Morgunblaðið - 18.04.1998, Side 42
42 LAUGARDAGUR 18. APRÍL 1998
SKOÐUN
MORGUNBLAÐIÐ
FORVARNIR OG
FORELDRAFRÆÐSLA
FORVARNIR virðast
vera lausn á hvers
kyns vandamálum sem
steðja að í þjóðfélag-
inu. Petta á t.d. við um
fíkniefnavandann.
Merking orðsins er
stundum óræð og ekki
auðvelt að átta sig á
við hvað er átt. Hug-
myndin, að hægt sé að
koma í veg fyrir að
vandamál verði til, er
fyrst og fremst póli-
tísk í eðli sínu, því hún
felur í sér að hægt sé
hafa áhrif á aðstæður sem skapa
vandamálin. Hugtakið er víða að
finna í lögum og almennur vilji
virðist vera fyrir forvarnastarfi.
Hinsvegar sést það á aðgerðunum
hvort um raunverulegan vilja er að
ræða. eða hvort hugtakið þjónar
sem friðþæging.
Á sviði félagsvísinda er gerður
greinarmunur á hugtakinu forvörn-
um eftir því á hvaða sviði þjóðfé-
lagsins þær fara fram. Fyrsta stigs
forvamir miðast við að breyta upp-
byggingu þjóðfélagsins og þróun til
að koma í veg fyrir að vandamál
verði til. Aðgerðirnar beinast þá oft
að þjóðinni sem slíkri t.d. gegnum
aðgerðir í efnahagsmálum og
vinnumarkaðsmálum. Annars stigs
forvamir beinast að þeim sem era
skilgreindir í áhættu og gætu þróað
með sér vandamál, t.d. unglingar
sem flosna úr skóla og
atvinnulaus ungmenni.
Tillögur Umboðsmanns
bama um opinbera fjöl-
skylduráðgjöf fyrir for-
eldra, sem í hyggju
hafa að skilja eða slíta
sambúð, og börn þeirra
er dæmi um annars
stigs forvöm. Þriðja
stigs forvamir snúast
um að koma í veg fyrir
að vandamál, sem þeg-
ar hafa orðið til, versni.
Aðgerðirnar era þá yf-
irleitt einstaklingsmið-
aðar og getur verið erfitt að draga
mörkin milli þess hvenær forvamir
hætta og meðferð hefst.
Þarfir barna
Forvörn gegn fíkniefnum og
ýmis konar félagslegum vanda,
sem bæði er einföld í framkvæmd
og gæti skilað sparnaði fyrir þjóð-
arbúið, er að veita foreldrum leið-
sögn í foreldrahlutverkinu á öllum
þroskastigum barna. Hvernig til
tekst að sinna þörfum barna fyrir
varanleg náin tengsl, ástúð og ör-
yggi fyrstu æviárin hefur áhrif á
allt líf þeirra. Það má segja að á
fyrstu áranum sé „forritið“ hannað
sem ákvarðar hvernig einstakling-
urinn skynjar sjálfan sig og um-
hverfi sitt alla lífsleiðina. Elín
Elísabet Halldórsdóttir sálfræð-
ingur kemur inn á þetta í grein
sinni (Mbl., 28.03.1996): „Ef brest-
ur verður á að tillitssöm tengsl
geti myndast á milli foreldra og
barns höfum við þegar lagt grann
að tilfinningavanda barnsins. Ef
foreldrinu hefur ekki tekist að
spegla sig í lífsgleði barnsins og
fullnægja framþörfum þess er
lagður grannur að neikvæðri til-
finningareynslu barnsins. Með
þessa reynslu fer barnið út í heim-
inn og túlkar hann, góðan, vondan,
fallegan, ljótan, réttlátan eða
ósanngjarnan. Fjölmargar sál-
fræðilegar rannsóknir á ungbörn-
um hafa verið birtar síðustu ár
sem benda á að s.k. snemm-
skemmdir verði á fyrstu þremur
áram barnsins og verður barnið að
lifa við afleiðingarnar það sem eft-
ir er“. Þessi vitneskja gefur til
kynna mikilvægi þess að þarfir
barna séu ávallt í fyrirrúmi. For-
eldrahlutverkið þarf að fá verð-
skuldaðan sess í þjóðfélaginu.
Veita þarf foreldram greiðan að-
gang að leiðsögn við uppeldi barna
sinna, óski þeir þess. Þá er ekki átt
við að sérstök vandamál þurfi að
vera til staðar heldur ætti að koma
í veg fyrir að eðlilegir erfiðleikar
verði að vandamálum.
Foreldrarnir mikilvægastir
Foreldrar eru mikilvægastir
allra í lifi barna og unglinga.
Þeirra þáttur í forvörnum gegn
fíkniefnum er stór hvort sem um
löglega eða ólöglega vímugjafa er
að ræða. Foreldrar eru fyrir-
myndir barna sinna og bera
ábyrgð á þeim samkvæmt lögum.
Þeir eru best í stakk búnir til að
uppfylla þarfir þeirra. Foreldrar
finna þessa ábyrgð og vilja búa
börnum sínum góð uppeldisskil-
Mikíá úrvai af
fialiegum
rúfflffltnaái
SkóbvðrðusHg 21 Sámissi 4050 Rcykiavik.
►borgarbókasafn
REYKJAVÍKU R
Afmætisdagskrá í Tjarnarsal
Ráðhússins 19. apríl kl. 13:00
^ júlfkvarteltinn leikur.
^ Ávörp
Anna Torfadóttir borgarbókavörður og
Ingibjörg Sólrún Gísladóttir borgarstjóri
^ Reykjavfk í bókmenntum
Rithöfundarnir Steinunn Sigurðardóttir,
lllugi Jökulsson, Ingibjörg Haraldsdóttir og
ÓlafurGunnarsson tesa úrverkum sínum.
^Stúlknakór Reykjavíkur syngur
^Smásagna- og Ijóðasamkeppni barna
og unglinga
Afhending viðurkenninga Borgarbókasafns.
^Borgarafundur
Hvernig vil ég hafa bókasafnið mitt?
Börn og unglingar segja álit sitt og sitja fyrir
svörum ásamt starfsmönnum safnsins um
það hvernig bókasafn þau vilja.
► Veitingar
BORGARBÓKASAFN
REYKjAVÍKUR
Aðalsafn, Borgarbókasafnið f Gerðubergi, Bústaðasafn,
Foldasafn og Sólheimasafn verða opin frá 15:00-17:00.
í ( tilefni dagsins bjóða söfnin upp á veitingar, skírteini eru
endurgjaldslaus og dagurinn er sá fyrsti í sektalausri viku.
Þórhildur G.
Egilsdóttir
yrði. Þeir vilja stuðla að því í upp-
eldinu að börnin fari út í lífið sem
ábyrgir og hæfir einstaklingar.
Þær aðstæður sem fjölskyldur
búa við i þjóðfélaginu hafa áhrif á
hvaða hátt þeim er gert fært að
annast börn sín. Aðstæður hafa
breyst frá því að konurnar helg-
uðu sig fjölskyldunni nær ein-
göngu og sinntu uppeldishlut-
verkinu, karlarnir öfluðu tekna og
ömmurnar voru innan seilingar til
þess að hjálpa til með börnin ef
með þurfti. Nú til dags eru báðir
foreldrar oft útivinnandi með
kröfu um starfsframa og meiri
áhersla er lögð á efnisleg gæði en
nokkru sinni. Ekki þykir jafn-
sjálfsagt að ömmur og afar séu
tiltæk að leggja hönd á plóginn og
áður var. Því er ekki óalgengt að
barnafjölskyldur séu meira eða
minna á eigin vegum án utanað-
Foreldrar eru mikil-
vægastir allra í lífi
barna og unglinga, seg-
ir Þórhildur G. Egils-
dóttir. Þeirra þáttur í
forvörnum gegn fíkni-
efnum er stór.
komandi stuðnings. Nú eru svo-
kallaðar ofurkonur byrjaðar að
tjá sig um álagið við að sinna öll-
um verkefnum sem þær hafa tek-
ið ábyrgð á bæði innan fjölskyld-
unnar, í starfi og félagslífi. Álagið
er talið heilsuspillandi þegar til
lengdar lætur. Börn á Islandi eru
ætíð velkomin í heiminn, en sex
mánaða fæðingarorlof segir nokk-
uð um þann veruleika sem þeim
er boðið upp á. Opinber stefna er
að börn séu vistuð hjá dagmæðr-
um og á leikskólum. I þessu sam-
bandi er gjarnan talað um rétt
barna til vistunar á leikskóla sem
í lögum hefur verið skilgreint sem
fyrsta skólastigið og sumir telja
að eigi að hefjast strax að fæðing-
arorlofi loknu. Að foreldrar velji
að annast börn sín sjálf fyrstu ár-
in innan veggja heimilisins er þó
lífseigt form, þótt ekki sé um
sömu forsendur að ræða og áður
var. Foreldrar sameinast um upp-
eldið og leitast við að aðlaga að-
stæður sínar í starfi fjölskyldulíf-
inu. Það hefur hlotið misjafnar
undirtektir að veita opinbera við-
urkenningu á því að foreldrar
sinni ungum börnum sínum heima
með greiðslum, hliðstæðum við
niðurgreiðslur sveitarfélaganna
til dagmæðra og leikskóla. Virðist
gæta hræðslu við að með þessu sé
horfið aftur til fortíðar og þannig
vegið að þátttöku kvenna í at-
vinnulífinu. Eftirtekt vekur að
ekki er litið á málið út frá hags-
munum barnanna sem hagnast á
sem mestri samveru við foreldra
sína. Almennt eiga foreldrar í vök
að verjast úti á vinnumarkaðin-
um. Þrátt fyrir að nú sé sums
staðar í orði lögð áhersla á sveigj-
anlegan vinnutíma fyrir barnafólk
er hann í mjög litlum mæli á
borði. Hvaða tilhögun foreldrar
kjósa í þessum efnum hlýtur að
miðast við forsendur hverrar fjöl-
skyldu. I þessu sambandi skipta
þjóðfélagsaðstæður og viðhorf
einnig máli. Mikilvægt er að um
raunhæft valfrelsi sé að ræða.
Forsenda þess hlýtur að vera að
KRINGLUNNI
1. HÆO
SÍMI 533 7355
BOMULLAR-
NÆRFÖT
FYRIR HERRA
almennt sé vel staðið að málefn-
um barnafjölskyldna.
Foreldrafræðsla
Að leiðbeina og styðja foreldra í
uppeldi barna sinna er ódýr og öfl-
ug forvörn. I lögum um heilbrigð-
isþjónustu er kveðið á um að
landsmenn eigi að njóta heilbrigð-
isþjónustu til verndar andlegu, lík-
amlegu og félagslegu heilbrigði.
Meðal helstu greina heilsuverndar
era heilbrigðisfræðsla í fyrir-
byggjandi tilgangi, félagsráðgjöf,
þ.m.t. fjölskyldu- og foreldraráð-
gjöf, svo og geðvernd, áfengis- og
fíknefnavarnir. Þetta er þjónusta
sem á að veita á heilsugæslustöðv-
um eða í tengslum við þær. Fyrsta
stigs forvörn væri að fá félagsráð-
gjafa með sérmenntun í fjöl-
skyldumeðferð og fjölskylduvinnu
til þess að halda námskeið á
heilsugæslustöðvum. Til dæmis
væri hægt að tengja fræðslutilboð-
ið því ungbarnaeftirliti sem heilsu-
gæslan hefur með höndum nú þeg-
ar fyrir alla nýbakaða foreldra.
Annars stigs forvörn væri fræðslu-
þjónusta og ráðgjöf af sömu aðil-
um, sem foreldrar gætu leitað til
út frá þörfum fjölskyldunnar á
hverjum tíma, óháð aldri og
þroskastigi barnanna. Þriðja stigs
forvörn væri að veita foreldum
sem eiga í erfiðleikum með uppeld-
ishlutverkið markvissa fræðslu,
t.d. með sérstakri viðtalsmeðferð
sniðinni að sérþörfum þeirra. Sam-
kvæmt lögum um barnavernd ber
að veita þeim leiðbeiningar um
uppeldi barna og aðbúnað. Þeir
sem ekki hafa fengið gott atlæti
sjálfir, og t.d. alist upp við áfengis-
og fíkniefnamisnotkun foreldra
sinna, vita oft ekki til hvers er ætl-
ast af þeim í foreldrahlutverkinu.
Þeir hafa ekki reynslu af eðlilegu
heimilislífi og finna sig oft van-
máttuga og óöragga í foreldrahlut-
verkinu. Allir foreldrar vilja börn-
um sínum það besta. Yfirleitt er
hægt að ganga út frá því að sé
spurt á réttan hátt beri hver og
einn svörin innra með sér. Þetta
þarf þó ekki alltaf að eiga við.
Öll börn eiga rétt á góðu atlæti.
Börn eru ekki þrýstihópur sem
barist getur fyrir réttindum sín-
um heldur gæta foreldrar hags-
muna þeirra. Fræðsla foreldrun-
um til handa í uppeldinu myndi
skila sér til barnanna. Lögð væri
áhersla á að veita foreldrum leið-
sögn og handleiðslu í uppeldis-
málum með því að hjálpa þeim að
finna eigin lausnir og leiðir. For-
eldrar styðjast gjarnan við þær
uppeldisvenjur sem tíðkuðust í
þeirra eigin uppeldi. Margt af því
nýtist vel en þó þarf ekki allt að
vera gagnlegt sem úr foreldra-
húsum kemur. Samræma þarf
mismunandi áherslur á milli for-
eldra. Mikilvægt er að foreldrar
gefi því gaum hvaða þætti úr eigin
uppeldi þeir styðjast við, hverju
þeir vilja breyta og hvernig. Tím-
arnir breytast, þjóðfélagið breyt:
ist og áherslur í uppeldismálum. í
dagsins amstri er stundum brugð-
ist við eftir gamalli forskrift og
foreldrar finna þörf fyrir nýjar
leiðir. Flestir notast við brjóstvit-
ið i þessum efnum en það getur
verið af hinu góða að skoða
tengslin í fjölskyldunni með óháð-
um aðilum, menntuðum í fjöl-
skyldufræðum. Foreldrar hafa
einnig mikilvægri reynslu að
miðla hver til annars undir slíkri
handleiðslu. Námskeið fyrir for-
eldra um uppeldi er forvörn sem
mun efla hin mikilvægu tengsl
milli foreldra og barna. Þau
tengsl eru brúin milli kynslóð-
anna. Samkvæmt lögum eiga for-
eldrar rétt á fjölskyldu- og for-
eldraráðgjöf. Það er á ábyrgð
stjórnvalda að sjá til þess að lög-
unum sé framfylgt. Markviss for-
eldrafræðsla í forvarnaskyni er
fjárfesting í framtíðinni og skilar
umtalsverðum sparnaði til lengri
tíma.
Höfundur er félagsráðgjafí.