Morgunblaðið - 08.04.1998, Blaðsíða 44

Morgunblaðið - 08.04.1998, Blaðsíða 44
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 8. APRÍL 1998 MINNINGAR HALLBJÖRG TEITSDÓTTIR + Hallbjörg Teits- dóttir fæddist í Eyvindartungn í Laugardal 18. mars 1933. Hún lést á Sjúkrahúsi Akraness hinn 30. mars síðast- liðinn. Foreldrar Höllu, eins og hún var ævinlega kölluð, voru Sigríður Jóns- dóttir frá Stíflisdal í Þingvallasveit og Teitur Eyjólfsson frá Fífuhvammi við Reykjavík. Hún var yngst sjö systkina. Eldri voru Ásbjörg (lést 1994), þá kom Ásthildur, Jón, Eyjólfur (lést 1993), Baldur (lést 1992) og Ársæll. Halla stundaði venjulegt skólanám að þeirra tima hætti, var í Héraðsskólanum á Laugar- vatni og Húsmæðraskóla Suður- lands. Hinn 29. ágúst 1951 giftist Halla Helga Jónssyni, banka- starfsmanni á Selfossi og síðar útibússtjóra Landsbanka íslands á Isafírði, Akranesi og Akureyri. Foreldrar Helga voru Áslaug myr Stephensen og Jón Pálsson dýra- læknir á Selfossi. Halla og Helgi eign- uðust fjögur börn: 1) Áslaugu (f. 1954), bankastarfsmann á Selfossi, gift Gunnari Guðmundssyni um- sjónarmanni íþrótta- hússins á Selfossi og eiga þau fjögur böm. Þau heita Helgi Rafn, Sverrir Om, Halia Karen og Ása Hlín. 2) Jón (f. 1959), framleiðslustjóra hjá HB hf. á Akranesi, kvæntur Sigríði K. Valdimarsdóttur viðskiptafræð- ingi á Skattstofu Vesturlands og eiga þau eina dóttur, Guðrúnu Valdísi. 3) Sigríði (f. 1964), sem býr á Ósi í Skilmannahreppi með manni sínum Ólafi Þorsteinssyni bónda og eiga þau þijú böm; Helga Má, Valdísi Ýri og Þorstein Má. 4) Helga Teit (f. 1972), nema sem býr í Reykjavík með unnustu sinni Guðrúnu Hildi Pétursdóttur frá Grenivík. títför Höllu fer fram frá Akra- neskirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 14. Margs er að minnast, margt er hér að þakka. Guði sé Iof fyrir liðna tíð. Margs er að minnast, margs er að sakna. Guð þerri tregatárin strið. (V. Briem.) Mæt kona er fallin frá eftir stutt en erfið veikindi. Með fáum orðum vil ég senda tengdamóður minni Hallbjörgu •■^•Teitsdóttur hinstu kveðju og þakka henni samfylgdina og vináttu um árabil. Hallbjörg eða Halla eins og hún var ávallt kölluð af frændfólki og vinum, var nýorðin 65 ára gömul er hún lést. Hún var yngst sjö systkina. I Eyvindartungu, næsta bæ við Laugarvatn, sleit Halla barnsskónum. Eftir bamaskóla stundaði hún nám í Héraðsskólan- um á Laugarvatni. Nokkrum árum síðar fór hún í Húsmæðraskóla Suðurlands á Laugarvatni og lauk prófi þaðan. Árið 1951 giftist hún Helga Jónssyni bankastarfsmanni frá Selfossi, einstaklega traustum og góðum manni. Hjónaband þein-a hefur verið afskaplega gott og far- i»sælt, bömin fjögur og barnabörnin nú orðin átta. Á Selfossi bjuggu þau til ársins 1971. Síðan fluttist fjölskyldan til Ólafsvíkur, Isafjarðar, Akraness og Akureyrar. Árið 1972 varð Helgi útibússtjóri hjá Landsbanka ís- lands og kallaði það starf á þessa flutninga milli landshluta. Starfsvettvangur Höllu var heim- ilið og var velferð fjölskyldunnar henni fyrir mestu. Halla hafði mikil og góð tengsl við börn sín, tengda- böm og barnaböm og bar hag þeirra fyrir brjósti. Það var ekld bara að bömin hennar Höllu væm vinir hennar, - heldur urður vinir bama hennar einnig vinir Höllu. * Halla var góðum gáfum gædd, ákaflega dagfarsprúð og glæsileg kona og var ein af þeim sem hafði efni á að gefa án þess að ætlast til endurgjalds. Hvar sem þau hjónin hafa búið hafa þau átt myndarheimili. Heim- ilið þeirra var ekki bara glæsilegt heldur var svo gott og notalegt að heimsækja þau, - andinn á heimili þeirra var svo góður. Þau hjónin vom líka einstaklega samhent og gestrisin. Starfi Helga fylgdi oft og tíðum -rf-öluverður erill og gestagangur og hafa ekki aðeins vinir þeirra, held- ur og margir starfsmenn Lands- bankans notið gestrisni þeirra hjóna. Fjölskyldur þeirra beggja era samhentar, þannig að oft var mannmargt hjá Höllu í mat og kaffi. Halla var einstaklega mynd- arleg og góð húsmóðir. Allur matur ^Jjjarð að veislumat í hennar höndum. Það var ekki bara að maturinn hennar væri svo bragðgóður heldur var maturinn svo fallega fram bor- inn að leitun er á öðru eins. Sama er að segja um kaffibrauðið. Brauð- in hennar Höllu, bollurnar, smákökumar svo ekki sé minnst á tertumar hennar. Allt var þetta svo einstaklega gott og fallegt og ófáar em uppskriftirnar og ráðlegging- arnar sem hún Halla hefur gefið. Þá var Halla einnig mikil hannyrða- kona. Þessi myndarskapur hefur verið henni í blóð borinn því mynd- arskapur systranna í Eyvindar- tungu, þeirra Ásu, Ástu og Höllu, er orðlagður. Dætur Höllu, þær Ás- laug og Sigi’íður, hafa einnig fengið myndarskapinn í vöggugjöf. Halla var glæsileg kona hvort sem hún var heima í eldhúsi með svuntuna eða uppáklædd að fara út með Helga. Halla var bara svo „el- egant“. Hún var ekki aðeins glæsi- leg og til fyrirmyndar í klæðnaði, heldur var hún einstaklega góð og hjartahlý kona. Hógværð og æðm- leysi vom henni í blóð borin og hún var elskuð af öllum sem hana þekktu. Alltaf var gott að hitta hana og ætíð kom maður ríkari af hennar fundi. Halla og Helgi höfðu gaman af því að ferðast og nutu þess að ferð- ast bæði innanlands og til annarra landa. Eyvindartunga við Laugarvatn, æskuheimili Höllu, skipaði alla tíð stóran sess í hjarta hennar. Fyrir um 30 ámm reistu þau hjónin sér þar sumarhús, sem þau nefndu Birkines. Þar hafa þau og fjölskyld- an átt ófáar ánægjustundimar, eins og úti á Laugarvatni við silungs- veiðar eða fyrir framan arineldinn í bústaðnum að loknum góðum máls- verði, gjarnan með góðum gestum. Sumarbústaðnum hafa þau haldið mjög vel við og plantað töluverðu af trjám í kringum hann, svo að þetta er orðinn sælureitur fyrir fjölskyld- una. Um mitt ár 1996 lét Helgi af störfum sem útibússtjóri Lands- banka íslands á Akureyri og svæð- isstjóri á Norðurlandi sökum ald- urs. Þau hjónin höfðu þá fest kaup á húsi við Kópavogsbraut 103 í Kópa- vogi og fluttu þangað. Síðastliðið haust ákváðu þau að minnka við sig húsnæðið og festu kaup á húsi við Bjarkargmnd 3 á Akranesi þar sem þau hugðust geta átt áhyggjulaust ævikvöld. En enginn veit sína ævi fyrr en öll er og í febrúarbyrjun sl. er þau ætluðu að fara til Kanaríeyja og dvelja þar á stórafmælum sínum, var Halla orðin veik og því var hætt við ferðina. I ljós kom síðan að um illvígan sjúkdóm var að ræða, sem að síðustu bar hana ofurliði. Að lokum vil ég kveðja elskulega tengdamóður mína með þessum bænarorðum; Gráta skal bam góðamóður, hún er ímynd Guðs elsku. En huggast skal Guðs bam því á Wmni lifir Guð þess góðu móður. (M. Joch.) Guð blessi minningu Hallbjargar Teitsdóttur. Sigríður K. Valdimarsdóttir. Að morgni mánudagsins 30. mars kvað við símhringing. Það var Helgi Jónsson er tjáði mér að konan sín Halla hefði dáið þá um nóttina. Þótt hún hafi verið skírð Hallbjörg var hún af öllum ávallt kölluð Halla, naumast þekkt undir öðm nafni. Þótt vitað væri að dauðinn væri yfirvofandi var þó eins og það kæmi á óvart, - svona fljótt. Fyrir rösku ári hafði Helgi öðlast rétt til að hætta störfum sem bankastjóri, fyr- ir aldurssakir. Það var ætlun þeirra hjóna að lifa lífinu fyrir sig og fjöl- skyldu sína. Þau höfðu m.a. ráðgert að fara í sólarlandaferð í febrúar, en þá kom í ljós hinn miskunnarlausi sjúkdómur, krabbameinið, er réð endanlegum úrslitum. Nú þegar skiljast leiðir um sinn, langar mig til að minnast Höllu Teitsdóttur, mágkonu minnar, frá Eyvindartungu í Laugardal með nokkrum orðum og þakka henni fyrir frábæra kynningu í marga áratugi, er aldrei bar skugga á. Halla var yngst sjö systkina sinna í Eyvindartungu. Hún naut sennilega þess vegna enn meiri um- hyggju foreldra sinna og systkina. Þessi fjölskylda var samhent að vinna við bústörfin. Á því var full þörf þar sem Teitur vann oft utan heimilisins til að afla tekna og lagð- ist því meiri vinna á Sigríði og börnin. Snemma kom í ljós að Halla var smekkvís bæði í klæðaburði og öllu er laut að heimilishaldi. Hún lauk venjulegu skyldunámi, en fór auk þess í Húsmæðraskóla Suðurlands og lauk þar námi er kom henni að góðum notum síðar. Halla þótti glæsileg kona, björt yfirlitum, bar sig vel, þó hlédræg. Eftir henni var tekið hvar sem hún var. Hún var gamansöm, átti gott með að tjá sig og fólk laðaðist að henni, ekki síst börn og minnimátt- ar. Það var mál manna að hún hefði alla hæfileika til að vera eiginkona manns er gegndi ábyrgðarmikilli stöðu, sem maður hennar hafði í marga áratugi. Halla og Helgi giftust hinn 29. ágúst 1951. Hjónaband þeirra var afar farsælt. Fyrst bjuggu þau í lít- illi leiguíbúð á Selfossi, en Helgi var þá starfsmaður í Landsbankan- um þar. Mér er enn minnisstætt hvað þessi Htla íbúð var gerð smekkleg, þó við lítil efni þá. Síðar byggðu þau gott einbýlishús á Sel- fossi og vom í þvi þar tO þau flutt- ust um eins árs skeið til Olafsvíkur árið 1971, þar sem Helgi stjómaði útgerðarfyrirtæki. Árið 1972 gerð- ist Helgi útibússtjóri L.I. á Isafirði og árið 1977 fluttu þau á Akranes þar sem Helgi tók við Landsbanka- útibúinu. Árið 1985 flytja þau loks á Akureyri þar sem Helgi var útibús- stjóri og svæðisstjóri Landsbank- ans. Þar búa þau þangað til í ágúst 1996, er Helgi lætur af störfum. Gestrisni og smekkvísi var áber- andi hjá Höllu og Helga hvar sem þau bjuggu. Það er fallegt í Laug- ardalnum og útsýni frá Eyvindar- tungu er frábært. Þaðan sést til skólastaðarins á Laugarvatni og austur um allan dalinn. Fjallshlíð- amar skógi vaxnar, lygnar og straumharðar ár með fossum er renna í Laugarvatn. Eyvindar- tunguhjónin, Sigríður og Teitur, létu hvert bama sinna fá lóðir undir sumarbústaði er jörðin var gerð að ættaróðali, og síðar var enn bætt við löndum til skógræktar eða ann- arra nota. Halla og Helgi byggðu sér glæsi- legan sumarbústað við Laugarvatn á svokölluðu Stóranefi. Þar dvöldu þau oft er tími var til, svo og börn þeirra. Halla var frábær móðir. Hún fylgdist einnig náið með börnum sínum eftir að þau fóra að heiman. Barnabörnum sínum var hún sem vakandi móðir. Þau dvöldu oft hjá henni og hún hjá þeim. Halla fylgd- ist einnig með börnum systkina sinna og ýmsum er minna máttu sín. Hún var í eðli sínu afar gestris- in og rausnarleg, tók vel á móti öll- um, hverjir sem í hlut áttu. Halla var okkur Ásu konu minni afar kær, enda voru þær systur. Þótt hún og Helgi ættu heima á ýmsum stöðum á landinu, höfðu systurnar mjög náið samband. Flesta daga töluðu þær saman i síma og ræddu um það sem þeim lá á hjarta. Oft komu þau hjónin í sumarbú- staðinn sinn og þá ævinlega um leið til okkar Ásu, - eða við til þeirra. Þá var slegið á létta strengi. Börn Höllu og Helga, þau Áslaug, Jón, Sigríður og Helgi Teitur, urðu strax einkavinir okkar Ásu. Eg held að þau hafi erft allt það góða frá foreldrum sínum og öðram ætt- mönnum, og ekki síst hið blíða og fagra viðmót frá Sigríði í Eyvindar- tungu, tengdamóður minni, er allir er hana þekktu virtu og dáðu. Halla og Helgi höfðu eignast glæsilega íbúð í Kópavogi. Síðast- liðið haust seldu þau þá eign er þótti of stór og keyptu hæfilega stórt hús á Akranesi, - í nálægð við tvö af börnum sínum. Halla var trú- uð kona. Hún ræddi oft um líf eftir dauðann. Hún vissi að hverju stefndi og kvartaði ekki. Nú er dag- inn farið að lengja, farfuglamir að koma og gróður landsins að vakna til h'fsins. Þennan árstíma er þú þráðir, þá þurftir þú að kveðja. Kæra vinir, Helgi Jónsson, börn, tengdabörn og barnabörn: Eg og fjölskylda mín sendum ykkur hug- heilar samúðarkveðjur. Eiríkur Eyvindsson. Með nokkmm orðum langar mig að minnast mágkonu minnar, Hall- bjargar Teitsdóttur eða Höllu eins og hún var alltaf kölluð. Ung að ár- um kynntist hún Helga bróður mín- um og á sama tíma kynntist ég konu minni. Á höfuðdaginn, 29. ágúst 1951, héldum við Helgi aust- ur í Hraungerði til sr. Sigurðar Pálssonar með konuefni okkar og gifti hann okkur. Giftingin var um margt öðm vísi en nú tíðkast, ekki var neinn organisti og prestsfrúin, Stefanía Gissurardóttir, söng sálm- ana ein með sinni fógru rödd. Svo héldum við bjartsýn út í lífíð. Helgi og Halla byrjuðu búskap í kjallaranum hjá foreldmm okkar. Ekki löngu síðar byggðu þau sér snoturt hús á Hlaðavöllum 10, þar sem þau bjuggu í tæp 20 ár. Allan þann tíma var nærri daglegur sam- gangur milli heimila okkar. Halla og Helgi eignuðust fjögur börn, Áslaugu, Jón, Sigríði og Helga Teit. Allt er þetta myndar- legt fólk og hefur eignast maka og bamabömin em orðin átta að tölu. Eg á mjög margar góðar minningar frá þessum tíma, en eftirminnileg- ast er í huga mínum samheldni, vin- átta og frændrækni sem ríkti okkar á meðal. Árið 1971 fluttust Halla og Helgi alfarin frá Selfossi, fyrst til Ólafs- víkur þar sem þau voru búsett í eitt ár. Þar var Helgi forstjóri Hrað- frystihúss Ólafsvíkur. Þaðan lá leið- in til Isafjarðar þar sem Helgi var útibússtjóri Landsbankans. Eftir fimm ár á ísafirði lá leiðin til Akra- ness þar sem þau vora í átta ár, og loks til Akureyrar þar sem Helgi var svæðisstjóri Landsbankans á norðurlandi í ellefu ár. Við hjónin heimsóttum þau Höllu og Helga á alla þessa staði og nutum þar frá- bærrar gestrisni þeirra. Ymsir erf- iðleikar fylgja búferlaflutningum, sem þau reyndu. Einkum er erfitt fyrir börnin að þurfa að flytjast milli skóla, missa félaga og vini, en þetta hefur allt farið vel. Við hjónin héldum til Kanaríeyja 25. febrúar sl. og til stóð að við yrð- um þar samtímis þrír bræður ásamt konum okkar. Skömmu áður en við héldum af stað hættu þau Halla og Helgi við ferðina vegna veikinda Höllu, hún fór í rannsókn og beið eftir niðurstöðu, er við Svava héldum út. Mánudaginn 2. mars hringdi ég í Áslaugu Helga- dóttur og sagði hún mér að mamma sín hefði greinst með krabbamein í lifur og briskirtli, og að lækning væri vonlaus. Þessar fréttir voru svo hræðilegar að við vomm eins og lömuð. Lífshlaupi Höllu lauk 30. mars og með klökkum huga kveðjum við hana hinstu kveðju. Við Svava biðj- um hinn hæsta höfuðsmið að færa Helga og fjölskyldu hans innilegar samúðarkveðjur og huggun í sorg þeirra. Páll Jónsson. Ég fel í forsjá þína, Guð faðir, sálu mína, þvi nú er komin nótt. Um ljósið lát mig dreyma og ljúfa engla geyma öll bömin þín svo blundi rótt. (M. Joch.) Gegnum Jesú helgast hjarta í himininn upp ég líta má. Guðs míns ástar birtu bjarta bæði ég fæ að reyna og sjá. Hryggðarmyrkrið sorgar svarta sálu minni hverfur þá. (Hallgr. Pét.) Blessuð sé minning þín. Barnabörn. Elskuleg móðursystir mín, Hall- björg Teitsdóttir, er látin eftir stutta en stranga sjúkralegu. Halla, eins og hún var alltaf kölluð, fædd- ist í Eyvindartungu í Laugardal. Hún var yngsta bam hjónanna Sig- ríðar Jónsdóttur og Teits Eyjólfs- sonar en þau eignuðust sjö böm. Er hún fjórða úr þeim systkinahópi sem kveður okkur á tæplega sex ámm. Halla varð strax yndi og eft- irlæti foreldra sinna og systkina, ekki síst systra sem vom á ferm- ingaraldri þegar hún fæddist. Ás- björg, elsta systirin, og Halla vom lengi í nágrenni hvor við aðra og var mjög kært með þeim. Ásthild- ur, móðir mín, var hins vegar bú- sett í öðrum landshluta og var því fjarri þeim. Naut hún því ekki jafn mikilla samvista við systur sínar eins og hún hefði kosið. Stopular samverustundir urðu þvi enn meira virði en ella. Halla var glæsileg kona, glaðlynd og gamansöm. Henni tókst að sjá spaugilegar hliðar á hversdagsleg- um atburðum og glæða þá lífi með glettnislegri frásögn sinni. Ung að ámm giftist hún Helga Jónssyni og stofnuðu þau heimili á Selfossi. Þar byggðu þau sér hús og áttu heimili í tæp tuttugu ár. Vegna starfa Helga sem útibússtjóra Landsbankans var það hlutskipti fjölskyldunnar að flytja oft á milli staða. Heimili Höllu og Helga var á Selfossi, í Olafsvík, á ísafirði, Akranesi, Akur- eyri og síðast í Kópavogi þar til s.l. haust að þau fluttust aftur á Akra- nes. Má geta nærri að svo tíðir bú- ferlaflutningar hafa reynt mjög á húsmóðurina þegar stór fjölskylda þurfti að aðlagast aðstæðum á nýj- um stað og byggja upp heimilið í nýju húsi. Aldrei heyrði ég Höllu samt veigi-a sér við flutningum og hvar sem þau settust að eignuðust hjónin vini sem þau hafa haldið tryggð við. Alltaf hefur verið jafn- gott að koma á glæsilegt heimili þeirra hjóna, bæði ákaflega gestris- in og Halla einstök húsmóðir sem alltaf gat töfrað fram kræsingar þá er gesti bar að garði oft fyrirvara- laust. Halla var ákaflega barngóð og börn löðuðust fljótt að henni. Oft vora börn nágranna og vina á heim- ilinu nánast eins og hluti af fjöl- skyldunni. Halla var umhyggjusöm eiginkona og móðir barna sinna, tengdabarna og bamabarna og mjög þakklát fyrir barnalán sitt. Missir þeirra allra er mikill við ótímabært fráfall hennar. Halla unni mjög íslenskri náttúra
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.