Morgunblaðið - 18.04.1998, Side 35

Morgunblaðið - 18.04.1998, Side 35
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 18. APRÍL 1998 35 _______AÐSENPAR GREINAR__ Borgarbókasafnið 75 ára sumardaginn fyrsta Borgarbókasafn Reykjavíkur verður 75 ára á morgun, 19. aprfl. Safnið hóf starfsemi sína sumardaginn fyrsta árið 1923. AI- þýðubókasafnið, eins og það hét í fyrstu, varð strax mikilvæg menningarstofnun í bænum. Fyrsti forstöðumað- ur safnsins var Sigur- geir Friðriksson. Var hann sennilega fyrsti Islendingurinn sem menntaður var í bóka- safnsfræðum. Sigm’- geir hafði víða farið og leitað fanga. Hann var bókavörður í tæp tuttugu ár, en að honum látnum gegndi Lára Pálsdóttir starfinu til ársloka 1942. Safnið sem starfað hefur óslitið í þessi 75 ár óx og dafnaði undir for- ystu hæfra manna. Næsti bæjar- bókavörður og síðar borgarbóka- vörður var skáldið góða, Snorri Hjartarson, en Eiríkur Hreinn Finnbogason cand. mag. tók við af honum 1966. Elfa Björk Gunnars- dóttir bókasafnsfræðingur gegndi stai’finu á eftir Eiríki, en Þórdís Þorvaldsdóttir bókasafnsfræðingur gegndi því síðan í liðlega áratug, eða þar til hún lét af embætti fyrir aldurs sakir um sl. áramót. Núver- andi borgarbókavörður er Anna Torfadóttir bókasafnsfræðingur. Starfsemi Borgarbókasafnsins er mjög öflug. Lætur nærri að 600 þúsund manns sæki safnið heim á ári hverju. Safnið starfar nú á sjö stöð- um í borginni og er nýjasta útibúið Folda- safn sem tekið var í notkun seint á árinu 1996. Þá eru starf- ræktir bókabflar sem hafa viðkomustaði víða í borginni. Auk bóka, blaða og tíma- rita er boðið upp á tónlist, myndbönd og margmiðlunarefni. Borgarbókasafnið lán- ar bækur til skipa og fangelsa. Safnið legg- ur ríka áherslu á barna- og unglingastarf. Efnt er til sögustunda fyrir 3-6 ára börn í hvem viku og safnakynning er einnig fastur liður í starfseminni. Um langt árabil hefur aðalsafn Borgarbókasafns verið við Þing- holtsstræti og búið þar við þröngan húsakost. Fyrir alllöngu stóð til að byggja nýtt aðalsafn í nýja mið- bænum, nálægt Borgarleikhúsinu. Frá þessu var horfið. Nú er ákveð- ið að aðalstöðvar safnsins flytji árið 2000 í Safnahúsið í Tryggvagötu 15. Þar er einnig áfonnað framtíð- arhúsnæði fyrir Ljósmyndasafn Reykjavíkur og Borgarskjalasafn Reykjavíkur. Er það mikið ánægjuefni að nú skuli loks í aug- sýn bætt aðstaða þessara merku stofnana. Þá skal greint frá því hér að nú er unnið að tillögum að nýju útibúi safnsins í Kringlunni, nánar tiltekið við Borgarleikhúsið. Væri því útibúi ætlað að koma í stað þess Borgarbókasafnið verð- ur hér eftir sem hingað til, segir Guðrún Jóns- dóttir, ein veigamesta menningarstofnun Reykjavíkur. útibús sem nú er í leiguhúsnæði í Bústaðakirkju. Enginn vafi leikur á því að Borg- arbókasafn Reykjavíkur mun hér eftir sem hingað til vera ein veiga- mesta menningarstofnun höfuð- borgarinnar og starfa áfram að yf- irlýstum markmiðum sínum sem fólgin eru í því að efla lýðræði, jafn- rétti, athafnafrelsi og velferð borg- aranna, auðga skilning á íslenski’i tungu, bókmenntum og menningu, hvetja til lesturs, styðja nám og sí- menntun, jafna aðgang að upplýs- ingum, þekkingu og aíjjreyingu. Höfmidur er arkitekt, formaður menningarmálanefndar Reykjavík- ur. t •' * mm Stórhöfða 17, við Gullinbrú, sími 567 4844 OPIÐ HUS í dag kl. 13:00 - 17:00 hjá Prenttæknistofnun að Hallveigarstíg 1 Nú er tækifæri til að heimsækja Prenttæknistofnun, og kynna sér Tölvuskólann og aðra starfsemi sem fer þar fram. Kl. 15:00 verður haldinn fyrirlestur um frágang tölvugagna fyrir prentun. Einnig verður kynntur bæklingurinn „Skil á efni til prentunar" sem ætlað er að vera leiðbeinandi um sama efni. Tölvuskóli Prenttæknistofnunar Hallveigarstíg 1, Sfmi: 562 0720 www.mbl.is LAUGARDAGINN 18. APRIL VERÐUR OPIÐ HÚS í HÚSI IÐNAÐARINS, HALLVEIGARSTÍG 1, KL. 13:00- 17:00 'fSIBSSSfiBH F~S^£01iSÍ - ÞETTA er nú ALDEILIS EITTHVAÐ FYRIR YNGRA FÓLKIÐ Margmiðlun HÁR í DAG HVAÐ GERA LJÓSMYNDARAR? Internet Grafísk hönnun Gull, silfur og eðalsteinar Klæðskerar og kjólameistarar ÚRSMIÐIR Ryð í RÖRUM INFO 2000 OG RAFRÆN ÚTGÁFA MÁLMAR, RENNDIR, SKORNIR OG BEYGÐIR ÍSLENSKUR BAKSTUR FULLTRÚAR FRÆÐSLUMIÐSTÖÐVA FFI KYNNA NÁMSLEIÐIR í IÐNNÁMi SÍ- OG ENDURMENNTUN í IÐNAÐI L Félags- og ■ Fræðslumiðstöð Iðnaðarins Hallveigarstíg 1,101 Reykjavik Sími 562 0775, Fax 562 0758 Félag íslenskra gullsmióa • Menntafélag byggingariðnaðarins Félag meistara og sveina ifataiðn • Félag pípulagningameistara Fræðsluráð málmiðnaðarins • Hárgreiðslumeistarafélag íslands Landssamband bakarameistara • Ljósmyndarafélag íslands Prenttæknistofnun • Úrsmiðafélag islands • MIDAS-NET EINN TVEIR OG ÞRlR

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.