGUR 8. APRÍL 1998 47 C
KRISTJAN
BJARNASON
+ Kristján Bjarna-
son vélstjóri
fæddist á Þorbergs-
stöðum í Laxárdal
23. september 1906.
Hann lést á Hrafn-
istu 31. mars síðast-
liðinn. Foreldrar
hans voru Ása Egils-
dóttir, f. í Köldukinn
í Haukadal í Dala-
sýslu 17.6. 1886, d.
1.7. 1931, og Bjarni
Sveinn Stefánsson á
Frakkanesi á
Skarðsströnd í Dala-
sýslu, f. 29.5. 1874,
d. 7.5. 1944.
Elsa Ása Kristjáns-
dóttir, f. 17.4. 1934,
d. 4.9. 1977. Fyrri
maður hennar Júlí-
us Viðar Axelsson,
f. 17.8. 1935, d.
12.2. 1959. Seinni
maður Róbert
Jónsson. Þau slitu
samvistum. Börn
hennar. Kristján V.
Júlíusson og Rut
Róbertsdóttir.
Barnabörnin eru
tvö. 2) Stella E.
Fyrri kona Kristjáns var
Ingiríður Finnsdóttir, f. 25.1.
1906, d. 16.2. 1985. Þau slitu
samvistum 1951. Börn þeirra: 1)
Kristjánsdóttir,
maki Hreinn Páls-
son. Börn þeirra: Sigurður Ó.,
maki Guðrún Árnadóttir; Páll
S., maki Lára Sverrisdóttir; íris
B., sambýlismaður Marc
Vincenz; Hreinn Ingi, sambýlis-
MINNINGAR
kona Berglind Brynjarsdóttir.
Barnabörnin eru fjögur. 3) Elísa-
bet Erla Kristjánsdóttir, maki
Reynir Brynjólfsson. Börn þeirra
eru: Rakel Reynisdóttir, sambýl-
ismaður Guðbrandur Benedikts-
son. Víðir Reynisson. Seinni kona
Kristjáns er Árný Árnadóttir, f.
3.10. 1911, og lifir hún mann
sinn. Þau gengu í hjónaband
1957.
Utför Kristjáns fer fram frá
Fossvogskirkju í dag og hefst at-
höfnin klukkan 13.30.
Látinn er í Reykjavík Kristján
Bjarnason vélstjóri. Hann var fædd-
ur á Þorbergsstöðum í Laxárdal í
Dölum og ólst þar upp við almenn
sveitastörf. Þar er útsýni glæsilegt
um víðan fjallahring, m.a. út á
Hvammsfjörð, Skarðsströnd, Fells-
strönd og víðar. Kristján átti ljúfar
og góðar minningar frá sínum æsku-
dögum og naut þess að rifja upp
minningar um menn og atburði frá
sínum fyrri dögum og var þá jafnan
léttur á brún og sagði vel frá, en til
Dalamanna átti hann ættir sínar að
rekja.
Þegar Kristján hafði aldur til fór
hann til Reykjavíkur og lærði þar
fyrst vélsmíði en fór að því námi
loknu til sjós sem aðstoðarmaður í
vél á togara. Hann hóf nám í Vél-
skóla Islands og lauk því námi árið
1932. Gerðist hann brátt vélstjóri á
togurunum sem á þeim tíma voru að
sjálfsögðu eingöngu gufuskip, uns
díselvélarnar ruddu sér braut. Það
var síðan lífsstarf Kristjáns í mörg
ár að vera vélstjóri og þá aðallega
fyrsti vélstjóri á íslensku togurun-
um. Var hann þar vel látinn, sam-
viskusamur og hið mesta snyrti-
menni. Vildi hann hafa vélarrúmið
eins hreint og mögulegt var, sem oft
var erfltt fyrr á árum er skipin voru
kolakynt. Þegar Kristján hætti sjó-
mennsku starfaði hann fyrst hjá
Sindra hf. og fleiri fyrirtækjum en
lauk að mestu sínum starfsferli við
þjónustustörf á Landspítalanum.
Við Kristján vorum svilar, kvæntir
systrum. Fyrri konu, dætur og
tengdasyni þekki ég því miður lítið,
en hefi heyi't mjög vel af því fólki lát-
ið. Samgangur var mikill milli heim-
ila okkar Kristjáns og náin vinátta
alla tíð, við áttum einnig margar ljúf-
ar stundir í sumarbústöðum austur í
Laugardal á fógi-um og góðum dög-
um seinni árin.
Árný seinni kona Kristjáns lifír
mann sinn, en hún hefir reynst hon-
um afburða vel í áranna rás og þá
ekki síst að undanförnu eftir að fór
að halla undan fæti hjá honum hvað
heilsuna varðar. Þá má einnig geta
þess að Sigrún dóttir Árnýjar frá
hennar fyrra hjónabandi hefir alla
tíð verið með þeim á heimili og á hún
góðar þakkir skihð fyrir umhyggju
og hlýju gagnvart Kristjáni og ætt-
ingjum og vinum.
Kristján var ætíð skapgóður og
léttur á fæti. Hann var lengstum við
góða heilsu og hraustur, naut þess að
lifa og starfa og vera fjölskyldu sinni
og vinum til ánægju og gleði. Hann
var bjartsýnn og vildi láta gott af sér
leiða. Að leiðarlokum viljum við kona
mín Áslaug tjá okkar bestu þakkir til
Kristjáns og hans heimilis fyrir líðn-
ar stundir.
Agnar Ludvigsson.
ALJGLYSINGAR
ATVIIMIMU-
AUGLÝSINGAR
Frá Háskóla íslands
Hjá Alþjóðaskrifstofu háskólastigsins er
laust til umsóknar starf háskólamenntaðs
starfsmanns. Um er að ræða verkefnabundna
ráðningu í fullt starf sem hugsanlega gæti
orðið framhald á. Starfið felst m.a. í umsjón
með ýmsum þáttum er tengjast Sókrates-
áætluninni um samstarf við ríki ESB í mennta-
málum. Leitað er að einstaklingi sem getur
unnið sjálfstætt. Krafist er háskólamenntunar
og góðrartungumálakunnáttu. Tölvukunnátta
er nauðsynleg. Viðkomandi þarf að geta hafið
störf sem fyrst. Laun eru skv. kjarasamningi
Félags háskólakennara og fjármálaráðherra.
Samkvæmt forsendum aðlögunarsamkomu-
lags raðast starfið í launaramma B.
Umsóknarfresturertil og með 22. apríl nk. og
skal umsóknum ásamt meðmælum skilað til
starfsmannasviðs Háskóla Islands, Aðalbygg-
ingu við Suðurgötu, 101 Reykjavík.
Öllum umsóknum verður svarað þegar ákvörð-
un um ráðningu hefur verið tekin.
Nánari upplýsingarveita Karítas Kvaran, for-
stöðumaður Alþjóðaskrifstofu háskólastigsins,
í síma 525 4304 og Guðrún Ósk Sigurjóns-
dóttir, deildarstjóri á starfsmannasviði,
sími 525 4273.
Litið verður svo á að umsóknir gildi í sex
mánuði frá því að umsóknarfresti lýkur nema
annað sé sérstaklega tekið fram.
Sjóntækjafræðingur
óskast til framtíðarstarfa.
A
QUQGÖ
gleraugnaversiun,
Kringlunni 8—12,
sími 568 9111.
HOLTIIM
Kennarar athugið!
Kennara vantar í tvær kennarastöður við Lauga-
landsskóla í Holtum Rang. næsta skólaár.
Meðal kennslugreina er kennslayngri barna,
náttúrufræði og sérkennsla. Hentugt húsnæði
er á staðnum, frír hiti og lág húsaleiga.
Laugalandsskóli er einsetinn skóli í nýlegu húsnæði með um 80 nem-
endum í 1, —10. bekk. Skólinn er vel búinn til kennslu í öllum greinum,
gott mötuneyti, skólabókasafn, tölvuver, góð vinnuaðstaða kennara,
félagsaðstaða, ný sundlaug og íþróttahús.
Laugaland í Holtum er í um 100 km fjarlægðfrá Reykjavík. Þar er
menningarmiðstöð sveitarinnar og þar er einnig starfræktur leikskóli.
Nánari upplýsingar hjá skólastjóra í síma
487 6540 og heima 487 6585.
Einnig á netinu, slóðin er:
http://www.ismennt.is/vefir/laugaland
ATVINNUHÚSNÆÐI
Til leigu eða kaups
Iðnaðarhúsnæði undir iðnað eða ferðaþjón-
ustu að Klettum. Ódýrt.
Uppl. í símum 486 5653, 557 1194 og 897 1731.
UPPBOO
Uppboð
Eftirtalið lausafé verður boðið upp í Aðalstræti 5, Patreksfirði,
miðvikudaginn 15. apríl 1998 kl. 18.00:
Tölva, Tulip Impression 486 og Star Laser prentari.
Greiðsla áskilin við hamarshögg. Ávísanir ekki teknar gildar nema
með samþykki uppboðshaldara.
Sýslumaðurinn á Patreksfirði,
7. apríl 1998.
Uppboð
Eftirtaidar bifreiðir verða boðnar upp við Hnjúkabyggð 33,
Blönduósi, fimmtudaginn 16. apríl 1998 kl. 16.00.
HD 1361 PN 406
Greiðsla við hamarshögg
Sýslumaðurinn á Blönduósi,
6. april 1998.
Uppboð
Matreiðslumaður
— næturvörður
Óskum eftir að ráða matreiðslumann á fastar
vaktir.
Einnig óskum við eftir að ráða næturvörð í
vaktavinnu.
Upplýsingar í síma 482 2500.
Hótel Selfoss.
Eftirtaldar bifreiðir verða boðnar upp á Ólafsbraut 34, lögregl-
uvarðstofunni, Óiafsvík, föstudaginn 17. apríl 1998 kl. 11.00.
BT 3 KS 364 MA 275 R 38800 TH 629
Jl 286 Ll 810 MU 681 R74428 UN 182
JV 251 Ml 540 OG 632 R 9573 ZU 201
Einnig verður boðið upp eftirtalið lausafé:
Guðjón SH 57, sksknr. 5911. Veghefill HV 0069 og jarðýta GB 0096.
Greiðsla við hamarshögg.
Sýslumaðurinn í Stykkishólmi,
7. apríl 1998.
Uppboð
Eftirtalin bifreið verður boðin upp að Grundargötu 33, lög-
regluvarðstofunni, Grundarfirði, föstudaginn 17. apríl 1998
kl. 13.00.
LY 865
Greiðsla við hamarshögg.
Sýslumaðurinn í Stykkishóimi,
7. apríl 1998.
Uppboð
Eftirtaldar bifreiðir verða boðnar upp á Grundargötu 33, lög-
regluvarðstofunni, Grundarfirði, föstudaginn 17. aprfl 1998
kl. 15.00.
MB 560 R 5461
Greiðsla við hamarshögg.
Sýslumaðurinn í Stykkishólmi,
7. apríl 1998.
TILKYIMIMIIMGAR
Borgarskipulag Reykjavíkur
Borgartúni 3, 105 Rvík, s. 563 2340, myndsendir 562 3219
Norður-Mjódd
— deiliskipulag
í samræmi við 25. gr. skipulags- og byggingar-
laga nr. 73/1997, sbr. 1. og 2. mgr. 18. gr. sömu
laga og í samræmi við staðfest Aðalskipulag
Reykjavíkur 1996—2016, er hér með auglýst
til kynningartillaga að deiliskipulagi reits í
Norður-Mjódd, sem markast af Reykjanes-
braut, Stekkjarbakka og Álfabakka.
Kynningin fer fram í sal Borgarskipulags og
byggingarfulltrúa í Borgartúni 3,1. hæð, virka
daga kl. 10.00—16.15 og stendurtil 30. apríl
1998.
Ábendingum og athugasemdum vegna ofan-
greindrar kynningar skal skila skriflega til Borg-
arskipulags Reykjavíkur eigi síðar en 14. maí
1998. Þeir, sem eigi gera athugasemdir innan
tilskilins frests, teljast samþykkja tillöguna.
J/J/Yii/
Islensk /////
AmartRlfa
Íslensk-ameríska félagið
og Fulbright stofnunin
efna til kvöldverðar á Hótel Borg fimmtudaginn
16. apríl kl. 19.30. Tilefnið er40 ára afmæli Ful-
bright stofnunarinnar á íslandi og veiting
Charles E. Cobb Partnership Award.
Ræðumaður kvöldsins verður Björn Bjarnason,
menntamálaráðherra.
Á borðum veður Ijúffengur þríréttaður kvöld-
verður að hætti Borgarinnar, með Ijúfri tónlist.
Verð kr. 2.700.
Borðapantanir berist tii Fulbright stofnun-
arinnar í síma 551 0860 eða 552 0830.