Morgunblaðið - 08.04.1998, Blaðsíða 64
ÍSLANDSFLUG
gerir fteirum fært aö fíjúga
570 8090
MORGUNBLAÐIÐ, KRINGLAN1,103 REYKJAVIK, SÍMI5691100, SÍMBRÉF 5691181
PÓSTHÓLF 3040, NETFANG: RITSTJ@MBL.IS, AKUREYRl: KAUPVANGSSTRÆTI1
MIÐVIKUDAGUR 8. APRÍL 1998
VERÐ í LAUSASÖLU 125 KR. MEÐ VSK
Greiðslur til
þolenda afbrota
Yfír 200
_» umsóknir
hafa borist
GREIÐSLUR á bótum til
þolenda afbrota nema á seinustu
tveimur árum rúmlega 53,3 millj-
ónum króna úr ríkissjóði, en lög
um greiðslu ríkissjóðs á bótum til
þolenda afbrota tóku gildi 1. júlí
1996. Gilda þau um tjón sem leiðir
af brotum á almennum hegning-
arlögum sem framin voru 1. janú-
ar 1993 og síðar. Yfir 200 umsókn-
ir hafa borist bótanefnd frá því
hún tók til starfa.
Samkvæmt lögunum var sett á
'■“•^tofn þriggja manna nefnd, bóta-
nefnd, sem metur hvort skilyrði
eru uppfyllt til greiðslu bóta úr
ríkissjóði samkvæmt lögunum.
Hún er nú skipuð hæstaréttarlög-
mönnunum Hákoni Arnasyni og
Erlu Árnadóttur og Þorgeiri Inga
Njálssyni héraðsdómara.
Hæsta greiðsla 3,5 milljónir
Nefndinni bárust 197 umsóknir
í fyrra og árið þar áður eða alls
níutíu og þrjár umsóknir árið
'u^-*1996, þar af 54 frá körlum en 39
frá konum, og 104 umsóknir í
fyrra, þar af 62 frá körlum og 42
frá konum. Sjö umsóknir hafa
borist það sem af er þessu ári.
Nefndin hefur fallist á 110 um-
sóknir að hluta eða öllu leyti, 52
hefur verið hafnað, 2 voru aftur-
kallaðar og 33 umsóknir eru enn
til meðferðar hjá nefndinni.
Heildargreiðsla úr ríkissjóði
vegna þessa nam ríflega 15,3
milljónum króna árið 1996 í 43
málum eða alls 357.849 krónum að
meðaltali, en heildargreiðsla úr
ríkissjóði árið 1997 nam tæpum 38
milljónum króna í 62 málum eða
^^^alls 611.898 krónum að meðaltali.
Hæsta einstaka greiðsla á tíma-
bilinu nam 3.152.162 krónum og
var um að ræða 2,5 milljónir fyrir
líkamstjón, 600 þúsund krónur
fyrir miska og rúmlega 52 þúsund
krónur fyrir munatjón.
100 þúsund króna lágmark
í þremur tilvikum hefur nefnd-
in greitt hæstu bótafjárhæðir sem
getið er um í lögunum, en lág-
marksupphæðin sem greidd er
nemur 100 þúsund krónum.
Morgunblaðið/RAX
NÝJA lónið verður neðst á myndinni og í fjarska sér á núverandi lón og byggingar. Stórvirkar vinnuvélar
eru komnar á staðinn til að móta nýja svæðið, en í gær hófust framkvæmdir með formlegum hætti.
VERIÐ er að hefja flutning
á Bláa lóninu um 800 metra
til vesturs en þar á að
mynda nýtt lón og byggja
upp nauðsynlega baðað-
stöðu auk veitingareksturs
og síðar hótels. Grímur Sæ-
mundsen, læknir og fram-
kvæmdastjóri Bláa lónsins hf., segir
að stefnt sé að því að opna á nýja
staðnum snemmsumars á næsta ári.
Framkvæmdirnar í fyrsta
áfanga, þ.e. gerð nýja lónsins,
bygging tilheyrandi bað- og snyrti-
aðstöðu og aðstöðu fyrir verslunar-
Bláa lónið flutt
til vesturs
rekstur, aðkoma og bflastæði, kosta
milli 400 og 500 milljónir. Grímur
Sæmundsen segir vera orðið brýnt
að stækka aðstöðuna til að geta
tekið á móti síauknum íjölda gesta.
Þeir voru á síðasta ári 153 þúsund
og gerir hann ráð fyrir um 160 þús-
und gestum í ár. Þá segir
hann einnig brýnt að færa
lónið út fyrir lóðamörk Hita-
veitu Suðurnesja. Síðar
verður ráðist í byggingu
frekari aðstöðu fyrir hótel-
rekstur og ráðstefnuhald.
Grímur segir að aðstaðan
verði öll betri á nýja staðnum og
þar verði reynt að skapa sama töfr-
andi yfirbragðið og í núverandi lóni
með gufustrókum og öðru tilheyr-
andi og sagðist hann sannfærður
um að gestum myndi lítast betur á
nýja staðinn.
Davíð Oddsson segir að frumvarp um gagnagrunn geti náð fram á þessu þingi
Heilbrigðisgögnum safnað
til að þau komi að gagni
DAVÍÐ Oddsson forsætisráðherra sagði í gær að
enn væri hægt að samþykkja frumvarp um gagna-
grunn á heilbrigðissviði á þessu þingi og slíkum
upplýsingum hlyti að hafa verið safnað til að þær
kæmu að gagni.
► Davíð sagði að þingflokkur Sjálfstæðisflokks
hefði rætt frumvarp um gagnagrunn á heilbrigðis-
sviði og þar hefði því verið tekið vel þar sem þama
væru mikil tækifæri, sem bæri að nýta.
Hann sagði að upplýsingum hefði verið safnað í
heilbrigðiskerfinu hér af einhverjum ástæðum og
það gæti ekki verið út í loftið að þær hefðu verið
skráðar, heldur hlyti það að vera til að þær kæmu
að gagni.
„Og satt best að segja, af því að menn verða
heilagir í framan núna, hefur geymsla upplýsinga
á sjúkrastofnunum gagnvart sjúklingum ekki ver-
ið til fyrirmyndar gegnum tíðina,“ sagði hann.
„Allt of margir aðilar hafa haft aðgang að upplýs-
ingum um einstaklinga, sem ekki hefur verið dul-
inn á nokkurn hátt, þótt þetta hafi lagast á síðustu
árum. Þetta hefur verið afar óvarkár meðferð fyrr
á árum, ég þekki það.“
Davíð kvaðst ekki geta sagt til um hvaða áhrif
það hefði á íslenska erfðagreiningu fengi hún ekki
einkaleyfi, en mikilvægt væri talið að þessi auðlind
nýttist. Einnig væri ljóst að leggja þyrfti í gríðar-
legan kostnað til að færa hana í nýtanlegt form og
einmitt ekki síst til að það yrði gert þannig að per-
sónulegir hagsmunir manna sköðuðust ekki.
„Við slíkar aðstæður er ekki óeðlilegt að einka-
leyfi sé veitt,“ sagði Davíð. „Við höfum gert það
við aðra þætti, til dæmis námagröft og þess háttar
fyrir fáeinum árum.“
Hann vildi ekki segja til um hvaða afgreiðslu
málið fengi nú. Lokaspretturinn stæði yfír á þingi
og vildu menn bregða fæti fyrir framvarpið væri
það hægt.
„En þetta er að mínu viti þarflegt frumvarp,"
sagði hann og bætti við að hann teldi víst að það
yrði tekið upp á næsta þingi næði það ekki fram að
ganga nú: „En málið er ennþá þannig að vilji þing-
ið afgreiða framvarpið er það hægt.“
■ Óvíst um afdrif/33
Leyfí til
heimavigt-
unar aftur-
kölluð
FISKISTOFA hefur afturkallað
leyfi til svonefndrar heimavigtunar
hjá Faxamarkaði og Borgey eftir að
vigtarmenn urðu uppvísir að því að
fara ekki eftir lögum og reglugerð-
um við vigtun sjávarafla. Þetta eru
fyrstu málin af þessu tagi sem koma
upp eftir að lögin um umgengni um
nytjastofna sjávar vora sett árið
1996.
Að sögn Gísla Gíslasonar hjá
Fiskistofu var brot vigtunarmanns
Faxamarkaðar með þeim hætti, að
verið var að landa flökum í tunnum
úr Sindra RE 46 17. febrúar. Vigt-
unarmaður kannaði hvorki hvað var
í tunnunum né taldi þær heldur
skráði meðaltalsfjölda úr fyrri lönd-
unum á vigtarskýrslur. Málið var
kært til lögreglu en rannsókn benti
ekki til annars en að um gáleysi
vigtarmannsins hefði verið að ræða.
Sindri RE var einnig sviptur veiði-
leyfí frá 13.-26. mars vegna sama
máls.
Brot Borgeyjar var í tengslum
við löndun á loðnu úr Jónu Eðvalds
SF 20, Húnaröst SF 555 og Grund-
víkingi GK 606, á tímabilinu 25.
febrúar til 3. mars. Loðnunni var
landað með sogdælum og þegar
aflinn var vigtaður dró vigtunar-
maður frá 1-3% vegna vatns sem
fylgdi með aflanum en slíkt er ekki
heimilt.
■ Vigtunarleyfi/C2
Morgunblaðið/Ámi Sæberg
FÖGNUÐUR Framara var
mikill í leikslok.
Spennandi
úrslitaleikir
framundan
FRAM sigraði FH, 24:22, í
æsispennandi, framlengdum
leik í undanúrslitum 1. deildar
karla í handknattleik í Fram-
heimilinu í gærkvöldi. Fram
mætir því Val í úrslitum um Is-
landsbikarinn og verður fyrsta
viðureign félaganna í Fram-
heimilinu á laugardaginn.
Valur og Fram mættust
einnig í úrslitaleik bikarkeppn-
innar fyrr í vetur og varð sú
viðureign söguleg; Valur sigraði
eftir framlengingu, Framarar
kærðu leikinn en Valsmenn
urðu bikarmeistarar í síðustu
viku þegar dómstóll HSI kvað
upp endanlegan úrskurð.
Þá tryggðu Njarðvíkingar
sér í gærkvöldi rétt til að keppa
við KR um Islandsbikarinn í
körfuknattleik. Þeh sigruðu
Keflvíkinga í undanúrslitum,
93:88, í Njarðvík.
■ fþróttir/C blað