Morgunblaðið - 18.04.1998, Side 13
MORGUNBLAÐIÐ
LAUGARDAGUR 18. APRÍL 1998 13
FRÉTTIR
Mikil gróska
í skurðlækn-
ingum hér
á landi
+ + • >
Arsþing Skurðlæknafélags Islands og Svæfínga- og gjörgæslulæknafélags Islands
Heilbrigðiskerfið langt
á eftir atvinnulífinu
TVEGGJA daga sameiginlegu
ársþingi Skurðlæknafélags Is-
lands og Svæfinga- og gjörgæslu-
Iæknafélags Islands lauk á Hótel
Loftleiðum í gær og að sögn
Bjarna Torfasonar, formanns
Skurðlæknafélags íslands, ein-
kenndist umfjöllunin á þinginu af
því hvernig gera má sjúklingum
meðferðina sem léttasta og
kynntar ýmsar nýjungar í því
sambandi. Mikil þátttaka á þing-
inu sýnir grósku í skurðlækning-
um og vísindaáhuga að mati
Bjarna.
I gær var á þinginu umræðu-
fundur um tölvuvæðingu og upp-
lýsingamiðlun innan heilbrigðis-
kerfisins og sagði Bjarni greini-
legt að fjársvelti á stóru sjúkra-
húsunum hefði hamlað þróun á
þessu sviði.
„Sjúkrahúsin eru langt á eftir
álíka stórum fyrirtækjum í land-
inu í tölvuvæðingu upplýsinga-
miðlunarinnar. Bankar, verslanir
og lagerhald er allt miklu betur
tölvuvætt og það er til dæmis fá-
séð að sjá strikamerkingar á
sjúkrahúsunum, en þetta þykir
orðið sjálfsagður hlutur í litlum
matvöruverslunum. Nú er mál að
linni og ég vona að umræðan hér
á þinginu hafi ýtt undir það að
fjárveitingar fáist til að byggja
upp eðlilega tölvuvæðingu á upp-
lýsingum innan heilbrigðiskerfís-
ins,“ sagði Bjarni.
A ársþingið mættu á fimmta
hundrað manns og þar voru flutt
58 erindi og var þetta í fyrsta
sinn sem eingöngu var byggt á
íslenskum fyrirlesurum á þing-
inu. Sagði Bjarni að þingið hefði
aldrei verið jafn fjölsótt og nú.
„Þarna var fjöldi íslenskra
rannsókna kynntur og ýmis fróð-
leikur um nýjungar. Það hefur
verið rauður þráður í því sem
hefur verið kynnt að árangurinn
hér á landi heilt yfir er mjög
góður miðað við það sem hefur
verið borið saman við niðurstöð-
ur erlendis. Það er því kinnroða-
laust hægt að segja að það er
mikil gróska í skurðlækningum á
íslandi og mikill vísindaáhugi hjá
skurðlæknum og það endurspegl-
ast í því hve vel þetta þing er
sótt,“ sagði Bjarni.
Hann sagðist mjög ánægður
með þátttöku fyrirtækja í sýn-
ingu á þinginu og það endur-
speglaði hve margt nýtt væri að
gerast í skurðlækningum hve
fyrirtækin væru áhugasöm um
að kynna nýjungar sínar, bæði
hvað varðaði þjónustu og lækn-
ingatæki.
MÁLÞING um tölvuvæðingu og
upplýsingamiðlun innan heilbrigðis-
kerfisins hófst með erindum Hall-
dórs Jónssonar jr., yfirlæknis bækl-
unarskurðdeildar Landspítalans, og
Brynjólfs Mogensens, yfirlæknis á
Slysa- og bráðamóttöku Sjúkrahúss
Reykjavíkur. Þeir fjölluðu báðir um
tölvuskráningu sjúkraskráa og
reynslu af þeim skráningu, hvor á
sínu sjúkrahúsi.
Eitt þjónustumarkmiða næst 3-6
mánuðum fyrr en áður
Halldór gerði grein fyrir hvernig
til hefði tekist með notkun skráning-
arkerfis á bæklunarskurðdeild
Landspítalans. Á síðasta ári var tek-
ið í notkun á deildinni, með nokkrum
breytingum, kerfi sem tölvuíyrir-
tækið Gagnalind hf. hafði þróað fyr-
ir heilsugæslustöðvar. Halldór gerði
grein fyrir hvernig upplýsingar eru
settar inn í kerfið frá upphafi til loka
meðferðar sjúklings. Hann taldi
kerfið hafa ótvíræða kosti í för með
sér og hægt að yfirfæra það á allar
deildir spítalans með minniháttar
breytingum.
„Kerfið hefur reynst mjög vel og
uppfyllir þau markmið sem sett
voru. Notkun þess lærðist fljótt og
sannaði gildi sitt í nútímasparnaði.
Með því náðist að uppfylla eitt af
þjónustumarkmiðum okkar sem er
að sjúkraskrá, læknabréfi og skrán-
ingu skuli ljúka innan tveggja vikna
frá því að meðferð lýkur. Þessi liður
flýttist þannig um þrjá til sex mán-
uði miðað við það sem áður var,“
sagði Halldór.
Slysin kosta 20 milljarða
Brynjólfur Mogensen sagði frá
reynslu af notkun tölvuvæddrar
sjúkraskrár á deild sinni sem staðið
hefur frá ársbyrjun síðasta árs. Þar
var sjúkraskrárkerfi Gagnalindar
hf. einnig tekið inn og því breytt dá-
lítið.
Brynjólfur benti í upphafi máls
síns á þá staðreynd að_ slys eru al-
gengasta dánarorsök Islendinga á
aldrinum 1-50 ára og að afleiðingar
slysa kosta samfélagið yfir 20 millj-
arða króna á ári. Það væri því til
mikils að vinna að draga þar úr og
nákvæm skráning væri forsenda
forvarna. Hann benti á að eins og
staðan væri í dag væru mjög margir
að skrá upplýsingar um slys og
erfitt væri að fá upplýsingar úr mis-
munandi kerfum sem ekki töluðu
sama tungumál og alla heildarsýn
vantaði. Ur öllu þessu mætti bæta
með samræmdri skráningu.
Skiptar skoðanir á frumvarpi
heilbrigðisráðherra
Að erindunum loknum hófust
pallborðsumræður og auk frummæl-
endanna sátu þar Haraldur Briem
frá tölvunefnd, Ingólfur Þórisson,
framkvæmdastjóri Ríkisspítala,
Toi-fi Magnússon, formaður lækna-
ráðs Sjúki-ahúss Reykjavíkur,
Brynjólfur Mogensen, prófessor í
skurðlækningum á Landspítala,
Davíð Á. Gunnarsson, ráðuneytis-
stjóri heilbrigðisráðuneytisins, og
Ólafur Ólafsson landlæknir.
I máli þeirra komu fram ólík sjón-
armið um upplýsingasöfnun, aðgang
að upplýsingum og nokkuð var rætt
um hið umdeilda fi’umvarp heil-
brigðisráðheira um gagnagrunna á
heilbrigðissviði.
Ekki ný umræða
Ólafur Ólafsson minnti á að um-
ræða um að tölvuvæða allar heilsu-
gæslustöðvar hefði farið af stað árið
1973 þannig að hún væri ekki ný af
nálinni. Hann lagði á það ríka
áherslu að gæta þyrfti leyndar og
tryggja öryggi og lýsti hneykslan
sinni á því sem honum fannst vera
ábyrgðarlaust tal um aðgang að
upplýsingum.
„Upplýsingaskortur heftir ekki
för heldur það hvernig þær eru
geymdar og hvernig öryggi er hátt-
að,“ sagði hann. Ólafur sagði að ef
frumvarpinu áðurnefnda yrði „rúll-
að í gegn“ þá yrði íslendingum stillt
upp sem furðudýrum í heiminum.
Enginn á upplýsingarnar
Davíð Á. Gunnarsson svaraði m.a.
þeirri spurningu hver ætti þær upp-
lýsingar sem nú væri safnað í heil-
brigðiskerfínu. Hann sagði að skv.
lögum ætti þær enginn, á þær mætti
líta sem sameign þjóðarinnar.
Hvorki viðkomandi sjúklingar né
læknar ættu upplýsingarnar. I máli
hans kom fram að hann teldi að raf-
ræn skráning upplýsinga í heilbrigð-
iskerfinu væri mun lengra á veg
komin ef ekki hefði verið fyrir
ágreining tölvumanna um hvers
konar tölvubúnað ætti að nota. Þá
sagði hann að vonandi væri lítið því
til fyrirstöðu að koma á sameigin-
legri sjúkraskrá fyrir allt landið.
Fráleitt að taka ekki upp
það sem er til góðs
Jónas Magnússon sagði að heil-
brigðiskerfið hefði ekki efni á að
koma ekki á samræmdri skráningu
upplýsinga. Hann tók nýlegt dæmi af
sjúklingi sem hefði komið bráðveikur
inn á sjúkrahús á laugardegi. Sjúk-
lingurinn hafði farið í þrenns konar
rannsóknir í vikunni á undan en þær
þurfti allar að endurtaka inni á
sjúkrahúsinu vegna þess að niður-
stöður þeirra voru ekki aðgengilegar.
„Gagnagrunnai- eru að verða til á
ýmsum deildum og þeir munu tengj-
ast saman. Það er fráleitt að taka
ekki upp hluti sem eru til ómælds
góðs vegna þess að hugsanlega geti
einhverjir brotist inn í tölvukerfin,"
sagði hann.
Tölvuskráning eykur öryggi
Undir þetta tók m.a. Halldór
Jónsson, sem sagðist tvímælalaust
telja öryggi aukast við tölvuskrán-
ingu. Nú væri verið að ljósrita
sjúkraskrár og senda þær út um all-
an bæ, t.d. til lögmanna, á heilsu-
gæslustöðvar, til landlæknisembætt-
isins og fleiri staða.
Ingólfur Þórisson tók undir það
sjónarmið að með tölvuvæðingu
upplýsinga yrði öryggi betur tryggt
en nú væri og sagði hann sjúkrahús-
in langt á eftir öðrum sviðum samfé-
lagsins og væri það vegna þess að
þeim hefði ekki verið gert það fjár-
hagslega mögulegt fyrr en vonandi
nú.
Áhyggjur af
kerfisbundinni notkun
Brynjólfur Mogensen lagði til að
heilbrigðisráðuneytið legði fram
fjármagn til að tölvuvæða sjúkra-
húsin eins og gert hefði verið á
heilsugæslustöðvum. Hann sagði að
kerfin þyrftu að tala sama mál og
framtíðin bæri óhjákvæmilega í
skauti sér að hér yrðu til tveir eða
þrír gagnagrunnar um sjúklinga,
það væri aðeins spurning um tíma
og peninga. Þá sagði hann að einu
gilti hversu góð tæknin yrði; fram-
skylda lækna yrði eftir sem áður sú
að tala við sjúklinga og vera í góðu
sambandi við þá.
Haraldur Briem sagðist hafa
áhyggjur af upplýsingaleynd og
sagðist sjá ýmis vandamál tengd
rafvæðingu sjúkraskráa. Hann sagði
ekkert því til fyrirstöðu að læknar
skráðu upplýsingar um sjúklinga og
skiptust á þeim en það væri hins
vegar ástæða til að hafa áhyggjur af
hinum sem vissu um upplýsingarnar
og vildu fá aðgang að þeim og nota
þær á kerfisbundinn hátt. Þá lýsti
hann furðu sinni á því hvað persónu-
verndarsjónarmið væru lágt skrifuð
í frumvarpinu umdeilda.
Torfi Magnússon sagði að tölvu-
væðing framtíðar krefðist meiri
samhæfingar en nú væri möguleg.
Hann sagði að gagnagrunnar væru
nú þegar til, spurningin væri hversu
víðfeðmir þeir ættu að vera. Nú læki
meira út af upplýsingum en æskilegt
væri og á því þyrfti að taka, óviðun-
andi væri að menn sættu sig einfald-
lega við það.
Fáránlega litlu varið
í upplýsingakerfi
Sú fyrirspum kom fram í umræð-
unum hvers vegna það sjónarmið
heyrðist að upplýsingakerfi skiluðu
ekki arði í heilbrigðiskerfinu eins og
annars staðar. Því var til svarað að
það hefði verið metið svo að um 35%
af kostnaði i heilbrigðisþjónustu
færu í að skrá og leita upplýsinga.
Arðsemi væri því mjög greinileg af
hverri krónu sem færi í upplýsinga-
kerfi og það að gera upplýsingar að-
gengilegri og nú væri fáránlega litl-
um fjármunum varið í þessi mál á
spítulum.
AILIR
SUZUKI BÍLAft
ERU MEÐ 2 ORYGGIS-
LOFTPUÐUM.
m w -qy mmmmmmam ■■■■ ■■y ‘‘’Wf* mW,m
O U U Jvl BALENO WAGON GLX OG GLX 4X4
Baleno Wagon GLX 4X4:
1.595.000 kr.
Baleno Wagon GLX:
Gódur í ferðalagið
Baleno Wagon er einstaklega
rúmgóður og þægilegur í
akstri, hagkvæmur í rekstri
og hefur allt að 1.377
lítra farangursrými.
Baleno Wagon gerir
ferðalagið enn ánægjulegra.
SUZUKI BÍLAR HF
Skeifunni 17. Sími 568 51 00.
SUZUKl
AFL OG
ÖRY'GGI j
..........
SUZUKI SÖLUUMBOÐ: Akranes: Ólafur G. Ólafsson, Garðabraut 2, sími 431 28 00. Akureyri: BSA hf., Laufásgötu 9, sími 462 63 00.
Egilsstaðir: Bila- og búvélasalan hf„ Miðási 19, sími 471 20 11. Hafnarfjörður: Guðvarður Elíasson, Grænukinn 20, simi 555 15 50. ísafjörður: Bílagarður ehf.,
Grænagarði, sími 456 30 95. Keflavík: BG bílakringlan, Grófinni 8, simi 421 12 00. Selfoss: Bilasala Suðurlands, Hrismýri 5, sími 482 37 00.