Morgunblaðið - 18.04.1998, Side 1

Morgunblaðið - 18.04.1998, Side 1
96 SÍÐUR B/C STOFNAÐ 1913 87 TBL. 86. ÁRG. LAUGARDAGUR 18. APRÍL 1998 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS Tillaga um víðtækan viðskiptasamning Evrópusambandsins við Bandaríkin Andstaða Frakka hindrar áformin Brussel. Reuters. FRAMKVÆMDASTJÓRN Evr- ópusambandsins, ESB, gaf sterk- lega til kynna í gær að hörð and- staða Frakka gæti leitt til þess að ekkert yrði úr viðræðum um víð- tækan og metnaðarfullan viðskipta- samning milli ESB og Bandaríkj- anna, sem framkvæmdastjórnin hefði lagt fram tillögu um. Martine Reicherts, aðaltalsmað- ur framkvæmdastjómarinnar, greindi frá þessu í kjölfar óvæginn- ar gagnrýni franska forsetans Jacques Chirac á tillöguna um „Nýjan Atlantshafsmarkað" (NTM), sem Sir Leon Brittan, sem fer með viðskiptamál í fram- kvæmdastjóminni, hafði haft for- göngu um. „Verkefni af þessu tagi geta þá aðeins komizt í framkvæmd að öll aðildarríkin standi á bak við þau,“ tjáði Reicherts fréttamönnum í Bmssel, er hún var spurð hvort andstaða Frakka við áformin á ráð- herrafundi um málið síðar í þessum mánuði myndi koma í veg fyrir að nokkuð yrði úr þeim. Tillaga Brittans gengur út á að ESB og Bandaríkin hefji viðræður sem miði að því að fjarlægja tækni- legar hindranir í vöraviðskiptum, að fríverzlun verði tekin upp á sviði þjónustu og að lengra skuli gengið í frelsisátt á sviði opinberra útboða, hugverkaréttar og fjárfestinga. Chirac sagði, í sjónvarpsræðu á fimmtudag, tillöguna „ósiðlega" og „fáránlega11 og hann hefði þegar skýrt Tony Blair, forsætisráðherra Bretlands sem nú er í forsæti ESB, og Jacques Santer, forseta fram- kvæmdastjórnar ESB, frá að franska stjórnin myndi ekki geta fallizt á að tillagan yrði tekin á dag- skrá fundar ESB-leiðtoga með BUl Clinton Bandaríkjaforseta í London 18. maí næstkomandi. Reuters Dúman hafnar forsætisráðherraefni Jeltsíns forseta öðru sinni Kíríjenkó senni- lega samþykkt- ur í næstu viku Moskvu. Reuters. NEÐRI deUd rússneska þingsins, Dúman, hafnaði í gær öðra sinni Sergei Kíríjenko, sem Borís Jeltsín forseti hefur tilnefnt í embætti for- sætisráðherra. Jeltsín tilnefndi hann umsvifalaust aftur og í næstu viku fer fram úrslitaatkvæðagreiðsla um tUnefninguna. Forseti Dúmunnar, Gennadíj Selezníjov, sagðist telja lík- legt að þá yrði tilnefning Kíríjenkos samþykkt. Samkvæmt stjórnarskránni verð- ur að leysa upp þingið og boða til kosninga verði Kíríjenko hafnað í þriðju atkvæðagreiðslunni í röð. Sel- ezníjov sagði að þingmenn myndu heldur sættast á Kíríjenko en þá óvissu sem skapast myndi ef þingið yrði leyst upp. Jeltsín til Japans Tæpur mánuður er nú liðinn síðan Jeltsín vék ríkisstjórninni frá og til- nefndi Kíríjenko. Forsetinn hélt í gær til Japans í opinbera heimsókn þar sem hann mun ræða við Ryut- aro Hashimoto forsætisráðherra. Brottfor Jeltsíns skapar stjórnskip- unarlegt óvissuástand í Rússlandi, þar sem stjórnarskráin gerir ráð fyrir að forsætisráðherrann fari með forsetavaldið að honum fjarstödd- um. Stjórnskipunardómstóllinn hef- ur hins vegar úrskurðað að Kíríj- enkó geti ekki gegnt þessu hlutverki nema hljóta samþykki þingsins. Kíríjenko sagði í gær að hann tæki höfnunina ekki nærri sér, og heim- ildamenn í Kreml sögðu að Jeltsín, sem fylgdist með atkvæðagreiðsl- unni frá bústað sínum skammt frá Moskvu, hefði heldur ekki látið nið- urstöðuna raska ró sinni. Stjórnarandstæðingar eru í meiri- hluta í Dúmunni, og er Selezníjov I þeirra hópi. Hann sagði í gær að með því að hafna Kíríjenko aftur í næstu viku myndi Dúman dæma sjálfa sig til upplausnar. „Forsetinn myndi þá stjórna með tilskipunum og engin vissa væri fyrir því hvenær kosið yrði á ný,“ sagði hann. Jevgení Jasin, settur ráðhen-a, sem staddur er í Washington, tók í sama streng í gær og kvaðst telja líklegt að tilnefning Kíríjenkos yrði samþykkt í næstu viku. Leynileg kosning eykur mögu- Icika Kínjenkos Kíríjenko þarf stuðning að minnsta kosti 226 fulltrúa af 450. 115 greiddu atkvæði með honum í opinni atkvæðagreiðslu í gær, en í atkvæðagreiðslunni í síðustu viku, sem var leynileg, gerðu það öllu fleiri eða 143. Fréttaskýrendur segja að miklu skipti hvemig atkvæðagreiðslunni verður háttað í næstu viku. Sel- ezníjov kvaðst telja að hún yrði leynileg, og það yki möguleika Kíríj- enkos því þingmenn ættu auðveldara með að víkja sér undan flokkslínum. Rúmt ár er þangað til kjósa þarf til þings, og yrðu kosningar nú kostnaðarsamar og óvíst um úrslit. Pví væri það slæmur kostur fyrir Jeltsín. Hættan á að missa þingsæt- ið og öll þau hlunnindi sem því fylgja gera kosningar einnig að afarkost- um fyrir þingmenn. Reuters SERGEI Kírfjenkó, skipaður forsætisráðherra Rússlands (t.v.), ræðir við ónafngreindan þingmann í Dúmunni í gær. Náttúru- hamfarir í - Nashville ELLEFU menn að minnsta kosti týndu lífi í miklu fárviðri í Suð- urríkjum Bandaríkjanna í fyrra- kvöld og fyrrinótt. Verst var veðrið í Kentucky, Alabama, Ge- orgíu og Tennessee, en þar fór skýstrokkur yfir Nashville. Var miðborgin eins og vígvöllur yfir að líta á eftir, ófært um götur fyrir brotnu gleri og slitnum raf- magnslínum. Þessi kirkja eða það, sem eftir er af henni, er í austurhluta Nashville, en veggir hennar sprungu og þakið féll. Þykir það með ólfldndum að eng- inn skyldi láta lífið í borginni, en a.m.k. 150 manns slösuðust. ■ Skýstrokkar/22 Líða ekki þvinganir Færeyings MIMI Jacobsen, leiðtogi danskra Miðdemókrata, segir flokk sinn ekki munu líða að færeyski þingmaðurinn Joann- es Eidesgaard þvingi fé út úr dönsku stjórninni gegn kröfu um stuðning við hana. Jafnaðarmaðurinn Eides- gaard hefur sagt að stuðningur sinn við stjórn danskra flokks- bræðra sinna sé háður því að Færeyingar verði sáttir við niðurstöðu Færeyjabankamáls- ins. I samtali við Berlingske Tidende í gær segir Jacobsen að Miðdemókratar muni sjá til þess að Eidesgaard knýi ekki fram kosningar, eins og rætt hefur verið um, vegna þess hve tæpt stjómin stendur. Morð í Belfast Belfast. Reuters. MAÐUR var skotinn til bana í Belfast í gærkvöld, en lögregla taldi þá of snemmt að kveða upp úr um hvort skotárásin væri hluti af átök- um andstæðra fylkinga mótmæl- enda og kaþólikka. Ef svo var, þá var þetta fyrsta pólitíska morðið frá því sögulegt samkomulag náðist um frið á Norður-írlandi fyrir viku. Fórnarlambið var skotið niður við leigubílastöð í hverfi kaþólikka í Vestur-Belfast og lézt af sárum sín- um á sjúkrahúsi. Tony Blair, forsætisráðherra Bretlands, reyndi í gær að sefa ótta mótmælenda á Norður-írlandi um að friðarsamkomulagið gæti stefnt sambandi héraðsins við Bretland í hættu. Blair lagði í viðtali á sjónvarps- stöðinni BBC áherzlu á að hægt yrði að útiloka fulltrúa Sinn Fein, helzta stjórnmálaflokks kaþólskra lýðveldissinna, frá því að taka sæti á fyrirhuguðu þingi Norður-írlands, ef hinn vopnaði armur flokksins, Irski lýðveldisherinn (IRA), sver ekki af sér allt ofbeldi. „Ef IRA heldur áfram uppi merkjum vopnaðrar baráttu (...), þá eru ákvæði fyrir hendi sem gera það kleift að útiloka menn eða svipta þá embætti," sagði Blair. Leiðtogi stærsta flokks sam- bandssinna á Norður-írlandi, David Trimble, tekst í dag á við það erfiða verkefni á sérstöku flokksþingi í Belfast að eyða fyrirvöram sem nokkrir flokksmanna hans hafa gegn friðarsamkomulaginu vegna þess að þeim finnst það opna fyrir að fulltrúar Sinn Fein komist í valdaembætti án þess að IRA af- vopnist. ■ Afdrif samningsins/22

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.