Morgunblaðið - 18.04.1998, Side 20

Morgunblaðið - 18.04.1998, Side 20
20 LAUGARDAGUR 18. APRÍL 1998 MORGUNBLAÐIÐ UR VERINU Netarallinu lýkur í dag Mikill fískur er á ferðinni“ „NETARALLIÐ hefur gengið vel, það er mikill fiskur á ferðinni, ekki minni en í fyrra, en ég þori ekki að segja á þessu stigi hve mikil aukn- ingin er,“ sagði Vilhjálmur Þor- steinsson, fiskifræðingur hjá Haf- rannsóknarstofnun í samtali við Verið, en hann var þá staddur á miðunum, um borð í Friðriki Sig- urðssyni AR 17, og er umsjónar- maður netarallsins sem hófst strax upp úr síðustu mánaðamótum. Gert er ráð fyrir að netarallinu ljúki í dag. Alls hafa fimm bátar tekið þátt í netarallinu að þessu sinni, einn í Breiðafirði, einn í Faxaflóa, einn undan Reykjanesi og til Vest- mannaeyja, sá fjórði frá Eyjum að Skeiðarárdýpi og sá fimmti loks í Meðallandsbugt að Hvítingjum. Rafeindamerktur þorskur Auk þessa vinnur Vilhjálmur að merkingarverkefni á þorski á hrygningarslóðunum. „Þetta hafa verið svona 2.000 þorskar á ári að undanfömu og auk venjulegra merkja höfum við notað rafeinda- merki, sem gefa okkur margs kon- ar alhliða upplýsingar um hegðun og háttu þorsksins,“ bætti Vil- hjálmur við. Morgunblaðið/Snorri Snorrason Egill SH í breytingum NÝVERIÐ lauk gagngerum breytingum á dragnótabátnum Agli SH frá Ólafsvík. Það var Ósey hf. í Hafnarfirði sem sá um breytingarnar. Báturinn var m.a. lengdur um 2 metra, sett á hann perustefni og nýr hvalbakur á stefni. Þá var skipt um brú og innréttingar og tæki í brú, borðsal og setu- stofu endurnýjuð. Einnig voru settar í skipið tvær nýjar ljósa- vélar og allar raflagnir endur- nýjaðar, auk þess sein skipt var um krana og kælikerfi í lest. Egill SH hét áður Tungufell og var smíðaður á Seyðisfirði árið 1972 og er nú eftir breyt- ingarnar 29 metra langur. Það er Sigurður Jónsson á Ólafsvík sem gerir Egil SH út. I „góðum málum“ á Flæmingjagrunni SVALBARÐI, skip Siglfirðings á Siglufirði, hefur verið í góðri rækjuveiði á Flæmingjagrunni síð- ustu vikumar, að sögn Gunnars Júlíussonar hjá Siglfirðingi. „Þeir eru að fá 7-8 tonn á dag og þetta er þokkaleg rækja sem þama er að hafa,“ sagði Gunnar. Gunnar sagði að Svalbarði væri nú langt kominn með aðra veiðiferð sína, en eftir þá fyrri, landaði hann 180 tonnum í Harbour Grace. Það var 32 daga ferð og veiðidagar þar af 22. Eftir helgina er Svalbarði síð- an væntanlegur aftur til sama stað- ar með „góð 200 tonn“ eftir tæplega mánaðarlanga veiði. „Þetta telst vera góð veiði,“ sagði Gunnar. Svipur hjá sjón frá því sem áður var Fátt hefur verið um skip á þess- um slóðum, en Gunnar sagðist reikna með því að innan skamms færu menn að hugsa sér til hreyf- ings. „Þetta er þó ekki svipur hjá sjón frá því sem áður var, þegar á annað hundrað skip voru að veiða þama. Nú er þetta bara brot af því. Svo var ég að heyra að Norðmenn væru að hugsa um að sleppa svæð- inu að þessu sinni af því að veiðin væri svo treg. Ef það gengur eftir mun ekki fjölga eins mikið og ella,“ bætti Gunnar við. Námskeið um skynmat Helstu aðferðir verða kynntar og farið í tölfræði skynmatsprófa, þjálfun skynmatshópa og aðstæður við skynmat. Farið verður yfir hvernig nota má skynmat í vöra- þróun og í daglegu gæðaeftirliti og við neytendakannanir. Verklegar æfingar verða á þeim aðferðum sem kynntar verða. Námskeiðið er ætlað starfsmönn- um sem meta matvæli og fram- leiðslu síns fyrirtækis eða vinna við gæðaeftirlit. Leiðbeinendur verða Emilía Martinsdóttir, efnaverkfræðingur, og Þyrí Valdimarsdóttir, matvæla- fræðingur. Nánari upplýsingar fást hjá Rannsóknastofnun fiskiðnaðar- ins. RANNSOKNASTOFNUN fiskiðn- aðarins býður upp á námskeið um skynmat þann 21. apríl nk. þar sem markmiðið er að þátttakendur nái það góðu valdi á skynmatsaðferðum að þeir geti notað þær á markviss- an hátt við að meta framleiðslu síns fyrirtækis. í stuttu máli má segja að skyn- mat sé öflugt tæki í vöruþróun og auðveldi fyrirtækjum að verða við óskum neytenda og auki einnig gæði vörannar. Til þess að meta gæði matvælanna era skynfæri mannsins notuð, þ.e. sjón-, lyktar-, bragð-, snerti- og heymarskyn. A námskeiðinu verður fjallað al- mennt um skynmat og þau skyn- færi sem notuð eru í skynmati. ERLENT Finnska þingið sam- þykkti EMU FINNSKA þingið samþykkti í gær með miklum atkvæðamun, að Finnar tækju þátt í Efnahags- og myntbandalagi Evrópu, EMU, strax í byrjun eða frá næstkom- andi áramótum. Er þessi niður- staða sigur fyrir Paavo Lipponen forsætisráðherra en nokkurra efasemda hefur gætt um EMU- aðildina innan sljórnarflokkanna fimm. Var hún samþykkt með 136 atkvæðum gegn 63 og greiddu aðeins sex þingmenn stjórnarfiokkanna atkvæði gegn henni, þar af einn úr fiokki Lipponens, Jafnaðarmanna- fiokknum. Þingmenn Miðflokks- ins og Eskos Ahos, fyrrverandi forsætisráðherra, voru á móti að- ildinni og sögðu, að Finnar væru ekki búnir undir þá miklu sam- keppni, sem fylgdi sameiginleg- um gjaldmiðli. Finnskir kjósend- ur eru líka margir sammála því en skoðanakannanir sýna, að andstæðingar og stuðningsmenn EMU-aðildar eru jafn margir. Nokkrir andstæðingar EMU komu saman fyrir utan þinghúsið í Helsinki í gær og brenndu þá m.a. Evrópufánann. Reuters Deilan um skipun bankastjóra ECB Wim Kok hót- ar Frökkum Amsterdam. Reuters. HOLLENZKA stjómin er nú að missa þolinmæð- ina gagnvart þeirri frönsku í togstreitu innan Evrópusam- bandsins (ESB) um það hvem beri að skipa aðal- bankastjóra Seðlabanka Evrópu (ECB). Wim Kok forsætisráðherra hót- aði opinberlega að beita neitunar- valdi gegn skipun franska seðla- bankastjórans, Jean-Claude Trichet, í embættið. Með hótuninni kvað við annan tón hjá Kok, sem fram að þessu hefur reynt að beita hljóðlátari aðferðum til að telja Frakka á að falla frá framboði Trichets, sem kom til löngu eftir að flestar ríkisstómir ESB-ríkjanna höfðu fallizt á að Wim Duisenberg, núverandi for- stöðumaður Peningamálastofnunai’ Evrópu (EMI), iyrirrennara ECB, og íyrrver- andi seðlabanka- stjóri Hollands, yrði íyrsti aðal- bankastjóri ECB. Engin stjóm önnur en sú franska hefur lýst stuðningi við Trichet, en í fyrradag lýsti Jacques Chirac Frakklands- forseti því yfir að stjórnin í París myndi hvergi gefa eftir í þessu máli. Leiðtogar ESB koma saman dagana 1.-3. maí næstkomandi, þar sem bæði verða teknar ákvarðanir um hvaða ríki verði með í Efna- hags- og myntbandalaginu, EMU, frá upphafi, og hver verði fyrsti bankastjóri Evrópska seðlabank- ans. Vonir stóðu til að samkomulag næðist milli ríkisstjórnanna 15 íyr- ir þann tíma, en nú virðist orðið ólíklegt að það náist. Meirihluti laganefndar Evrópuþingsins Bann við tobaks- auglýsing- um ólöglegt? Brussel. The Daily Telegraph. ÁÆTLANIR um að banna tóbaks- auglýsingar í Evrópusambandinu, ESB, biðu nokkurn hnekki í fyrra- dag þegar laganefnd Evrópuþings- ins lýsti yfir, að slíkt ætti sér enga stoð í ESB-lögum. Tillagan um tóbaksauglýsinga- bannið var felld með 12 atkvæðum gegn sjö í laganefndinni og sagði Willy De Clerck, formaður nefnd- arinnar og fyrrverandi fulltrúi Belgíu í framkvæmdastjórn ESB, að kannaðar hefðu verið ýmsar leið- ir til að koma málinu í gegn, ýmist sem máli, er varðaði innri markað- inn, heilbrigðismál eða viðskipti, en niðurstaðan hefði orðið sú, að fyrir banninu væri engin lagastoð. Þýska stjórnin hefur verið andvíg fyrirætlunum um bann við tóbaks- auglýsingum og hún hefur hótað að fara með málið fyrir Evrópudóm- stólinn verði það samþykkt. Að mati hennar jafngilti bannið skerðingu á tjáningarfrelsi og bryti þannig gegn þýsku stjómarskránni. Niðurstöðu laganefndar líklega hafnað Stuðningsmenn auglýsinga- bannsins, sem var samþykkt á fundi heilbrigðisráðherra ESB- ríkjanna í desember sl., sögðu í fyrradag, að niðurstöðu laganefnd- arinnar yrði líklega hafnað í at- kvæðagreiðslu á Evrópuþinginu í næstu viku en talsmenn tóbaksfyr- irtækjanna eru ánægðir, í svipinn að minnsta kosti. Tóbaksfyrirtækin vona, að málið verði ekki tekið til endanlegi'ar af- greiðslu í ráðherraráðinu fyn' en forystu Breta fyrir því lýkur en þá munu Austurríldsmenn taka við og síðan Þjóðverjar. Fulltrúar hvorra- tveggja voru þeir einu, sem lögðust gegn banninu á desemberfundin- um. Svíar í Schengen Stokkhólmi. Reuters. SÆNSKA þingið samþykkti í gær Schengen-sáttmálann um opin landamæi-i innan Evrópusam- bandsins en gagnrýnendur hans segja, að gildistaka hans muni leiða til stórherts eftirlits innanlands eða eins konar lögregluríkis. Samkvæmt Schengen verður hætt vegabréfsskoðun á innri landamæram ESB-ríkjanna en hann kveður einnig á um stóraukna samvinnu í lögreglumálum og aukið eftirlit við ytri landamæri ríkjanna. Andstæðingar Schengen, t.d. græningjar og sænski Vinstriflokk- urinn, segja, að sáttmálinn muni leiða til þess, að vegnabréfin verði nauðsynlegri en áður þar sem allir vei'ði að geta sýnt fram á, að þeir séu ESB-borgarar. Þá halda þeir því fram, að ESB-lögreglan sé að koma sér upp gagnabanka með upplýsingum um kynþátt, trúar- skoðanir, heilsufar, stjómmála- skoðanir og kynferðislegar langan- ir fólks. Stuðningsmenn Schengen segja, að sáttmálinn muni auka á frelsi fólks auk þess sem hann muni raunar litlu breyta fyrir Norður- landabúa.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.