Morgunblaðið - 08.04.1998, Blaðsíða 57

Morgunblaðið - 08.04.1998, Blaðsíða 57
f- MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 8. APRÍL 1998 5 7, tr FOLK I FRETTUM Kántrýsöngkonan Tammy Wynette látin KÁNTRÝSÖNGKONAN Tammy Wynette lést í svefni á mánudaginn 55 ára gömul. Wynette, sem hafði átt við veikindi að stríða síðustu ár, er talin hafa látist af völdum blóð- tappa. Virginia Wynette Pugh fæddist 5. maí 1942 í Red Bay í Alabama og byrjaði að vinna á bómullarekrum afa síns þegar hún var aðeins 7 ára gömul. Hún giftist fyrsta eigin- manni sínum, Euple Byrd, þegar hún var 17 ára gömul og bjó við mjög frumstæðar aðstæður. Eftir fæðingu þriðja barnsins skildi Tam- my við Byrd og flutti til Birming- ham þar sem hún starfaði sem snyrtifræðingur. Hún fór að syngja 1 morgunþætti í sjónvarpi og fór að gera sér ferðir til Nashville. Að lok- um tók hún sig til og flutti með fjöl- skylduna til höfuðstöðva kantrýsins, Nashville í Tennessee. Það var svo árið 1966 að Tammy Wynette söng inn á sína fyrstu plötu og tveimur árum seinna sló hún í gegn með laginu „Stand By Your Man“. Þar með varð hún fyrsta kántrýsöngkonan til að selja meira en eina milljón eintaka af smáskífu. I kjölfarið fékk hún Grammy verðlaun og hlaut titilinn „The First Lady of Country Music“. TAMMY Wynette var lengi drottning kántrýtónlistar en hún sló í gegn með laginu „St-and By Your Man“. Önnur þekkt lög með Tammy Wynette eru „Two-Story House“, „D-I-V-0-R-C-E“ og „I Don’t Wanna Play House“. Hún hljóðrit- aði meira en fimmtíu plötur sem selst hafa í rúmlega 30 milljónum eintaka. Tammy Wynette, sem giftist alls fimm sinnum, sagði eitt sinn í blaða- viðtali að hún hefði ekki verið alin upp til að giftast og sldlja en miklu máli hefði skipt að hún var söngkona en eiginmenn hennar hefðu haft ann- að hlutverk í huga fyrir hana. Hún upplifði ýmis áföll í lífinu, þar á með- al gjaldþrot, dularfulla eldsvoða við heimili sitt auk þess sem henni var rænt árið 1978. Gímuklæddur maður nam hana á brott frá verslunarmið- stöð í Nashville, reyndi að kyrkja^ hana með sokkabuxum og ýtti henni'" loks út úr bíl á 120 kflómetra hraða. Það mál var aldrei Ieyst. „Þetta er mjög sorglegur atburð- ur og hún var stórkostleg kona,“ sagði Kenny Rogers sem fór í tón- leikaferðalag með Tammy Wynette um England á síðasta ári. „Eg tal- aði við hana fyrir stuttu og þá sagð- ist hún vera að hressast en svo ger- ist þetta.“ Arið 1992 söng Tammy Wynette lagið „Justified and Ancient“ með bresku danssveitinni KLF en lagið fór ofarlega á vinsældalista um all- an heim. Arið 1993 söng hún inn á plötuna „Honkey Tonk Angels“ með söngkonunum Dolly Parton og Lor-r ettu Lynn. Tammy Wynette lætur eftir sig eiginmanninn George Richie, fjórar dætur, tvö stjúpbörn og nokkur barnabörn. IXUS 24.900 kr. IXUS L-1 17.900 kr. IXUS L-1 17.900 kr. F F 25 7.790 kr. IXUS Z9 0 34.900 kr. TAKTU MYNDIR Með hverri Ixus myndavél fylgir Ijósmyndanámskeið. Frábært nýtt kerfi sem getur meira 3 myndform: 10x25cm, 10xl7cm og 10xl5cm. Yfirlitsmynd fylgir framköllun. Filman smellur - engin þræðing. Alsjálfvirk vél. FERMINGARTILBOÐ ÁCANON MYNDAVÉLUM Þ V í ENGIR DAGAR ERU EINS-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.