Morgunblaðið - 08.04.1998, Blaðsíða 56

Morgunblaðið - 08.04.1998, Blaðsíða 56
56 MIÐVIKUDAGUR 8. APRÍL 1998 MORGUNBLAÐIÐ ______________________FÓLK í FRÉTTUM__________________ Hvað er að gerast? Hverjir voru hvar? Hvað er í boð BRÆÐURNIR Tómas Þóroddsson og Kristján Eldjárn, kóngar í ríki sínu. ÁSTIN er heit. Ingólfur kara- temaður og Guðfinna Jónas- dóttir, stílisti. Stórdansleikur í kvöld Hljómsveitin Karma leikur ffyrir dansi til kl. 03 Snyrtilegur klæðnaður þor sem stuðið er! INQHÓLL SELFOSSI • Inghóll var tekinn í notkun árið 1985. Núverandi rekstrar- aðili síðan í janúar er Gunnar Sigtryggsson og kona hans, Guðmunda Hulda Jóhannesdótt- ir. Fjölskyldurekstur þar sem fósturdóttir Gunnars og bróðir koma einnig að. • Bjórúrvalið er gott. Viking, Pripps, Giraf, Miller, San Miquel, ýmist úr flöskum eða krana. Tvöfaldur af sterku víni kostar 800 kr. Bjórinn er á kr. 500 og upp úr. Inghóll hefur fengið hrós fyrir góðan bar þar sem hægt er að fá flesta þá drykki sm hugurinn girnist. • Raðir þekkjast ekki í Inghóli. Menn komast allir inn enda plássið gott og dyraverðir og miðasölufólk þekkja vel til verka. Afgreiðsla á barnum gengur vel og fólk sem kýs ölv- un nær því mjög auðveldlega á stuttum tíma. • Klæðnaður gestanna er sam- kvæmt ríkjandi hefðum í tísku unga fólksins, það er auðvelt að skera sig úr og normið er núm- er eitt umrætt kvöld. Plastkjóla- keppni, svört jakkaföt, galla- buxur, þröngir bolir, allt geng- ur og enginn er illa til fara. • Inghóll á Selfossi er áningar- staður á komandi sumri þar sem hljómsveitir eins og Sálin, Greifarnir, Stjórnin, Sóldögg og Skítamórall o.fl. munu bjóða upp á skemmtilegheit. „Ágætu farþegar, spennið beltin, leiðin liggur yfir heiðina. Viðkomu- staðurinn er Inghóll og við munum fljúga innan skynsam- legra marka. Njótið ferðarinn- ar.“ NONAME COSMETICS Snyrtivörukynning í dag kl. 14-18. Silla förðunarfræðingur kynnir og gefur ráðleggingar. i Name andlit ársins SANDRA, SMÁRATORGI, KÓPAVOGI. Opið í kvöld frá kl. 22.00 - 03.00 Galabandið ásamt Önnu Vilhjálms Sjáumst hress Næturgalinn tytíurgaCinn Smiðjuvegi 14, %ófavogi, sími 587 6080 A „Góðir farþegar, spennið beltin“ Það er engin lofflimolla í skemmtanalífinu á Selfossi og ósjaldan ijörmiklar hljóm- sveitir í heimsókn. Nú síðast Sóldögg. Sig- urður Fannar Guðmundsson lagði leið sína í Inghól og tók púlsinn á stemmningunni. SKEMMTISTAÐURINN Ing- hóll á Selfossi hefur í gegnum árin þjónað skemmtanafíkn Sunnlendinga. Nú á síðustu árum hefur það færst mjög í vöxt að höfuð- borgarbúar leggi land undir fót og skvetti úr klaufunum „úti á landi“. Inghóll er ein stoppistöðin á þeim rúnti. Það var skemmtileg blanda af fólki úr öllum áttum sem steig tryllt- an dans fi-am undir rauðan morgun þegar fréttaritari lagði leið sína í Ing- hól, vopnaður myndavél og penna. Inghóll er á tveimur hæðum, um- hverfí staðarins er mjög snyrtilegt og þar bjóða Gunnar Sigtryggsson, vert, og fjölskylda upp á skipulagða dansleiki, drykki og góða strauma. Aldurshópurinn sem stundar Inghól er á bilinu 18-30 ára, allt eftir því hvað er í boði hverju sinni. Staðurinn hefur á seinustu misserum boðið upp á dansleiki fyrir aðra aldm'shópa og hafa þeir gengið ágætlega. Fjöl- breytnin er lykilorðið í Inghóli, ekk- ert kvöld er eins og enginn veit hvernig nóttin endar. „Sjáðu,“ hvísl- aði einn að blaðamanni, „hún verður mín.“ Hann benti á unga stúlku sem steig dansinn í takt við rokkaða tóna hljómsveitarinnai- Sóldögg sem sá um skemmtilegheitin umrætt kvöld. Það er nóg af plássi í Inghól enda staðurinn á tveimur hæðum þó þykir blaðamanni þröngt í kjángum pissu- skálamar en á kai’laklósettinu eru alltaf lífiegar umræður, sumir spenna vöðvanna að sveitaballasið, þeir menn eru þó í minnihluta, að mati blaðamanns á góðri leið með að úreltast. I kvöld eru það mjúku mennirnir með súkkulaðibrosin sem ráða ríkjum. Ekki fylgir sögunni um hvað var rætt á kvennaklósettinu. „Heyrðu, taktu mynd af okkur tveimur,“ það er greinilegt að í sveit- inni eru menn ekki vanir blaðamönn- um á skemmtistöðum. Flestir forð- ast myndatökur en það eru alltaf ein- hverjir tilbúnir að brosa sínu blíð- asta, stelpur og strákar, menn og konur, veröldin ei’ leiksvið og aðal- leikararnir í þessu leikriti eru unga fólkið, framtíð landsins, kóngar og drottningar næturinnai’ í Inghóli á Selfossi. SÓLDÖGGIN draup af andlitum strákanna. Frá A til Ö ■ Á TÚR er komin á fullt skrið eftir smá vetrarfrí. Hljómsveitin spilar á Kri- stján IX, Grundarfirði miðvikudags- kvöld frá kl. 23-3, Gjánni, Selfossi, föstudagskvöld kl. 00-4 og Höfðanum, Vestmannaeyjum, laugardags- og sunnudagskvöid. Þess má geta að hljómsveitin er nú í hijóðveri að taka upp tvö lög sem verða á safnplötu sem Skífan sendir frá sér í byrjun júní. ■ 8-VILLT leikur fóstudagskvöld á Hótel Mælifelli, Sauðárkróki og á Sjall- anum Akureyri sunnudagskvöld. ■ BLÚSBARINN Á fóstudagskvöid leikur Ingvar Valgeirsson trúbador frá kl. 24-4. ■ BRILLJANTÍN leggur land undir fót og heidur til Selfoss og leikur á H.M. Kaffi. Dúettinn skipa þeir Ingvar Val- geirsson, gítarleikari og söngvari, og Sigurður Anton sem sér um bassa og söng. ■ BROADWAY Á miðvikudagskvöld verður sýningin Rokkstjörnur íslands þar sem frumherjar rokksins eru heiðraðir. Stuðbandalagið leikur fyrir dansi til kl. 3. Á fimmtudags- og fostu- dagskvöld er lokað en á laugardagskvöld verður stórdansleikur með Greiftinum. ■ CAFÉ AMSTERDAM Á miðviku- dags-, föstudags- og laugardagskvöld halda Paparnir uppi góðri stemmningu og einnig verða óvæntar uppákomur sunnudag og mánudag. Opið miðv. 8/4 til kl. 3, fim. 9/4 til kl. 23.30, fös. 10/4 kl. 00-04, laug. 11/4 til kl. 3, sun. 12/4 kl. 00-04 og mán. 13/4 er opið til kl. 3. ■ FEITI DVERGURINN Einar Jóns- son ieikur miðvikudags-, föstudags-, laugardags- og sunnudagskvöld en þá er opið til kl. 3. Á fimmtudag er opið til kl. 23.30 og mánudaginn 2. í páskum er op- iðtilkl. 1. ■ FÓGETINN Á miðvikudagskvöld verða tónleikar með Ellen Kristjáns, KK og Guðmundi Péturssyni frá kl. 22-1. Á fimmtudagskvöld leika Maggi Einars og Tommi Tomm, föstudags- kvöld leikur hljómsveitin Hafrót til kl. 4, laugardagskvöld leikur Jón Ingólfs til kl. 3, sunnudagskvöld Hafrót opið til kl. 4 og á mánudagskvöld leikur Jón Ing- ólfs til kl. 3. ■ GAUKUR Á STÖNG Á miðvikudags- kvöld leikur gleðipoppsveitin Land og synir sem er þessa dagana að senda frá sér nýtt lag og jafnframt að vinna nýja hljómskífu. Opið til kl. 3. Á fimmtudags- kvöld verður húsinu lokað kl. 23.30 og á föstudaginn langa verður húsið opnað kl. 24-4 þar sem hljómsveitin Buttercup leikur. Á sunnudagskvöld leikur htjóm- sveitin Gos frá kl. 24-4 og einnig mánu- dagskvöld en þá er opið til kl. 3. Á þriðjudagskvöld leika Dúddarnir þeir Pétur Orn og Matti og miðvikudaginn 15. apríl leikur hljómsveitin Sól Dögg. ■ GEIRMUNDUR VALTÝSSON og hljómsveit leika föstudagskvöld á Sveitasetrinu, Blönduósi frá kl. 24-4 og á laugardagskvöld verða félagarnir á Hótel Mælifelli frá kl. 23-3. ■ GREIFARNIR leika miðvikudags- kvöld á Inghóli Selfossi, föstudagskvöld í Stapanum, Keflvík, laugardagskvöld á Hótel Islandi og á sunnudagskvöld á Hótel Húsavfk. ■ GULLÖLDIN Á miðvikudagskvöld skemmta þeir Svensen & Hallfunkel til kl. 3. Föstudagskvöld frá miðnætti til kl. 4 leika Stefán P. og Pétur Hjálmarsson en þeir leika einnig laugardagskvöld til kl. 3. Opið 2. í páskum frá kl. 18-23.30. ■ HÓTEL EDDA Á laugardagskvöld verður dansleikur með hljómsveitinni Sælusveitinni frá kl. 23-2. Verð 800 kr. ■ HÓTEL SAGA Á miðvikudagskvöld er Mfmisbar opinn til kl. 3 Stefán Jök- ulsson og Ragnar Bjarnason leika. ■ KAFFI REYKJAVÍK Á miðviku- dags-, föstudags- og laugardagskvöld leikur hljómsveitin Karma frá Selfossi. Á sunnudags- og mánudagskvöld leikur Hálft í hvoru og þess má geta að að- gangur er ókeypis mánudagskvöld en þá er opið til 3. ■ KRINGLUKRÁIN Á. miðvikudags- kvöld leikur hljómsveitin í hvítum sokk- um til kl. 3. Lokað fimmtudagskvöld vegna árshátíðar starfsfólks og á föstu- dags-, laugardags- og sunnudagskvöld leikur hljómsveitin Léttir sprettir. f Leikstofunni miðvikudags- og laugar- dagskvöld leikur Rúnar Guðmundsson, trúbador. Á mánudagskvöld 2. í pásk- um leikur Gunnar Páll hugljúfa og sí- gilda tónlist frá kl. 22-1. ■ NAUSTIÐ er opið alla páskahelgina frá kl. 18 fyrir matargesti. ■ NAUSTKJALLARINN Afgreiðslu- tími yfir páskahelgina: Miðvikudag kl. 22-3, skírdag kl. 19-23.30, föstudaginn langa kl. 24-4, laugardaginn kl. 12-3, páskadag kl. 24-4, 2. í páskum kl. 22-3. Lifandi tónlist Dúett Rutar Reginalds leikur. ■ NÆTURGALINN Miðvikudags-, föstudags-, Iaugardags- og sunnudags- kvöld leikur Galabandið og Anna Vil- hjálms. En á mánudagskvöldinu 2. í páskum leikur Hljómsveit Hjördísar Geirs gömlu og nýju dansana. ■ REYKJAVIKURSTOFAN Hilmar J. Hauksson leikur á flygil. ■ SELIÐ HVAMMSTANGA Á mið- vikudagskvöld leikur og syngur Dúett- inn Tromp þau Harpa Þorvalds og Ragnar Karl frá kl. 23-3. ■ SIR OLIVER Hljómsveitin Barflug- an leikur miðvikudags- og laugardags- kvöld. ■ SJÓMANNASTOFAN VÖR GRINDAVÍK Á sunnudagskvöld frá kl. 24-4 verður haldið Grandball þar sem hljómsveitin Gleðigjafar leikur ásamt söngkonunni Sif Guðmundsdóttur. Sér- stakur leynigestur. Aðgöngumiði gildir sem happdrættismiði. Ölkeppni og brandarakvöld. ■ SKÍTAMÓRALL leikur miðviku- dagskvöld í Miðgarði, Skagafirði, laug- ardags- og sunnudagskvöld á Neskaup- stað og mánudagskvöldið 2. í páskum í Njálsbúð ásamt hljómsveitinni Land og synir. ■ SÓL DÖGG leikur föstudagskvöld á Hlöðufelii Húsavfk og laugardagskvöld á Þórshöfn. ■ WUNDERBAR v/Lækjargötu Á laugardags- og sunnudagskvöld leikur trúbadorinn geðþekki Ingvar Valgeirs- son. Munu leikar hefjast um miðnætti bæði kvöldin og mun Ingvar leika bæði eigið efni og annarra. ■ TILKYNNINGAR í skemmtana- rammann þurfa að berast í síðasta lagi á þriðjudögum. Skila skal tilkynningum til Kolbrúnar í bréfsíma 569 1181 eða á netfang frett@mbl.is.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.