Morgunblaðið - 08.04.1998, Síða 57

Morgunblaðið - 08.04.1998, Síða 57
f- MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 8. APRÍL 1998 5 7, tr FOLK I FRETTUM Kántrýsöngkonan Tammy Wynette látin KÁNTRÝSÖNGKONAN Tammy Wynette lést í svefni á mánudaginn 55 ára gömul. Wynette, sem hafði átt við veikindi að stríða síðustu ár, er talin hafa látist af völdum blóð- tappa. Virginia Wynette Pugh fæddist 5. maí 1942 í Red Bay í Alabama og byrjaði að vinna á bómullarekrum afa síns þegar hún var aðeins 7 ára gömul. Hún giftist fyrsta eigin- manni sínum, Euple Byrd, þegar hún var 17 ára gömul og bjó við mjög frumstæðar aðstæður. Eftir fæðingu þriðja barnsins skildi Tam- my við Byrd og flutti til Birming- ham þar sem hún starfaði sem snyrtifræðingur. Hún fór að syngja 1 morgunþætti í sjónvarpi og fór að gera sér ferðir til Nashville. Að lok- um tók hún sig til og flutti með fjöl- skylduna til höfuðstöðva kantrýsins, Nashville í Tennessee. Það var svo árið 1966 að Tammy Wynette söng inn á sína fyrstu plötu og tveimur árum seinna sló hún í gegn með laginu „Stand By Your Man“. Þar með varð hún fyrsta kántrýsöngkonan til að selja meira en eina milljón eintaka af smáskífu. I kjölfarið fékk hún Grammy verðlaun og hlaut titilinn „The First Lady of Country Music“. TAMMY Wynette var lengi drottning kántrýtónlistar en hún sló í gegn með laginu „St-and By Your Man“. Önnur þekkt lög með Tammy Wynette eru „Two-Story House“, „D-I-V-0-R-C-E“ og „I Don’t Wanna Play House“. Hún hljóðrit- aði meira en fimmtíu plötur sem selst hafa í rúmlega 30 milljónum eintaka. Tammy Wynette, sem giftist alls fimm sinnum, sagði eitt sinn í blaða- viðtali að hún hefði ekki verið alin upp til að giftast og sldlja en miklu máli hefði skipt að hún var söngkona en eiginmenn hennar hefðu haft ann- að hlutverk í huga fyrir hana. Hún upplifði ýmis áföll í lífinu, þar á með- al gjaldþrot, dularfulla eldsvoða við heimili sitt auk þess sem henni var rænt árið 1978. Gímuklæddur maður nam hana á brott frá verslunarmið- stöð í Nashville, reyndi að kyrkja^ hana með sokkabuxum og ýtti henni'" loks út úr bíl á 120 kflómetra hraða. Það mál var aldrei Ieyst. „Þetta er mjög sorglegur atburð- ur og hún var stórkostleg kona,“ sagði Kenny Rogers sem fór í tón- leikaferðalag með Tammy Wynette um England á síðasta ári. „Eg tal- aði við hana fyrir stuttu og þá sagð- ist hún vera að hressast en svo ger- ist þetta.“ Arið 1992 söng Tammy Wynette lagið „Justified and Ancient“ með bresku danssveitinni KLF en lagið fór ofarlega á vinsældalista um all- an heim. Arið 1993 söng hún inn á plötuna „Honkey Tonk Angels“ með söngkonunum Dolly Parton og Lor-r ettu Lynn. Tammy Wynette lætur eftir sig eiginmanninn George Richie, fjórar dætur, tvö stjúpbörn og nokkur barnabörn. IXUS 24.900 kr. IXUS L-1 17.900 kr. IXUS L-1 17.900 kr. F F 25 7.790 kr. IXUS Z9 0 34.900 kr. TAKTU MYNDIR Með hverri Ixus myndavél fylgir Ijósmyndanámskeið. Frábært nýtt kerfi sem getur meira 3 myndform: 10x25cm, 10xl7cm og 10xl5cm. Yfirlitsmynd fylgir framköllun. Filman smellur - engin þræðing. Alsjálfvirk vél. FERMINGARTILBOÐ ÁCANON MYNDAVÉLUM Þ V í ENGIR DAGAR ERU EINS-

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.