Morgunblaðið - 18.04.1998, Side 2

Morgunblaðið - 18.04.1998, Side 2
! 2 LAUGARDAGUR 18. APRÍL 1998 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Morgunblaðið/Ásdís GENGUR Á MEÐ SKÚRUM Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur Matvæla- framleiðsla stöðvuð HEILBRIGÐISEFTIRLIT Reykjavíkur hefur samþykkt að banna framleiðslu á við- kvæmum matvælum í eldhúsi Myndlista- og handíðaskólans þar sem aðstaðan í eldhúsinu er talin ófullnægjandi. Árný Sigurðardóttir, hjúkr- unarfræðingur hjá heilbrigð- issviði Heilbrigðiseftirlits Reykjavíkur, sagði í samtali við Morgunblaðið að litið hefði verið á staðinn vegna kvart- ana um silfurskottur. Þótt silfurskottur hefðu ekki fundist við athugun hefði ýmislegt þótt vanta upp á að- stöðu til að framleiða við- kvæm matvæli í eldhúsinu. Ekkert þætti á hinn bóginn mæla gegn venjulegum „sjoppurekstri" í húsnæðinu. í eldhúsinu hefur verið elduð súpa, smurt brauð og útbúinn annar matur sem talinn er viðkvæmur. Meindýraeyði hefur verið falið að kanna silf- urskottumál eldhússins og skólanum veittur frestur til úrbóta og kvaðst Árný eiga von á að leyfi yrði veitt fljót- lega aftur. Utanríkisráðherra ræddi við varautanrikisráðherra Bandarfkjanna Vilja viðhalda óbreyttu varnar- samstarfí „ÞETTA var gagnlegur fundur þar sem rætt var um samstarf á norður- slóðum, umhverfísmál, nýtingu auð- linda hafsins og vamarsamstarfíð,“ sagði Halldór Asgrímsson utanrík- isráðherra um viðræður sínar við Thomas R. Pickering, varautanrík- isráðherra Bandaríkjanna, sem fram fóru í Washington í gær. Sagði ráðherra að Pickering hefði staðfest að fullur vilji Bandaríkjastjórnar væri til þess að varnarsamstarf ríkjanna yrði óbreytt. „í viðræðum um varnarsamstarf- ið kom fram að það er fullur vilji Bandaríkjamanna að vinna að þeim málum á sama grundvelli og í dag. Við sögðumst gera okkur grein fyr- ir þvi að mikilvægt væri að minnka kostnað við rekstur stöðvarinnar i Keflavík sem við höfum unnið að og þeir lýstu því yfir að þeir myndu vilja viðhalda þessu samstarfi með sama hætti og verið hefði á grund- velli varnarsamningsins," sagði Halldór Ásgrímsson. „Það sem var að mínu mati mikil- vægast á þessum fundi er áhugi sem verið hefur fyrir því að halda á íslandi árið 2000 ráðstefnu um rétt- indi kvenna á Norðurlöndunum, Eystrasaltsríkjunum og Rússlandi. Við buðumst til að halda fundinn og hefur komið til tals að Hillary Clint- on, forsetafrú Bandaríkjanna, stýri fundinum, og teljum við það æski- legt.“ Áhersla á stuðning við Eystrasaltsríkin Varðandi samstarf á norðurslóð- um sagði utanríkisráðherra að rætt hefði verið um samstarf við Eystra- saltsríkin og kvaðst hann ánægður með hvernig Bandaríkjamenn hafa tekið á því. „Þeir leggja áherslu á þátt íslendinga og við erum sam- mála um að vinna að aðild þessara ríkja að Atlantshafsbandalaginu en það mun taka einhvern tíma,“ sagði ráðherrann. Kvað hann Bandaríkja- menn leggja áherslu á að Islending- ar héldu áfram aðstoð við Eystra- saltsríkin í samvinnu við hin Norð- urlöndin. Þá ræddu ráðherrarnir um stöð- una eftir Kyoto-samkomulagið og kvaðst utanríkisráðherra hafa kynnt þá afstöðu Islands að nýta áfram endurnýjanlegar orkulindir. Sagði hann Bandaríkjamenn hafa heitið samstarfi um þá afstöðu. Einnig var rætt um nýtingu auð- linda hafsins og kvaðst Halldór Ás- grímsson hafa greint frá því hvem- ig fiskveiðistjóm hefði verið byggð upp hér. „í framhaldi af því spunn- ust umræður um seli og hvali og ég tjáði þeim að við myndum vilja nýta þá stofna í framtíðinni á vísindaleg- um grundvelli og ég tel að hann hafi sýnt mikinn skilning á því. Okkur er hins vegar ljós viðkvæmni þess máls í Bandaríkjunum en ég tjáði þeim að við myndum ekki komast hjá því að nýta þessa stofna eins og aðra í framtíðinni þannig að Banda- ríkjamönnum er það vel ljóst.“ Eiturefni hugsan- lega á reki í sjónum við ísland Fólk hvatt til varfærni HOLLUSTUVERND ríkisins beinir þeim tilmælum til al- mennings að gæta varkárni vegna hugsanlegs reka við strendur landsins, en um er að ræða tunnur og flöskur með hættulegu efni sem notað er í lyfjagerð. Davíð Egilsson hjá þeirri deild Hollustuverndar sem fer með mengunarvamir sjávar segir möguleika talinn á að þessar umbúðir geti rekið til landsins eða komið í veiðar- færi. Rekist einhver á umrætt efni, er viðkomandi beðinn um að tilkynna fundinn án tafai’ til Landhelgisgæslu eða heil- brigðiseftirlits sveitarfélaga. Um 7,8 tonn fóru í hafið Bryndís Skúladóttir hjá eit- urefnasviði Hollustuverndar segir að fyrir seinustu helgi hafi stofnuninni borist til- kynning um að rekið hafi á land í Skotlandi brúna flösku með 200 grömmum af efninu 3-(klórmetýl)pýridín hýdrók- lóríð. „Samkvæmt upplýsingum frá framleiðanda er um hvítt efni að ræða sem er notað í lyijagerð og því ekki á al- mennum markaði. Efnið er ertandi fyrir húð, augu og öndunarfæri, auk þess sem grunur er um að það sé krabbameinsvaldandi. Það leysist hins vegar upp í vatni og brotnar þá niður í hættu- minni efni,“ segir Bryndís. Hún segir að við eftir- grennslan hafi komið í ljós að í desember síðastliðnum hafi tveir gámar týnst á siglinga- leiðinni milli Evrópu og Bandaríkjanna, sem innihéldu um 130 tunnur sem hver geymir um 60 kíló af um- ræddu efni í duftformi, eða alls um 7,8 tonn. Að auki voru í einni tunnu 19 flöskur eins og sú sem fiskimaður fann við Skotland. Fundurinn var til- kynntur skoskum yfirvöldum 3. apríl síðastliðinn. „Helsta hættan sem ég sé í sambandi við þetta mál er að tunnumar eða flöskumar reki á land og óvitar eða aðrir slíkir opni þær og annaðhvort snerti efnið eða lykti af því. Við þekkjum skelfilegar afleiðing- ar þess þegar t.d. tréspíritus hefur reldð á land og fólk ekki gætt varúðar. Að öðm leyti er eiginleg mengunarhætta á haf- inu hverfandi af völdum þess- ara efna, enda um fremur litlar einingar að ræða,“ segir Davíð. ÞAR SEM STRAUMAR MÆTAST OG DRAUMAR RÆTAST Listahátíð í Reykjavík 1998 norrænir MENN A GRÆNLANDI US«B BÖRN ÍTÆLENSKUM SKÓLUM nwg - BMBi psgjBSBBBB Fylgstu með nýjustu fréttum íþróttir Nökkvi Már Jónsson úr leik vegna meiðsla/B1 Verða tvennir íslandsmeistarar krýndir um helgina?/B1, B2, B4

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.