Morgunblaðið - 08.04.1998, Side 56

Morgunblaðið - 08.04.1998, Side 56
56 MIÐVIKUDAGUR 8. APRÍL 1998 MORGUNBLAÐIÐ ______________________FÓLK í FRÉTTUM__________________ Hvað er að gerast? Hverjir voru hvar? Hvað er í boð BRÆÐURNIR Tómas Þóroddsson og Kristján Eldjárn, kóngar í ríki sínu. ÁSTIN er heit. Ingólfur kara- temaður og Guðfinna Jónas- dóttir, stílisti. Stórdansleikur í kvöld Hljómsveitin Karma leikur ffyrir dansi til kl. 03 Snyrtilegur klæðnaður þor sem stuðið er! INQHÓLL SELFOSSI • Inghóll var tekinn í notkun árið 1985. Núverandi rekstrar- aðili síðan í janúar er Gunnar Sigtryggsson og kona hans, Guðmunda Hulda Jóhannesdótt- ir. Fjölskyldurekstur þar sem fósturdóttir Gunnars og bróðir koma einnig að. • Bjórúrvalið er gott. Viking, Pripps, Giraf, Miller, San Miquel, ýmist úr flöskum eða krana. Tvöfaldur af sterku víni kostar 800 kr. Bjórinn er á kr. 500 og upp úr. Inghóll hefur fengið hrós fyrir góðan bar þar sem hægt er að fá flesta þá drykki sm hugurinn girnist. • Raðir þekkjast ekki í Inghóli. Menn komast allir inn enda plássið gott og dyraverðir og miðasölufólk þekkja vel til verka. Afgreiðsla á barnum gengur vel og fólk sem kýs ölv- un nær því mjög auðveldlega á stuttum tíma. • Klæðnaður gestanna er sam- kvæmt ríkjandi hefðum í tísku unga fólksins, það er auðvelt að skera sig úr og normið er núm- er eitt umrætt kvöld. Plastkjóla- keppni, svört jakkaföt, galla- buxur, þröngir bolir, allt geng- ur og enginn er illa til fara. • Inghóll á Selfossi er áningar- staður á komandi sumri þar sem hljómsveitir eins og Sálin, Greifarnir, Stjórnin, Sóldögg og Skítamórall o.fl. munu bjóða upp á skemmtilegheit. „Ágætu farþegar, spennið beltin, leiðin liggur yfir heiðina. Viðkomu- staðurinn er Inghóll og við munum fljúga innan skynsam- legra marka. Njótið ferðarinn- ar.“ NONAME COSMETICS Snyrtivörukynning í dag kl. 14-18. Silla förðunarfræðingur kynnir og gefur ráðleggingar. i Name andlit ársins SANDRA, SMÁRATORGI, KÓPAVOGI. Opið í kvöld frá kl. 22.00 - 03.00 Galabandið ásamt Önnu Vilhjálms Sjáumst hress Næturgalinn tytíurgaCinn Smiðjuvegi 14, %ófavogi, sími 587 6080 A „Góðir farþegar, spennið beltin“ Það er engin lofflimolla í skemmtanalífinu á Selfossi og ósjaldan ijörmiklar hljóm- sveitir í heimsókn. Nú síðast Sóldögg. Sig- urður Fannar Guðmundsson lagði leið sína í Inghól og tók púlsinn á stemmningunni. SKEMMTISTAÐURINN Ing- hóll á Selfossi hefur í gegnum árin þjónað skemmtanafíkn Sunnlendinga. Nú á síðustu árum hefur það færst mjög í vöxt að höfuð- borgarbúar leggi land undir fót og skvetti úr klaufunum „úti á landi“. Inghóll er ein stoppistöðin á þeim rúnti. Það var skemmtileg blanda af fólki úr öllum áttum sem steig tryllt- an dans fi-am undir rauðan morgun þegar fréttaritari lagði leið sína í Ing- hól, vopnaður myndavél og penna. Inghóll er á tveimur hæðum, um- hverfí staðarins er mjög snyrtilegt og þar bjóða Gunnar Sigtryggsson, vert, og fjölskylda upp á skipulagða dansleiki, drykki og góða strauma. Aldurshópurinn sem stundar Inghól er á bilinu 18-30 ára, allt eftir því hvað er í boði hverju sinni. Staðurinn hefur á seinustu misserum boðið upp á dansleiki fyrir aðra aldm'shópa og hafa þeir gengið ágætlega. Fjöl- breytnin er lykilorðið í Inghóli, ekk- ert kvöld er eins og enginn veit hvernig nóttin endar. „Sjáðu,“ hvísl- aði einn að blaðamanni, „hún verður mín.“ Hann benti á unga stúlku sem steig dansinn í takt við rokkaða tóna hljómsveitarinnai- Sóldögg sem sá um skemmtilegheitin umrætt kvöld. Það er nóg af plássi í Inghól enda staðurinn á tveimur hæðum þó þykir blaðamanni þröngt í kjángum pissu- skálamar en á kai’laklósettinu eru alltaf lífiegar umræður, sumir spenna vöðvanna að sveitaballasið, þeir menn eru þó í minnihluta, að mati blaðamanns á góðri leið með að úreltast. I kvöld eru það mjúku mennirnir með súkkulaðibrosin sem ráða ríkjum. Ekki fylgir sögunni um hvað var rætt á kvennaklósettinu. „Heyrðu, taktu mynd af okkur tveimur,“ það er greinilegt að í sveit- inni eru menn ekki vanir blaðamönn- um á skemmtistöðum. Flestir forð- ast myndatökur en það eru alltaf ein- hverjir tilbúnir að brosa sínu blíð- asta, stelpur og strákar, menn og konur, veröldin ei’ leiksvið og aðal- leikararnir í þessu leikriti eru unga fólkið, framtíð landsins, kóngar og drottningar næturinnai’ í Inghóli á Selfossi. SÓLDÖGGIN draup af andlitum strákanna. Frá A til Ö ■ Á TÚR er komin á fullt skrið eftir smá vetrarfrí. Hljómsveitin spilar á Kri- stján IX, Grundarfirði miðvikudags- kvöld frá kl. 23-3, Gjánni, Selfossi, föstudagskvöld kl. 00-4 og Höfðanum, Vestmannaeyjum, laugardags- og sunnudagskvöid. Þess má geta að hljómsveitin er nú í hijóðveri að taka upp tvö lög sem verða á safnplötu sem Skífan sendir frá sér í byrjun júní. ■ 8-VILLT leikur fóstudagskvöld á Hótel Mælifelli, Sauðárkróki og á Sjall- anum Akureyri sunnudagskvöld. ■ BLÚSBARINN Á fóstudagskvöid leikur Ingvar Valgeirsson trúbador frá kl. 24-4. ■ BRILLJANTÍN leggur land undir fót og heidur til Selfoss og leikur á H.M. Kaffi. Dúettinn skipa þeir Ingvar Val- geirsson, gítarleikari og söngvari, og Sigurður Anton sem sér um bassa og söng. ■ BROADWAY Á miðvikudagskvöld verður sýningin Rokkstjörnur íslands þar sem frumherjar rokksins eru heiðraðir. Stuðbandalagið leikur fyrir dansi til kl. 3. Á fimmtudags- og fostu- dagskvöld er lokað en á laugardagskvöld verður stórdansleikur með Greiftinum. ■ CAFÉ AMSTERDAM Á miðviku- dags-, föstudags- og laugardagskvöld halda Paparnir uppi góðri stemmningu og einnig verða óvæntar uppákomur sunnudag og mánudag. Opið miðv. 8/4 til kl. 3, fim. 9/4 til kl. 23.30, fös. 10/4 kl. 00-04, laug. 11/4 til kl. 3, sun. 12/4 kl. 00-04 og mán. 13/4 er opið til kl. 3. ■ FEITI DVERGURINN Einar Jóns- son ieikur miðvikudags-, föstudags-, laugardags- og sunnudagskvöld en þá er opið til kl. 3. Á fimmtudag er opið til kl. 23.30 og mánudaginn 2. í páskum er op- iðtilkl. 1. ■ FÓGETINN Á miðvikudagskvöld verða tónleikar með Ellen Kristjáns, KK og Guðmundi Péturssyni frá kl. 22-1. Á fimmtudagskvöld leika Maggi Einars og Tommi Tomm, föstudags- kvöld leikur hljómsveitin Hafrót til kl. 4, laugardagskvöld leikur Jón Ingólfs til kl. 3, sunnudagskvöld Hafrót opið til kl. 4 og á mánudagskvöld leikur Jón Ing- ólfs til kl. 3. ■ GAUKUR Á STÖNG Á miðvikudags- kvöld leikur gleðipoppsveitin Land og synir sem er þessa dagana að senda frá sér nýtt lag og jafnframt að vinna nýja hljómskífu. Opið til kl. 3. Á fimmtudags- kvöld verður húsinu lokað kl. 23.30 og á föstudaginn langa verður húsið opnað kl. 24-4 þar sem hljómsveitin Buttercup leikur. Á sunnudagskvöld leikur htjóm- sveitin Gos frá kl. 24-4 og einnig mánu- dagskvöld en þá er opið til kl. 3. Á þriðjudagskvöld leika Dúddarnir þeir Pétur Orn og Matti og miðvikudaginn 15. apríl leikur hljómsveitin Sól Dögg. ■ GEIRMUNDUR VALTÝSSON og hljómsveit leika föstudagskvöld á Sveitasetrinu, Blönduósi frá kl. 24-4 og á laugardagskvöld verða félagarnir á Hótel Mælifelli frá kl. 23-3. ■ GREIFARNIR leika miðvikudags- kvöld á Inghóli Selfossi, föstudagskvöld í Stapanum, Keflvík, laugardagskvöld á Hótel Islandi og á sunnudagskvöld á Hótel Húsavfk. ■ GULLÖLDIN Á miðvikudagskvöld skemmta þeir Svensen & Hallfunkel til kl. 3. Föstudagskvöld frá miðnætti til kl. 4 leika Stefán P. og Pétur Hjálmarsson en þeir leika einnig laugardagskvöld til kl. 3. Opið 2. í páskum frá kl. 18-23.30. ■ HÓTEL EDDA Á laugardagskvöld verður dansleikur með hljómsveitinni Sælusveitinni frá kl. 23-2. Verð 800 kr. ■ HÓTEL SAGA Á miðvikudagskvöld er Mfmisbar opinn til kl. 3 Stefán Jök- ulsson og Ragnar Bjarnason leika. ■ KAFFI REYKJAVÍK Á miðviku- dags-, föstudags- og laugardagskvöld leikur hljómsveitin Karma frá Selfossi. Á sunnudags- og mánudagskvöld leikur Hálft í hvoru og þess má geta að að- gangur er ókeypis mánudagskvöld en þá er opið til 3. ■ KRINGLUKRÁIN Á. miðvikudags- kvöld leikur hljómsveitin í hvítum sokk- um til kl. 3. Lokað fimmtudagskvöld vegna árshátíðar starfsfólks og á föstu- dags-, laugardags- og sunnudagskvöld leikur hljómsveitin Léttir sprettir. f Leikstofunni miðvikudags- og laugar- dagskvöld leikur Rúnar Guðmundsson, trúbador. Á mánudagskvöld 2. í pásk- um leikur Gunnar Páll hugljúfa og sí- gilda tónlist frá kl. 22-1. ■ NAUSTIÐ er opið alla páskahelgina frá kl. 18 fyrir matargesti. ■ NAUSTKJALLARINN Afgreiðslu- tími yfir páskahelgina: Miðvikudag kl. 22-3, skírdag kl. 19-23.30, föstudaginn langa kl. 24-4, laugardaginn kl. 12-3, páskadag kl. 24-4, 2. í páskum kl. 22-3. Lifandi tónlist Dúett Rutar Reginalds leikur. ■ NÆTURGALINN Miðvikudags-, föstudags-, Iaugardags- og sunnudags- kvöld leikur Galabandið og Anna Vil- hjálms. En á mánudagskvöldinu 2. í páskum leikur Hljómsveit Hjördísar Geirs gömlu og nýju dansana. ■ REYKJAVIKURSTOFAN Hilmar J. Hauksson leikur á flygil. ■ SELIÐ HVAMMSTANGA Á mið- vikudagskvöld leikur og syngur Dúett- inn Tromp þau Harpa Þorvalds og Ragnar Karl frá kl. 23-3. ■ SIR OLIVER Hljómsveitin Barflug- an leikur miðvikudags- og laugardags- kvöld. ■ SJÓMANNASTOFAN VÖR GRINDAVÍK Á sunnudagskvöld frá kl. 24-4 verður haldið Grandball þar sem hljómsveitin Gleðigjafar leikur ásamt söngkonunni Sif Guðmundsdóttur. Sér- stakur leynigestur. Aðgöngumiði gildir sem happdrættismiði. Ölkeppni og brandarakvöld. ■ SKÍTAMÓRALL leikur miðviku- dagskvöld í Miðgarði, Skagafirði, laug- ardags- og sunnudagskvöld á Neskaup- stað og mánudagskvöldið 2. í páskum í Njálsbúð ásamt hljómsveitinni Land og synir. ■ SÓL DÖGG leikur föstudagskvöld á Hlöðufelii Húsavfk og laugardagskvöld á Þórshöfn. ■ WUNDERBAR v/Lækjargötu Á laugardags- og sunnudagskvöld leikur trúbadorinn geðþekki Ingvar Valgeirs- son. Munu leikar hefjast um miðnætti bæði kvöldin og mun Ingvar leika bæði eigið efni og annarra. ■ TILKYNNINGAR í skemmtana- rammann þurfa að berast í síðasta lagi á þriðjudögum. Skila skal tilkynningum til Kolbrúnar í bréfsíma 569 1181 eða á netfang frett@mbl.is.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.