Morgunblaðið - 18.04.1998, Side 52
í-52 LAUGARDAGUR 18. APRÍL 1998
MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ
SIGURÐUR RANDVER
SIG URÐSSON
Eftir áramótin 1951
var mikið um að vera í
litlu húsi við Lang-
holtsveg hér í Reykjavík. Von var á
nýjum fjölskyldumeðlim. Við höfð-
um beðið með óþreyju í nokkra
daga. Fæðingin gekk seint. Heilan
sólarhing biðum við systkinin
ásamt foður okkar þögul frammi.
Flestir reyndu að sinna einhverju
verki, en hugurinn var inni hjá
móður okkar og baminu sem barð-
ist fyrir lífi sínu. Hugur sumra leit-
aði til æðri máttarvalda í bæn.
Heyra hefði mátt saumnál detta.
Skyndilega heyrðist bamsgrátur
innan úr svefnherberginu. Líf
færðist í hópinn sem beið frammi.
Tuttugu mínútum síðar gengum
við systkinin í röð inn og fögnuðum
móður okkar og nýjum bróður.
Sigurður Randver, yngsti bróðir
okkar, var fæddur, hinn 28. febrú-
ar 1951.
Eg minnist þeirrar stundar enn
sem einnar mestu þakklætis- og
gleðistundar í lífi mínu, er ég leit
þennan litla dreng, nýbaðaðan í
vöggunni við rúm móður minnar.
. Minningar um bemsku Sigurðar
Randvers, eins og hann var skírður
í höfuð föður síns og móðurafa, em
allar ljúfar. Minningar um þegar
við systumar gættum hans úti við,
stoltar og hreyknar, sýndum hann
nábúum og leyfðum þeim að heyra
fyrstu orðin hans. Þriggja vikna
þóttumst við sjá fyrsta brosið.
Það bros og önnur slík, full heið-
ríkju, gleði og gæða, ásamt fóstu
handtaki og þéttu faðmlagi er sú
minning sem sterkust er í huga
mínum, nú þegar hann er horfinn.
Sigurður missti föður sinn ung-
ur. Þá reyndist hann móður sinni
mikill styrkur og okkur hinum
huggun.
Arið 1974 kvæntist hann Kol-
brúnu Guðnadóttur og var þá
einnig skírð elsta dóttir þeirra,
Gerður Halldóra. Ári seinna fædd-
ist Katrín Gróa og svo kom Guð-
brandur Randver. Minnisstætt er,
þegar þær systumar litlu, eins og
tveggja ára, trítluðu um húsið
hennar ömmu sinnar. Sú yngri að-
eins á undan, en Gerður sífellt á
eftir, vandandi um við hina, og þá
heyrðist kannske sagt: „Láttu ekki
svona Kata. Hún amma er búin að
strauja dúkana.“ Vom það jafnan
miklar gleðistundir, þegar Kolla og
Siggi komu í heimsókn með syst-
umar tvær og síðar einnig Guð-
brand, árvökulan og spurulan. Eitt
sinn er þau systkinin voru í heim-
sókn með foreldrum sínum sagði
ég þeim, að ég ætlaði að baka
handa þeim nýjar pönnukökur,
þótt nokkrar gamlar væra til á
diski. Guðbrandur, þá lítill hnokki,
spurði er þær nýju vora búnar:
„Dóra, vora hinar nokkuð mjög
gamlar?" og langaði þá í meira.
Vakti þetta mikla kátínu hjá okkur
hinum eldri. Þannig urðu bömin
þeirra okkur sami gleðigjafinn og
faðir þeirra hafði verið ungur.
Seinna fæddist svo Þórhildur
Edda, sem nú er tæpra fjórtán ára
og mun fermast í vor.
Líf þeirra Kolbrúnar, Sigurðar
og bamanna þeirra hefur ekki
alltaf verið auðvelt. Að þeim var
mikill harmur kveðinn, er Katrín
veiktist á sama ári og Guðbrandur
fæddist. En þau stóðu eins og
klettur saman, ákveðin í að berjast
til þrautar. Þessi mikla samheidni
hefur ávallt einkennt
þau sem fjölskyldu.
Kolbrún og Sigurð-
ur gerðu bæði að ævi-
starfi sínu kennslu við
grannskóla Selfoss-
bæjar og nú hefur
Gerður, dóttir þeirra,
bæst í þann hóp. Sig-
urður vann einnig
mikið starf sem for-
maður Kennarasam-
bands Suðurlands og
var í samninganefnd
kennara fyrir hönd
Kennarafélags Is-
lands. Þá vora þau
virk í starfsemi fatlaðra á Suður-
landi.
Eg hugsa að fleirum hafi farið
eins og mér að afneita og vilja ekki
trúa hinum hörmulegu tíðindum,
sem Kolbrún, mágkona okkar,
flutti okkur hinn 1. apríl sl. Sigurð-
ur var gimsteinn fjölskyldunnar og
verður aldrei bættur. En fjölskylda
hans lifir, Koibrún, börnin þeirra
fjögur, tengdasonur og dótturson-
ur, sem brátt mun eignast lítið
systkin. Börnin hans Sigurðar hafa
erft hans góðu eiginleika, sem við
skulum gleðjast yfir. Vonandi verð-
um við þeim og þau okkur huggun í
hinum mikla harmi, sem lostið hef-
ur okkur öU.
Ég kveð þig Sigurður Randver.
Hafðu þökk fyrir allar hlýju- og
gleðistundir sem þú veittir okkur.
Þín systir
Halldóra.
Ég kynntist Sigurði fyrst þegar
ég var 6 ára, þá var ég svo heppin
að fá hann sem umsjónarkennara.
Ég gleymi því aldrei þegar við
sungum saman , A a a afi fer í bað“.
Ég man hvað það var gaman að
koma í skólann því Siggi var alltaf
til í að hafa svolítið fjör. Svo kom
það nú oftar en ekki fyrir að það
þurfti að hugga, og þá var mjög
notalegt að skríða upp í fangið á
Sigga því þar var maður svo örugg-
ur.
Siggi var þannig maður að hann
gat ekki sagt nei, og því sem hann
tók sér fyrir hendur lauk hann með
glans. Það var mjög gaman og lær-
dómsríkt að starfa með Sigga í
nemendaráði. Hann var svo röskur
og duglegur, hann fékk mann til að
trúa að maður væri sérstakur og
skipti einhverju máli. Hann hafði
áhuga á forvömum og hann lagði
sig allan í það, þegar hann talaði við
okkur gerði hann það af svo miklum
áhuga að við tókum virkilegt mark á
honum. I mínum huga var Siggi
einn aðalmaðurinn í skólanum. Það
var alveg ótrúlegt hvað hann vissi
margt, maður gat spurt hann um
hvað sem var og hann kom alltaf
með góð og gild svör. Siggi tók
sjálfan sig ekki mjög hátíðlega, og
hann var til í að slá næstum öllu upp
í grín.
Þegar mér bárast þær fregnir að
hann Siggi væri látinn setti mig
hljóða. Það var mjög erfitt að koma
í skólann og horfast í augu við öll
þessi sorgmæddu andlit. En ég
þakka Guði fyrir að hafa fengið að
kynnast honum því Siggi var frá-
bær maður sem skilur mikið eftir
sig.
Kæra Kolla og fjölskylda, ég færi
ykkur innilegar samúðarkveðjur og
megi guð gefa ykkur styrk í sorg-
inni.
Ragnheiður, 9. S.G.I.
Með þessum orðum kveð ég Sig-
urð Randver Sigurðsson.
Það var gaman að ganga í skóla
og vera í bekk með Sigga. Hann
var ekki bara kennarinn minn
heldur líka góður vinur minn.
Hann var frábær og skemmtilegur
kennari og með góðan húmor, bg
hann hafði mjög mikinn metnað
fyrir okkar hönd, enda var hann sá
besti sem ég hafði haft. Hann var í
+Sigurður Rand-
ver Sigurðsson
var fæddur í
Reykjavík 28. febr-
úar 1951. Hann
varð bráðkvaddur
við kennslustörf á
Selfossi 1. apríl síð-
astliðinn og fór út-
för hans fram frá
Selfosskirkju 11.
aprfl.
öllu sem tengdist skemmtun í skól-
anum. Ég gleymi því aldrei þegar
hann sagði „Sally, koddains" því ég
sagði þetta alltaf við hann. Þetta er
mjög mikill missir fyrir okkur öll,
og þá sérstaklega fyrir Kollu, Þór-
hildi, Gerði, Kötu og Guðbrand.
Drottinn er minn hirðir, mig mun ekkert
bresta.
A grænum grundum lætur hann mig hvflast,
leiðir mig að vötnum, þar sem ég má næðis
njóta.
(23. Sálm Daviðs.)
Ég sendi mínar dýpstu samúðar-
kveðjur.
Sally Ann.
Sigurður Randver Sigurðsson
eða Siggi eins og hann var nær
alltaf kallaður var besti kennari
sem hægt var að hugsa sér og góð-
ur vinur. Hann var fullur af lífs-
orku og var alltaf að gera eitthvað
fyrir aðra. Þótt hann sé dáinn mun
hann alltaf lifa í huga okkar, því ef
ég loka augunum sé ég hann fyrir
mér og ég veit að allir þeir sem
þekktu hann munu aldrei gleyma
honum. Þótt hann sé ekki á meðal
okkar getum við verið þakkát fyrir
að hafa þekkt hann. Auðvitað er
þetta mjög sorglegt en dauðinn er
hluti af lífinu og enginn ræður ör-
lögum sínum. Með þessum orðum
votta ég fjölskyldu hans alla mína
samúð.
Böðvar Einarsson.
Við höfum misst frábæran mann.
Sigurður Randver er látinn. Siggi
Randver var ekki bara frábær
kennari heldur góður félagi og vin-
ur sem vissi alltaf hvað átti að
gera. Vissi alltaf hvað hann átti að
segja. Hann gat alltaf hjálpað okk-
ur með hvað sem var. Siggi Rand-
ver hefur kennt mér síðustu tvö ár.
Hann hefur alltaf verið góður við
allt og alla. Hann hefur einnig gert
sínar kröfur til bekkjarins og ann-
arra. Hann hefur reynst mér mjög
vel. En nú er hann farinn frá okk-
ur. Hann varð bráðkvaddur þegar
við áttum síst von á. Ég veit að ég,
ásamt mörgum öðram, á eftir að
sakna hans mjög mikið. En ég veit
að þar sem hann er núna líður hon-
um mjög vel því hann er hjá Guði.
En ég vona að ég eigi eftir að sjá
hann aftur. Mér er sama hvenær,
bara ef ég fæ að hitta hann aftur.
Blessuð sé minning þessa frábæra
manns. Við eigum öll nóg af minn-
ingum um hann. Megi þær lifa í
hjörtum okkar. Vertu blessaður,
Sigurður Randver, og þakka þér
fyrir allt. Ég sendi mínar dýpstu
samúðarkveðjur til fjölskyldu Sig-
urðar Randvers.
Vignir Egill Vigfússon, 8. S.R.S.
Sigurður Randver Sigurðsson,
eða Siggi eins og við voram alltaf
vön að kalla hann, er ekki meðal
okkar í dag. Þetta gerðist allt svo
skyndilega að við áttum okkur ekki
almennilega á því að hann er far-
inn. Þetta hafði verið svo góður
dagur. Siggi var meira en frábær
kennari, hann var skilningsríkur
og ráðagóður, hann var alltaf tilbú-
inn til að hjálpa öðram. Við eram
mjög heppin að hafa kynnst þess-
um góðhjartaða manni.
Við viljum senda fjölskyldu hans
bestu samúðarkveðjur.
Sigrún I., Sigrún Hanna,
Kristrún og Þórunn.
Mjök erum trekt
tungu at hræra
eða loptvætt
ljóðpundara;
esa nú vænligt
ofViðursþýfi
né hógdrægt
úrhugarfylgsni.
Svo orti hið borgfirska skáld Eg-
ill Skallagrímsson. I orðum hans
felst allt sem segja þarf um þau
áhrif er sviplegt fráfall Sigurðar
Randvers hafði á undirritaðan.
Kynni okkar Sigurðar vörðu á
fjórða áratug. Er fundum okkar
bar fyrst saman sá ég fljótt hversu
mikið í drenginn var spunnið. Var
hann þó ekki fullra fímmtán ára.
I Sigurði kynntist ég manni sem
bjó yfir mikilli bjartsýni og lét sér
ekki allt fyrir brjósti brenna þó oft
bjátaði á. Hann hafði mikla sjálfs-
bjargarviðleitni sem kom skýrt
fram í þeim orðum hans, að í dreif-
býlinu væri ekki alltaf hægt að
hlaupa út í næstu búð ef eitthvað
vantaði og við bilanir yrðu menn að
gera sjálfir. Sigurður var útsjónar-
samur, hafði góða skipulagshæfi-
leika og var snöggur að finna
lausnir vandamála. Hefði tækifæri
gefist er því líklegt að hann hefði
náð langt í húsagerðarlist. Hann
lét sig félagsmál miklu varða og
var víða í forastu á sviði þeirra.
Starf hans fyrir fatlaða bar þess
merki að hann hafði meðaumkun
með þeim sem minna máttu sín en
var ekki einvörðungu vegna eigin
aðstæðna. Ritstörf vora honum
hugleikin og heimili þeirra Kol-
brúnar prýtt öndvegisbókmennt-
um íslenskra sem erlendra höf-
unda. Stílvopn gat hann tekið sér í
hönd, hinn liprasti penni, þótti
hvassyrtur og fylginn sér og mál-
stað sínum í skrifum. Síðast en
ekki síst minnist ég hans sem
manns sem unni íslenskri náttúra.
Hann lét það óspart í ljós með
ýmsu móti svo vart fór fram hjá
neinum sem hafði eyra og augu op-
in því að hvergi undi hann sér bet-
ur utan heimilis en í hinni algeru
þögn og kyrrð óbyggðanna.
Með þessum fátæklegu orðum
kveð ég Sigurð mág minn hinstu
kveðju.
Krisljón Kolbeins.
Sigurður Randver Sigurðsson,
kennari, fæddist í Reykjavík 28.
febrúar 1951, en varð bráðkvaddur
á vinnustað sínum, Sandvíkurskóla
á Selfossi, 1. apríl.
Sigurður var fremur lágvaxinn
en þéttur á velli og bar með sér
skapstyrk sinn án alls fyrirgangs,
en vakti þó athygli hvar sem hann
fór.
Kynni okkar hófust fyrst að ráði,
er ég og tengdamóðir hans, Gerður
Kolbeinsdóttir frá Kollafirði felld-
um hugi saman, en hann og Einar,
sonur minn, vora bekkjarbræður
allar götur úr barnaskóla til stúd-
entsprófs frá Menntaskólanum við
Hamrahlíð. Það kom nánast strax í
Ijós, er við kynntumst á heimili
hans, að stjómmálaskoðanir okkar
vora öndverðar, en við létum strax
kyrrt liggja og ræddum aldrei slík
mál, enda urðu þau aldrei að
ágreiningsefni og skyggðu aldrei á
vináttu okkar og mágsemdir; þvert
á móti, er við hjónin þurftum á
hjálp að halda á heimilinu, brást
hann fyrstur manna við og kom
með það sem til þurfti til að bæta
úr.
Hann og Kolbrún kona hans og
böm vora tíðir gestir á heimili okk-
ar og var ætíð eins og birti yfir, er
þau komu í heimsókn. Sama var, er
við komum í heimsókn á heimili
þeirra og skorti aldrei á alúð og
hlýlegar viðtökur.
Ég hygg að til einskis manns,
óskylds, hefði ég frekar viljað leita,
ef vanda bæri að höndum, en hans,
og engan mann þekkti ég, sem var
fúsari til hjálpar ef til hans var leit-
að; og það leyndi sér ekki að hann
gladdist við, þegar hann gat orðið
að liði og vandaði mjög til verka
sinna eða ráðlegginga.
Eins og fyrr segir var Sigurður
kennari í Sandvíkurskóla á Selfossi
og naut þar trausts og virðingar
samkennara sinna, en mestu mun-
aði að „bömin hans“ vora honum
mjög kær, en þau virtu hann og er
talið að hann hafi haft hinn mesta
„aga“ án þess að til stóryrða kæmi
og vildu þau hh'ta kennslu hans og
umsjá af fúsum vilja.
Um kennarastarf hans get ég
ekki frekar rætt, en get þess að-
eins að Kolbrún kona hans var
samkennari hans og Gerður
tengdamóðir hans var kennari,
meðan heilsa leyfði og enn má geta
þess, að Gerður dóttir þeirra er
kennari. Andi þessa sérstæða
ástands sveif yfir heimilinu og var
því ánægjulegt og lærdómsríkt að
vera þar tíður gestur.
Sigurður var ekki framagjam
maður, en einstakir hæfileikar
hans til félagsmálastarfa urðu til
þess að hann var kvaddur til að
takast á hendur miklu meiri störf
fyrir stétt sína en hann kaus, allt
frá Reykjavík að Kirkjubæjar-
klaustri og varð það mikið álag á
hann og heimili hans, miklu meira
en hann kærði sig um sjálfur. Hér
verður ekki reynt að telja það allt
upp, en þess aðeins getið að hann
var formaður Kennarasambands
Suðurlands áram saman, auk þess
sem hann sat um tíma í stjórn
Kennarasambands Islands og eins
í fuOtrúaráði og kjararáði þess ár-
um saman; naut hann í hvívetna
hins mesta trausts.
Hér verður ekki reynt að telja
upp önnur trúnaðarstörf, sem hann
gegndi heima og heiman, en þetta
sýnir hvílíks trausts hann hvar-
vetna naut. Mér er það minnis-
stætt, er við hjónin vorum gestir á
heimili þeirra hjóna, var vart hægt
að halda uppi samræðum vegna sí-
felldra símhringinga til þeirra
beggja, vegna þessara starfa.
Mig skortir orð til að lýsa harmi
mínum og söknuði við andlát þessa
góða drengs og vinar en vitna í
foma frásögn er Egill á Borg orti
Sonatorrek eftir son sinn ungan
sem drakknaði í Borgarfirði og hóf
orð sín svo, sem ég leyfi mér nú að
gera að mínum: „Mjök eram tregt
tungu at hræra.“
Ingimar Einarsson.
„Dáinn, horfinn!" - Harma-fregn!
Hvflíkt orð mig dynur yfir!
En ég veit að látinn lifir;
það er huggun harmi gegn.
(Jónas Hallgrímsson)
Félagi og vinur, Sigurður Rand-
ver, er látinn langt fyrir aldur
fram. Þegar ég fékk þessar sorg-
legu fréttir fóra ýmsar hugsanir af
stað. Hugsanir um kynni okkar og
hugsanir um lífið sem er svo óút-
reiknanlegt.
Sigurði Randver kynntist ég
haustið 1991 þegar ég flutti á Sel-
foss og hóf hér kennslustörf. Það
er mér enn í fersku minni þegar ég
hitti hann fyrst um haustið. Hann
var hress og það var þægilegt að
tala við hann. Mér líkaði strax vel
við Sigga.
Siggi var í eðli sínu léttlyndur.
Hann var baráttumaður fyrir rétt-
læti, hörkuduglegur, ósérhh'finn og
stéttvís. Það var gott að leita til
Sigga og ávallt gaf hann sér tíma
til að ræða hin ýmsu mál þó svo
hann væri hlaðinn verkum.
Siggi starfaði mikið að félags-
málum. Þau vora hans líf og yndi.
Hann var formaður Kennarafé-
lags Suðurlands í sex ár. Sinnti
hann því starfi af eldmóði og áhuga
og gerði mjög vel. Ég varð þess að-
njótandi að sitja með honum í
stjóminni í tvö ár og sá þá mjög vel
hversu skipulagður og góður
stjómandi hann var.
Að leiðarlokum vil ég þakka
Sigga fyrir margar ánægjulegar
samverastundir í gegnum árin.
Minnisstæð er mér ferðin sem við
kennarar í Sandvíkurskóla fórum
vorið 1995 til Danmerkur og minn-
isstætt er fulltrúaþingið síðasthðið
vor þar sem við sunnlenskir kenn-
arar áttum ánægjulegar stundir
saman með Sigga í fararbroddi.
Elsku Kolla og fjölskylda. Ég
sendi ykkur mínar innilegustu
samúðarkveðjur. Blessuð sé minn-
ing Sigurðar Randvers.
Hilmar Björgvinsson.
Það var nöturlegan dag sem mér
bárast þær harmafregnir ofan af
Islandi að frændi minn Sigurður
Randver hefði orðið bráðkvaddur
aðeins 47 ára að aldri. Maður er
sleginn. Reynslan er óneitanlega
harður skóh. Viskan og lífsspekin
sem maður las í bókum og manni
þóttu svo heillandi virðast nú lítið