Morgunblaðið - 08.04.1998, Blaðsíða 24
24 MIÐVIKUDAGUR 8. APRÍL 1998
LISTIR
MORGUNBLAÐIÐ
Blandaðir
ávextir
Morgunblaðið/Á. Sæberg
L.A. RING (1854-1933), Landslag í Danmörku, 1899, olía á léreft. Gjöf
J.C. Möller, 1962. Ring telst nú einn af risunum í danskri málaralist
um sína daga.
MÁLVERKIÐ, „Sorata“, eftir Victor Vasarely (1908-1997), sem er ol-
ía á tréplötu 1956-7, er afar einkennandi fyrir stíl listamannsins á
þeim tíma þegar myndin var máluð.
MYIVPLIST
Ijstasafn íslands
ERLEND VERK í EIGU SAFNSINS
Opið alla daga nema mánudaga frá
11-17. Til 5 maí. Aðgangur/sýningar-
skrá 300 krónur.
ÞAÐ kennir margra grasa í
sérstakri úttekt Listasafns Is-
lands á erlendum verkum í eigu
safnsins, er þó einungis um að
ræða hluta í stærra samhengi.
Eðlilega kemur upp í hugann er
þessi samtíningur er skoðaður,
sem er um 15% nefndrar eignar,
að á líkum tíma og Þjóðlistasöfn á
Norðurlöndum og víða á megin-
landinu eru að auka við húsakost
sinn, sem er ærinn fyrir, láta Is-
lendingar sér nægja fjóra sali af
minnstu gerð, sem rúma einungis
brotabrot aðfanga þess í gegnum
tíðina. Telst eins konar mini, mini,
mini útgáfa þjóðlistasafhs, naum-
hyggja í öllu sínu veldi. Gera hér
engar markaðar áætlanir fram í
tímann og nota jaftivel salina
frekar sem sparilisthús, erlendir
nefha það jafnvel monthús, fyrir
tímabundnar sýningar. Mun síður
til skilvirkrar kynningar íslenskr-
ar samtímalistar, en það er önnur
saga og bíður afmarkaðri vett-
vangs.
I formála heftaðrar skrár
stendur skrifað: „Sýningin, Er-
lend verk í eigu safnsins, er yfir-
litssýning á því fjölbreytilega
safni erlendrar myndlistar sem
safnið hefiir eignast á 114 ára
sögu sinni.“ Eru það stór orð að
standa við í Ijósi þess að í sama
formála segir einnig; „skráð er-
lend verk í eigu safnsins eru nær
eitt þúsund, þar af mikill hluti
grafíkverk og teikningar." Eðli-
legra væri að nefna framkvæmd-
ina samtíning og er þá helst til
tíðinda að mati framkvæmdarað-
ila, að sýnd eru verk minni spá-
manna ásamt eftirgerðum frum-
mynda frá endurreisnartímabil-
inu, sem flestar eru eftir óþekkta
listamenn.
Hafí steftiumörkunin verið að
tína til það bitastæðasta af þess-
um nær þúsund verkum kemur
þessi áhersla sem lögð er á eftir-
gerðir meira en lítið spanskt fyrir
sjónir, því um er að ræða hliðar-
geira skapandi athafna. Eftir-
gerðir frumverka í list og listiðn-
aði hafa tíðkast frá ómunatíð og
líkt og falsanir hafa þær verið
ábatasöm búgrein frá upphafí. En
þar skilur á milli að í fyrra tilfell-
inu villa sporgöngumennirnir ekki
á sér heimildir með þvi að eigna
eftirmyndimar höfundi hugverks-
ins.
Eftirgerð meistaraverka telst
sérstakt handverk iðkað í mörg-
um tilgangi og ýmsu formi í gegn-
um aidirnar allt fram til dagsins í
dag, einkum eftir að síðmódem-
istamir tóku óspart að leita aftur
í tímann. Lærlingar á verkstæð-
um stunduðu eftirgerðir til að
setja sig inn í handbragð meistara
sinna og náðu sumir mjög.langt,
má hér einkum nefna lærisveina
Rembrandts, sem margir hverjir
voru einnig frammúrskarandi
málarar, en sú fræga saga ætti að
vera mörgum kunn. Færri munu
vita að Rubens eftirgerði fjölda
listaverka, ekki aðeins eftir snill-
inga eins og Michaelangelo, Tizi-
an, Leonardo da Vinci, Mantegna,
Rafael, Andrea del Sarto,
Correggio og Caravaggio, heldur
einnig minni spámenn. Gerði enn-
fremur fjölda teikninga eftir sí-
gildum höggmyndum fomaldar og
var hér um að ræða að meistarinn
áleit sig réttilega vera að þjálfa
sjónhugsun sína.
En nú skal lesandi halda sér
fast, því að sá sem gaf slæmt for-
dæmi hvað myndverkafalsanir
snertir var enginn annar en sjálf-
ur Michaelangelo! Hinn mikli
sagnfræðingur endurreisnar, Gi-
orgio Vasari, (Arezzo 1511 -
Flórenz 1574) segir í ritum sín-
um, að Michaelangelo hefði gert
röð falsana sem voru svo frábær-
ar að ógjömingur var að greina
þær frá frumverkunum, einkum
vegna þess að hann framkallaði
elliblæ með hjálp reyks og ann-
arra efna. Seinna eftirgerði hann
fomar höggmyndir sem hann
gróf í jörð niður til að þær fengju
á sig tímalega fyllingu! En hér
var um meistaratakta að ræða og
nefna má, að til er pennateikning
eftir snillinginn af fresku Giotto
di Bondone, Himnafor Jóhannes-
ar skírara, og þar koma fram
ótvíræð einkenni skapandi hugs-
unar. Svo er annað mál að seinni
tíma málarar, eins og Delacrobc,
van Gogh, Picasso, Kiefer og
margir fleiri, eftirgerðu eldri
tíma listaverk, yfírfærðu í eigin
stíl og skópu um leið ný listaverk.
Af þessari litlu upptalningu má
væntanlega ráða, að eftirgerðir
hafa á sér mörg andlit, algengast
TðNLIST
Hafnarborg
KAMMERTÓNLEIKAR
Verk eftir Kazuo Fukushima. Kol-
beinn Bjarnason, flautur, Valgerður
Andrésdóttir, píanó. Hafnarborg,
miðvikudaginn 1. aprii kl. 20.30.
Á MIÐVIKUDAG í síðustu viku
flutti Kolbeinn Bjamason flautuleik-
ari ásamt Valgerði Andrésdóttur pí-
anóleikara nokkur helstu verk eins
merkasta tónskálds Japana á þessari
öld, Kazuo Fukushima Hann hefur
haft töluverð áhrif á evrópska nú-
tímatónlist; íslensk tónskáld hafa
einnig viðurkennt að ferskar hug-
myndir hans hafi sett svip sinn á tón-
smíðar þeirra.
Kazuo Fukushima fæddist í Tókýó
árið 1930 og er sjálfmenntað tón-
skáld. Hann stofnaði tilraunahóp
ásamt öðrum japönskum tónskáldum
á sjötta áratugnum; meðal sam-
verkamanna hans var Toru Ta-
kemitsu, mjög merkilegt tónskáld,
einnig sjálfmenntað. Fukushima tók
virkan þátt í að endurvekja hið foma
Nó-leildiús Japana og Iagði sitt af
mörkum til þess að kynna það á er-
lendri grundu.
Darmstadt í Þýskalandi var á
sjötta og sjöunda áratug þessarar
aldar mikilvægur fundarstaður
framsækinna _ tónskálda og hljóð-
færaleikara. Árið 1961 hélt Fukus-
hima þar fyrirlestur um japanska
tónlist og leiklist og ruddi þar með
japanskri tónlist braut, bæði nýrri
var þó að hinir minni spámenn
sem skiptu þúsundum eftirgerðu
snillingana og bera myndimar á
listasafninu greinilega merki þess
að hinir óþekktu málarar fylli
þann flokk. Bæta hvorki við
fmmgerðina né eftirgera þær á
tiltakanlega meistaralegan hátt.
Hins vegar em eftirgerðir lista-
verka sérstakur kafli í listasög-
unni sem ekki skal vanmetinn.
Við samanburð kemur einkar vel
fram munurinn á snillingi og
minni spámanni í eftirgerð hinnar
Fang-
myrkur
og gamalli, inn í evrópska tónleika-
sali. Fukushima er maður flautunn-
ar. Shakuhachi-flautan japanska
(bambusblokkflauta í pentatónískri
stillingu) hefur verið honum vegvísir
inn í margbreytilegan hljóðheim
þverflautunnar og á tónleikunum í
Hafnarborg birtist hann áheyrend-
um í sinni margbreytilegu mynd.
Flaututónlist Fukushima var á
sínum tíma byltingarkennd tilraun
til þess að marka flautuleiknum
nýja braut, kanna nýjar víddir. Kol-
beinn lék sex þeirra á tónleikunum í
Hafnarborg: Requiem, Shun-san og
Mei fjrrir einleiksfiautu, Þrjú verk
úr „Chu-U“ og Kadha Karuna fyrir
flautu og píanó og loks Ekagra fyrir
altflautu og píanó. Þau eru öll samin
á sjö ára tímabili frá 1956 til 1962
nema Shun-san, sem er frá árinu
1969. Heiti verkanna eru heim-
spekilegs eðlis og ýmist fengin úr
latínu, japönsku, kínversku eða
sanskrít; Sálumessa, Samúðarljóð,
Lofsöngur til vorsins, Einbeiting og
Fangmyrkur. „Chu-U“ er upp-
runanlega sviðsverk, samið fyrir
leikara (shite), kór, flautu, selló og
píanó. Þrjú verk úr „Chu-U“ mynda
sjálfstæða tónsmíð unna úr leik-
verkinu; það eru tveir þættir fyrir
flautu og píanó en flautan tengir
þættina saman með stuttu millispili.
þekktu hringformuðu myndar
Rafaels, „Madonna della Seggi-
oIa“ frá 1514, en frummyndin var
máluð með olíu á tré. Hinn
óþekkti málari nær ekki hugsæi
Rafaels, hinni mögnuðu teikningu
né mörkuðu litauppbyggingu.
Hefði án vafa gert sýninguna
áhugaverðari og gefið henni auk-
ið gildi ef ljósmyndir af frum-
myndunum hefðu legið frammi til
samanburðar ásamt ágripi af
sögu eftirgerðra listaverka. - Af
seinni tíma verkum er til meira
og betra samsafn en flesta grunar
og er miJdll skaði að ekki skuli
jafnaðarlega eitthvað af þeim
vera til sýnis. Það er einkum
meira og betra í Ijósi þess, að
engin mörkuð innkaupastefna er-
lendrar listar hefur verið til og að
aðallega er um gjafir einstaklinga
að ræða. Einstaklinga með hjarta
fyrir myndlist sem söfnuðu lista-
verkum til að auðga anda sinn og
annarra en síður með fjárfesting-
arsjónarmið í huga. Hins vegar
komst Selma Jónsdóttir í gott
samband við aðila sem höndluðu
með fína hluti og tókst að kaupa
til safnsins merkilega gott safn
grafíklistar. Heill salur var ný-
lega og lengi lagður undir þessi
innkaup og kemur óneitanlega
undarlega fyrir sjónir, að sjá
margar myndanna svona fljótt
aftur. Hins vegar er um afar
merkilegt samsafn að ræða og á
sýnishom þess vissulega heima í
slíku yfirliti.
Undarlegt að hugsa til þess, að
sumar þessara mynda skuli árum
saman liggja í lokuðum geymslum
engum til ánægju né gagnlegs
sjónlesturs fyrir uppvaxandi kyn-
slóðir, því um er að ræða einkenn-
andi úrvalsverk frá hendi viðkom-
andi málara er opna sýn til sam-
tímalistar, eins og t.d. málverk
Hans Hartungs, Auguste Her-
bins, Vietors Vasarelys, grafík
Munchs, Serge Poliakoff og
Howards Hodgkins svo eitthvað
sé nefnt.
Nýjasta innkaupið, sem mun
vera verk núlistakonunnar Rony
Hom sem finnur myndefni í ís-
lenzkri náttúm og veruleik, er
jafnframt þörf áminning til okk-
ar, íslenzkra myndlistarmanna,
um þann auð myndefna sem land-
ið ber í sér. Við höfum of mikið
forsómað að lyfta á stall en of
margir gerst lítilþægir hlaupa-
sveinar og fréttamiðlarar er-
lendra viðhorfa.
í verkinu Kadha Kamna (Samúðar-
ljóði) er leikur flautunnar ýmist
bjartur og geislandi eða hún síend-
urtekur þrástef upp á við. Píanóið
svarar með stöku hamrandi hljóm-
um í stóram sjöundum.
Mei (Fangmyrkur) er kunnasta
verkið sem leikið var á tónleikunum.
Það er einn þriggja þátta úr Hi-kyo
fyrir einleiksflautu. Það er tiieinkað
ítalska flautuleikaranum Severino
Gazzeloni, en þeir Fukushima kynnt-
ust einmitt í Darmstadt. Mei er mið-
hluti verksins; það einkennist af
fijálsri hrynjandi og fjórðungstónum
sem gera tónbúning þess óræðan.
Kolbeinn Bjarnason fer ekki
troðnar slóðir í listsköpun sinni. Líf
hans sem listamanns er þrotlaus leit
að innihaldi og merkingu; sérhverjir
tónleikar miskunnarlaus ögrun við
áheyrendur og hann sjálfan. Sá sem
leggur það á sig að kynna helstu
verk óþekkts tónskáld hinum megin
af jarðarkringlmmi er ekki í leit að
sviðsljósi frægðarinnar heldur
raunverulegu gildi hlutanna; það
kæmi ekki á óvart þótt framlag Kol-
beins til íslenskrar tónmenningar
verði, þegar fram líða stundir, talið
meðal þess merkasta sem fram fór í
tónlistarlífi Islendinga undir lok
tuttugustu aldar. Valgerður
Andrésdóttir þreytti framraun sína
með Kolbeini á tónleikunum í Hafti-
arborg. Hún átti ekki síður þátt í
því að gera tónleikana í Hafnarborg
að áhrifamikilli ferð inn í hugarheim
japanska framvarðarins Kazuo
Fukushima.
Gunnsteinn Ólafsson
Kanebo KYNNING
Bragi Ásgeirsson