Morgunblaðið - 18.04.1998, Side 29

Morgunblaðið - 18.04.1998, Side 29
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 18. APRÍL 1998 29 ur hvernig það muni hljóma. Hér skýtur hinum æfða skemmtikrafti skyndilega upp í samræðunum og nokkrir matargestir líta upp frá diskum sínum með bros á vör. Vinnan í Kaupmannahöfn fólst í því að gera flæðirit fyrir blaðadreif- ingarfyrirtæki. „Vinnan var ansi lokuð, en á hina blaðsíðuna skrifaði ég vísur og texta. Svo átti ég reglu- lega að ganga fyrir framkvæmda- stjórann og sýna honum flæðiritið. Það var fljótlegt, hann bara rétt gjóaði á það augunum og sagði svo „fínt, fínt“. Kannski var hann líka önnum kafinn við að skrifa söng- texta..." „Það verður eitthvað úr þér“ Fjölskyldulíf og vinna hafði ýtt leikaradraumunum til hliðar, en ekki áhuganum á áð gerast skemmtikraftur, svo Eddie Skoller hafði samband við eiganda veit- ingahúss og skemmtistaðar í Tívolí og fékk strax leyfi til áð spreyta sig. Það var nokkuð taugaóstyrkm- ungur maður sem mætti með gítar- inn sinn, settist upp á sviðið í tóm- um myrkum sal vorið 1968 og byi'j- aði að syngja og spila þekktan slag- ara. Eigandinn sat í myrkrinu, en þjónn, sem gekk um beina úti á ver- öndinni gekk í gegnum salinn. Eng- inn viðbrögð voru, svo Skoller brá fyrir sig eigin lagi og texta. Þjónn- inn stoppaði með bjórglösin á bakka og settist niður. „Það verð- ur eitthvað úr þér,“ varð honum að orði þegar laginu var lokið. Og það reyndust orð að sönnu. Eigandinn reyndist Skoller síðan eins og besti faðir í skemmtanabransanum, gætti þess að hann kæmi ekki of snemma fram, heldur æfði sig fram á næsta vor að hann tók að koma fram. Um sumarið sagði hann upp vinnunni og hefur ekki haft fasta vinnu síðan. Lögin hans komust á vinsældalista og 1970 tróð hann í fyrsta skipti upp með heilskvölds skemmtun og sýndi sjálfum sér og öðrum að þetta gat hann. Næstu árin lá leiðin svo í leikhúsin, þegar hann tók þátt í uppsetningu vin- sælla söngleikja eins og Hársins, Jesus Christ Superstar og Litlu hi-yllingsbúðarinnar, en hvarf svo aftur að einleiksuppákomunum, sem hann er svo þekktur fyrir. „Eg komst fljótlega að því að ég var ánægðari einn á sviði en sem leikari. Victor Borge og skemmtan- ir hans hafa alltaf heillað mig. Þeg- ar ég var tólf ára spurði pabbi mig hvað ég vildi verða, þegar ég yrði stór. „Eins og Victor Borge,“ svar- aði ég umsvifalaust. „Og ég vil fara til tungslins," sagði pabbi þá, því honum fannst hugmynd mín víst út í hött. Hún var það þó ekki alveg - og maðurinn hefur líka komist til tunglsinS." Óvæntu uppákomurnar þær sjaldgæfustu Þjónninn býður upp á eftirrétt og matseðillinn er rannsakaður. „Pæ“ eða öllu heldur „flan“ með ástríðuá- vexti, ásamt ísfroðu og hind- berjasósu verður ofan á. „Og það er allt í lagi þótt þið eigið ekki hum- ar,“ segir Skoller sposkur á svip við þjóninn. „Eg er alveg sáttur við ávextina í þessum rétti,“ og undir það tekur þjónninn með bros á vör. Eftirrétturinn reynist ekki standa aðalréttinum að baki. Staður- bregðast við. í öðru lagi eru það stýi'ðar hugdettur, sem hægt er að framkalla með því að segja eða gera eitthvað, sem maður veit að framkallar ákveðin viðbrögð í saln- um og getur þá brugðist við. Og svo eru það ósviknar uppákomur, sem maður gat alls ekki séð fyrir. Þær ósviknu eru sjaldgæfastar." Það var einmitt uppákoma af síð- astnefnda taginu, sem kom eitt sinn fyrir á samkomu í Gamla bíói. Eftir nokkrar skemmtanir, sem höfðu gengið vel var komið að síðasta kvöldinu og í þriðja aukalaginu ætl- aði Skoller að koma á óvart með því að syngja „Ut um græna grundu" _á íslensku, en hann ætlaði líka að koma á óvart með því að koma inn hægra megin á sviðinu eftir að hafa gengið út vinstra meginn, svo hann þeysti niður tröppurnar bak- sviðs og EiGINLEGA er... inn uppfyllir ýtrustu væntingar. En hvernig verða skemmtilegir textar Skollers til? Ekki á neinn kerfísbundinn hátt, segir hann. „Hugmyndirnar kvikna af að horfa á fólk, lesa blöðin, horfa á sjónvarp- ið, hlusta á útvarp, ferðast. Mér finnst gaman að hitta fólk og herma eftir.“ A sviði eru allar uppátektir Eddie Skollers eins og eitthvað sem honum dettur í hug einmitt þá stundina, eða þannig lítur það út. „Eg er feginn að heyra þetta. Ahorfandinn á helsta að hafa á til- finningunni að allt, sem líti þannig út sé sprottið upp á stundinni, en sannleikurinn er sá að á sviði koma fyrir þrjú stig „hugdetta". Það eru skilyrtar hugdettur, sem spretta upp af einhverju, sem gerist í saln- um, einhverju sem maður veit að gerist oft og hefur því oft þurft að 0g Iífs8-laðan æddi bak við senuna. „Það vildi þó ekki betur til en að þar var helj- ar mikill, lágur bjálki, en því miður hafði miðinn um að maður ætti að passa sig dottið af, svo ég æddi beint á bjálkann. Ég missti gítarinn og sá stjörnur, en eins og hermaður í stríði voru það mín fyrstu við- brögð að grípa gítarinn og hlaupa inn á svið, þar sem ég stundi upp að ég hefði víst rekið hausinn í og ætl- aði að syngja lag á íslensku. Fólk tók þetta sem grínugt orsakasam- hengi og veltist um af hlátri. Ég byrjaði að syngja og fann hvernig svitinn lak niður ennið, svo ég greip vasaklútinn og þurrkaði mér, en sá þá að það blæddi, svo vasaklúturinn leit út eins og danski fáninn þegar ég brá honum á loft. Margir í saln- um voru með danska fánann og veifuðu á móti, héldu auðvitað að þetta væri bara tómatsósa. Undir svona kringumstæðum þýðir ekk- ert að ætla sér að skýra út hvað sé um að vera, en á eftir fór ég upp á slysavarðstofu og það voru saumuð þrjú spor til að loka skurðinum." Skoller segist ekki þjást af sviðs- skrekk, heldur hlakld hann til að koma fram, enda þurfi það helst að vera þannig. Hann kemur fram með nýja dagskrá öðru hverju og ferðast þá um með hana, en þess á milli gerir hann mikið af að koma fram á einkasamkomum. „Það er eiginlega erfiðast að vera beðinn um að koma aftur fram hjá hópi, þar sem ég hef þegar verið og þótt takast vel. Það er erfitt að þurfa að slá við eigin framkomu. Það væri auðveldara að reyna að vera betri en einhver annar.“ En staðreyndin er sú að Skoller er eiginlega ein- stakur í heimalandi sínu og þótt víðar væri leitað. Hann á ein- faldlega ekki marga sína líka. Aldurinn færir ró Það veitist skemmtikröftum og öðrum sem lifa af því að koma fram oft erfitt að eldast, en Eddie Skoller hefur ekki áhyggjur af aldrinum. Reynslan hefur fært honum öryggi og ald- urinn ró, en einkum sprettur gleðin af fjórum dætrum, þremur uppkomnum og svo tveggja ára dóttur hans og Sissel Kyrkjebo. Daglega lífið gengur sinn vana- gang á heimili listamannanna. Þar sem hjónin eru bæði mikið á ferð- inni eru allar stundir notaðar heima við. Eddie Skoller dyttar að húsinu, spilar tennis og æfir sig. „Ég er nokkurn veginn búinn að ná því, sem hugurinn stendur til. Núna nýt ég þess að fylgjast með dætrum mínum, tek eftir þegar blöðin springa út á vorin, gleðst yfir framfórum Ingrid litlu og hve Sis- sel stendur sig vel og að ég get kannski á einhvern hátt búið í hag- inn fyrir hana. Lífið snýst um líð- andi stund og ég gleðst yfir hverj- um nýjum degi. Maður hefur ekki sinnu á því þegar maður er 25 ára. Aldurinn færir mann ró. Mér finnst ég vera lukkunnar pamfíll með fjögur yndisleg börn, yndislegt hús og eiginkonu sem ég met mikils. Ég er laus við fjárhagsáhyggjur og þarf ekki að taka að mér aðra vinnu en þá sem vekur áhuga minn. Það eru forréttindi að lifa á þennan hátt.“ Máltíðin er á enda og orðið þunnskipað í matsalnum. Þeirri hugsun slær niður að eiginlega séu það einnig forréttindi að hitta jafn yfirlætislausan og lífsglaðan mann og Eddie Skoller... bregða fyrir. Það kemur til mín vera (kona), leiðbeinandi að ég held og spyr mig hvort ég vilji ekki koma með henni upp á nýtt svið, þetta væri liður í prófinu sem ég ætti að taka. Við fórum fljúgandi, svífandi upp í farartæki sem hreyfðist, það var í laginu eins og sívalningur og leið um himininn. Þarna í þessu farartæki var margt fólk en mér fannst það vera í sömu erindagjörðum og ég. Sálin, vitund- in hjá mér, var sú sama en líkaminn var glær eða hvítur og ég held að ég hafi ekki alltaf verið sýnileg öðr- um því ég spurði fólkið hvort ég væri sýnileg. „Já, við sjáum þig,“ var svarið hjá fólkinu „en þú ert að- eins breytt í ytra formi". Síðan vaknaði ég. Ráðning Draumurinn vitnar til sálfarar og þroska. Skuggi draumsins er þarna (mér fannst ég sjá móður minni bregða fyrir) sem umsjónarmaður draumferðarinnar og ferðin upp er þín ferð á nýtt þroskaskeið í lífinu, andlegt tímabil þar sem falast verð- ur eftir hæfileikum þínum („ég spurði fólkið hvort ég væri sýni- leg“. „Já, við sjáum þig“) í þeim uppbyggingu sem nú fer fram. Sí- valningurinn sem þú ferð með kem- ur aftur og aftur fyrir í draumum manna þegar sálrænn þroski er annars vegar, sagnir eru til um hann frá fyrri öldum og fram á þennan dag. í kveri Ingimundar Sveinssonar, Fjórir draumar, frá 1918, fjallar fjórði draumurinn um sívalning eða „dökkrauðan járn- flein, þverhníptan fyrir báða enda og alsettan körtum (kvistum), á aft- ari endanum logaði ljós“ eins og Ingimundur nefnir geimfarið sem birtist í draumi hans og hann segir: „Þennan draum ræð ég fyrir tutt- ugustu öldinni, sem nú er. Kvistina ræð ég fyrir vondu árunum og alls konar erfiðleikum, höi-mungum og styrjöldum. En ljósið ræð ég fyrir síðasta ári aldarinnar, að það merki að þá verði júbilgæðaár (gleði og gæfa) og friður og rósemi meðal manna og þjóða.“ %Þeir lesendur sem vilja fá drauma sína bii'ta og ráðna sendi þá með fullu nafni, fæðingardegi og ári ásamt heimilisfangi og dulnefni til birtingar til: Draumstafír Morgunblaðið Kringlunni 1 103 Reykjavfk. T PASKA hjá okkur í apríl Gæddu þér á ljúffengu lambakjöti um páskana. Á veitingahúsum okkar verður ferskt og ófrosið lambakjöt í sérstöku öndvegi dagana 7.-26. apríl. Njóttu þess að borða betra Iambakjöt í hlýlegu umhverfi. Borðapantanir Argentína 55* 9555 Hótel Saga 552 9900 Lækjarbrekka 55« 443° Óðlnsvé 552 5090 Perlan 562 0203 www.argentina.is ÓÐINSVÉ P E R L A N

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.